Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 16

Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 Hver á að verja höfund- arrétt á hugbúnaði? eftir Hauk Nikulásson Á undanfömum árum hefur einkatölvum fjölgað gífurlega hér á landi sem annars staðar. Næstum allir hafa aðgang að tölvu, í fyrir- tækjum, stofnunum, skólum og heimilum. Margir teija að í 90% til- vika, þar sem harður diskur er, séu eitt eða fléiri forrit notuð þar sem höfundarréttur er ekki virtur. Þetta þýðir að þúsundir „heiðarlegra" ís- lendinga eru brotlegir við lög og þykir það í sjálfu sér vart umtalsvert. Um 13 ára skeið hefur undirritað- ur fylgst með framvindu í þessum málum. Engar framfarir hafa orðið í þá veru að innræta tölvunotendum . betri siði. Ástandið hefur versnað með árunum, ólögleg eintök af hug- búnaði finnast nú næstum alls stað- ar sé að gáð. Hér áður fyrr töldu margir að einstaklingar væru einir um þessi lítilfjörlegu lögbrot, en fyrirtækin væru lögleg. Nú er ljóst að fyrirtæki, stofnanir og skólar hafa komið sér hjá miklum fjárútlát- um með frjálslegri meðferð á hug- búnaði. Þeir fjármunir sem ekki þarf að leggja út fyrir í kaupum á hug- Innilegar þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig d 80- ára afmœlisdegi mínum þann 2. nóvember sl. Sérstakar þakkir fœr MorgunblaðiÖ fyrir sýndan hlýhug. Valgaröur Klemenzson, Álftamýri 42. CITIZEN ALLTAF GOÐ HUGMYND VERÐ AÐEINS 32.993 M/VSK HUGLJOMUN SEM GERIR GOTT BETUR Citizen 200 er hljóðlátur og afkastamikill einlita prentari. Prentar meðal annars á nótur í 4-riti og umslög. £ I X VERÐ AÐEINS 44.994 M/VSK INNBLASTUR I LIF SKRIFSTOFUNNAR Citizen 240C er hljóðlátur og góður litprentari. Prentar meðal annars á nótur í 4-riti og umslög. Öfíugur prentari. Arkamatari innifalinn. Umboðsaðili fyrir Citizen prentara og rekstrorvörur: SNILLDARH UGMYN D SEM FÆDDIST EKKI í GÆR Citizen 90 er hljóðlátur og hentugur prentari. Prentar meðal annars á nótur í 4-riti og umslög. Fæst einnig sem litprentari. Tæknival Skeifunni 1 7 - Sími 91 -681665 „Nú er ljóst að fyrir- tæki, stofnanir og skól- ar hafa komið sér hjá miklum fjárútlátum með frjálslegri meðferð á hugbúnaði. Þeir fjár- munir sem ekki þarf að leggja út fyrir í kaupum á hugbúnaði má nefni- lega nota í annað þarf- ara og áþreifanlegra á tímum þrenginga.“ búnaði má nefnilega nota í annað þarfara og áþreifanlegra á tímum þrenginga. Fijálsleg meðferð hugbúnaðar hefur nú tekið á sig nýja og öllu ógeðfelldari mynd. Á síðasta ári fékk Tæknival hf. umboð fyrir Novell, sem er einn stærsti hugbúnaðar- framleiðandi heims. Maður skyldi ætla að ein af skyldum þeirra Tæknivalsmanna væri að koma í veg fyrir að Novell-hugbúnaður sé ólög- lega afritaður. Nýlega fékk greinar- höfundur í hendur vitnisburð og sannanir fyrir því að Tæknival hafi afritað dýran hugbúnað frá Novell og selt hann allmörgum aðilum í Haukur Nikulásson mun fleiri eintökum en heimilt er. Sannreynt var að a.m.k. fimm aðilar voru að nota sama raðnúmer af 250 notenda nethugbúnaði frá Novell. Sama raðnúmerið, 03388875, var í gangi hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri, Iðnskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Háskólanum á Akureyri og á bæjar- skrifstofum Mosfellsbæjar. Hvert eintak kostar á fullu verði 1.100.000 krónur og samtals myndi þessi hug- búnaður kosta um fimm og hálfa milljón króna. Taka verður fram að þeir aðilar sem hér eru taldir eru ekki hinir brotlegu í þessu sam- bandi. Því verður ekki slegið fram hér hvort einhveijir þeirra hafi vitað að ekki var allt með felldu á af- greiðslu hugbúnaðarins til þeirra. Það er þekkt fyrirbrigði að tölvu- fyrirtæki afgreiði oft tölvuhugbúnað til bráðabirgða á meðan beðið er endanlegs pakka frá framleiðanda. Þessi afgreiðsla Tæknivals til áður- talinna aðila á ekkert skylt við það því að í flestum tilvikum er afgreiðsl- an orðin vel rúmlega ársgömul og ber með sér annað yfirbragð. Í kjöl- far fyrirspurnar blaðamanns DV hjá Tæknivali hefur verið reynt að fela verksummerki þessa máls, sem að sjálfsögðu er of seint. Þegar fjölföld- un af þessu tagi blasir við hjá að- gengiiegum opinberum aðilum, hvemig er þá afgreiðsla þessara mála háttað hjá lokuðum einkafyrir- tækjum? Sem betur fer finnast enn ein- staklingar, fyrirtækj, stofnanir og skólar sem vilja eiga lögleg eintök af þeim hugbúnaði sem þeir nota. Fyrir þessa aðila hlýtur að vekja gremju að vita að hugbúnaðurinn sem þeir kaupa löglega er kannski of dýr, einmitt vegna þess að rétt- hafi fær ekki það sem honum ber. Á sama hátt er staða þeirra sem eiga í samkeppni við Tæknival mjög erfið. Þá ekki síst í stórum útboðum þar sem engu má muna í verði. Það hugnast nefnilega ekki öllum að stela aðföngum á borð við hugbúnað ýmist í þeim tilgangi að bjóða óeðli- lega lágt verð (jafnvel lægra en inn- kaupsverð!) eða hreinlega að gefa hann til að vera með lægra verð en keppinautarnir. Af öllu framansögðu vaknar sú spurning hver eigi að gæta hags- muna höfundarrétthafa ef umboðs- menn þeirra hér á landi gera það ekki, og eru, að því virðist, brotleg- astir allra. Höfundur er framkvæmdastjóri HKH í Reykjavík. Helgarskákmótið á Egilsstöðum Hannes Hlífar sigr- aði örugglega Skák Margeir Pétursson FJÓRIR íslensku stórmeistar- anna í skák fóru beint frá heims- meistaramóti landsliða í Luzern á helgarmótið á Egilsstöðum, með stuttri viðkomu heima í Reykjavík. Þau voru líka auðséð þreytumerkin á taflmennsku þeirra á helgarskákmótinu, nema þjá þeim yngsta, Hannesi Hlífari Stefánssyni, sem vann öruggan sigur, hlaut tíu vinn- inga af ellefu mögulegum. Hann- es hafði fullt hús fram í næstsíð- ustu umferð er hann tapaði fyr- ir Jóhanni Hjartarsyni sem komst upp í annað sætið með þvi að leggja Guðmund Gíslason Á meðan Hannes komst beint á sigurbraut urðu hinir stórmeistar- amir fyrir þungum áföllum strax í upphafi. Jóhann Hjartarson tap- aði fyrir Áskeli Erni Kárasyni og þeir Helgi Ólafsson og Jón L. Áma- son töpuðu báðir fyrir ísfirðingnum sókndjarfa, Guðmundi Gíslasyni. Að sögn Jóhanns Þóris Jónsson- ar mótsstjóra fór mótið vel fram að öllu leyti. Teflt var á Hótel Valaskjálf og þar bjuggu líka að- komnir keppendur við bestu að- hlynningu. Ráðgert er að næsta helgarskákmót fari fram í Keflavík síðustu helgina í þessum mánuði. Úrslit: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 10 v. 2. Jóhann Hjartarson 8V2 v. 3. -4. Guðmundur Gísiason og Andri Áss Grétarsson 8 v. 5.