Morgunblaðið - 31.10.1993, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
Valgerður Jónsdótt-
ir frá Kollafjarðar-
nesi - Minning
Fædd 29. júlí 1918
Dáin 25. október 1993
Margt er það og margt er það
sem minningamar vekur
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
í dag kveðjum við elskulega vin-
konu okkar, Valgerði Jónsdóttur.
Ótímabært fráfall hennar kom á
óvart þó að hún hafi fyrir skömmu
greinst með sjúkdóm sem leggur
svo marga að velli.
Hugurinn leitar mörg ár aftur í
tímann þegar flestar okkar voru að
stíga sín fyrstu spor sem fóstrur
eða starfsmenn í leikskólanum
Kópasteini við Hábraut.
Valgerður var að mörgu leyti
sérstök kona sem gat jafnvel verið
móðir eða amma okkar flestra, en
í nálægð hennar hugsuðum við
aldrei um aldur, við litum á hana
sem eina af okkur og greindum
ekki neinn aldursmun.
Það sem vakti athygli allra var
hve ákveðin, en jafnframt hlýleg
og glaðleg hún var í garð þeirra
sem hún átti samskipti við, hvort
sem það voru böm eða fullorðnir.
Valgerður var greind kona og
víðlesin. Hún hafði lifandi áhuga á
þjóðmálum og öllu því er varðar
manneskjuna. Hafði einstaklega
skemmtilega frásagnargáfu, söng-
elsk og í barnahópnum var gaman
að fylgjast með henni í samskiptum
við börnin. Þau hændust að henni
og hún var sérfræðingur í að segja
þeim sögur frá eigin brjósti.
Hún hafði þann hæfileika að láta
hvem og einn finna að hann væri
sérstakur. Hún var mikili mann-
þekkjari og átti auðvelt með að
gefa góð ráð og leiðbeiningar. Oft
var nú sest út í hom í leikskólanum
eða heima við eldhúsborðið, gler-
augun sett upp og lesið úr kaffi-
bolla. Ótrúlega oft rættist spádóm-
urinn, hvort sem það vora nú mynd-
imar í bollanum eða innsæið hennar
Valgerðar.
Arin iiðu og starfsmennimir fóra
hver í sína áttina. Við vorum tólf
sem ákváðum að hittast áfram og
höfum gert í gegnum árin, gjaman
nefnt okkur „hinar gömiu“. Val-
gerður var með í hópnum en hélt
þó áfram að vinna á Hábrautinni
fram að síðastliðnum áramótum og
hafði hún þá starfað í leikskólanum
tæp þijátíu ár sem er lengsti starfs-
aldur við leikskóla í Kópavogi.
Það eru ekki bara þeir mörgu
starfsmenn sem unnu með henni í
gegnum árin sem minnast hennar
af hlýhug í dag. Heldur þau fjöl-
mörgu börn sem hún hefur miðlað
af sínum viskubrunni.
Hún var mikil fjölskyldumann-
eskja og hafði ávallt eitthvað af
hópnum sínum í kringum sig og
kunni hún vel að meta það. Þeim
öllum sendum við samúðarkveðjur.
Við erum auðugri af kynnum
okkar við Valgerði og kveðjum hana
með hendingu sem oft hefur sótt á
'hugann síðustu daga. „Hvert ör-
stutt spor var auðnuspor með þér.“
Fyrir hönd allra í hópnum þökk-
um við samfylgdina.
Anna, Heiðrún, Hildur,
Kristjana, Sjöfn og Sigurlaug.
Sár er sannleikurinn.
Óskýr,
ónæmur.
Ónæmur þar til hann
lemur þig í andlitið.
Fastí, svo þig svíður
og sannleikurinn verður
áhugnanlega skýr,
...og næmur.
Sjaldan eigum við kost á vali
þegar við eigum við náttúruna að
etja. Það særir okkur og við fínnum
til eigin vanmáttar þegar við upp-
götvum að lausn vandans er ekki
fyrir okkur að ieysa. Við fáum ekk-
ert að gert. Okkur finnst oft sem
val náttúrunnar sé ósanngjamt og
oft illgjamt en við verðum víst að
sætta okkur við það að þáttur okk-
ar er ansi lítill í slíku vali og lítið
mark á okkur tekið. Afleiðing af
þessu verður að við fyllumst tóm-
leika og spyijum okkur stórra
spurninga sem við vitum innst inni
að aldrei verður svarað.
