Morgunblaðið - 31.10.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
Þar kom að Bandaríkj a-
mönmim ofbauð ofbeldið
Byssulöggjöf blasir við og sjónvarpsstöðvum sagt að vara sig*
Karl Blöndal skrifar frá Boston
ÞAÐ virðist einu gilda hvar borið er niður í Bandaríkjunum,
ofbeldi og morð verða ekki umflúin. í hvaða stórborg sem
er hefjast fréttatímar á upptalningu hinna föllnu og líkamsá-
rásir teljast vart til tíðinda. Hver glæpur virðist ganga öðrum
lengra og stundum virðast ekki til nein takmörk. í apríl réð-
ust tveir sextán ára og einn fimmtán ára drengur inn í skóla-
stofu í sveitabænum Dartmouth í Massachusetts með hnífa
og hornaboltakylfu að vopni og stungu sextán ára dreng til
bana; í júlí réðust þrír drengir sautján, fimmtán og fjórtán
ára inn í íbúð fatlaðs manns í úthverfi Atlanta í Georgíu,
pyntuðu hann til bana og stálu öllu steini léttara. Þeir voru að
í tæplega hálfan sólarhring og kváðust lögregluþjónar ekki
munan jafn ógeðfellda aðkomu. Óttinn hefur læst sig inn í
hjörtu þjóðarinnar og nú hefur hann brotist út í mótmælum
gegn ofbeldi í fjölmiðlum og kröfum um að yfirvöld stemmi
stigu við stjórnlausum glæpafaraldrinum.
65 myrtir daglega
Hvergi í heiminum kveður jafn
rammt að ofbeldi og í Bandaríkj-
unum. Morð eru næst algengasta
dánarorsök Bandaríkjamanna á
aldrinum 15-24 ára og sú algeng-
asta meðal svartra ungmenna.
Árlega verða tvær milljónir
manna í ______________________
Bandaríkjun-
um fyrir lík-
amsárás þar
sem notaðir
eru berir hnef-
ar, byssur,
hnífar eða önnur vopn. 23 þúsund
menn eru drepnir ár hvert eða
um 65 á dag og kemst ekkert
iðnríki með tærnar þar sem
Bandaríkjamenn hafa hælana.
Það slær fölva á ímynd stór-
veldis þegar ekki er hægt að
halda uppi lögum og reglu í höf-
uðborg þess. Sharon Pratt Kelly,
borgarstjóra Washington, hefur
ekkert orðið ágengt í baráttunni
við glæpi í borginni og enn einu
sinni virðist höfuðborgin ætla að
hafa forystu umfram aðrar borg-
ir í Bandaríkjunum um flest
morð framin á þessu ári.
Bill Clinton forseti sagði í út-
varpsávarpi fyrir rúmri viku að
Bandaríkin væru „hættulegasta
stóra landið í heiminum." Clinton
var að mæla fyrir glæpafrum-
varpi sem kemur til kasta þings-
ins á næstunni.
Glæpir og ofbeldi hafa verið í
brennidepli í borgarstjórnarkosn-
ingum sem haldnar verða víðs
vegar um Bandaríkin á þriðjudag
og þingmenn hafa einnig fengið
að finna fyrir þrýstingi frá kjós-
endum þótt ekki sé kosningaár
hjá þeim. Frumvarp Clintons sem
er í fimm liðum var samþykkt í
dómsmálanefnd fulltrúadeildar-
innar á fimmtudag með 34 at-
kvæðum gegn einu og hið svo-
kallaða Brady-
BAKSVIÐ
eftir Karl Blóndal
frumvarp sem
kveður á um
fímm daga bið-
tíma frá því
skotvopn er
keypt þar til
það fæst afhent fór fyrir þing-
nefnd á föstudag.
Það myndi sæta tíðindum ef hið
síðarnefnda yrði samþykkt.
Ástæðan er ekki sú að almenn-
ingur sé því andvígur að byssu-
eign verði takmörkuð. Skoðanan-
akannanir sýna þvert á móti fram
á að meirihluti Bandaríkjamanna
vill spyma fótum við byssueign.
Ástæðan er samtökin National
Rifle Asssociation (NRA) sem
hefur um áratuga skeið tekist
að kæfa allar tilraunir til tak-
mörkunar skotvopna í fæðingu
en hefur nú fatast flugið. Sam-
tökin hafa í málflutningi sínum
vísað til þeirrar greinar stjórnar-
skrárinnar sem kveður á um rétt
manna til að bera vopn en um
túlkun hennar er ákaft deilt.
