Morgunblaðið - 31.10.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
25
Jaques Mourlot (sem tók
vió verkstæöinu), Fernand
Mourlot og Henri Desc-
amps.
hann harðneitaði að koma nálægt.
Picasso lét sig ekki og hér kom
fram einstakur hæfileiki hans til
að tala fólk til og þann hæfileika
notaði hann óspart á la Pére Tutin
og skírskotaði einkum til fagstolts
hans.
Ekki var Tutin hrifinn af Picasso
og væri nær að segja, að hann
hafi hatað hann.
í bók Francoise Gilot er t.d. þessi
upplýsandi kafii: Picasso hafði gert
mynd af dúfu og útfært hana á
hæsta máta óvenjulegan hátt. Hann
hafði unnið bakgrunninn í litógraf-
ísku túski og ofaná hafði hann
málað dúfuna með hvítum gvasslit.
Vegna þess að litógrafíukrítin inni-
heldur vax er óráð að mála ofaní
hana með gvasslit, en þrátt fyrir
það hafði Picasso tekist að gera
þetta á glæsilegan hátt á litografíu-
pappír. Mourlot lá við yfírliði er
Picasso kom og hann sá vinnu-
brögðin og hrópaði: „Hvað haldið
þér eiginlega að við séum,og hvern-
ig ættum við að geta þrykkt þetta?
Það er fullkomlega vonlaust!"
Þeir deildu um þetta nokkra
stund, en svo segir Picasso: „Látið
monsieur Tutin fá þetta, hann veit
ábyggilega hvernig hann á að bera
sig að.“
Næst þegar Picasso kom á verk-
stæðið var Tutin þar öskuvondur
yfír myndinni og segir; „Enginn
hefur nokkurn tímann gert eitthvað
þessu líkt, ég get ekki tekið þetta
að mér, það tekst aldrei."
„Ég er viss um að, að þér getið
það,“ segir þá Picasso. „Og mér
segir svo hugur, að frú Tutin hefði
mikla ánægju af að þiggja prufu-
þrykk af dúfunni. Ég mun tileinka
henni fyrsta eintakið."
„Allt, bara ekki það,“ svarar þá
Tutin og hrollur fór um hann. „Auk
þess gengur þetta hvort sem er aldr-
ei með gvasslitinn, sem þú hefur
borið á myndina."
„Gott og vel,“ segir þá Picasso.
„Ég býð þá dóttir þinni einhvern
tíma til kvöldverðar og segi henni
hvílikur þrykkjari pabbi hennar sé.“
Monsieur Tutin hrökk í kút og var
sýnilega brugðið. „Ég veit náttúru-
lega,“ hélt Picasso áfram, „að verk-
efni sem þetta er erfitt fyrir flesta,
sem hér inni vinna, en ég stóð í
þeirri meiningu — en virðist því
miður vera úti að aka — að þér
séuð eini maðurinn sem getur ráðið
við það.“
Nú var fagmannsheiður Tutins í
veði og gaf hann tregur eftir! Stund-
um teiknaði Picasso myndir sínar
með venjulegri krít í stað litógraf-
ísku krítarinnar og þá ofbauð Tut-
in. „Hvernig á nokkur maður að
geta þrykkt þetta,“ spurði hann,
„þetta er óhugnaður.“ — En loksins
er Picasso hafði endurunnið þær
féllst Tutin hikandi á að að gera
tilraun; og einhvern veginn gekk
þetta upp og má jafnvel vera meira
en líklegt, að Tutin hafi ekki verið
á móti slíkum hólmgönguáskorun-
um, því að það gaf honum tæki-
færi til að sanna fyrir Picasso, að
hann kynni ekki síður til verka.
Picasso var sérlundaður og valdi
sér strax lítið afdrep þar sem eng-
inn mátti trufla hann og hann vildi
ekki að neinn vissi hvar hann væri.
Það varð til þess að kommúnista-
flokkur Frakklands, sem taldi sig
eiga listamanninn með húð og hári
og vakti yfír hveiju fótmáli hans,
varð felmtri lostinn er meintur
skjólstæðingur hvarf svona á
óþekktan stað dag hvern. Hér voru
þeir Paul Eluard og Louis Aragon
í fararbroddi og linntu ekki látunum
fyrr en þeir fundu felustaðinn og
stormuðu í heimsókn og þar með
gat flokkurinn andað rólega á ný.
