Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
EFNI
Líkur á
lækkun
oKuverðs
KRISTINN Björnsson forsljórí
Skeljungs hf. segir að ef verð á
olíu lækki í nágrannalöndunum
þá muni það einnig lækka hér á
landi. Að undanförnu hefur
heimsmarkaðsverð farið lækk-
andi og er talið að það muni
lækka enn frekar. Að sögn
Bjarna Snæbjörns Jónssonar
framkvæmdastjóra markaðs-
deildar má búast við niðurstöðu
í lok vikunnar.
Bjami benti á að nýliðinn októ-
ber væri fyrsti mánuður nýgerðs
samkomulags OPEC-ríkjanna og
að spár væru uppi um að fram-
leiðsla þeirra sé meiri en samið var
um. „Það eru engar endanlegar
tölur komnar og menn eru að spá
í verðið," sagði hann. „Ég tel að
þessi lækkun núna sé í samræmi
við að hún verði enn meiri. Ef þeir
spádómar rætast þá er líklegt að
verð haldist svipað og nú um nokk-
um tíma.“ Taldi hann að menn
væru að spá í spilin og að markaður-
inn væri að laga sig að aðstæðum.
Óbein áhrif
Bjarni nefndi tvö önnur atriði
sem hefðu óbein áhrif á heimsmark-
aðinn en það er verðlækkun vegna
þess að dollar hefur verið að styrkj-
ast og eftirspurn eftir gasolíu til
hitunar í Evrópu hefur dregist sam-
an. Þá hefur vetur enn ekki gengið
í garð. Enn væri því erfítt að átta
sig á hvemig færi en það muni
skýrast í lok vikunnar.
Breiðari Bústaðavegur
Morgunblaðið/Þorkell
Á MÓTUM Bústaðavegar og Háaleitisbrautar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir að undanförnu og
hefur Bústaðavegur verið breikkaður um eina akrein í vestur frá Háaleitisbraut að Kringlumýrarbraut.
Þá hefur Háaleitisbraut verið tvöfölduð frá Bústaðavegi að Brekkugerði. Sagði Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri að þessi framkvæmd hefði staðið til í mörg ár og að verkinu væri um það bil að ljúka.
Mikil viðskipti með skuldabréf á markaði á föstudag
Gætu náð miklum gengis-
hagnaði ef vextir lækka
Kröfur vegna álagðra gjalda ríkissjóðs
15 milljarðar hafa
tapast frá 1988
ALLS hafa tæplega 15 milljarðar króna af útistandandi kröfum ríkis-
sjóðs vegna álagðra gjalda tapast beint eða óbeint frá árínu 1988. Flest-
ar kröfurnar tapast vegna gjaldþrota einstaklinga og fyrírtækja.
Ríkisendurskoðun bendir á í
skýrslu sinni um endurskoðun ríkis-
reiknings fyrir árið 1992 að af ofan-
greindri upphæð hafí 9,4 milljarðar
verið afskrifaðir með svokallaðri
beinni afskrift en 5,6 milljarðar voru
niðurfærðir í árslok 1992.
í skýrslunni segir að til undantekn-
inga heyri ef ríkissjóður fái eitthvað
upp í sínar kröfur í gjaldþrotaskiptum
MJÖG mikil viðskipti voru með verðtryggð skuldabréf á verðbréfa-
markaði á föstudagsmorgun og seldust bréf fyrir á annan milljarð
króna yfir daginn. Eiríkur Guðnason, forstöðumaður Verðbréfa-
þings Islands segir að Seðlabankinn hafi lækkað ávöxtunarkröf-
una í vikunni, sem sé vonandi aðeins byijunin á frekari lækkun-
um. Það þýði að gengi bréfanna sem seld voru á föstudag hækki
og þeir sem keyptu bréfin gætu selt þau aftur með hagnaði eftir
helgina ef þeir finni kaupendur.
Jón Sigurðsson Seðlabankastjóri
segist gera ráð fyrir að strax eftir
helgi verði látið á það reyna hvað
hægt sé að koma ávöxtunarkröfu
á eftirmarkaði langt niður eftir
aðstæðum.
„Það er greinilegt að þeir sem
versla með verðbréf hafa haft veður
af áformum um vaxtalækkun strax
í gærmorgun (föstudag), hvernig
sem það hefur nú borist til þeirra.
