Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2G. NÓVEMBER 1993
Að hönnun hafi þjóðhagslegt gildi ætti Ted-stóll-
inn að vera til vitnis um, en hann hefur selst í
10 milljón eintökum frá 1976! (Hönnun Niels
Gammelgaard.)
Litla handhæga farangurskerran á Kastrup er
hrein guðsgjöf þreyttum ferðalangi. (Hönnun
Lars Mathiesen.)
PELIKAN HÖNNUN
List og hönnun;
Bragi Ásgeirsson
Verzlunin Epal í Faxafeni 7
hefur verið iðin við að kynna hús-
gagna- og textílhönnun, jafnt inn-
lenda sem skandinavíska og þá
einkum danska.
Laugardaginn 6. október opnaði
þar sýning á svonefndri Pelikan
hönnun, sem nær yfir vítt svið,
allt frá iðnhönnun til húsgagna-
hönnunar og standa tveir listhönn-
uðir að baki, þeir Lars Mathiesen
og Niels Gammelgaard. Framleið-
endumir eru hins vegar allnokkrir
enda eru umsvifm mikil.
Þótt þeir félagar séu ennþá á
besta aldri, fæddir 1950 og 1944,
er hér um velþekktar stærðir í
danskri hönnun að ræða og það
segir að sjálfsögðu allmikið, því
dönsk hönnun stendur mjög fram-
arlega. Að því viðbættu eru þeir
hver fyrir sig margverðlaunaðir,
og hafa haslað sér völl á alþjóðleg-
um markaði.
Lars Mathiesen var yfír starfs-
hópnum sem hannaði handhægu
farangurskerruna, sem allir kann-
ast við sem fara um Kastrup-flug-
höfnina, og er hreinasta guðsgjöf
þreyttum ferðalöngum. Það er
ekki ýkja langt síðan hún var tek-
in í notkun, og hver man ekki eft-
ir stóru kerrunum, sem voru þung-
ar og óþjálar og sjaldan var hægt
að krækja í inni í flugstöðinni, og
lengstum þurfti að borga gjald
fyrir við komu. Og fyrir utan það
að vera handhæg er kerran hreint
augnayndi, og hefur einnig verið
tekin í notkun á flughöfnunum í
Róm og Búdapest.
Albert Gammelgaard hannaði
klapstolen Ted (kjaftastóll, sam-
brotsstóll), sem er ekki einungis
handhægur heldur ákaflega við-
kunnanlegur, sem er sjaldgæft við
slíka stóla. Hann hefur sem sagt
hjarta, og það segir sitt að 10
milljónir eintaka hafa selst af hon-
um frá 1976. Stóllinn samanstend-
ur af stálrörum og polypropylen,
og Ted-serían samanstendur af
stól og borði, sem hægt er að
bijóta saman og hengja upp á
vegg, og er hugsuð sem aukahús-
gögn sem auðvelt er að fjarlægja.
Einungis af þessu tvennu má
ráða, að hér eru engir aukvisar á
ferð, en ýmislegt fleira er á sýning-
unni, t.d. Napoleonsstóll og „Café
serien", sem eru þrír stólar og
borð, sem einkum er hentugt að
staðsetja utandyra, og þá ekki síst
vegna þyngdarinnar, sem forðar
því m.a. að gestir taki stólana með
sér! Um leið eru þeir mjögþægileg-
ir og traustir til síns brúks. Svo
má geta Luna-stólsins, handhægs
skerms og þríhjóls fyrir yngstu
kynslóðina, sem allt eru einfaldir
og vel hannaðir hlutir. Geta má
þess að Luna-stóllin er hér um
bil, og þríhjólið alveg í dönsku
fánalitunum, en danskir hönnuðir
eru einmitt snillingar í að sameina
gott handverk og fánalitina.