Að sögn Grays Davidsons, sem
hefur skrifað bók um NRA, féllu
stjómendur samtakanna á eigin
bragði. Þeirra helsta vopn var
alla tíð óskiptur stuðningur hinna
ýmsu lögreglusamtaka við mál-
staðinn. Sá þingmaður sem
greiddi atkvæði með takmörkun
skotvopma var sagður andvígur
lögum og reglu og það gat mælst
illa fyrir heima í héraði. Árið
1982 lögðust samtökin NRA hins
vegar gegn banni á byssukúlum
sem hægt er að skjóta gegn um
skotheld vesti lögregluþjóna.
Þetta fannst lögreglunni of langt
gengið og skyndilega fengu sam-
tökin á sig orð fyrir að vera „ekki
lengur vinir löggæslu".
Nú, tíu árum síðar, er verið
að samþykkja lög sem vitað er
að munu hvergi nærri duga til
að stemma stigu við því ófremd-
arástandi sem að miklu leyti má
rekja til óhóflegrar byssueignar
í landinu. í könnun sem Harvard-
háskóli birti í sumar, kváðust 59
af hundraði geta orðið sér úti um
skammbyssu ef þeir vildu. Skot-
vopn eru algengasta drápstólið.
Árið 1991 frömdu unglingar 16
hundruð morð með byssum,
helmingi fleiri en árið 1976.
Dýrkun ofbeldis
Margir vilja rekja þessa aukn-
ingu til þeirrar dýrkunar ofbeld-
is, sem sjá má í kvikmyndum
Hollywood, sjónvarpsþáttum og
tölvuleikjum. Við 18 ára aldur
hefur bandarískur unglingur séð
200 þúsund ofbeldisverk unnin í
sjónvarpi, þar af 40 þúsund morð.
Krakkar á aldrinum tveggja til
11 ára sitja að meðaltali 25
klukkustundir fyrir framan sjón-
varpið á viku og þegar sjónvarps-
glápinu sleppir taka tölvuleikir
við.
Kannanir hafa sýnt fram á að
tölvuleikir skerpi viðbragð og
athyglisgáfu. Þessir hæfíleikar
eru þroskaðir með ómældum bar-
smíðum og ofbeldi. Samtökin
National Coaltion on Television
Violence (NCTV) sem beijast
gegn ofbeldi í sjónvarpi kváðust
árið 1988 hafa greind 80 hundr-
aðshluta aukningar slagmála á
leikvöllum skóla rétt eftir að
krakkarnir höfðu lagt frá sér
leikinn „Captain Power“.
Stjórnendur stóru sjónvarps-
stöðvana þriggja, ABC, CBS og
NBC voru teknir á beinið í þing-
inu í sumar og lofuðu að draga
úr ofbeldi í útsendingum sínum
um leið og settar yrðu viðvaranir
á undan vafasömu efni. Þegar
haustvertíð sjónvarpsstöðvanna
hófst með nýjum þáttum reyndist
aðeins einn þeirra verðskulda
stimpilinn „ekki við hæfi bama“
og þótti ýmsum klént.
Meðal þeirra var Janet Reno
dómsmálaráðherra sem setti
framleiðendum og dreifíngaraðil-
um sjónvarpsefnis afarkosti í
vitnaleiðslu viðskiptanefndar öld-
ungadeildar þingsins fyrir rúmri
viku. Ráðherrann hugðist veita
sjónvarpsstöðvunum væga
áminningu en kvöldið áður en
hún skyldi bera vitni fór hún
yfír fyrri fyrirheit sjónvarps-
manna um að slá á ofbeldi og
komst að því að þeir hefðu hvað
eftir annað gengið á orð sín.
Reno ákvað að láta undirbúinn
framburð sinn lönd og leið og
sagði að gætu sjónvarpsstöðv-
arnar ekki haft hemil á sér
myndu forsetinn og þingið sjá til
þess að stöðva ofbeldið „sem er
hamrað inn í okkur daginn út
og daginn inn.“
Það mun hins vegar þurfa
meira til en bætta sjónvarpsdag-
skrá til að draga úr ofbeldi í
Bandaríkjunum. Charles
Marwick skrifar í grein sem birt-
ist í JAMA tímariti bandarísku
læknasamtakanna, í sumar að
skefjalaust ofbeldi muni taka við
af eiturlyijanotkun sem helsti
heilbrigðisvandi þessa áratugar.
