Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 18

Morgunblaðið - 31.10.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 KENNARI KERFINU Sérffrædingar haffa ráóió feróinni i skólamálum á íslandi, segir Helga Sigurjóns- dóttir. Hún telur aó kennarar þurffi aó endurheimta sjálfstæói sitt og frelsi Morgunblaðið/Sverrir Vid kenn- arar leljum okkurvera útverói menntunar í landinu. Stér hluti okkarvill haida uppí klassískri menntun sem er undirstaéa vestrænn- ar menn- ingar. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur KENNARINN Helga Sigur- jónsdóttir hefur á undan- förnum árum gagnrýnt nýju kennslufræðina, eða ný- skólastefnuna sem hún nefn- ir svo. Hún segir hana vera hátimbraða hugmyndasmíð sálfræðinga, félagsfræðinga og uppeldisfræðinga og eigi ekkert erindi í grunnskól- ana. Hlutverk skóla sé fyrst og fremst að fræða og þjálfa vinnubrögð, þeir eigi að láta svokallaða atferlismótun og viðhorfamótun lönd og leið. í kjölfar þessa hafi kennarar misst áhrifavald sitt. Aga- leysi, og sú staðreynd að fjórða hvert barn fellur á grunnskólaprófi, séu afleið- ingar þessarar stefnu. En hver er þessi kennari sem gagnrýnir sérfræðingana og skólakerfið, hver er starfsferill hans, hver e'ru rök hans fyrir gagn- rýninni, og hvað telur hann vera til úrbóta? Helga er kennari við Menntaskól- ann í Kópavogi, er með kennara- próf frá Kennaraskólanum, B.A. próf í íslensku og sálarfræði frá Háskóla íslands og stundar nú nám til magistersprófs í íslenskri mál- fræði. Hún hefur starfað í skóla- kerfinu frá 1957, bæði sem kennari og námsráðgjafi og hefur bæði skrifað bækur og greinar um skóla- mál. I febrúar og mars síðastliðnum skrifaði hún greinaflokk í Lesbók Morgunblaðsins um íslenska skóla- stefnu, og fékk hörð viðbrögð frá sérfræðingum innan skólakerfísins. Beió eftir batanum „Þegar ég byrjaði að kenna fékk ég strax samúð með þeim börnum sem gekk illa að læra,“ segir Helga. „Mér fannst þurfa að hjálpa þeim alveg sérstaklega og losa þau við þann tossastimpil sem loddi við þau. Á sjöunda áratugnum var farið að tala um ný fræðslulög og ég kynnti mér kenningar og hugmynd- ir róttækra skólamanna. Á þessum tíma beindist athyglin að þjóðfélag- inu sem átti að vera uppsprettan að vanda barnanna. í nokkur ár var ég að leita að félagslegum orsökum þessa vanda og sýndist að með þessari nýju stefnu sem boðaði mannúðlegri við- horf, fordómaleysi, og jákvæð vinnubrögð hvað snerti börnin sjálf og foreldrana, myndi margt færast í betra horf. Eg var því mjög fylgj- andi þessum nýju lögum sem sett voru árið 1974. Ég kenndi á þessum tíma í Kópa- vogsskóla, kynnti mér þær nýju kennsluaðferðir sem boðaðar voru í grunnskólalögunum og fór á ýmis námskeið. Ég fór í framhaldsnám 1972 og gerði hlé á kennslunni, en hélt svo áfram kennslu í gagn- fræðaskóla. Ég beið alltaf eftir bat- anum í skólakerfinu en það var ekki fyrr en ég fór að kenna í Menntaskólanum í Kópavogi sem ég varð fyrir áfalli. í skólanum var fornámsdeild, sem raunar var löng hefð fyrir í bænum, og þar voru sem sagt komnir gömlu „fallistarnir" mínir úr barnaskólanum. Ég fékk ekki séð að nokkur skapaður hlutur hefði gerst í skólamálum, nema síð- ur væri. Þá fór ég að spyija mig hvað hefði farið úrskeiðis. Ég talaði fyrir daufum eyrum sérfræðinga sem voru komnir til áhrifa í skólakerfinu. Þegar ég tala um sérfræðinga, á ég við uppeldis- fræðinga, sálfræðinga og valda- menn í menntamálaráðuneytinu. Allt þetta sérfræðingatal gefur því undir fótinn að þetta fólk búi yfir einhverri sérfræði umfram okkur sem erum að kenna. Með því móti er auðvelt fyrir það að ná völdum yfir skólunum." Villandi kenningar Tveir kennarar hafa skipulagt fornámið í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Helga sem kennir íslensku og Anna Sigríður Árnadóttir deildar- stjóri sem kennir dönsku. „Við Anna Sigríður höfum barist á tvennum vígstöðvum. Annars vegar í skólanum sjálfum því marg- ir voru á móti fornámi, fannst það vera til að lítilsvirða skólann og setja á hann tossastimpil. Hins veg- ar höfum við barist við kerfið, við sérfræðinga í menntamálaráðu- neytinu, þegar við höfum reynt að fá þar hljómgrunn og peningastyrk. Einnig starfaði ég um tíma sem leiðsagnarkennari i kennslufræði- námi fyrir framhaldsskólakennara í Háskólanum og reyndi að kynna fornámið þar en fékk litlar undir- tektir. Skólayfirvöld hér í bænum hafa hins vegar verið mjög jákvæð.“ - Það eru margir sem skilja ekki hvers vegna menn eru á móti fornámi. Ber ekki að fagna því þeg- ar kennarar reyna að finna leiðir til að hjálpa börnum sem hafa farið halloka í námi? „Ég hefði haldið það. En það tók mig mörg ár að skilja þessa af- stöðu. Ég hef orðið að sætta mig við það, að þegar ákveðin stefna eða hugmyndafræði er ríkjandi skiptir raunveruleikinn ekki máli. Það má kannski segja þessum sér- fræðingum til afsökunar að við höfum ekki haft rannsóknarniður- stöður sem sýna ágæti fornámsins fyrr en núna. Eitt af því sem fornáminu var fundið til foráttu var að það var hugsað fyrir ákveðinn hóp en ekki opið öllum. Flokkun hefur verið al- gjört bannorð." - Þú hefur sagt að sérfræðingar í menntamálaráðuneytinu, KHI og HÍ hafi dælt út villandi kenningum um íslenskt samfélag og út frá því hafi skólinn verið skipulagður. Get- urðu skýrt þetta nánar? „Þó að fáir segi það opinberlega vitum við kennarar og fleiri sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.