Það er einmitt eftirtektarvert
hve Dönum hefur tekist að koma
upp einkennandi stíl í hvers konar
hönnun, og það virðist hafa komið
alveg ósjálfrátt og fyrirhafnar-
laust, eins og öll mikil list en er
þó þveröfugt, því að á bak við slíkt
fyrirhafnarleysi er einmitt blóð tár
og sviti. En ekki má þó gleyma
hve þeir eiga af ríkri erfðavenju
að ausa og þá einnig í húsagerðarl-
ist og það langt aftur í aldir.
Þetta er ekki stór sýning en
ákaflega lærdómsrík, m.a. fýrir
það, að hún á að geta sannfært
ýmsa vantrúaða um gildi og þýð-
ingu hönnunar, og að því fé er vel
varið sem fer í uppbyggingu henn-
ar og á að skila sér margfalt. Að
því viðbættu að hönnun hefur
menningarlegt gildi og er andlit
þjóðarinnar út á við.
Komnar aftur
Kuldahúfur
í miklu úrvali
TC07
Verð kr. 1.090
Halldóra Björnsdóttir sem Þóra.
Ljósmynd: Grímur/Þjóðleikhúsið.
Ferðalok — sýn-
ingum fer fækkandi
LEIKRIT Steinunnar Jóhannes-
dóttur, Ferðalok, hefur nú verið
sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins sl. tvo mánuði og fer
sýningum nú fækkandi. í frétia-
tilkynningu segir:
„Aðalpersóna leiksins er Þóra
sem Ies bókmenntafræði við Há-
skóla íslands. Hún fer ti! Kaup-
mannahafnar til þess að skrifa loka-
ritgerð um Jónas Hallgrímsson og
seinasta veturinn í lífí hans. Þar
hittir hún fyrir æskuást sína, Jón-
as, sem dvalið hefur langdvölum í
borginni. Þau taka upp fyrra sam-
band sitt og að lokum dregur til
uppgjörs milli þeirra. í verkinu seg-
ir þannig frá viðureign ungrar konu
við skáldið Jóans og manninn Jón-
as. Þar er fjallað um ástina sem
yrkisefni annars vegar og hins veg-
ar ástina í lífínu sjálfu og þau átök
kynjanna sem óhjákvæmilega eru.
Með helstu hlutverk fara Hall-
dóra Björnsdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson og Arnar Jónsson. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson.
'S Y
TC04
Verð kr. 780
Opið laugardag kl. 10-14.
5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af
póstkröfum greiddum innan 7 daga.
ÚTILÍFf
GLÆSIBÆ • SÍMI 812922
SKEMMTILEG
SKÓLASAGA
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Iðunn Steinsdóttir: Er allt að
verða vitlaust? Iðunn 1993.
Iðunn Steinsdóttir er einn af okk-
ar hugmyndaríkustu og fijóustu
barnabókahöfundum og bækur
hennar geisla af sagnagleði. Þar
er engin lognmolla og hver atburð-
urinn rekur annan jafnvel í hvers-
dagslegasta umhverfi.
Sagan sem Iðunn sendir íslensk-
um börnum fyrir þessi jól gerist í
nútímanum og sögusviðið er dæ-
migerður íslenskur skóli. í kjarna
sögunnar er einn sjöundi bekkur,
kennarinn þeirra, Hansína, og gam-
alt fólk í þjónustuíbúðum fyrir aldr-
aða. Þótt sögupersónumar séu
margar, tekst Iðunni að greina
hveija og eina fyrir sig svo auðvelt
er að sjá þær fyrir sér. Flóki Drafn-
arson er sú persóna sem höfundur
leggur mesta rækt við. Hann býr
hjá drykkfelldri móður sinni og elur
önn fyrir Unni Sif, litlu systur sinni.
Hann á í baráttu við sjálfan sig,
er illa læs en góður í stærðfræði.
í sögulok rætist úr fyrir honum á
óvæntan hátt.