Hún amma okkar var yndisleg
kona sem gaf okkur öllum svo
margt með góðvild sinni og hlýju.
Með sínu góða hjarta hafði hún
mikil áhrif á okkur. Áhrif sem við
munum ávallt búa að. Þegar við
voram börn passaði hún okkur á
daginn meðan foreldrar okkar vora
við vinnu. Hún vílaði sér ekki við
að hætta tímabundið eigin vinnu til
þess að passa okkur. Amma var
fóstra á bamaheimilinu Kópasteini
í Kópavogi og við eram viss um að
öll þau böm sem hún gætti þar
hafi unnað henni eins og við gerð-
um.
Jólin koma oft upp í hugann þeg-
ar við hugsum um þær stundir sem
við áttum með ömmu. Jólin héldum
við alltaf heima hjá ömmu og afa
í Melgerðinu og vorum við þá öll
þar samankomin, böm þeirra og
fjölskyldur. Jólin í Melgerði vekja
upp margar minningar. Við minn-
umst þess hvað það var hlýlegt að
halda jólin þar. Við minnumst allra
jóiasagnanna sem hún las okkur
þegar við voram börn og áttum
erfitt með biðina eftir pökkunum.
Við minnumst einnig væntumþykju
hennar fyrir smáum vinum á jólun-
um. Á hveijum aðfangadegi sauð
hún físk og gerði sér ferð niður í
fjöra og gaf villiköttum þar dýrind-
is máltíð og mjólk með. Þetta vita
ekki margir enda var hún ekkert
að flíka þessu, hógvær konan. í
mannfögnuðum og samkomum
ýmisskonar var hún ávallt hrókur
alls fagnaðar, hress og kát og dreif
allt slíkt áfram með krafti sínum.
Hún var svolítill prakkari í sér og
átti það til að vera svolítið stríðin
og gerði góðlátlegt grín bæði að
sjálfri sér og öðrum.
Amma var kannski ekkert mjög
hjátrúarfull en sið hafði hún þó tek-
ið upp sem hún taldi nauðsynlegt
að framfylgja. Hann útlagðist þann-
ig að ef við systkinin vorum að fara
í próf’í skólanum eða að keppa í
íþróttum þá hrækti hún á okkur og
sparkaði í rassinn á okkur. Þetta
þótti okkur nú hálf undarlegt í
fyrstu en ekki gaf hún sig og höfð-
um við öll gaman af þessu. Hún
var ávallt tilbúin að koma og fylgj-
ast með okkur þegar við barnabörn-
in voram að leik. Hún kom stundum
og sá okkur leika handbolta og
studdi vel við bakið á sínu liði þó
að hún hafi nú ekki alltaf verið
með það á hreinu hvort liðið það
var. Hún var kannski ekki alltaf
alveg inn í leiknum en lét það þó
ekkert á sig fá og studdi okkur
með ráð og dáð.
Nú er hún amma fallin frá. Hún
skilur eftir sig djúpa gjá í hjörtum
okkar sem þekktum hana. Gjá sem
verður seint fyllt upp í. Það eina
sem við eigum eftir eru ótal falleg-
ar minningar um þessa góðu konu.
Það verður sárt að halda upp á jól-
in án hennar. Það var ótrúlegt hvað
þessa smávaxna kona gat gefið af
sér. Amma er látin langt fyrir aldur
fram og eftir sitjum við með ekkert
nema minningarnar.
Amma, takk fyrir allt sem þú
varst okkur.
Anna og Darri.
Kveðja og þakkir til þín fyrir að
opna heimili þitt fyrir mér og veita
mér hlutdeild í samverustundum
fjölskyldu þinnar. Það var ómetan-
legt fyrir unga stúlku sem átti alla
sína nánustu ættingja úti á landi,
að finna velvild þína og væntum-
þykju.
Þakkir til þín fyrir að taka á
móti börnurium mínum þegar þau
komu í leikskólann feimin og kvíðin
og leiða þau þar til þroska og örygg-
is.
Þakkir til þín fyrir að fylgjast
með fjölskyidu minni öll þessi ár
af heilum hug. Minning þín mun
lifa með okkur öllum.
Björk og fjölskylda.
