Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
48þ
LIKAMSÞJOFAR
IMAGINE...
YOU’RE GONE AND SOMEONE ELSE
IS LIVING INSIDE YOUR BODY.
SAMBÍ
SAMBÍ
SAM Bf
FRUMSYNIR SPENNUM'
r P
Tu TJ 11
VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090
15 ára
Gömlu og nýju dansarnir í kvöld frá kl. 22-3
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
DÝRAHALD
Erfingi Gucci sakaður
um illa meðferð á hestum
ÍTÍYMTMlir
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ,
Njáll Torfason dregur bílinn. Honum tókst að draga hann 12 metra
í tveimur áföngum.
kSni
Njáll Torfason
dró 830 kílóa bíl
Fyrir skömmu uppgötvuðust um
það bil e.itt hundrað hestar af
arabísku kyni á bóndabæ skammt
fyrir norðan New York sem voru
að því komnir að svelta í hel. Eig-
andinn er enginn annar en Paolo
Gucci, 62 ára erfingi Gucci-veldis-
ins. Hestarnir litu mjög illa út, rif-
beinin stóðu út á sumum þeirra,
aðrir voru með skallabletti. Enginn
hestanna hafði verið bólusettur við
hundaæði sem er banvænn veiru-
sjúkdómur og hófar hestanna höfðu
ekki fengið fullnægjandi meðferð.
Að minnsta kosti ijórir hestar höfðu
drepist undanfarna fjóra mánuði,
en þeir sem eftir lifðu rétt tórðu,
samkvæmt bandaríska tímaritinu
People.
Fimmtán hestar sendir til baka
Fimmtán hestanna höfðu verið
keyptir frá Texas í maí 1992 en
höfðu ekki verið greiddir að fullu.
Voru þeir hestar sendir til fyrri eig-
enda um leið og þeir höfðu öðlast
þann styrk sem nauðsynlegt þótti
til flutninganna. _
Alexis Bitley fýrrverandi yfirum-
sjónarmaður hesthússins segir að
vel hafi verið hugsað um hestana
þar til skilnaðarmál Jennifer og
Paolos Gucci hófst árið 1991. Upp
Allt að fimm dagar liðu á milli
þess að hestunum var gefið.
frá því hafi farið að halla undan
fæti. Þannig segir hún að í janúar
sl. hafi lítið fóður verið til vegna
þess að fóðurreikningar höfðu ekki
verið greiddir. Megnið af árinu var
skortur á fóðri og liðu allt að fimm
dagar á milli þess að hestunum var
gefið. Alexis getur sér þess til að
Paolo vilji með þessu sýna fram á
að hann skorti fé þannig að fyrrver-
KÓNGAFÓLK
Friðrik Danaprins
fær vinnu hjá SÞ
Paolo Gucci í Englandi árið 1991.
andi eiginkona hans, Jennifer, fái
hvorki eyri frá honum vegna skiln-
aðarins né hestana.
Alexis og Jennifer greiddu
fóðrið af eigin fé
Sjálf keypti Alexis fóður fyrir
3.000 dollara af eigin fé og fyrrver-
andi eiginkonan lagði til 700 doll-
ara. Samkvæmt upplýsingum
People átti hún einungis 1.500 doll-
ara á reikningi sínum'á þeim tíma.
Paolo hefur ekki búið á búgarðin-
um undanfarin tvö ár. Hann býr nú
í Bretlandi ásamt væntanlegri eig-
inkonu sinni, Penny Armstrong 24
ára. Saman eiga þau dótturina
Alyssu níu mánaða.
Friðrik krónprins Danmerkur
sem lýkur kandídatsprófí í
stjórnmálafræði við háskólann í
Arósum næsta sumar verður starfs-
maður Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í
New York á næsta hausti. Hann
verður einn af starfsmönnum sendi-
nefndar utanríkisráðuneytisins og
mun starfa þar í rúma þrjá mánuði
til að kynnast alþjóðamálum af eig-
in raun. Tilkynnt hefur verið að
hann verði þar eins og hvar annar
starfsmaður, en reyndar verður
honum úthlutað verkefnum sem
höfða til hans þegar því verður við
komið. Það verður ekki í fyrsta
skipti sem Friðrik fer til Bandaríkj-
anna, því hann nam við Harvard-
háskóla í fyrra.
Krónprinsinn verður nokkuð á
ferðinni utan Danmerkur eftir ára-
mótin. í febrúar opnar hann tvær
listsýningar í New York, auk þess
sem reiknað er með að honum gef-
ist kostur að á heimsækja Jóaícim
bróður sinn sem er í starfsnámi um
þessar mundir í Hong Kong. Ekki
væsir um þann síðarnefnda þar, því
hann hefur nýlega eignast þriðja
bíl sinn, Lotus árgerð 1985, en fyr-
Eftir að Friðrik Danaprins hefur
útskrifast næsta sumar heldur
hann til New York.
ir á hann Mercedes Benz, Ford-bif-
reið og Yamaha mótorhjól.
Njáll Torfason aflraunamaður
var með nokkur sýningaratr-
iði í hléi á Kraftakeppninni sem
fram fór í Kaplakrika um síðustu
helgi. Hugðist hann m.a. sýna fram
á að hann gæti dregið 830 kg bíl,
Nissan Micro 10 metra með innri
einbeitingu. „Eg batt ofurtaug í
bílinn og í straujárn sem ég festi
við skinnið á mér með einbeitingu.
Eftir nokkra stund fór bíllinn af
stað og í tveimur áföngum tókst
mér að draga hann 12 metra. Þetta
er í fyrsta skipti sem svona bíldrátt-
ur er framkvæmdur í heiminum,
þannig að þetta fer trúlega í Heims-
metabók Guinnes," sagði Njáll.
Njáll hefur sýnt ýmis atriði með
Víkingasveitinni á Fjörukránni í
sumar. Fór hópurinn m.a. til Balti-
more þar sem þeir tóku flugstöðina
„hernámi". Einnig stendur til að
fara sams konar ferð til Hamborgar
í febrúar nk. „Sjálfur hyggst ég
fara til Danmerkur í sumar og sýna
á Dyrehavsbakken. Það hefur ekki
verið gengið endanlega frá því en
eins og málin standa nú er útlitið
mjög gott. Ég hef æft ýmis atriði
stíft að undanförnu, því ég vil vera
tilbúinn með góða dagskrá ef mér
bjóðast einhver tækifæri."
Hljómsveitin TUNIS leikur fyrir dansi
T H E
INVASION
C O N T
N U E S
Miðaverð kr. 800
,BODY SN ATCHERES" - SPENNA FRA UPPHAFI TIL ENDA
Mióa- og borónpantunir
í símum 685090 og 670051.
Sýnd í Saga-bíói kl. 5,7,9 og 11 í THX