Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna á Álandseyjum
Stytting vinnuvikunnar
ekki ráð við atvinnuleysi
FORSÆTIS- og- fjármálaráðherrar Norðurlandanna ræddu atvinnu-
mál á fundi sinum í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær og höfnuðu
því sem leið til að draga úr atvinnuleysi að stytta vinnuvikuna, að
því er Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Það var tekið sérstaklega á
þessu máli,“ sagði Davíð Oddsson,
en í yfirlýsingu forsætisráðherr-
anna segir að reynsla manna á
Norðurlöndum og fræðilegar at-
huganir mæli gegn því að almenn
Jeltsín hættir við forsetakosningar
Hefur tvisvar fengið
umboð þjóðarinnar
- segir Kasíkov, talsmaður forsetans
Moskvu. Reuter.
TALSMAÐUR Borís Jeltsíns sagði í gær að Rússlandsforseti
hefði ákveðið að hætta við boðaðar forsetakosningar í júnimán-
uði á næsta ári þar 'sem hann hefði nú þegar tvívegis fengið
skýrt umboð til að sljórna frá fólkinu í landinu. Skýrt var frá
þessari ákvörðun forsetans á sunnudag og kom hún á óvart en
viðbrögð stjórnmálaleiðtoga á Vesturlöndum hafa einkennst af
varfærni.
Talsmaður forsetans, Anatolíj
Krasíkov, staðfesti áður fram
komnar fréttir þess efnis að for-
setinn hefði ákveðið að sitja út
kjörtímabil sitt en því lýkur 1996.
Er Jeltsín leysti upp fulltrúaþing-
ið svonefnda og lét til skarar
skríða gegn pólitískum andstæð-
ingum sínum lýsti hann yfír því
að konsingar til þingsins myndu
fara fram þann 12. næsta mánað-
ar en forsetakosningar 12. júní
1994. Talsmaður Jeltsíns kvað
forsetann hafa komist að þeirri
niðurstöðu að ástæðulaust væri
með öllu að halda forsetakosning-
ar. Krasíkov kvaðst vera þeirrar
skoðunar að slíkt myndi aðeins
verða til þess að dreifa athygli
almennings fýrir þingkosning-
amar mikilvægu í næsta mánuði.
Hann minnti og viðstadda á að
Jeltsíns hefði árið 1991 verið
kosinn forseti Rússlands í fyrstu
lýðræðislegu kosningunum í
1.000 ára sögu landsins. Þá hefði
hann einnig hlotið mikinn stuðn-
ing í þjóðaratkvæðagreiðslunni
sem fram fór í aprílmánuði.
Vatnaskil í vændum
Anatolíj Krasíkov kvaðst gera
sér ljóst að ákvörðun þessi kynni
að mælast misjafnlega fyrir jafnt
á heimavelli sem á Vesturlöndum.
Þeir sem legðu þá mælistiku á
þessa ákvörðun Jeltsíns ættu að
hafa í huga að í vændum væru
þingkosningar sem valda myndu
vatnaskilum í sögu Rússlands;
fyrsta lýðræðislega þings lands-
ins yrði senn kjörið.
Viktor Tsjernomyrdín, forsæt-
isráðherra Rússlands, lýsti yfir
fullum stuðningi við Jeltsín á
sunnudag og kvað ríkisstjórnina
alla styðja forsetann. Verkefni
Jeltsíns væri sögulegt og hann
væri í senn maður strangheiðar-
legur og vandaður sem bæri
djúpa virðingu fýrir skyldum sín-
um.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í sjónvarpsviðtali um
helgina að Bandaríkjastjórn
myndi styðja Jeltsín svo lengi sem
hann beitti sér fyrir umbótum
jafnt á sviði efnahags- sem man.n-
réttindamála.
Tekinn að lýjast
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum
lýstu almennt yfir stuðningi við
Jeltsín er hann beitti herafla
landsins til að brjóta á bak aftur
uppreisn andstæðinga sinna í
Moskvu í október. Hins vegar
lýstu ýmsir yfír efasemdum sín-
um um lýðræðisást Rússlandsfor-
seta þegar hann bannaði starf-
semi stjórnmálaflokka harðlínu-
kommúnista og þjóðemissinna,
lét loka 15 dagblöðum og koma
tímabundið á ritskoðun, sem nú
hefur verið aflétt.
Talsmaður Jeltsíns tjáði sig
ekki um fréttir þær sem birtar
voru á sunnudag þess efnis að
Jeltsín hygðist hefja leit að hæf-
um eftirmanni sínum. Jeltsín,
sem er 62 ára, hefur þráfaldlega
borið til baka sögusagnir um að
hann sé farinn að heilsu en hefur
á hinn bóginn viðurkennt að hann
sé tekinn að lýjast nokkuð.
J ólamyndatökur
3 Ódýrastir
Nú er rétti tíminn til að panta
jólamyndatökuna við myndum til
og með 21. des. og skilum öllum
myndum og stækkunum fyrir jól.
Jólakortaveröiö hjá
okkur er hiö
hagkvæmasta á landinu
í okkar myndatökum er innifalið
að allar myndir eru stækkaðar og
fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm
að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm
og ein stækkun 30 x 40 cm í
ramma.
