Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 UM HELGINA Myndlist Þrjár sýningar í Nýlistasafninu Þijár sýningar verða opnaðar í Ný- listasafninu á morgun, laugardaginn 30. október, kl. 3. Inga Þ. Jóhannsdóttir sýnir málverk unnin með olíu í gamla SÚM-salnum. Inga útskrifaðist úr nýlistadeild MHÍ 1988. Hún nam síðan við Hoochschule fur Angewandte Kunst í Vínarborg 1988-1989. Inga býr og starfar í Glasgow og hefur haldið þijár einka- sýningar og tekið þátt í nokkrum sam- Hólmfríður, Matthildur og Inga Þórey. sýningum hérlendis. Verkin á sýning- unni eru öll unnin á þessu ári. Matthildur Leifsdóttir sýnir á palli og forsal lágmyndir sem m.a. eru unn- ar beint á vegginn. Hún útskrifaðist úr myndhöggvaradeild MHÍ 1989. Hélt hún síðan til framhaldsnáms suður til Flórens á Ítalíu 1990-1992. Þetta er fyrsta einaksýning Matthildar en hún hefur tekið þátt í samsýningum. Matt- hildur býr og starfar í Galliano í To- skana-héraði á Italíu. Hólmfríður Sigvaldadóttir sýnir í Gryfjunni skúlptúr og lágmyndir sem unnið er á þessu ári. Hún útskrifaðist úr myndhöggvaradeild MHl 1988 og nam síðan við listaakademíuna í Flór- ens 1989-1992. Hólmfríður hefur hald- ið eina einkasýningu og tekið þátt í samsýningum. Hún býr og starfar í Flórens á Ítalíu. Síðasta sýningarhelgi Ólafar Erlu í Stöðlakoti Á sunnudaginn kemur lýkur sýningu Ólafar Erlu Bjamadóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Ólöf Erla sýnir list- muni unna í steinleir og postulín. Mun- irnir eru flestallir nytjahlutir, ýmist litl- ar seríur eðða stakir hlutir. Ólöf Erla lauk námi úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1982 og sl. 6 ár hefur hún starfrækt eigið verk- stæði á Hvanneyri. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum en þetta er hennar önnur einkasýning. Sýningin er opin frá kl. 14.-18. Verk Victors G. Cilia í Götugrillinu Nú stendur yfír sýning á verkum eftir Victor G. Cilia í Götugrillinu. Vict- or lauk námi frá MHÍ vorið 1992. Hann hefur haldið sýningar í Geysis- húsinu á vegum óháðu listahátíðarinnar sumarið 92, Ganggallerí Ármúla 92 og í Nýlistasafninfu 93. Verkin eru öll unnin með gvasslitum á pappa. Sýning- in stendur til 13. nóv. Samsýning í Listhús- inu Laugardal Myndlistarsýning fjögurra nema á myndlistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti opnar á morgun laugardag- inn 30. október í Listhúsinu í Laugar- dal, Þeir sem sýna eru; Baldur Helga- son, Birgir Örn Thoroddsen, Magnúsar Unnar Jónsson og Hafsteinn Michael Guðmundsson. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Sól og stjörnur í Slunkaríki Sýning á sex teikningum og jafn mörgum tréristum eftir Rögnu Her- mannsdóttur hefst í Slunkaríki á ísafírði á morgun, laugardaginn 30. október, kl. 16. Sýningin ber heitið Sól og stjörnur og eru allar myndimar unnar á sl. ári. Ragna er fædd í Bárðardal árið 1924. Hún lauk jirófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Islands 1983, framhaldsnám í myndlist stundaði hún í Bandaríkjun- um og í Hollandi. Ragna hefur haldið tíu einkasýningar á Islandi og í Hol- landi, jafnframt þátttöku á samsýning- um hér heima og erlendis. Slunkaríki er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16-18. EHn Perla, Eygló og Kristín. Samsýning í Hafnarborg Elín Perla Kolka, Egló Harðardóttir og Kristín Reynisdóttir opna sýningu á morgun, laugardaginn 30. október, í Hafnarborg. Þær útskrifuðust úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1987. Elín sýnir grafíkverk unnin í ætingu og þurrnál. Hún hefur einnig stundað listnám í Frakklandi. Eygló sýnir veggverk unnin með bleki á pappír 2X2 metrar og stein- steypt verk á gólfi. Hún stundaði þriggja ára framhaldsnám í Hollandi. Kristín sýnir þrívíð verk og innsetn- ingu (installation). Hún stundaði tveggja ára framhaldsnám i Þýskalandi eftir útskrift úr myndmótunardeild MHÍ. Hún sýndi síðast í Nýlistasafninu 1991. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga vikunnar nema þriðjudaga. Síðasti sýningardagur er 15. nóvember. Jón Reykdal sýnir í Fold í Gallerí Fold, Austurstræti 3, sýnir Jón Reykdal pastelmyndir dagana 30. okóber til 13. nóvember. Jón Reykdal er fæddur árið 1945 í Reykjavík. Hann stundaði _ nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Gerrit Rietveld Aka- demie í Amsterdam og Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Jón hefur haldið flölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og er- lendis. Verk hans er í eigu margra opinberra safna og stofnana. Opið er f Gallerí Fold mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10 til 16. Sýning á damaskdúkum Sýning á damaskdúkum frá Georg Ragnheiður Thorarensen kynn- ir ný mynstur og nýja liti í dam- askdúkum. Jensen í Danmörku verður á laugardag og sunnudag í Safamýri 91 frá kl. 14-18 báða dagana. Þar kynnir Ragn- heiður Thorarensen umboðsmaður Ge- org Jensen á Islandi, ný mynstur og nýja liti í dúkum. Georg Jensen damask er 500 ára gamalt listvefnaðarfyrirtæki sem alltaf hefur verið í eigu sömu ætt- ar. Dúkarnir eru úr 100% bómull og öll mynstrin teik'nuð af viðurkenndum hönnuðum og arkitektum. Þeir eru sniðnir að óskum hvers viðskiptavinar og þola 90 gráðu hita í þvotti. í meira en öld hefur þessi háttur verið hafður á að kynna og selja vaminginn í heima- húsi. Vefjarlist frá Eistlandi í Norræna húsinu Sýning á veijarlist frá Eistlandi verð- ur opnuð í sýningarsölum Norræna hússins á morgun, laugardaginn 30. október, kl. 15. Sýningin er hingað komin í samvinnu Textílfélagsins og Norræna hússins. Ellefu listamenn eiga verk á sýning- unni og eru þau ólík í efni og aðferð- um, m.a. vefnaður, silkiþrykk og búta- saumur. Verk þeirra eru valin til þess að sýna fjölbreytni í eistneskri veijar- list, en einnig eru á sýningunni verk unnin með nýrri aðferðum. Þrír lista- mannanna, Liivia Leskin, Anna Gerretz og Signer Kivi koma til íslands og setja sýninguna upp í Norræna húsinu. Anna Gerretz mun segja frá eistneskri vef- jarlist við opnun sýningarinnar og sýna litskyggnur. Rúnar Lund og Hulda Hákonar- dóttir í hlutverkum sínum. í ágúst 1992 sýndu ellefu listamenn úr Textílfélaginu verk sín í Tallinn í boði textílfélagsins í Eistlandi og með þessari sýningu í Norræna húsinu er verið að endurgjalda það boð. Norden-Baltikum-sjóðurinn veitti styrk til sýningarinnar. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 og stendur til 14. nóvember. __________________ Tónlist Gítarleikur í Kringlunni Gítarleikarinn Sveinn Eyþórsson mun leika klassíska gítartónlist í Kringlunni á morgun laugardag. Tón- leikarnir era í tveimur hlutum og hefst fyrri hluti kl. 13 og síðari hlutinn kl. 14. Um er að ræða framhald á sam- starfi Kringlunnar og hóps gítarleikara, en á hveijum laugardegi í októbermán- uði hefur verið leikin klassísk gítartónl- ist í Kringlunni og mun því vera fram- haldið út nóvembermánuð. Flest þeirra verka sem flutt verða hafa verið flutt af Andrési Segovia, en tónleikarnir eru tileinkaðir hundrað ára minningu hans. Sveinn Eyþórsson hóf gítarnám 6 ára gamall hjá föður sínum. Hann stundaði grunnnám og framhaldsnám á Spáni. Sveinn starfar nú sem tónlist- arkennari hér heima. Prof. Clara Taylor ásamt píanó- leikurum skólans, f.v. Davíð Játvarðsson Knowles, Lára Rafnsdóttir, Elín Guðmunds- dóttir, Ólafur Vignir Alberts- son, Jórunn Viðar, Kolbrún Sæmundsdóttir, Katrín Sigurð- ardóttir og Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Söngskólinn í Reykja- vík með námskeið Söngskólinn í Rekyjavík gengst þessa dagana fyrir námskeiði fyrir kennara og nemendur skólans. Þar leið- beinir prófessor Clara Taylor píanólei- kurum skólans í tækni og túlkun, með sérstaka áherslu á samvinnu og sam- leik söngvara og píanóleikara. Clara Taylor er fædd í London og stundaði nám í píanóleik við Royal Academy of Music þar sem hún var skipuð prófessor 1974. Eftir að hafa unnið til ýmissa verðlauna ákvað hún að sérhæfa sig í samspili með söngvur- um og hljóðfæraleikurum._______ Leiklist Barnaleikritið Tritill Barnaleikrit um ævintýri Trítils verð- ur frumsýnt hjá Frú Emilíu í Héðins- húsinu, laugardaginn 30. október kl. 15. Leikritið samdi Ása Hlín Svavars- dóttir og leikarar sýningarinnar upp úr barnasögum Hollendingsins Dick Laan. Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Barði Guðmundss- son leika Trítil og félaga. Hugleikur frumsýnir „Eg bera menn sá“ Áhugaleikfélagið Hugleikur frum- sýnir annaðkvöld, laugardagskvöld, leikritið „Ég bera menn sá“. Höfundar verksins eru þær Anna Kristín Krist- jánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. í fréttatilkynningu segir m.a.: „í verkinu segir frá bændum og búaliði í Gröf og samskiptum þeirra við annars- heimsverur af öllum stærðum og gerð- um. Víst er að hin hugleikska sýn á veruleika hins íslenska kotbónda og á bændamenningu almenn er síst ómerk- ari en aðrar sem nýlega hafa komið fyrir sjónir manna. Sauðkindinni er gert hátt undir höfði og segja má að þetta harðgera og launvitra dýr fái þar upreisn æru eftir að hafa verið á milli tannana á fólki um langa hríð.“ Sýningarnar verða í Tjarnarbíói og hefjast kl. 20.30. Miðasala verður opin milli kl. 17 og 19 alla daga og fram að sýningum sýningardagana.____________ Fyrirlestur Fyrirlestur 1 Ásmundarsal Norski arkitektinn Per Morten Josef- son heldur fyrirlestur í Ásmundarsal við Freyjugötu á morgun, laugardag, kl. 20. Per Morten er einn af meðlimum „Snöhetta“-hópsins sem vakið hefur athygli fyrir framsækna byggingarlist. „Snöhetta“-hópurinn hefur verið mjög áberandi í þeirri grósku sem átt hefur sér stað í Noregi á liðnum árum. Eitt merkasta verk þeirra er bókasafni í Alexandríu í Egyptalandi sem ráðgert er að reisa á næstu árum, en það er árangur alþjóðlegrar samkeppni sem hópurinn vann. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Arkitektafélags íslands og er öllum opinn.___________________________ Ljóðlist Enskt Ijóðakvöld í Hafnarborg Óliver Kentish, tónskáld og tónlist- arkennari, mun lesa úr úrvali enskrar ljóðlistar á frummálinu, auk þess sem hann mun leika á píanó og selló nokkr- ar stemmningar, sunnudagskvöldið 31. október kl. 20.30. Flutt verða ljóð eftir eldri skáld og samtímaskáld. Skemmst er að minnast Sonnettukvölds í Hafnarborg þegar Oliver og Arnar Jónsson leikari fluttu nokkrar sonnettur Shakespeares bæði á ensku og í íslenskri þýðingu Daníels Daníelssonar. ÓJiver Kentish er þekktastur fyrir fréttir á ensku sem hann hefur skrifað og flutt í Ríkisútvarpið undanfarin tvö sumur. Nemendur framhaldsskólanna ásamt kennurum eru boðnir sérstaklega vel- komnir. Aðgangur er ókeypis. Tilkynning til borgarbúa vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 1994 Uppboð í New York Ólympíudraumar eftir Helga Þorgils og Sigurð Orlygsson Ncw York, frá Einari Fali Ingólfssyni. „Vetrarsýnir - ólympíudraumar". Helgi Þorgils og Sigurður Örlygs- son voru fulltrúar Islendinga, en meðal annarra listamanna voru Bjorn Wiinblad frá Danmörku, Kimmo Kaivanto og Mari Rantanen frá Finn- landi, Kjell Erik Killi Olsen frá Nor- egi, Philip vob Schaiitz frá Svíþjóð og kunnur bandarískur íþróttamál- ari, Leroy Neiman. Myndimar vora seldar á þöglu upp- boði í New York á dögunum, til styrkt- ar menningarsjóði The American- Scandinavian Foundation, en munu líklega hanga uppi í Lillehammer á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tiliögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrír 23. nóvember nk. 26. október 1993. Borgarstjórinn í Reykjavík TVEIR íslenskir listmálarar, Helgi Þorgils Friðjónsson og Sig- urður Örlygsson, voru í hópi nor- rænna og bandarískra listamanna sem fengnir voru til að gera mynd- verk í tilefni af vetrarólympíuleik- unum í Noregi á næsta ári. Mynd- irnar voru boðnar upp á samkomu The American-Scandinavian Fo- undation í Ncw York í liðinni viku. 1 tilefni af vetrarólympíuleikunum í Lillehammer var tuttugu og einum listamanni frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum boðið að vinna myndverk á fána, undir yfirskriftinni » b i 6 i . « I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.