Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
27
Minning
Guðrún Elliðadóttir
frá Úlfarsfelli
Fædd 2. nóvember 1910
Dáin 17. október 1993
Mikið er tómlegt hér í mannheimi
eftir að hún elsku Rúna er farin.
Tómleiki var sú tilfínning sem
gagntók mig þegar mér var tilkynnt
andlát Rúnu - minnar kæru frænku.
Síðan kom söknuður og eftirsjá. Ég
veit að Rúnu er sárt saknað af öllum
sem þekktu hana, hún var að öllu
leyti svo einstök kona.
Ljúfar minningar sækja á og líða
í gegnum hugann.
Guðrún Elliðadóttir, alltaf kölluð
Rúna, var fædd að Elliðakoti í Mos-
fellssveit 2. nóvember 1910. For-
eldrar hennar voru Elliði Guðmunds-
son Norðdahl, bóndi, og Sigríður
Eiríksdóttir. Tæplega þriggja ára
missti hún föður sinn. Stóð þá móð-
ir hennar ein uppi með fjögur böm,
öll langt innan við fermingu. Rúna
var þeirra næstyngst. Móðirin varð
þá nauðbeygð að láta börnin frá sér
öll nema það yngsta. Rúna fór þá
í fóstur til föðurbróður síns Skúla
Guðmundssonar Norðdahl og konu
hans Guðbjargar Guðmundsdóttur
að Úlfarsfelli í Mosfellssveit. Ólst
hún þar upp við gott atlæti í glöðum
hópi frændsystkina. Hún varð strax
uppáhald og eftirlæti allra á heimil-
inu.
Ég man Rúnu fyrst sem unga og
fallega heimasætu á Úlfarsfelli. Þar
hjálpaði hún til og vann öll verk
eins og til falla á stóru sveitaheim-
ili. Ævin hennar Rúnu var eins og
margra ungra stúlkna á þeim ámm.
Ekki var um neina frekari skóla-
göngu að ræða þegar barnaskóla
lauk. Rúna var þó góðum hæfileik-
um gædd sem hefðu vafalaust riotið
sín vel nú á tímum þegar flest ung-
menni fá að læra það sem hugur
þeirra stendur til. Hún var mjög
myndarleg bæði til munns og handa.
Heimili hennar bar þess fagurt vitni,
það var alla tíð fallegt og hlýlegt
og þar sat snyrtimennskan í fyrir-
rúmi.
Þá man ég vel daginn sem Rúna
gekk í hjónaband, hún var svo ást-
fangin og hamingjusöm. Athöfnin
fór fram í stofunni á Úlfarsfelli og
þar ríkti gleði og ánægja með öllum.
Brúðguminn var líka svo hrifinn af
Rúnu sinni. Kjartan Eiríksson hét
hann og var bæði góður og myndar-
legur maður. Vart hef ég séð fal-
legri né hamingjusamari brúðhjón.
Þá á ég bjartar minningar um
sólheita sumardaga í „Rúnulaut",
bústaðnum þeirra sem þau reistu í
fallegu lautinni við rætur Úlfars-
fells. Dvöldust þau þar öll sumur
og undu sér vel því að Rúna elskaði
sveitina sína. Þar gat hún líka verið
í nánum tengslum við dýrin sín stór
og smá á Úlfarsfelli því að hún var
mikill dýravinur.
Börn Rúnu og Kjartans voru tvö,
Sævar Már og Bima. Sonurinn dó
19 ára gamall. Hann var glæsilegur
piltur og öllum mikill harmdauði.
Dóttirin ólst upp í föðurhúsum til
fullorðinsára og býr nú í Luxem-
burg, gift þarlendum manni, Ar-
mand Fisch. Þau eiga þrjár efnileg-
ar dætur. Þær eru Nadia Rúna 18
ára, Christine Alice 16 ára og Stef-
any Birna 13 ára. Allar voru þær
yndi og eftirlæti ömmu sinnar. Það
var alltaf mikil eftirvænting hjá
telpunum þegar von var á ömmu
Rúnu til Lux. Þær sakna nú sárt
ömmunnar góðu á íslandi. Með
mæðgunum Rúnu og Birnu var mik-
ið ástríki og voru þær alla tíð mjög
samrýndar. Dvaldist Rúna nokkra
mánuði á hverju ári hjá Birnu í
Luxemburg. Hlakkaði hún alltaf
mikið til þeirra ferða og naut þess
í ríkum mæli að vera hjá fjölskyld-
unni í Lux.