Seðlabankinn lækkaði sitt ávöxtun-
artilboð um 0,1% í gærmorgun. Við
höfum verið að því að undanförnu,
þannig að sú vaxtalækkun sem
væntanlega er framundan er stærra
skref á ferli sem þegar er hafið. Á
mánudag má ætla að fram komi
nýjar hugmyndir um ávöxtunar-
kröfuna á eftirmarkaðinum og þar
mun Seðlabankinn beita sínum
áhrifum eins og hann hefur þegar
lýst yfir til þess að fylgja eftir
áformum ríkisstjórnarinnar um
og innheimtumenn veigri sér oft við
að stöðva starfsemi veigamikilla at-
vinnufyrirtækja, sérstaklega á lands-
byggðinni. Er einnig vitnað til nýlegr-
ar skýrslu um umfang skattsvika og
segja skýrsluhöfundar ljóst að þær
fjárhæðir sem tapist árlega vegna
skattsvika og gjaldþrota séu svo háar
að hertar aðgerðir í skatt- og inn-
heimtukerfinu séu óumflýjanlegar.
vaxtaaðgerðir," sagði Jón Sigurðs-
son.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá verðbréfasölum í gær
virðist lang stærsti hluti kaupenda
á föstudag hafa verið svokallaðir
stofnanafjárfestar, þ.e. sjóðir, fyrir-
tæki og bankar og fari spariskír-
teinavextirnir niður undir 5% geti
þeir fengið mjög mikinn gengis-
hagnað ef þeir ákveða að selja bréf-
in aftur.
Spyrst fyrir um kaupendur
Sighvatur Björgvinsson við-
skiptaráðherra segir að þessi mikla
saia á verðbréfamarkaði fyrir há-
degi á föstudag þýði að viðskiptaað-
ilar hafí verið sannfærðir um að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar myndu
skila árangri í lægri vöxtum. Kvaðst
Sighvatur telja að eitthvað hefði
kvisast út, eftir að aðgerðirnar voru
samþykktar á ríkisstjórnarfundi 26.
október og því hefðu verðbréfasalar
hlaupið til á föstudagsmogun og
keypt.
Aðspurður kvaðst Sighvatur ekki
hafa upplýsingar um hveijir það
voru sem gerðu þessi kaup en seg-
ist ætla að spyrjast fyrir um það
strax á mánudag.
Campomanes tók fag-nandi á móti íslensku skáksveitinni í Luzern
Jóhann og Kortsnoi fóru saman
yfír skákina í reyklausum skáksal
CAMPOMANES forseti FIDE tók fagnandi á móti íslenska skák-
landsliðinu þegar það mætti til Heimsmeistaramóts landsliða í
Luzern í Sviss á dögunum. Eftir að Egyptar forfölluðust á síð-
ustu stundu lagði sterkt íslenskt skáklið af stað til Sviss V/i tima
eftir að boð um þátttöku barst og þannig var FIDE forðað frá
því að fylla upp þátttökulistann með b-liði frá Sviss sem lítið
erindi hefði átt meðal fremstu skákliða heims. íslenska liðið hlaut
því afar vinsamlegar viðtökur mótshaldara og fjölmiðla á staðnum.
Að sögn Margeirs Péturssonar
stórmeistara hefur hinn skammi
fyrirvari að þátttökunni sett nokk-
urn svip á taflmennsku íslendinga
í mótinu en þó væru menn vel
sáttir við sjöunda sætið sem sveit-
in skipaði fyrir leikinn við Kín-
verja í gær, ekki síst vegna sigurs-
ins sem vannst á geysisterkri sveit
Rússa þótt ekki hafí tekist að
fylgja honum eftir gegn Armenum
og Lettum. Fyrir íslenska skáká-
hugamenn var einn af hápunktum
þessa móts.á föstudag þegar Jó-
hann Hjartarson og Viktor
Kortsnoi áttust við á 1. borði við-
ureigninni við Sviss sem íslend-
ingar unnu, 2l/2—IV2.
Að sögn Margeirs virtist lítið
eima eftir af sögufrægum deilum
þeirra tveggja á áskorendaeinvíg-
inu í St. John um árið og eftir
að skákinni lauk með jafntefli
sátu þeir Jóhann og Kortsnoi lengi
saman 0g fóru yfir skákinu í reyk-
lausum skáksal hótelsins þar sem
mótið fer.fram.