Þetta rekur Marwick til þess að
fóik hafí nú aðgang að öflugri
skotvopnum og minna þurfí nú
til að einstaklingar grípi til
þeirra.
En því má ekki heldur gleyma
að ofbeldið er mest í fátækra-
hverfum stórborganna þar sem
dauðinn er daglegt brauð, at-
vinnuleysi reglan, eiturlyf í al-
gleymingi og hjónabönd nánast
óþekkt fyrirbæri. íbúar þessara
hverfa eru flestir svartir og hvít-
ir voga sér vart þar inn. Svartir
eru aðeins 12 af hundraði Banda-
ríkjamanna en þeir fremja 48 af
hundraði morða, sem yfírleitt
eiga sér stað í stórborgunum og
fórnarlömbin eru í flestum tilfell-
um svört.
Almenningur er orðinn
fullsaddur á glæpum en þeim
verður ekki útrýmt nema með
því að skrúfa fyrir uppsprettu
þess hugarfars, sem hefur ofbeldi
í hávegum, hvort sem lausnina
er að fínna í sjónvarpi, byssum
eða brotalöm í bandarísku þjóðfé-
lagi.
Morðvopnið sýnt
Lögregluforingi í Kaliforníu-ríki
sýnir fréttamönnum AK-47 riffil
sem notaður var við eitt ódæðis-
verkið. Kannanir sýna að meiri-
hluti Bandaríkjamanna vill að
byssueign verði takmörkuð og
þingmenn og forráðamenn sjón-
varpsstöða sæta sívaxandi þrýst-
ingi um að beita áhrifum sínum
til að unnt verði að draga úr of-
beldinu sem gegnsýrir bandarískt
samfélag.
HASKOLI ISLANDS - ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Sjávanitvegsfræði - nám með starfi
Námið hefst í janúar 1994 og tekur heilt ár, en
skipulag þess miðast við að fólk utan af landi
geti stundað það með vinnu sinni. Markmið náms-
ins er að sameina fræðilega og hagnýta þekkingu
á þessu sviði. Leitast verður við að miðla nýjustu
aðferðum, hugmyndum og rannsóknarniðurstöð-
um eins og þær liggja fyrir hverju sinni.
Þátttakendur: Námið er ætlað stjórnendum í ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, einkum þeim
sem lokið hafa háskóla- eða tækniskólaprófi.
Námið hentar þó öllum vel sem hafa góða al-
menna menntun og starfsreynslu í íslenskum
sjávarútvegi, s.s. framkvæmdastjórum.'fjármála-
stjórum, framleiðslustjórum, verkstjórum, útgerð-
arstjórum auk aðila sem starfa hjá opinberum
stofnunum og hagsmunasamtökum.
Helstu námsgreinar: Rekstrarhagfræði, efna- og
örverufræði, gæðastjórnun, fiskiðnaðartækni,
fjármálastjórnun, markaðsfræði og utanríkisvið-
skipti, framleiðslustjórnun í fiskiðnaði, fiskifræði,
fiskihagfræði, rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrir-
tækja, stefnunmótun og stjórnun.
Undirbúningshópur: Valdimar K. Jónsson, pró-
fessor, Sigurjón Arason, aðstoðarforstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins, Ágúst Einarsson,
prófessor, og Rögnvaldur Olafsson, dósent.
Kennslustjóri námsins er Gísli S. Arason, lektor
við viðskipta- og hagfræðideild Hf.
Fyrirkomulag námsins: Kennt verður þrjá daga
í senn, fimmtudaga til og með laugardaga, einu
sinni til tvisvar í mánuði. Alls verða kenndir 330
klukkutímar. Kennsla hefst í janúar 1994 og lýkur
í desember sama ár. Gerður hefur verið hagstæð-
ur samningur um gistingu við Hótel Sögu. Afslátt-
arfargjöld Flugleiða falla vel að tímasetningu
námsins. í lok hverrar námsgreinar verður lagt
próf fyrir nemendur eða þeir látnir skila raunhæf-
um verkefnum. í lok námsins fá nemendur próf-
skírteini frá Endurmenntunarstofnun HÍ.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöð-
um fyrir 12. nóvember. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands í símum 694923, -24 og -25.
Metsölublað á hverjum degi!