Okkur hjónin langar að minnast
þessarar mannkostakonu með
nokkrum línum. Góður vinur er
gailli betri.
Valgerður var þannig gerð að
hún vildi láta verkin tala. I þeim
anda er þetta skrifað. Það eru nú
50 ár síðan grunnur var lagður að
þeirri vináttu sem síðan varð á milli
okkar fjölskyldna. Það hófst með
því að Inga réð sig í kaupavinnu
til æskuvinkonu sinnar Ágústu
Eiríksdóttur frá Dröngum í
Strandasýslu og manns hennar
Magnúsar Jónssonar. Þau voru þá
að hefja búskap á Kollafjarðarnesi
á móti foreldram Magnúsar, þeim
séra Jóni Brandssyni og Guðnýju
Magnúsdóttur. En Valgerður var
dóttir séra Jóns og Guðnýjar. Með
Ingu og henni tókst fljótt góð vin-
átta, sem haldist hefur síðan, þótt
alltaf hafí verið vík milli vina.
Oft hefur verið minnst á þennan
tíma í léttum dúr, sem Valla kunni
vel að meta. Á heimilinu var einnig
kaupamaður, Guðmundur Eiríks-
son, sem síðar varð eiginmaður
Valgerðar. Frá þeim tíma hafa leið-
ir þeirra legið saman. Þau vora
gefin saman í Kollafjarðarneskirkju
af föður hennar 1943. Þau eignuð-
ust fjögur börn, þijár dætur og einn
son, sem öll eru uppkomin. Barna-
börnin eru orðin sjö og öll mikið
eftirlæti ömmu sinnar. Við vonum
að þau feti sem mest í fótspor henn-
ar.
Þau hjónin hafa lengst af sínum
búskap búið í Kópavogi, þar sem
þau byggðu sér hús fyrir um það
bil fjöratíu áram. Þar er ekki mikið
húsrými miðað við nútímakröfur,
en hjartarýmið þar innan dyra vann
það margfaldlega upp. Við erum
þess fullviss, að þaðan fóru margir
með góðan stuðning út í lífið. Val-
gerður var einhver skilningsríkasta
kona sem við hjónin höfum kynnst,
á annarra hagi.
Það var oftast venjan hjá okkur
þegar við komum tií Reykjavíkur
að hafa samband við hennar heim-
ili. Um miðan apríl síðastliðinn vor-
um við stödd í Hafnarfirði og höfð-
um þá samband við hana. Hún bauð
okkur heim og bað okkur að hafa
Sæmund son okkar með, en hann
býr í Kópavogi og hefur oft fengið
góðar móttökur á því heimili, sem
hann er þakklátur fyrir. Við sáum
þá að þar var kona, sem gekk ekki
heil til skógar. Samt var bragðið á
létta strengi. Það er okkar mat, að
það hefi ekki verið tilviljun hvert
hún leitaði, er hún taldi sér fært
að fara út á vinnumarkaðinn, því
að hún starfaði á barnaheimili þar
til hún varð að hætta vegna aldurs.
Ljúf var hönd þín, lögð í lítinn lófa, -
leidd við götu eða bara móa.
Blessuð bömin bljúg frá þessum stundum
blessa þig frá ykkar fyrstu fundum.
(Óþ. höf.)
Valgerður tók mikinn þátt í söng-
lífi í Kópavogi. Starfaði þar í kór
um árabil, en það gaf henni mikla
lífsfyllingu, enda margt af hennar
fólki komið við sögu Ijóðs og laga.
Hún dvaldist mest af sjúkdómsiegu
sinni heima undir verndarvæng fjöl-
skyldu sinnar og þar lést hún 26.
október eftir stutt en ströng veik-
indi, sem hún tók með æðruleysi
eins og henni var líkt.
Við vitum, Guðmundur vinur
okkar, að þú, fjölskylda þín og allir
nánustu ættingjar hafa misst mikið.
En eigi má sköpum renna. Það er
huggun harmi gegn að eftir standa
ljúfar minningar um góða konu.
Við hjónin og börn okkar vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Útför Valgerðar fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 1.
nóvember. Guð blessi minningu
hennar.
Inga Bjarna og Kristján,
ísafirði.
í leikskólanum Kópasteini hafa
starfað margir góðir starfskraftar
í gegnum 29 ára sögu leikskólans.
