Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 17 Hvað er að útvarpsráði? eftir Magnús Oskarsson í Morgunblaðinu sl. þriðjudag er greint frá „einróma" bókunum í útvarpsráði sem vefst fyrir mér að skilja. Tilgreindar eru í frétt blaðsins tvær bókanir og var önnur gerð 15. október og hin „í síðustu viku“ eins og það er orðað. í síð- ari bókuninni segir útvarpsráð: „Á liðnum vikum og mánuðum hefur Sjónvarpið sent út viðræðu- þætti, bæði í svokallaðri þriðju- dagsumræðu og nú síðast í síð- degisumræðu á sunnudögum þar sem þátttakendur hafa nær ein- vörðungu verið karlkyns með áþekk stjómmálaviðhorf.“ Ég tók þátt í einum þriðju- dagsþætti og deildi þar nokkuð við Steingrím Sigfússon, varafor- mann Alþýðubandalagsins. Fáa aðra þætti hef ég séð en man þó í svipinn, auk Steingríms, eftir Benedikt Davíðssyni og Ögmundi Jónassyni. Ég frábið mér allar dylgjur útvarpsráðs um að ég hafi „áþekk stjórnmálaviðhorf" og Steingrímur og Benedikt svo ekki sé talað um Ogmund. Alveg makalaust er að álykta í útvarps- ráði um skoðanir manna en út yfír tekur, fyrst það er gert, að fara einróma rangt með alkunna vitneskju um viðhorf þeirra sem í hlut eiga. Ég sé enga ástæðu til að taka meira mark á öðrum ályktunum útvarpsráðs en þessari, sem mun hafa verið borin fram af Sjálf- stæðismönnum í útvarpsráði und- ir forystu formannsins Halldóru Rafnar. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað hefur komið yfír þetta fólk. Höfundur er borgarlögmaður Reykja víkurborgar. 80 ára Bergþóra Jóelsdóttir Heiðurskonan Bergþóra Jóels- dóttir húsmóðir og kaupkona Grettisgötu 2A, Reykjavík, er áttatíu ára í dag, 29. október 1993. Eiginmaður hennar Amgrímur Ingimundarson kaupmaður er fæddur 23. nóvember 1912. Hann er því nýlega orðinn áttræður. Foreldrar Bergþóru voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja frá Gjábakka í Þingvallasveit og Jóel Sumarliði Þorleifsson bóndi frá Efstadal í Laugardal. Bergþóra fæddist á Skólavörðustíg 15 í Reykjavík og ólst þar upp. Snemma kom í ljós, að hún var hin röskasta til allrar vinnu, og var hún ung að ámm farin að vinna fyrir sér að barnaskólanámi loknu. Síðar lá leið hennar í Bók- bandsdeild ísafoldarprentsmiðju og þar var hún við störf, er hún kynntist eiginmanni sínum, Arn- grími Ingimundarsyni. Þau giftu sig 4. júlí 1945. Arngrímur er son- ur hjónanna Jóhönnu Arngríms- dóttur húsfreyju og Ingimundar Sigurðssonar bónda á Höfn í Aust- urfljótum í Skagafirði. Bergþóra og Arngrímur hafa búið í ástríku hjónabandi í 48 ár og varð þeim fjögurra dætra auð- ið. Þeir heita Ingileif, fædd 4. september 1946, gift Sigmari Ægi Björgvinssyni; Jóhanna, fædd 6. nóvember 1948, gift Snorra Björg- vin Ingasyni; Sigríður, fædd 30. ágúst 1950, gift Gretti Kristni Jóhannessyni; og Gíslunn, fædd 13. nóvember 1951, gift Gunn- laugi Sigurðssyni. Bergþóra og Amgrímur eiga nú 14 barnabörn og sex bama- barnabörn. Bergþóra var heima- vinnandi húsmóðir á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. En árið 1958 keyptu þau hjónin litla vefn- aðarvöruverslun á Laugavegi 60 í Reykjavík. Ári síðar komu þau á fót prjónastofu í sama húsi í tengslum við verslunina og ráku fyrirtækið á þessum stað til ársins 1968. Þá festu þau kaup á hús- eigninni Grettisgötu 2A, Reykja- vík, og fluttu þangað búsetu sína sem og fyrirtækið. Þar hófu þau verslun með barnavörur, og er verslunin í dag 35 árum eftir að hún hófst hið traustasta fyrirtæki. Bergþóra er listfeng og á mikið safn ljósmynda, sem. hún hefur tekið við alls konar tækifæri. Þau hjónin hafa ávallt látið sér afar annt um heimili sitt og reynst fjöl- skyldu sinni mikil stoð. Ættmenn- um þeirra hefur ávallt verið ljúft að endurgjalda alla þeirra um- hyggju. Þau vita ekkert skemmti- legra en að njóta nærvem barna sinna og barnabarna. Þá er alltaf glatt á hjalla hjá þeim. Ég óska Bergþóru og Árngrími og fjöl- skyldu þeirra hjartanlega til ham- ingju á þessum merkisdegi. Guðrún Þóra Magnúsdóttir. ^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Norskir framleíðendur verða ÍB-salá2. hæð (inngangur að norðanverðu). Sýningin er opin föstudaginn 29. okt. kl. 15-18 og laugardaginn 30. okt. kl. 10-16. Alfirvelkomnir. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Prime London Ný sending Pantanir óskast sóttar Verð: 4.995,- Stærðir: 36-41 Litir: Svart, brúnt Tökum við notuðum skóm til handa bágstöddum. POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. KRINGLUNNI SÍMi: 600930 - STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 - LAUGAVEGI96 SÍMI: 100934 - E1ÐIST0RGI SÍMI: 612160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.