Morgunblaðið - 09.11.1993, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
Fyrirhugað að leysa
Byggung upp 12. nóv.
FYRIRHUGAÐ er að leysa Byggung, Byggingarsamvinnufélag ungs
fólks, Reykjavík, upp á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 12.
nóvember næstkomandi. A sama fundi er einnig ætlunin að leggja
fyrir ársreikning félagsins fyrir árið 1990 svo og reikningsskil frá
janúar 1991 til júní 1992. Héraðsdómur vísaði i síðustu viku frá
kröfugerð félagsins á hendur byggjendum á þeim forsendum að
ekki væri hægt að byggja skuldakröfu félagsins á ársreikningum
sem ekki hefðu hlotið löglega meðferð á aðalfundi. Telur félagið
sig eiga óinnheimtan byggingarkostnað upp á 76 milljónir króna
inni hjá byggjendum.
Reynir Karlsson héraðsdómslög-
maður, sem rekur málið fyrir Bygg-
ung, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ætlunin væri að lagfæra
grundvöll sem byggja mætti kröf-
una á með því að halda aðalfund.
Þvínæst yrði aðalfundargerðin Iögð
fyrir Hæstarétt þegar úrskurðurinn
yrði kærður. Færi málið aftur fyrir
Héraðsdóm myndi dómur að öllum
líkindum falla félaginu í hag enda
hefði sagt í niðurstöðu að stefnandi
kynni að eiga kröfu á hendur
stefndu.
Að sögn Reynis verða 2/3 fund-
armanna að samþykkja félagsslitin
á aðalfundinum. Síðan verði haldinn
framhaldsfundur þar sem málið
verði tekið fyrir aftur. Þegar sam-
þykki liggur fyrir verður félagið
afhent skilanefnd sem tekur við
hlutverki stjórnar og framkvæmda-
stjórnar og lýkur uppgjöri.
Skuldir 57 milljónir
Skuldastaða fyrirtækisins nú er
með þeim hætti, að sögn Reynis,
að óinnheimtur byggingarkostn-
aður nemur 76 milljónum. Af þeirri
upphæð er talið að 20-25 milljónir
megi afskrifa vegna gjaldþrota.
Skuldir Byggung nemi 57 milljón-
um króna og eignir tæpum 5 millj-
ónum. Því verði hægt að gera félag-
ið upp með sóma takist að inn-
heimta útistandandi kröfur.
------» ♦ «----
Fundur um
viðreisnarárin
FÉLAG frjálslyndra jafnaðar-
manna efnir til opins fundar um
viðreisnarárin í kvöld, þriðjudag,
klukkan 20.30 á Hótel Borg í til-
efni af útgáfu bókar dr. Gylfa
Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráð-
herra, um þetta tímabil.
Á fundinum mun Gylfi fara yfir
helstu atriði sem fram koma í bók-
inni, en auk hans munu Styrmir
Gunnarsson ritstjóri og Gunnar
Helgi Kristinsson, dósent í stjórn-
málafræði, fjalla um tímabilið.
Fundarstjóri verður Stefán Ólafs-
son prófessor.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurepá kl. 16.30 í gær)
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að f$l. tíma
hiti veður
Akureyri 8 skýjað
Reykjsvík 7 skúrásíð.kls.
Bergen 6 skýjað
Helsinki 0 snjók.ásíð.kls.
Kaupmnnnahöfn 6 rignlng
Narssarssuaq +1 snjókoma
Nuuk T0 snjókoma
Osló 2 kornsnjór
Stokkhólmur E alskýjað
Þórshöfn 7 rigning
Algarve 16 skýjað
Amsterdam vantar
Bercelona 15 mistur
Berlín 7 rigning
Chicago 0 skýjað
Feneyjar 13 alskýjað
Frankfurt 8 alskýjað
Glasgow 8 rigning
Hamborg 6 rigning mistur
London 10
Los Angeles 16 þokumóða
Ltíxemborg 5 þokumóða
Madríd 12 skýjað
Malaga 16 skýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Montreal 3 alskýjað
NewYork 3 heiðskírt
Oriando 15 skýjað
París 9 alskýjað
Madelra 18 skýjað
Róm 19 skýjað
Vín 11 rign.ásfð.kls.
Washington 0 hálfskýjað
Winnípeg •f8 snjóél
Kostnaður vegna
Perlunnar áætlaður
35 milljónir á árinu
REKSTRARGJÖLD Hitaveitu Reylgavikur vegna Perlunnar fyrstu
níu mánuði ársins voru samkvæmt bráðabirgðatölum 36,4 milljónir
króna, en rekstrartekjur á sama tímabili námu sjö milljónum. Að
sögn Eysteins Jónssonar, fjármálastjóra Hitaveitunnar, eru stærstu
liðirnir í rekstrargjöldunum fasteignagjöld og tryggingar, eða rúm-
lega helmingur gjaldanna.