Munu þeir ljúka upp einum rómi
um hve gott var að starfa með
Valgerði og hve börnin vora elsk
að henni. Iðulega mátti sjá einn og
einn starfsmann bregða sér afsíðis
með Valgerði í kaffitímanum á
föstudagseftirmiðdegi og sátu þá
tvær á hljóðskrafi. Stundum létu
hún sækja betri gleraugun sín og
færðu þær sig til í betra ljós, því
það þurfti að kanna hvað kaffiboll-
inn gæfi til kynna um atburði kom-
andi helgar. Valgerður hafði gaman
af þessu tali en vildi sem minnst
gera úr því. Samt þótti nú vissara
að láta hana rétt kíkja í bollann.
Þegar ég hóf nám í Fósturskóla
íslands haustið 1974 var ég í verk-
legu námi í Kópasteini. Þá hófust
kynni okkar Valgerðar. Mér er
minnisstætt atvik á skreytingar-
kvöldi leikskóians á seinni hluta
aðventunnar fyrir jólin 1974. Boðið
var í hangikjöt og uppstúf. Með
matnum var drukkin blanda af
malti og appelsíni sem enn í dag
þykir í minni fjölskyldu eðaldrykkur
hinn mesti og ómissandi á jólum.
Þegar líða tók á kvöldið tók ég eft-
ir því að fjörið í mannskapnum
jókst. Ég var loks tekin út í hom
og boðinn hinn ágætasti heima-
lagaður jóiamjöður frá Valgerði.
Ekki þótti við hæfi að hafa slíkt á
borðum, en þegar líða tók á kvöldið
var þetta haft með til að lyfta brún-
um starfsmanna. Raunar var hún
hrókur alls fagnaðar í félagslífi leik-
skólans. Hún hafði góða kímnigáfu
og taldi ekki eftir sér að taka þátt
í og annast undirbúning og fram-
kvæmd árshátíðar okkar. Satt að
segja var Valgerður jafningi okkar
allra og gilti það jafnt um unglings-
stúlkurnar sem og fóstrur ungar
sem aldnar í starfi leikskólans.
Kynslóðabilið margfræga virtist
vera henni óþekkt fyrirbæri.
I fjöldamörg ár var sláturgerð
eitt af haustverkum í leikskólanum.
Þar naut hennar að sjálfsögðu líka
við. Það þótti tilheyra að ljúka slát-
urgerðinni með koníakstári sem
kaupmaðurinn lét fylgja með inn-
kaupunum í sláturtíðinni. Verkið
gekk vel og gáfu sláturgerðarkonur
sér tíma til að skála fyrir slátrinu.
Aldrei hafði ég kynnst slíkum kúlt-
úr við sláturgerð.
Valgerði var trúað fyrir ýmsu
sem starfsfólki lá á hjarta. Hún lét
sér annt um fólk og bar umhyggju
fyrir þeim sem af einhveijum sökum
áttu bágt.
Aldrei heyrði ég Valgerði bregð-
ast trúnaði við nokkurn mann né
tjá sig yfirleitt um þau einkamál
sem við hana var rætt um. Þannig
naut hún trausts og óskiptrar virð-
ingar allra starfsmanna í leikskól-
anum.
Stundum var rætt um æskuslóð-
irnar. Hún fór gjarnan norður á
Strandir þegar tækifæri gafst. Eg
átti það sameiginlegt með Valgerði
að hafa verið nokkur sumur í sveit
á Ströndum. Það var afar ánægju-
legt að heyra hana segja frá fólkinu
og mannlífinu þar norðurfrá.
Hvað börnunum viðvék var hún
ímynd hinnar mildu, kærleiksríku
fóstru. Aðhlynningin og natnin var
henni í blóð borin. Hún hlýjaði hend-
ur og nuddaði yl í kalda fætur af
stakri alúð. Hún strauk tárvotar
kinnar, huggaði og hvatti til nýrra
dáða. Hún sagði skemmtilega frá
og kunni gnótt af sögum, þulum
og söngvum. Hún var börnunum
óþijótandi uppspretta margvíslegs
fróðleiks. Valgerður var söngkona
góð og tók virkan þátt í kórstarfi
Samkórs Kópavogs fram undir það
síðasta.