Frá verkstæði Mourlots komu
einnig frábærar bækur, bæði til
kynningar á listamönnum og svo
myndlýstar bækur. Það er einkenn-
andi fyrir úrvals litógrafísk verk-
stæði að vinna líka á því sviði og
innan þeirra hefur margur fágætur
hluturinn í bókagerð litið dagsins
Mourlot og
Matisse.
ljós. Oftar en ekki gera menn það
frekar fyrir ánægjuna af frábæru
handverki en í hagnaðarskyni, en
þetta hafa stundum orðið einhverjar
dýrustu bækur sem sagan getur
um. Hver vildi ekki eiga t.d. 20
frumþrykk eftir Picasso, Matisse
eða Chagall á bók og það í mjög
takmörkuðu upplagi? Mourlot var
einkavinur Picasso og heimagangur
jafnt á vinnustofu hans í París sem
sumardvalastað við suðvestur-
ströndina, t.d. Golfe Juan og setrið
La California, sendi þangað einnig
kalksteina eftir þörfum. En hann
var einnig vinur fjölda annarra
málara ekki síst Matisse, sem hann
gaf viðurnefnið „grandseigneur“
(mikill maður, höfðinglegur per-
sónuleiki). Matisse var kröfuharður
eldhugi en ákaflega elskulegur
maður og ekki síður mikill athafna-
maður en Picasso.
Endurminningar Mourlots eru
hafsjór undurfurðulegra frásagna
af viðskiptum hans við listamenn
og sérkennum þeirra. Hann segir
frá; er hann ræddi um hina fögru
dægurlagasöngkonu Damia og sex-
dagahlaupið (reiðhjólakeppni) við
Braque — af hveiju Derain gerði
enga bók með Albert Camus — hve
Chagall var himinhrifínn innan um
kalksteinana — hvemig Dali mynd-
lýsti Don Kíkóti með krókbyssu —
hinu svimandi frelsi í vinnubrögðum
Joan Mirós — sex metra hárri litó-
grafíu, sem Dufy gerði — síðustu
heimsókn Jaques Villons og — hinu
ógleymanlega andliti Giacomettis.
Hann fjallar um Utrillo frá Vésinet
og Vlaminck frá La Tourilliére —
hve byijanda einum, Jean Dubuf-
fet, hafí legið mikið á — hve mjög.,
Le Corbusier langaði til að verða
mikill málari — Estéve og þrem
málurum, sem höfðu áberandi sam-
eiginleg einkenni. Þá minnist hann
á erlenda gesti og vinkonu sína
Louise, ljónhugann Jean Cocteau
og hinn órólega en örláta Bernard
Buffet. Að lokum lítur hann yfir
farinn veg og til hinna fímmtíu ára
í starfí — sem „litógraf" eins og
það nefnist. Þegar Mourlot rakst á
unga og efnilega málara, sagði
hann við þá: „Heyrðu drengur minn,
gerðu litógrafíur. Það er mjög
áhugaverð tækni og mun vafalítið
verða til að hafa áhrif á list þína.
Þú munt uppgötva, að eftir að hafa
gert steinþrykk breytist viðhorf þitt -
til málverksins og kannski hefur
þú ávinning af.“
Sumir hafa lagt við hlustir og
ekki iðrast þess ...
NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR
- Ertu búin(n) að tryggja þér sæti?
Þú getur ennþá komist með í ódýra ferð til einnar vinsælustu verslunar- og menningarborgar
Evrópu. Fyrsta flokks gisting - spennandi skoðunarferðir - ævintýralegir verslunarmöguleikar.
Vöruverð er svo ótrúlega
lágt að jafnvel Skotarnir
flykkjast þangað
til að versla
Stærsta verslunarmiðstöð
Evrópu - og meira til!
*lnnifalið flug, gisting í 3 nætur,
morgunverður og öll
ftugvallagjöld.
Ath! Fyrir landsbyggðarfólk eru
miðvikudagsbrottfarir sérlega
hentugar!
Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651160
^ STEINAR WAAGE
/*” SKÓVERSLUN "N
Afa
inniskór
Verð: 1.295,-
Stærð: 40-46
Litir: Blátt og brúnt
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Toppskórinn,
Veltusundi,
sími 21212.
Kringiunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212