Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 AÐALFUNDUR LANDSSAMBANDS ISLENSKRA UTVEGSMANNA Tulögurnar atlaga að núverandi skipulagi við fiskveiðistjómun - segir Ki’istján Ragnarsson um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fískveiða „ÞEGAR saman fer mikil minnkun á afla og verðfall afurða er illt í efni, en hvort tveggja hefur gerst á þessu ári. Verð á sjávarafurð- um hefur lækkað sem nemur 18 af hundraði frá síðasta ári og er þetta meiri verðlækkun en nokkurn gat órað fyrir. Tvær gengisbreyt- ingar, önnur síðastliðið haust um 6% og aftur í vor um 7,5%, hafa ekki náð að jafna verðfallið því þeim hefur fylgt umtalsverður kostn- aðarauki. Auk verðfalls er um að ræða skerðingu á leyfilegum þorsk- afla, en hún er metin á tæpa 5 milljarða króna milli síðasta fiskveiði- árs og þess sem nú er nýhafið. Væru fjármunir til staðar í verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins gerðu reglur hans ráð fyrir að greiddar væru 9% bætur á_ botnfiskafurðir," sagði Kristján Ragnarsson for- maður stjórnar LIU í upphafi ræðu sinnar við setningu aðalfundar LIU í gær. „Þegar saman fer samdráttur í botnfiskafla, verðlækkun á helstu mörkuðum okkar erlendis og söfnun birgða í mikilvægum afurðaflokkum, hlýtur hveijum íslendingi að vera Ijóst hvert afkoma sjávarútvegsins stefnir og þar með þjóðfélagsins í heild,“ sagði Krist- ján ennfremur og dró upp dökka mynd af stöðunni. Morgunblaðið/Sverrir Málin rædd við upphaf fundar ÞORSTEINN Pálsson og Kristján Ragnarsson ræðast við við upphaf aðalfundar LÍÚ. Á milli þeirra sést í Árna Kolbeinsson ráðuneytis- stjóra. Kristján fjallaði síðan um afkomu útgerðar og sagði Þjóðhagsstofnun telja 3% tap á veiðum og vinnslu og stefndi í einn meiri halla á næsta ári. Nú væri talið að bátaflotinn væri rekinn með 5% halla og stefndi í 9,5% halla á næsta ári, togarar væru gerðir út með 9% tapi og stefndi í 12% halla á næsta ári. Afkoma frystiskipa væri talin við- unapdi, þau væri rekin með um 9% hagnaði, en horfur væri versnandi vegna minni afla og lækkandi af- urðaverðs. Kristján sagði fisk- vinnsluna mismunandi. Frysting væri rekin með lítilsháttar hagnað en söltun með 13% halla og stefndi í meiri enda sæjust þess merki að saltfiskverð færi lækkandi á næst- unni. Þá fór Kristján yfír verðþróun helztu fiskafurða frá síðasta ári, en verð á þeim hefur lækkað á bil- inu 10 til 30% og er lækkunin enn meiri ef litið er allt aftur til ársins 1986. „Við þessar aðstæður eru ekki not fyrir öll okkar fiskiskip. Til að lifa af þessa erfiðleika þurfa menn að stofna til samstarfs um að færa heimildir saman og leggja skipum tímabundið eða varanlega,“ sagði Kristján. Þröngsýni verkalýðshreyfingarinnar Síðan ræddi Kristján um afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til breyttra aðstæðna í atvinnulífinu og sagði: „Þröngsýni verkalýðs- hreyfingarinnar um breyttar áhersl- ur í atvinnulífinu er einstök. Allri viðleitni til þess að nýta framleiðslu- tækin er illa tekið. Hvaða ástæða er til þess að krefjast vaktaálags fyrir fólk sem frekar vill vinna frá klukkan 4 til miðnættis, en fyrir fólk sem vill vinna frá klukkan 8 að morgni til klukkan 4 síðdegis? Það er einu sinni svo að mismun- andi vinnutími getur hentað fólki og það vill fá valkost í því efni. Með þessari afstöðu verkalaýðs- hreyfingarinnar er hún að grafa sína eigin gröf og stuðla að því að öll fiskvinnsla flytjist út á sjó en á síðastliðnu ári var 21% af aflanum unninn um borð í