-6. Helgi Ólafsson og Áskell Örn Kárason 7 Vi v. 7.-9. Jón L. Ámason, Rúnar Berg og Hlíðar Þór Hreinsson 7 v. 10.-13. Sævar Bjarnason, Jó- hann Þorsteinsson, Reyðarfirði, Páll A. Þórarinsson og Björa Þorfinnsson 6'/2 v. 14.—18. Viðar Jónsson, Stöðvar- firði, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Sigurður Krisljánsson og Magnús Magn- ússon, Akranesi, 6 v. 19.-24. Gunnar Björnsson, Ein- ar K. Einarsson, Gunnar Finns- son, Fellabæ, Jónas A. Þ. Jóns- son, Seyðisfirði, Sverrir Gests- son, Fellabæ, og Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Egilsstöðum, 5V2 v. Unglingaverðlaunin hlutu þeir Hlíðar Þór Hreinsson, Páll A. Þór- arinsson og Bjöm Þorfinnsson. Verðlaun fyrir bestan árangur dreifbýlismanns hlaut Jóhann Þor- steinsson og fyrir bestan árangur heimamanns Guðmundur Ingvi Jó- hannsson. Þátttakendur voru 40 talsins. Austfirskir skákmenn þóttu koma mjög sómasamlega frá mótinu þar sem tefldu margir af bestu og efni- legustu skákmönnum landsins. Umhugsunartíminn á helgar- mótunum er 25 mínútur á skákina fyrir hvorn keppanda. Við skulum líta á mikilvægan sigur Hannesar á Helga Ólafssyni. Helgi sigraði á helgarmótinu á Akranesi í septem- ber með fullu húsi vinninga, en náði ekki sínu besta að þessu sinni: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Hannes H. Stefánsson Katalónsk byrjun 1. d4 - d5 2. Rf3 - Rf6 3. c4 - e6 4. g3 - Be7 5. Bg2 - 0-0 6. Rc3 — dxc4 7. Re5 — Rc6! 8. Bxc6 — bxc6 9. Rxc6 — De8 10. Rxe7+ - Dxe7 11. Da4 - Bb7?! Það er tímaeyðsla að þvinga hvít til að hróka. Eftir íl.v— c5 12. Dxc4 — cxd4 13. Dxd4 e5 14. Dh4 — Hb8 ætti svartur að hafa nægar bætur fyrir peð, en síðra er 14. - Hd8 15. 0-0 - Hd4 16. e4 eins og skákin Karpov-Jóhann Hjartarson, Belfort 1988, tefldist. 12. 0-0 — c5 13. Dxc4 — cxd4 14. Dxd4 - e5 15. Dh4 - De6 16. e4!? - Hac8 17. f3 Eftir 17. Bg5 — Rxe4 18. Rxe4 — Hc4 19. f3 — f5 er-staðan afar óljós. 17. - Db6+ 18. Kg2 - Hc4 Vonast eftir að geta brotist í gegn á hvítu reitunum seinna meir, en hér getur svartur ekki talist hafa nægar bætur fyrir peðið. Ein- faldast virðist nú 19. Hf2 sem Hannes Hlífar Stefánsson svartur verður að svara með 19. — h6 til að mæta hótuninni 20. Bg5. Nú fær Hannes að halda áfram að hlaða mönnum sínum á hvíta reiti. 19. Hel - Hd8 20. g4 - Hd3 21. Df2 - De6 22. h3 - h5 23. g5? Gefur færi á glæsilegri leikfiéttu sem vinnur taflið. Nauðsynlegt var. að skjóta inn 23. He3! sem hefði bægt mestu hættunni frá. 23. - Hcxc3! 24. bxc3 - Rxe4! 25. De2 Auðvitað ekki 25. fxe4? — Dxh3+ og 25. Dxa7 — Rxg5! 26. Bxg5 - Hxf3! 27. Hhl - Dc6! var lagleg vinningsleið. 25. - Hxf3! Nú verður hvítur að gefa drottn- inguna. —- 26. Dxf3 - Rd6 27. Dxb7 - Rxb7 Hvítur hefur slæma kóngsstöðu og peðastöðu og sigur blasir því við svarti. En nú fékk skákin skjót- an endi er hvítur lék af sér manni: 28. Bf4?? — Dd5+ og hvitur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.