Þegar litið er yfír farinn veg, er
efst í huga mynd heilsteyptrar og
traustrar manneskju sem þekkti
tímana tvenna. Hún var víðlesin,
margfróð og vel upplýst manneskja.
Hún var trygglynd við leikskól-
ann alla tíð. Valgerður var mann-
þekkjari góður. Starfsmenn leik-
skólans á öllum tímum í meira en
aldarfjórðung leituðu til hennar
jafnt á sorgar- sem gleðistundum.
Ávallt mátti til hennar leita ef eitt-
hvað bjátaði á. Hún var hollráð og
hlý persóna.
Valgerður var í hálfu starfi til
vorsins 1991; þá kaus hún að
minnka starfið í nokkra tíma á viku.
Hún var síðast með okkur á sumar-
hátíð starfsmanna leikskólans í
júnílok og mátti þá sjá að hún var
tekin að lýjast. Ekki lét hún það
samt aftra sér frá því að vera með
okkur og eins og ávallt áður og lék
hún á alls oddi. Þannig þekktum
við hana best og þannig munum
við hana. Trausta, umhyggjusama,
spaugsama og umfram allt vinur
okkar allra.
Með Valgerði er gengin einn
tryggasti og ástsælasti starfsmaður
Kópasteins frá upphafi. Hennar
skarð verður seint fyllt. Ég vil fyrir
hönd starfsmanna Kópasteins votta
fjölskyldu Valgerðar Jónsdóttur
okkar dýpstu samúð. Guð blessi
ykkur öll.
Jóhanna Thorsteinson, leik-
skólastjóri Kópasteini.
Það er komið haust, ég fínn það
svo vel á svölum vindinum sem leik-
ur um mig þar sem ég geng heim
að húsinu hennar Valgerðar vin-
konu minnar. Laufin af tijám og
runnum, sem bylgjuðust fagurgræn
i golunni á liðnu sumri, flögra nú
um garðinn föl og dauðamerkt, þar
til þau staðnæmast við kantsteina
götunnar eða aðra mishæð. Þetta
er hringekja lífs og dauða.
Ég geng inn í húsið þar sem elsta
dóttirin tekur á móti mér og leiðir
mig inn að rúmi móður sinnar.
Þarna liggur hún föl en falleg. Mér
bregður að sjá hversu hratt tíminn
hefur unnið. Það er svo stutt síðan
ég heimsótti hana og þá var hún
með hugann við verkefni vetrarins,
pijónaskap o.fl. sem hana langaði
til að gera.
Ég settist við rúmið hennar en
úr samtali varð ekki mikið, þrekið
var svo lítið og lyfin sljóvguðu. Þó
brá fyrir gömlu glettninni og gam-
anseminni sem hún var svo rík að.
Hugur minn tók að fljúga eins
og laufin í garðinum, hugsanirnar
þreyttust fram og aftur í tímanum.
Valgerður Jónsdóttir frá Kolla-
fjarðarnesi varð fyrst á vegi mínum
haustið 1937 þegar við settumst
báðar í Kvennaskólann á Blönduósi
ásamt mörgum öðrum ágætum
stúlkum. Þarna lifðum við saman
heilan vetur við leik og störf og
inikinn söng. Það var mikið sungið
í skólanum þennan vetur.
Um vorið réðum við Valgerður
okkur í kaupavinnu norður í Mý-
vatnssveit, ég fór að Gautlöndum,
hún að Grænavatni. Þetta varð
mikið ævintýrasumar í okkar lífi,
fullt af sólskinsminningum.
Sumarið 1939 réðum við okkur
aftur saman til vinnu en nú á öðru
Iandshorni. Kynni okkar vora orðin
löng og góð.
Upp úr þessu tímabili tók við
langur kafli lífsbaráttu, hjónaband,
húsmóðurstörf, barneignir og upp-
eldi, ásamt öllu þvi sem fylgir slík-
um störfum. Samfundir urðu fáir á
þessum áram en alltaf vissum við
hvor af annarri. Valgerður og mað-
ur hennar Guðmundur Eiríksson frá
Dröngum í Strandasýslu settust að
í Kópavogi og byggðu sér þar hús
að Melgerði 44.
Þegar ég fluttist í Kópavoginn
fyrir 12 árum tókum við upp gamla
vináttuþráðinn og tengdum hann
að nýju. Enn sem fyrr var gott að