Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 35 KVENNAÞING Mikill áhugi á Nordisk Forum l^Tikill kvennaskari tók þátt í opnum undirbúningsfundi fyrir kvennaþingið Nordisk Forum á Hótel Borg á sunnudaginn. Opn- aði húsið formlega kl. 13, en síðan tók við fjölbreytt dagskrá og kynn- ing á kvennaþinginu sem haldið verður í Finnlandi 1.-6 ágúst nk. Ekki er að efa að fjöldi íslenskra kvenna á eftir að taka þátt í þing- inu, a.m.k. var mikill áhugi meðal þeirra sem komu saman á Hótel Borg. Á myndinni eru (f.v.) Mál- fríður Guðný Gísladóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Margrét Jónsdóttir, Ásdís Þórðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ragn- hildur Helgadóttir, Anna Svein- bjarnardóttir, Eyja M._ Brynjars- dóttir og Steinunn V. Óskarsdótt- ir. frábærar móttökur NOREGUR Odvar Nordli stjórnar á ný Odvar Nordli, fyiTverandi for- sætisráðherra Noregs, tók við stjórnartaumunum á ný fýrir skömmu. Reyndar ekki á sínu gamla sviði sem forsætisráðherra heldur reyndi hann fyrir sér sem stjórnandi hljómsveitar nokkurrar í Hamar. „Ég neita því ekki að það var erfitt að vera í hlutverk stjóm- andans," sagði hann eftir á. Ekki gaf hann í skyn hvort væri erfiðara að stjórna ríkisstjórn eða hljómsveit! Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Áskell Másson og Gunnar Kristinsson á tónleikunum í Zurich. Frumhljóð framkölluð á tónleikum Islendinga Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Það heyrir til undantekninga að hvert framhaldið yrði á samvinnu Áskell Mássnn tónsmiðiir þeirra. Nokkur hljóðfæranna eru jað heyrir til undantekninga að Áskell Másson, tónsmiður, komi fram opinberlega og flytji tónverk eftir sig sjálfur. Hann brá þó út af venjunni fyrri hluta októ- ber ásamt Gunnari Kristinssyni og fluttu þeir frumsamið verk fyrir slagverk. „Þetta er gamall draum- ur sem við höfðum lengi rætt um,“ sagði Gunnar í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins, þar sem þeir félagar voru önnum kafn- ir að hengja upp og koma fyrir slagverkum af öllum stærðum og gerðum í Helferei-salnum í Zúrich. „Það væri óhugsandi að einhver tæki þátt í flutningi þessa verks í staðinn fyrir mig,“ bætti Áskell við. Höfundarnir fluttu tónverkið á leikrænan hátt. Þeir voru báðir klæddir í svart, kertaljós lýstu upp sviðið og þeir hreyfðu sig hægt á milli slagverka á meðan tónamir drundu. Verkið er í sex þáttum og tæpur klukkutími að lengd. Það hefst á hljóðslætti úr steinum en uppistaða þess er leikið á darabuka, tam-tam og gong, auk þess sem önnur asláttarhljóðfæri koma við sögu. Það túlkar frumöfl náttúrunnar og höfundarnir framkölluðu meðal annars hljóð sem smugu í gegnum merg og bein á fámennum tónleik- um í Zúrich. Einn áheyrandi sagði eftir sýninguna að honum hefði þótt hann hlýða á hljóð eigin lik- ama í einum kafla verksins. Verkið varð til á æfingum Þeir Áskell og Gunnar sögðu að verkið hefði orðið til á æfingum og í samtölum. Þeir léku það í fyrsta sinn í heild á tónleikum í Flúelen í Sviss. Gunnar sem er búsettur í Sviss var með málverkasýningu þar á sama tíma. Listamennirnir kváðust ekki vita þung í vöfum og mikið fyrirtæki að koma saman til hljómleikahalds. Odvar Nordli reynir sér sem hljóm- sveitarstjóri. Vegna góðrar aðsóknar munum við fjölga tímum frá ogmeð 1. nóvember Ny stundaskrá verður birt i nœsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Komdu eöa hringdu til aö fá nánari upplýsingar. J.L. húsinu, Hringbraut 121, sími: 16670. 3 DAGA TILBOÐ HALLOWEEN PARTY Á HARD ROCK FÖSTUDAG - LAUGARDAG OG SUNNUDAG TILBOÐ Hard Rock hamborgari m/frönskum kartöflum, salati og Halloweendjöflaterta í desert. kr. 590.- u Elskum alla - þjónum öllum sími689888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.