Verð frá kr. 12.000,oo
Ljósmyndastofan Mynd sími:
65 42 07
Barna og fjölskylduljósmyndir
sími: 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 4 30 20
stytting vinnuvikunnar muni leiða
til aukinnar eftirspumar eftir
vinnuafli. Davíð Oddsson sagði
ráðherrana hafa verið sammála um
að sú hugmynd að stytting vinnuvi-
kunnar kalli á fleiri mannaráðning-
ar væri illa grunduð.
Á fundi forsætisráðherranna í
gær og fýrradag var fjallað um
Evrópumálin, utanríkis- og öryggis-
mál. Þar var sérstaklega rætt um
hersveitir Rússa í Eystrasaltslönd-
unum og skorað á Rússa að standa
við fyrri yfirlýsingar um að fjar-
lægja setulið sitt úr löndunum.
„Þá var farið yfir sameiginlega
sjónvarpsstarfsemi Norðurland-
anna. Tillögur forstöðumanna nor-
rænu útvarpsstöðvanna þóttu
verulega athyglisverðar, en mönn-
um leist ekki á að kosta stórkost-
legum fjármunum úr ríkissjóði, svo
sem þær gera ráð fyrir, og lögðu
til að þetta verk yrði unnið áfram
en þó út frá þeirri forsendu að það
yrði ódýrara en það virtist vera á
þessu stigi máls og gæti staðið
undir sér.
Á sameiginlegum fundi með
fjármálaráðherrum Norðurland-
anna var farið sérstaklega yfir
ástand í atvinnumálum og vaxandi
atvinnuleysi. Þar kom fram í öllum
töflum að við stöndum og höfum
staðið miklu betur en nágrannar
okkar.
Að ósk Norðmanna ræddum við
sérstaklega mál sem tengist rithöf-
undinum Salman Rushdie vegna
tilræðis við útgefanda hans í Nor-
egi nýlega. Forsætisráðherrarnir
beindu því til utanríkisráðherranna
að fjalla um það mál og álykta og
það hafa þeir gert. Þar er lýst
mjög ste'rkum áhyggjum út af af-
stöðu írana til þessa rithöfundar
og þeim dauðadómi sem þeir hafa
kveðið upp yfir honum,“ sagði
Davíð Oddsson.
Umdeild myndbirting
FORSÍÐA Sunday Mirror með mynd af Díönu prinsessu sem var tek-
in með falinni myndavél þegar prinsessan var á líkamsræktaræfingu.
Seldi
myndirnar
BRYCE Taylor,
eigandi líkams-
ræktarstöðvar-
innar, seldi mynd-
irnar fyrir jafn-
virði 10 milljóna
króna.
Spenna í Moskvu á byltingarafmæli bolsjevikka í Rússlandi
Fj ölniennt lögreglu-
lið hindrar mótmæli
Moskvu. The Daily Telegrah.
SVEITIR óeirðalögreglu voru
nyög áberandi á götum Moskvu á
sunnudag en þá voru 76 ár liðin
frá byltingu bolsjevikka í Rúss-
landi. Um 50.000 lögreglumenn
voru á götum höfuðborgar Rúss-
lands, tilbúnir til að bijóta á bak
aftur hugsanleg fjöldamótmæli
andstæðinga Borís Jeltsíns, for-
seta. Yfirvöld kváðu þetta gert
þar sem grunsemdir hefðu vaknað
um að hryðjuverkamenn hygðust
láta til sín taka. Aðrir sögðu liðs-
styrkinn og brynvagnana sem ekið
var um götur borgarinnar til
marks um aukna tilburði Jeltsíns
til einræðisstjórnar eftir uppreisn-
ina blóðugu í Moskvu í byijun
fyrra mánaðar.
Helstu hópar andstæðinga forset-
ans, þar á meðal Kommúnistaflokk-
urinn gamli, höfðu hvatt stuðnings-
menn sína til að virða bann sem lagt
hafði verið við mótmælum í tilefni
byltingarafmælisins, sem forðum var
stærsti hátíðsdagurinn í lífí Sovét-
borgarans. Flokkar þessir höfðu í
staðinn hvatt menn til að undirbúa
sig fyrir þingkosningarnar sem fram
eiga að fara í næsta mánuði.
Mótmæli kommúnista
Þrátt fyrir þetta komu um 1.500
kommúnistar saman í Medvedkovo-
skógi, sem er við ytri hringveginn í
Moskvu. Spjöldum með ásjónu og
slagorðum byltingarleiðtogans Vlad-
Reuter
Mótmæli kveðin niður
ÞRÍR óeirðalögreglumenn handtaka konu, sem tók þátt í mótmælum
kommúnista á sunnudag, þegar 76 ár voru liðin frá byltingu bolsje-
vikka í Rússlandi.
ímírs Leníns var haldið á lofti en
ávarp dagsins flutti Vladímír
Kijútskov, fyrrum yfírmaður sovésku
öryggislögreglunnar, KGB.
Inni í borginni tóku lögreglusveitir
sér stöðu við styttu af Lenín sem enn
gnæfír yfír Október-torginu við hlið
Gorkíj-garðsins. Um 300 stjórnar-
andstæðingar voru flæmdir burt er
þeir hugðust safnast saman við stytt-
una af manninum sem stofnaði Sov-
étríkin. Lögreglumenn tjáðu við-
stöddum að táragasi yrði beitt hefðu
þeir hinir sömu sig ekki á brott.
Svæðinu umhverfis Kremlarmúr var
lokað en um morguninn var litlum
hópum leyft að leggja blómsveiga
að grafhýsi Leníns.