Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
13
Mót-
mælt
á Orly
STARFS-
MENN Air
France mót-
mæltu fyrir-
huguðum
brevtingum
á rekstri
fyrirtækis-
ins með því
að stöðva
flugumferð
um París.
Hér sjást
verkfalls-
menn mót-
mæla á
Orly-flug-
velli.
einkavæðingu og endurskipulagn-
ingu ríkisfyrirtækja nái fram að
ganga. Ef ríkisstjórnin gefur eftir
um leið og hún mætir andstöðu
eru þá ekki allar áætlanir um að
hætta eða breyta rekstri franskra
ríkisfyrirtækja, sem mörg hver
tapa tugum milljarða króna,
dauðadæmdar?
Vandi Air France
Air France var fyrsti prófsteinn-
inn í þessum efnum. Flugfélagið
er eitt þeirra 21 ríkisfyrirtækja
sem stjórn Balladurs hefur sett á
sölulista. Það hefur hins vegar
alltaf verið ljóst að enginn mun
falast eftir fyrirtækinu á meðan
það er rekið með jafn miklu tapi
og nú. Gera áætlanir ráð fyrir að
hallarekstur fyrirtækisins á þessu
ári muni nema um 55 milljörðum
íslenskra króna.
Attali taldi meginvanda fyrir-
tækisins vera í kostnaðarhliðinni
og því nauðsynlegt að fækka
starfsmönnum og draga úr yfír-
vinnugreiðslum. Flest önnur
stærstu fiugfélög Evrópu og
Bandaríkjanna hafa þegar dregið
verulega úr kostnaði sínum með
skipulagsbreytingum og standa
því mun betur að vígi en Air
France. Þetta hefur veikt markaðs-
stöðu fyrirtækisins verulega og má
nefna sem dæmi að á milli áranna
1991 og 1992 jókst flutningageta
Air France milli Frakklands og
Norður-Ameríku um 8% en flutn-
ingageta bandarískra flugfélaga
um 30%. Það hefur einnig háð flug-
félaginu hversu háð það er heima-
markaðinum en 40% farþega fé-
lagsins koma frá Frakklandi.
Stjórnendur Air France hafa
líka verið gagnrýndir fyrir að líkj-
ast fremur pólitískt skipuðum
embættismönnum en yfirmönnum
flugfélags. Breska dagblaðið Fin-
ancial Times segir Attali ekki hafa
verið neina undantekningu hvað
þetta varðar. Hann tók við stjórn
fyrirtækisins fyrir fjórum árum
ekki síst fyrir tilstilli Francois
Mitterands Frakklandsforseta en
Jacques Attali var þá náinn að-
stoðarmaður hans. Financial Tim-
es segir Attali hafa gert sér grein
fyrir að breytingar væru nauðsyn-
legar en lengi vel reynt að fara
meðalveg endurskipulagningar og
pólitískrar samstöðu. Markaðsað-
stæður hafí hins vegar knúið hann
til að grípa til róttækari aðgerða.
Við stöðu Attalis hjá Air France
tók Christian Blanc, sem starfaði
með ríkisstjórn sósíalista á síðasta
kjörtímabili. Hann hefur það orð
á sér að vera snjall sáttasemjari
og ekki veitir af. Sum stéttarfélög
hafa krafíst þess að stjórnendur
fyrirtækisins verði að lofa því að
störfum verði ekki fækkað, eigi
starfsemi Air France að færast í
eðlilegt horf á ný.
Hneyksli og uppgjöf
Fjölmiðlar í Frakklandi hafa
gagnrýnt stjórn Balladurs harð-
lega fyrir að hafa skyndilega látið
af stuðningi við þær aðgerðir sem
Attali lagði til og sögðu þetta vera
hneyksli og jafngilda uppgjöf.
Meira að segja hið íhaldssama
dagblað Le Figaro spurði Balladur
í viðtali hvers vegna hann hefði
stutt við bakið á Attali annan dag-
inn en látið af stuðningi þann
næsta. „Ég hef trú á breytingum.