Samkvæmt útkomuspá fyrir árið
í heild er gert ráð fyrir að leigutekj-
ur Hitaveitunnar vegna Perlunnar
verði samtals níu milljónir króna
og rekstrargjöldin verði 43,9 millj-
ónir. Rekstrarkostnaður Hitaveit-
unnar vegna Perlunnar er því áætl-
aður 35 milljónir króna á árinu, en
að sögn Eysteins Jónssonar koma
þar nærri 18 milljónir til baka í
formi fasteignagjalda til Reykjavík-
urborgar, þannig að hrein útgjöld
eru 17 milljónir. Á síðasta ári námu
tekjur vegna Perlunnar 9,6 milljón-
um króna, en rekstrargjöld voru
33,1 milljón. Eysteinn sagði að
hærri rekstrargjöld á þessu ári
væru fyrst og fremst til komin
vegna viðhaldskostnaðar og lagfær-
inga sem gera þurfti eftir fram-
kvæmdir við byggingu hússins.
„Það var alltaf ljóst að það yrðu
töluverð útgjöld fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur að eiga þetta hús, en
það er þannig uppbyggt að það er
nokkuð dýrt í rekstri. Það er því
borin von að veitingarekstur, sem
er auðvitað bara hluti af starfsemi
hússins, geti staðið undir þessu. Það
kom aldrei til greina,“ sagði hann.
Ný ljóðabók eftir
Hannes Pétursson
NÝ LJÓÐABÓK eftir Hannes
Pétursson er komin út, hin fyrsta
í áratug og fer ekki hjá því að
margir hafi beðið nýrrar ljóða-
bókar skáldsins með eftirvænt-
ingu. Bókin nefnist Eldhylur og
skiptist í fimm kafla.
í kynningu útgefanda segir:
„Bókin Eldhylur geymir myndauð-
ug, beitt og margræð ljóð þar sem
ógnin býr undir; þetta er skáldskap-
ur sprottinn úr reynslu'og skynjun
skálds sem tengt er náttúru, sögu
og umhverfi nánum böndum; mátt-
ug ljóð þar sem hvert orð vegur
þungt; bók sem verður ljóðunnend-
um hagstæð."
Útgefandi er Iðunn. Bókin er
prentuð í Prentbæ hf. Verð 2.680 kr. Hannes Pétursson
Þátttaka í keppninni um Óskarsverðlaunin
Hin helgn vé valin
KVIKMYND Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Hin helgu vé, var valin til
þátttöku í keppninni um Óskars-
verðlaunin 1994 fyrir bestu er-
lendu myndina.
Kosið var um þijár kvikmyndir
á kosningafundi í Rúgbrauðsgerð-
inni sl. sunnudagskvöld, sem Félag
kvikmyndaframleiðenda, Samband
íslenskra kvikmyndaframleiðenda
og Samtök kvikmyndaleikstjóra
buðu til.
Alls kusu 92 og atkvæði féllu
þannig: Stuttur Frakki 5 atkvæði,
Karlakórinn Hekla 28 atkvæði og
Hin helgu vé 48 atkvæði. 7 töldu
að ekki ætti að senda íslenska kvik-
mynd í keppnina í ár, 3 seðlar voru
auðir og 1 ógildur.
Loðnuveiðar liggja niðri
LOÐNUVEIÐAR liggja nú niðri þar sem loðnan gengur dreifð fyrir
Norðurlandi og veiðisvæðið fyrir Vestfjörðum er lokað vegna smá-
loðnu. Um 440 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á vertíðinni
en 270 þúsund tonn eru óveidd af loðnukvótanum.
Rannsóknarskipin Bjami Sæ-
mundsson og Ámi Friðrikson em
bæði við loðnurannsóknir.
Loðnan dreifð
Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson-
ar, leiðangursstjóra á Árna Frið-
rikssyni, er mestur hluti veiðistofns-
ins út af vestanverðu Norðurlandi
og norður af Vestfjörðum. Svæðinu
norður af Vestfjörðum hefur verið
lokað vegna smáloðnu og loðnan
gengur dreifð fyrir Norðurlandi.
Nokkrir loðnubátar hafa leitað
loðnu út af Norðausturlandi og
fengið slatta en flestir loðnubát-
anna eru komnir á síld.
►
i
>
\
)
\
i
i