skipunum og sá afli skilaði 28% af heildar aflaverð- mætinu. Það hefur verið athugað hver mismunur væri á launakostn- aði ef verksmiðja Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby væri rekin á íslandi. í ljós kom að kostn- aðarauki vegna launa yrði 113 millj- ónir króna ef verksmiðjan væri rek- in á íslandi. í Grimsby er ekki reikn- að vaktaálag á vinnu fyrr en eftir 8 klukkustundir að það er sama hvenær sólarhringsins þær stundir eru unnar. Hér reiknast hins vegar 35% álag eftir að dagvinnu er lok- ið.“ Kristján ræddi síðan kröfu for- manns Samtaka iðnaðarins um auð- lindaskatt á sjávarútveginn og sagði að það væri sjávarútveginum fagnaðarefni ef iðnaðinum tækist að finna hvað hefði farið úrskeiðis hjá honum. Það mætti ekki henda iðnaðinn að halda áfram að glata markaðshlutdeild og þar með at- vinnutækifærum. Lausn vandans yrði hann að finna í éigin garði án þess að planta illgresi í annarra garða. Gegn frumvarpi sjávarútvegsráðherra Kristján fjallaði þá um takmark- anir á veiðum og benti á að þrátt fyrir að þær kæmu illa niður, tíma- bundið, hefði stjórn LÍÚ mælt með því að veiðar yrðu takmarkaðar eins og sjávarútvegsráðherra lagði til. í þessu efni dygði ekki að einblína á stundarhag, heldur yrði að líta til framtíðar. Svo mikil hætta væri á ferðum ef brestur kæmi í þorsk- stofninn líkt og átt hefði sér stað við Nýfundnaland, að efnahagslíf þjóðarinnar biði varanlegan skaða af. Erfitt væri að sjá hvernig við lifðum það af, því við hefðum ekk- ert bakland líkt og Kanada væri Nýfundnalandi. Kristján lýsti síðan andstöðu LÍÚ við Þróunarsjóð sjávarútvegsins, einkum því að útveginum væri gert að greiða fyrir veiðiheimildir og yfirtaka töpuð útlán og skuldbind- ingar Atvinnutryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs. Þá ræddi hann frumvarp sjávarútvegsráðherra til laga um breytingar á núverandi lögum um stjórn fískveiða og sagði: „Að mati stjórnar LÍÚ eru svo mikl- ir annmarkar á efni þeirra tillagna að þær væru betur ófluttar í frum- varpi til laga. Þar ber hæst tillögu um að fjórfalda aflaheimildir króka- leyfisbáta frá því sem þeir eiga rétt á samkvæmt núgildandi lögum. Verði þessi tillaga að lögum minnk- ar aflahlutdeild allra annarra skipa um 6% og þykir mörgum nóg um hve hlutur þeirra er lítill ... Aðrar tillögur ráðherra í þessu frumvarpi um að halda áfram tvöföldún á línu með nýju sóknarmarki, skertar heimildir til flutnings aflaheimilda milli ára og milli skipa, taka upp nýja gjaldtöku við flutning afla- heimilda, og 18.000 tonnajöfnunar- sjóð, eru allar að mati stjórnar LÍÚ til skaða núgildandi fyrirkomulagi við veiðistjórn. Sama er að segja um rétt fiskvinnsluhúsa til þess að fá flutta til sín aflaheimild. Það er atlaga að núverandi skipulagi við veiðistjórn." Loks ræddi Kristján um innlenda og innlenda fiskmark- aði og útrás úr fiskveiðilandhelginni og nefndi veiðar á úthafskarfa, rækjuveiðar við Kanada og þorsk- veiðar í Smugunni og sagði síðan: „Miklu máli skiptir að stjórnvöld styðji þá viðleitni sem þarna hefur verið höfð í frammi til þess að afla verðmæta. Ekki má koma til þess að sókn á þessi mið verði hindruð með samningum sem fírra okkur rétti á þessum mikilvægu miðum. Einnig er einsýnt að kanna það frá þjóðréttarlegu sjónarmiði, hvort Norðmenn hafí farið offari í að taka sér veiðirétt við Svalbarða, með því að lýsa fiskfriðun á veiðislóð sem er opið haf.