Breytingamar verða hins vegar
að vera framsæknar, þær verður
að útskýra til hlítar og þær verða
að vera ásættanlegar," svaraði
forsætisráðherrann.
Fjölmiðlar utan Frakklands
hafa ekki síður verið gagnrýnir í
garð stjórnarinnar. Leiðarahöf-
undur Financial Times segir
stjórnina ekki hafa getað sýnt
betur fram á veikleika sinn og í
forystugrein í þýska dagblaðinu
Frankfurter Ailgemeine Zeitung
segir að stjórnin hafi „glatað öllum
myndugleika“.
Réttilega er bent á að sam-
starfsþjóðir Frakka í Evrópu-
bandalaginu hafi ástæðu til að
hafa áhyggjur. Hvers vegna að
beijast fyrir því að reyna að gera
iðnað bandalagsríkjanna sam-
keppnishæfan þegar sumar þjóðir
hika ekki við að grípa til ríkis-
styrkja eða leggja til innflutnings-
hindranir?
Vandanum skotið á frest
Ríkisstjórn Balladurs hefur ekki
leyst neinn vanda með því að
hætta við Attali-áætlunina. Hún
hefur einungis skotið vandanum á
frest og líklega magnað hann upp.
Skilaboðin frá ríkisstjórninni hafa
ekki farið fram hjá forráðamönn-
um stéttarfélaga hjá öðrum opin-
berum fyrirtækjum.
Næstu skref einkavæðingará-
ætlunarinnar verða líklega ekki
mjög erfið, þar sem um er að
ræða fyrirtæki, sem standa frekar
vel. Þegar er búið að selja Banque
Nationale de Paris og næst á dag-
skrá eru efnafyrirtækið Rohne-
Poulenc og olíufyrirtækið Elf Aqu-
itaine. Það má hins vegar fastlega
búast við vandamálum þegar kem-
ur að tölvufyrirtækinu Groupe
Bull, rafeindafyrirtækinu Thom-
son-TCE, bankanum Crédit Ly-
onnais eða þyrluframleiðandanum
Aerospatiale. Þessi fyrirtæki hafa
verið rekin með miklu tapi og
þurfti ríkisstjórnin fyrr í þessum
mánuði að veita Bull um 70 millj-
arða króna styrk til að mæta tap-
inu. Er talið að fækka þurfi störf-
um hjá fyrirtækinu um 2.500 ef
það eigi að skila hagnaði. Hvernig
á að fækka starfsmönnum hjá
Groupe Bull ef ekki má fækka
þeim hjá Air France? Ef ekkert
verður aftur á móti gert til að
draga úr taprekstri ríkisfyrirtækja
mun það hafa mjög slæm áhrif á
franskt efnahagslíf. Hallinn á
rekstri ríkissjóðs er þegar mjög
mikill og Balladur hefur sagt að
einkavæðing væri forsenda þess
að hægt væri að koma ríkisfjár-
málunum í lag.
Sértilboð í ndvember:
Með öllu því sem þig dreymir um!
Það er sama hvort þú leitar að spennu
stórborgarinnar, friðsœld sveitaþorpsins, kröftugri
heimsmenningu, litríkri sérvisku, vönduðum
veislumat eða safaríkum skyndibitum; Amsterdam
lumar á þessu öllu. Og mörgu fleira!
Hótelin okkar eru ekki af verri endanum:1
SAS Royal Hotel, fyrsta flokks hótel búið öllum
þægindum og Memphis Hotel er sömuleiðis fyrsta
flokks í seilingarfjarlægð frá merkum söfnum,
verslunum og veitingastöðum.
OATþASA
Sam vinnularðir -Lanásj/n
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsterðir S. 91 - 69 10 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf
91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Slmbréf
_ r „ , ^ . - * .,, , , 93-1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 -S. 96 - 27200 • Slmbréf 96-1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 »S. 98-1 12 71 •Símbréf 98-1 27 92
Verð her að otan miðast við staðgreiðslu. Barnaafslattur 2-12 ara er 8.000 kr.
Innifalið: Flug, gisting með morgunverði og skattar.