Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 19 Faldhúning’ur Fríðu í réttum litum, samkvæmt lýs- ingu Mayers. Myndin af Fríðu, íklæddri faldbúningi eins og hún er birt i íslensku útgáfunni af „Islandsmyndum Mayers 1838“. Litavíxl í myndinni af Fríðu 4 4 MlllÐl OO lllÐflRfORLflWR Páls Isólfssonar í Langholtskirkju fimmtudaginn 11. nóvember, kl. 20.00 í tilefni af aldarafmæli tónskáldsins Kór Islensku óperunnar og Karlakórinn Fóstbræður ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands Stjórnandi: Garðar Cortes Einsönguari: Þorgeir J. Andrésson Ljóðalestur: Arnar Jónsson Sala aðgöngumiða: A Skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar Háskólabíói kl. 9 -17 í íslensku óperunni kl. 16 - 19. Sími 11475. Við innganginn í Langholtskirkju. Tæknin lék grátt mynd í sunnu- dagsblaði, sem sýna átti rétta liti í faldbúningi Fríðu á mynd, sem m.a. hafði birst í röngum litum í bókinni íslandsmyndir Mayers 1836, sem nýlega kom út hjá Erni og Orlygi, en þar voru myndirnar litaðar hér á landi. Hafði Giselle Jónsson í París fundið í Þjóðarbókhlöðu Frakka lýsingu Mayers á búningn- um, þar sem segir í lista yfir teikn- ingarnar að treyjan hafi verið græn með gylltum borðum og pilsið fjólu- blátt (violet) með rauðum legging- um, belti og hálsmen úr silfri. Ekki tókst betur til en svo við prentun að litirnir snerust við í pilsi og treyju, en leggingarnar á henni misstu líka lit. Birtist myndin hér eins og hún var upphaflega og átti að birtast í blaðinu. Elsa E. Guðjónsson, textílfræð- ingur á Þjóðminjasafni, er ekki sátt við þegar svart/hvítar ljósmyndir eru litaðar svona og skrifaði um það grein 1977 þegar Ferðabók Eggerts og Bjarna kom út. Hún segir að í Þjóðminjasafni sé til ein Sameining sveitarfélaga Óánægja með að skipta A- Húna- vatnssýslu í tvennt ^ Blönduósi. Á FJOLMENNUM kyriningarfundi um sameiningu sveitarfélaga sem haldinn var á Blönduósi sl. miðvikudag kom fram mikil óánægja með tillögu umdæmanefndar að skipta sýslunni í tvö sveitarfélög. Þessi kynningarfundur var fyrir íbúa sveitarfélaga innan Laxár á Refasveit. Á þessu svæði eru sex sveitahreppar og Blönduósbær. Til- laga umdæmanefndar er sú að A- Hún. verði skipt í tvennt með tvo byggðarkjarna, Blönduós og Skagaströnd. Grundvöllur þessarar tillögu er sá, að sögn Magnúsar B. Jónssonar sveitarstjóra á Skaga- strönd, að illdeilur séu á milli Blönduóss og Skagastrandar. Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjar- stjórnar á Blönduósi, vísar á bug að illdeilur séu á milli staðanna og neitar að taka þeim rökum að í sýslunni búi tvær þjóðir. Fulltrúar sveitahreppanna innan Laxár sýndu sameiningu lítinn áhuga að Engihlíðarhrepp undan- skildum. í máii margra kom fram að með því að greiða tillögu umdæ- manefndar atkvæði sitt væri fólk að greiða atkvæði um klofning sýsl- unnar en með mótatkvæði gæti atkvæðið bæði sýnt áhugaleysi fyr- ir sameiningu eða ósk um nýja til- lögu frá umdæmanefnd. Reyndar kom fram hugmynd frá fulltrúa K-lista í bæjarstjórn Blönduóss að ef tillaga umdæmanefndar næði fram að ganga fengi hið nýja sveit- arfélag nafnið Sveinsstaðahreppur. Jón Sig. Námskeið í um- ferðarveðurfræði ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands heldur námskeið í umferðarveðurfræði mánudaginn 15. nóvember nk. Námskeiðið er einkum ætlað tæknimönnum sveitarfélaga, vega- og samgöngustofn- ana, en er opið öllum áhugamönnum um vetrarumferð og hálkuvarn- ir. Fjallað verður um slys af völdum Auk íslenskra fyrirlesara frá hálku, hálku- og snjóspár, vetrar- Vegagerð ríkisins og Veðurstofu umferð í dreifbýli og þéttbýli, að- Islands munu sérfræðingar frá Nor- gerðir gegn hálku og öðrum erfið- egi og Finnlandi flytja fyrirlestra á leikum í vetrarumferð, skipulag námskeiðinu. snjómoksturs og hálkuvarna, sjálf- Skráning á námskeiðið fer fram virkar veðurstöðvar á vegum, veð- hjá Endurmenntunarstofnun Há- urathuganir og upplýsingakerfi skóla íslands og eru allar nánari Vegagerðar ríkisins. upplýsingar veittar þar. græn treyja af faldbúningi og þótt pilsin hafi oftast verið svört, þá séu þar til tvö sem eru dökkblá. Einnig er vitað um svart pils með dökk- fjólubláum borðum. Sími 622255 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS We MAKE THE WORLD'S BEST MATTRESS VIÐ BÚUM TIL HEIMSINS BESTU DÝNUR " WE MAKE THE WORLD S BEST MATTRESS" er hið viðurkennda vörumerki og auglýsingaslagorð Serta verksmiðjanna í Ameríku. It’s <)ut óf This Worid. Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm þá skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar best stíf eða millistíf dýna eða mjúk. Við eigum þær alltaf til á lager og getum afgreitt þær strax og þeim fylgir 20 ára ábyrgð. SERTA dýnan er einstök að því leyti að hún er eina breiða rúm- dýnan á markaðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað þegar þau bylta sér. Þetta er augljós kostur þegar annar aðilinn er þyngri því þá truflar hann ekki léttari aðilann á SERTA dýnu. Einti. aðmaft SEHh A alltaf Búsgagnahöllin BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.