Já, við sem þekktum Rúnu vitum
að henni var margt til lista lagt.
Hún var afar handlagin og bjó til
margar fallegar flíkurnar og smá-
hlutina, bæði saumað og prjónað.
Alla ævina var hún starfsöm og lét
aldrei verk úr hendi falla. Hún var
ljóðelsk og prýðilega hagmælt og
átti þess vegna mjög gott með að
læra bundið mál enda kunni hún
mikið af ljóðum og vísum og það
heilu ljóðabálkana utan að. Það var
+
Faðir okkar, tengdafaðir og vinur,
HAUKUR KRISTINSSON,
Böðvarsgötu 10,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 3. nóvem-
ber kl. 14.00.
Sigurður J. Hauksson, Guðfinna Valdimarsdóttir,
Halldór J. Hauksson, Steinunn Ólafsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, stjúpsonur og
tengdasonur,
BIRGIR RÚNAR GUÐMUNDSSON,
Bergsstöðum, Vatnsleysuströnd,
áður búsettur í Hafnarfirði,
sem lést af slysförum 23. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.30.
Ólína Brynjólfsdóttir,
Óskar Birgisson,
Sigrún Birgisdóttir,
Valberg Birgisson,
Sigrún Ólafsdóttir, Haukur Sigurðsson,
Guðmundur Ágústsson, Hólmfríður Ágústsdóttir,
Brynjólfur Magnússon.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 — sími 681960
eitt sinn að við hjónin ásamt Rúnu
vorum í heimsókn hjá vinafólki og
ræddum við um Einar Benediktsson
skáld og kveðskap hans. Það var
þá ekki komið að tómum kofanum
hjá henni Rúnu, hún þekkti öll ljóð
Einars Ben. og kunni þau flest utan
að. Rúna var söngelsk og hafði
prýðilega söngrödd og á yngri árum
söng hún í Kirkjukór Lágafellssókn-
ar.
Mörg voru þau iitlu bömin sem
spurðu „Hvenær kemur Rúna? Hvar
er hún Rúna? Má ég fara til hennar
Rúnu?“ Við sem þekktum hana vit-
um að henni lét einstaklega vel að
passa og fóstra börn, annað hvort
heima hjá sér eða á heimilum bam-
anna. Hún fórnaði hjarta sínu og
ímyndunarafli fyrir litlu bömin sem
hún fóstraði svo mörg á sinni löngu
ævi. Enga konu hefi ég þekkt sem
hafði jafn næman skilning á sálar-
lífí barna og gat glatt litlu sálimar
jafn hjartanlega og innilega. Já, hún
Rúna gat alls staðar komið í móður-
stað. Það var sérstakt með hana að
það bundust slík órofa tryggðarbönd
með henni og öllum fósturbömunum
hennar og fjölskyldum þeirra að þau
héldust alla ævi. Hún hafði mikla
ánægju af að fylgjast með þroska
þeirra og uppvexti. Þetta þekki ég
af eigin reynslu, einnig yngri systk-
ini mín og síðar mín eigin böm.
Á miðri ævi urðu straumhvörf í
lífí Rúnu. Hann Kjartan hennar var
burtu kallaður eftir erfíða sjúkdóms-
legu. Og hvað gerði Rúna þá? Hún
tók því sem varð að vera með ró
og hetjuskap. Hún reyndi að standa
upprétt, hún hvorki brotnaði né
bognaði, hún aðeins svignaði. En
upp frá því var eins og sá sem vant-
ar og saknar nelmings af öllu því
sem á að vera til.