Morgunblaðið náði tali af Mar-
geiri í gærmorgun þegar hann var
að búa sig undir viðureign dagsins
sem var við Kínveija en þeir hafa
allt frá 1984 verið ofarlega á
sterkustu alþjóðlegum sveita-
keppnum og hafa náð góðum úr-
slitum í Luzern þótt á fyrsta og
öðru borði tefli alþjóðlegir meist-
arar og menn án titla á 3. og 4.
borði. í þessu sambandi segir
Margeir að allt önnur lögmál gildi
í sveitakeppnum en einstaklings-
keppnum. „Maður sér til dæmis á
fyrstaborðsmanni Rússanna,
Kramnik, sem hefur verið talinn
arftaki Kasparovs, að hann er
greinilega eitthvað áhugalítill og
hefur ekki unnið skák ennþá.
Hann tapaði fyrir Kamsky en
hefur annars verið í jafnteflum
enda eru gífurlega sterkir menn
almennt á fyrsta borði; menn eins
og Ivantsjuk, Kramnik, sem eru
númer 3 og 4 á stigalistanum í
heiminum, Kamsky, Vaganian og
Kortsnoi."
Eftir að Karl Þorsteins kom til
Iiðs við íslensku sveitina sem vara-
maður hefur hann unnið báðar
sínar skákir og gert hinum kleift
að hvíla og veitti ekki af að sögn
Margeirs, sem ásamt Hannesi
Hlífari hafði teflt í hverri umferð
fram að viðureigninni við Kínveija
en Jóhann og Helgi höfðu fengið
frídag.
Auk Kínveija átti íslenska
sveitin í gærmorgun eftir tvo leiki
á þessu tíu sveita móti. í dag
verður keppt við Kúbveija og á
þriðjudag við Bandaríkjamenn í
síðustu umferð.
Stærsti banki Sviss, Kredit-
Suisse, stendur að mótinu og er
umgjörð og skipulagning öll hin
glæsilegasta að sögn Margeirs.
A
pitrguabítibíbi
► !-44 m
f
Réttindi almennings
og skyldur fjölmiðla
►Það er munur á fjölmiðlum og
almenningsáliti. Almenningur á
rétt á traustum fréttum og heiðar-
legum skoðunum./lO
Balladur lætur undan
►Franska ríkisstjómin sýnir veik-
leikamerki í vinnudeilum vegna
Air France./12
Ekkert er of gott fyrir
Kalla
►Vésteinn Valgarðsson og Bragi
Sveinsson hafa skapað nýjateikni-
myndapersónu og heila veröld í
kringum hana./ 14
Leiðtogar til Þingvalla
árið 2000?
►Hugsýn Geralds 0. Barneys, rit-
stjóra Global 2000 skýrslunnar.
/16
\
Kennari gegn kerfinu
►Sérfræðingar hafa ráðið ferðinni
í skólamálum á íslandi, ségir Helga
Siguijónsdóttir. Hún telur að
kennarar þurfi að endurheimta
sjálfstæði sitt og frelsi./18
Fernand Mourlot
►Þrykkjari meistaranna./24
B
► 1-24
Saga Steins
► Sigurð Helgason hefur í meira
en fjörutíu ár unnið úr íslensku
gijóti. Hér fylgjumst við með því
hvemig stuðlabergsdrangur aust-
an úr Hreppum breytist í veglegan
legstein./l
Hátíð hinna dekruðu
► Sagt frá 29. kvikmyndahátíðinni
íChicago./lO
ALWÓÐf J£G,l ntlASÍKlWZN i 1X\KÝÓ - IIEW
426FflÁ CHRYSUX - KKttFtSMKrxn RFTTHIJT
IUÁ UEKLULÆKKAK UiíI'RT'
C
BILAR
►1-4
Bílasýningin ITókíó
►Fátt um nýjungar en margir
forvitnilegirhugmyndabílar./1
HEMI426
►Óiafur Jónsson fræðir lesendur
um þessa frægu vél frá Chrysler./
2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 12b
Kvikmyndahúsin 20 Kvikmyndir 13b
Leiðari 22 Fólk í fréttum 14b
Helgispjall 22 Myndasögur 16b
Reykjavíkurbréf 22 Brids 16b
Minningar 26 Stjömuspá 16b
íþróttir 38 Skák 16b
Útvarp/sjónvarp 40 Bíó/dans 17b
Gárur 43 Bréf til blaðsins 20b
Mannlífsstr. 6b Velvakandi 20b
ídag 8b Samsafnið 22b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4