Það sem tengir söguna saman í
heild er hópvinna nemenda við verk-
efni um börn fyrr á tímum. Með
þennan streng í miðju sögunnar
tekst höfundi að draga inn alls kyns
hluti án þess að sagan verði ofhlað-
in. Hópverkefnið er notað sem tæki
til að sýna samspil nemenda inn-
byrðis, sýna heimilishald þeirra og
tengsl við gamla fólkið þegar Flóki
fer að leita sér upplýsinga. Fundur
bréfanna gömlu gefur tækifæri til
að draga inn í söguna misjafnar
aðstæður barna á ýmsum tímum.
Fjallað er um nokkra vandasama
þætti í samskiptum fólks svo sem
einelti og hversu hjálparvana börn
og fullorðnir eru gagnvart því. Að-
eins er tæpt á samkynhneigð og
krakkamir stinga saman nefjum
þegar þau sjá tvo menn haldast í
hendur. Bakkus er einnig umfjöll-
unarefni.
Það sem einkennir sögur Iðunnar
er hversu létt hún á að skapa per-
sónur og segja skemmtilega sögu,
sama hvert viðfangsefnið er eða
hvar hún staðsetur sögur sínar.
-Annað sem mér fínnst mjög ják-
vætt við sögur hennar er hversu
fordómalausar þær em. Höfundur
vill útskýra, velta fyrir sér vanda-
Iðunn Steinsdóttir
málum og leiða lesendur til þroska.
Hún lætur sögupersónurnar spyija
spurninga án þess að gefa svörin
sjálf. Hún skirrist ekki við að íjalla
um erfið mál, en gerir það af mik-
illi nærfærni og án þess að prédika.
En umfram allt er Iðunn alltaf
skemmtileg og mjög stutt í kímnina.
Kápumyndin er vel gerð ljósmynd
af íslenskum krökkum sem gæti
alveg verið af þeim hópi sem hér
er íjallað um.
------» ♦ -*----
Nýjar bækur
■ Alagaeldur nefnist ný bók eft-
ir Aðalstein Asberg Sigurðsson.
í kynningu útgefanda segir: „Það
er bannað að hrófla við Skiphóln-
um því þá brennur bærinn í Litlu-
vík. Óðinn og Logi heillast af sögu
Kobba gamla um fjársjóð og skip
víkingsins sem grafið var í Skiphól-
inn. En voru álögin ennþá virk?
Refsar hinn forni víkingur með
eldi þeim sem grafa í hólinn?“
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er
vel þekktur tónlistarmaður, texta-
höfundur og ljóðskáld og barna-
bækur hans hafa hlotið góðár við-
tökur.
Útgefandi er Almenna bók-
afélagið. Bókin er um 140 síður
og er prentuð hjá G. Ben. Hún
kostar 1.490 krónur.
Nýjar bækur
Skáldsaga eftir
Illuga Jökulsson
ÚT ER komin skáldsagan Barn-
ið mitt barnið eftir Illuga Jök-
ulsson.
I kynningu útgefanda segir:
„Heimurinn í hnotskurn, að vísu
ekki allur, heldur einkum sá hluti
hans sem býr við ófrið, fátækt,
hungur, mengun, grimmd, andleg-
an fáránleik. Öllu þessu þjappar
höfundurinn saman á íslandi — á
svæði frá Reykjavík austur að Vík
í Mýrdal. Og á þetta horfa skiln-
ingsvana og í vandræðalegu úr-
ræðaleysi þeir sem vilja leggja eitt-
hvað af mörkum til að draga úr
þessu hryggilega ástandi.
Efnið er risavaxið og með ólík-
indum að höfundi skuli takast að
koma því fyrir í þessari stuttu en
mjög áhrifamiklu skáldsögu.“
Útgefandi er Almenna bókafé-
lagið. Barnið mitt barnið er
prentuð hjá prentsmiðju Árna
Illugi Jökulsson
Valdemarssonar og kostar 2.680
krónur.