Mér finnst hún Rúna hafa verið
eins konar „ættmóðir“ - hún var
sameiningartáknið í ijölskyldu- og
vinahópnum. Hún var ættrækin,
trygglynd og góð kona.
Rúna lá á sjúkrahúsi í tæpar tvær
vikur áður en hún dó. Sennilega
hefur henni búið í gmn hvað var í
vændum. En hún var sem fyrr dul
um líðan sína en þrautseig og þolin-
móð og að lokum beygði hún sig í
auðmýkt sinni fyrir valdi dauðans.
Hún beið hans róleg, æðrulaus og
sátt og var reiðubúin að kveðja
þennan heim. Hún fékk hægt andlát
aðfaranótt sunnudagsins 17. októ-
ber.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í æðri stjómar hendi
er það sem heitt í hug þú barst.
(Einar Ben.)
Útför hennar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun.
Þar munu skyldmenni og vinir fylgja
henni síðasta spölinn.
Ég þakka af alhug allt það góða
sem elsku Rúna frænka mín gerði
fyrir mig, bömin mín, manninn minn
og heimilið mitt.
Trúverðug og hughrein kona hef-
ur kvatt þennan heim eftir langa
og góða ævi. Blessuð sé minning
hennar.
Freyja Norðdahl.
Lokið hefur lífsgöngu sinni heið-
urskonan Guðrún Elliðadóttir, en
hún lést á Landspítalanum 17. októ-
ber sl.
Þegar ég kynntist Rúnu fýrir um
aldarfjórðungi, hafði hún bæði misst
eiginmann sinn og son. En Rúna
mín æðraðist ekki, heldur tók lífínu
með hógværð og stillingu. Hún var
full af manngæsku og bjartsýni,
alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Hún
var líka auðug að eiga eftir einka-
dótturina Birnu, sem ætíð hefur
verið mömmu sinni til mikillar gleði
og hjá henni átti Rúna sitt annað
heimili síðan Birna fluttist til Lux-
emborgar og giftist þar. Það var
Rúnu minni líka ómæld gleði að
eignast þijár yndislegar ömmustelp-
ur, dætur Birnu og fá tækifæri til
að fylgjast með uppvexti þeirra og
þroska og mikið var hún stolt af
þeim.
En Guðrún Elliðadóttir átti fleiri
börn. Hún hjálpaði mér með syni
sína þijá. Sá yngsti, Agnar, var
aðeins tveggja ára, hinir eldri. Rúna
var þeim sem önnur amma, sagði
þeim sögur, kenndi þeim vísur og
lék við þá á alla lund. Hún kenndi
þeim líka mannganginn, því hún
tefldi talsvert á yngri árum.
Rúna var vel hagmælt og fróð
kona, sem hafði skoðun á öllum
málum. í mörg sumur var hún ráðs-
kona hjá laxveiðimönnum í Norðurá
í Borgarfírði og sagði okkur frá
mörgum gleðistundum þaðan. Einn-
ig starfaði hún í Skíðaskálanum í
Hveradölum þar sem hún kynntist
henni Önnu sinni, sem henni þótti
svo vænt um.
Það hrannast upp minningarnar
þegar ég fer yfír þær í huganum.
Margar ferðir fórum við saman í
sveitina, með pijónana okkar,
kveiktum á kertum og nutum þess
að vera til og spjalla.
Stundaglasið hennar Rúnu
minnar hefur runnið sitt skeið.
Minningin um hana er góð og
hlý. Fjölskylda mín og ég vottum
ástvinum hennar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu hennar.
Salóme Herdís.
ESSO
ímyndaðu þér, að þú sért nú að taka fyrstu
sporin útílífið, -eða, aðþúfáir einnþessara
stórgóðu vinninga í
endurhæfingar-
happdrættinu.
Spennandi, ekki satt?
NtSSAN
($Heimili$tæki
Heimsborgir
Flugleiða flugleiðir/m*
Helgarferðir
Flugleiða flugleiðirjmr
Bensínúttekt hjá
Olíufélaginu hf.
NiSSAN
Sjálfsbjörg
Landssamband fatlaðra