“ Avarp Þorsteins Pálssonar sj ávarútvegsráðherra á aðalfundi LIU Oeðlflegt að skattleggja skort „FISKVEIÐISTJÓRNUNIN hefur verið eitt umdeildasta viðfangs- efni þjóðmálaumræðu undanfarinn áratug. Þar koma til ólíkir hagsmunir einstakra byggða, mismunandi skipa og ólíkra veiðar- færa. En megin deilurnar hafa þó snúist um það hvort skatt- leggja ætti sjávarútveginn sérstaklega vegna aðgangs að sameig- inlegri auðlind landsmanna. Ég ætla ekki að fjölyrða hér um meginatriðin í þessum grundvallarágreiningi. Kjarni málsins er sá að fiskveiðistjórnun er nauðsynleg vegna Skorts á fiski. Frá mínum bæjardyrum séð er eðlilegt að skattleggja tekjur og gróða útgerðarmanna en fullkomlega óeðlilegt að skattleggja skort- inn,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, meðal ann- ars í ávarpi sínu á aðalfundi LIÚ. Þorsteinn ræddi fyrst hið erfiða efnahagsástand og rekstrarerfíð- leika í sjávarútvegi vegna niður- skurðar á aflaheimildum og lækk- ana á afurðaverði. Hann sagði að staðan hefði tvívegis verið löguð með gengislækkunum án þess að verðbólgan hefði náð sér á strik og hefði það skilað umtalsverðum árangri. Síðan sagði Þorsteinn: „Hitt er áhyggjuefni að fjárfesting atvinnuveganna hefur dregist mjög verulega saman og víst er að við vinnum okkur ekki út úr erfiðleik- unum nema að við getum aukið fjár- festingu og verðmætasköpun á nýj- an leik. Lækkun vaxta mun skipta sköpum um það hvort við náum markmiðum okkar að þessu leyti, Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðun- ar að sá stöðugleiki sem hefur skap- ast hafí opnað möguleika á veru- legri lækkun vaxta, sem nú eigi að knýja fram. En forsenda þess að það megi takast er áframhaldandi stöðugleiki. Friður á vinnumarkaði mun vissulega ráða miklu þar um.“ Skylda að hafa heildarhagsmuni í huga Sjávarútvegsráðherra ræddi síð- an um nauðsynlegan aflasamdrátt vegna bágrar stöðu þorskstofnsins og sagði forystu Landsambands ís- lenskra útvegsmanna alla jafna hafa tekið ábyrga afstöðu í fisk- verndarmálum. Þorsteinn kynnti síðan helztu breytingar í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, en þær hafa mætt mótspymu útgerðarmanna. Hann sagði að kjami málsins væri sá að í, grundvallaratriðum væri áfram byggt á aflamarkskerfínu. Það væri mikilvægasta niðurstaðan sem hefði fengist við endurskoðun lag- anna. Sjálfur hefði hann kosið að haga sumum breytingartillögunum í frumvarpinu á annan veg, hefði hann einn mátt ráða. Nauðsynlegt væri að taka tillit til ólíkra sjónar- miða og frumvarpið væri á þann hátt tilraun til að miðla málum á milli stríðandi hagsmuna: „Ég hef á hinn bóginn orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með neikvæða afstöðu ykkar, ekki síst í ljósi þess að hér er verið að festa í sessi grundvallar- atriði aflamarkskerfisins og að fáum á að vera það betur Ijóst en útvegsmönnum hversu mikilvægt það er að miðla málum í þeim til- gangi að ná víðtækri sátt um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Það getur ekki hver og einn hagsmunahópur í sjávarútvegi togað í sinn spotta eins og honum komi ekki við að- staða annarra í greininni. Það er skylda stjórnvalda að hafa heildar hagsmuni í huga. Og þá kröfu á einnig að gera til Landsambands íslenskra útvegsmanna, sem bera höfuð og herðar yfír önnur samtök í sjávarútveginum,“ sagði Þor- steinn. Þróunarsjóðurinn umdeildur Þorsteinn ræddi síðan ítarlega um Þróunarsjóð sjávarútvegsins: „Ég hef gert mér grein fyrir því að stofnun Þróunarsjóðsins er um- deildasti hluti þess samkomulags sem náðist í tengslum við niður- stöðu Tvíhöfðanefndarinnar. Hvort tveggja er að sjóðurinn mun taka við skuldbindingum Atvinnutrygg- ingarsjóðs sem ríkissjóður er nú í ábyrgð fyrir og eins að það er eðli- lega umdeilt að færa til fjármuni innan sjávarútvegsins í gegn um sjóði af þessu tagi. Slík millifærsla innan greinarinnar er þó engin ný- lunda. I þessu sambandi er rétt að minna á að útvegurinn hefur viður- kennt millifærslu til úreldingar á fiskiskipum og hér er einvörðungu verið að bæta við þriggja ára verk- efni að því er varðar fiskvinnslu- stöðvar. Ákvæði frumvarpsins opna ekki neins konar sjálfkrafa rétt til úreldingar fiskvinnsluhúsa. Stjórn sjóðsins mun alfarið ráða umfangi þessa tímabundna verkefnis. Það er engan veginn eins auð- velt að úrelda fiskvinnslustöðvar og fískiskip. En hafa verður í huga að það verkefni er bundið við þijú ár og mér sýnist af þeirri greiðsluáætl- un sem fyrir liggur að væntanleg stjórn sjóðsins myndi í mesta lagi hafa einn til einn og hálfan milljarð króna til ráðstöfunar samanlagt þess þrjúr ár til kaupa á fiskvinnslu- stöðvum. Hér því um takmörkuð umsvif að ræða. Mikilvægt er að menn meti hvort þessi ráðstöfun felur í sér þyngri byrði fyrir sjávar- útveginn en ella hefði orðið. Þetta má meta út frá mismunandi for- sendum en rétt er að gera sér grein fyrir helstu stærðum í þessu dæmi. Stofnun sjóðsins virðist létta byrðar atvinnugreinarinnar Núverandi tekjuöflun ríkissjóðs með sölu á allt að 12.000 þorskígild- islestum verður hætt en þessi tekju- öflun hefur í meðalárferði skilað 525 milljónum í ríkissjóð. Þorsk- veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs verður úthlutað endurgjaldslaust til útgerðarinnar. Öfugur höfuðstóll Atvinnutryggingardeildar er 1.578 milljónir króna. Ríkissjóður mun yfirtaka þar af 950 milljónir króna. Þannig að á Þróunarsjóðinn munu leggjast 628 milljónir króna. Nei- kvæð staða Hlutafjársjóðs er 350 milljónir króna. Samtals yfirtekur Þróunarsjóðurinn því 978 milljónir króna. Ef litið er á ávinninginn frá þröngu sjónarhorni kemur þarna á móti að engin gjaldtaka verður þijú næstu árin og á núvirði spar- ast sjávarútveginum 1.473 milljónir króna með því móti. Á þennan þrönga mælikvarða hagnast sjávar- útvegurinn því um tæpan hálfan milljarð króna með stofnun Þróun- arsjóðsins frá því sem orðið hefði að óbreyttum lögum. Við getum einnig horft á þessar tölur í víðara samhengi og vaxtafært þær skuld- bindingar sem Þróunarsjóðurinn tekur við frá Atvinnutryggingar- deild og Hlutafjársjóði. Miðað við 7% vexti mun sjóðurinn þannig hafa greitt 3.530 milljónir króna árið 2005 af skuldbindingum, sem ella hefðu fallið á ríkissjóð. Til að standa undir þeim skuldbindingum þarf 200 milljónir árlega þar til sjóð- urinn er kominn í jafnvægi á árinu 2005. Gjöldin sem áður runnu í rík- issjóð en renna nú inn í Þróunar- sjóðinn geta orðið allt að 525 millj- ónum króna. Þannig renna inn í sjávarútveginn á nýjan leik allt að 325 milljónir króna sem farið hefðu í ríkissjóð að óbreyttum lögum. Þessi upphæð verður vitaskuld eitt- hvað minni við skertar aflaheimild- ir. Þessar tölur sýna með ótvíræð- um hætti hvernig sem á málið er litið að þrátt fyrir þær skuldbind- ingar sem sjóðurinn tekur við, er ekki verið að leggja auknar byrðar á sjávarútveginn frá því sem gild- andi lög mæla fyrir um. Þvert á móti bendir flest til þess að heldur sé verið að létta byrðar atvinnu- greinarinnar," sagði Þorsteinn Páls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.