Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 31 Sonja M. Renfer, forseti alþjóðasamtaka Zonta heimsækir Island Hjálpa konum tíl sjálfshjálpar SONJA M. Renfer, forseti Alþjóðasamtaka Zonta, er á íslandi og heim- sækir íslensku klúbbana í samtökunum. Þessi alþjóðlegu samtök leið- andi kvenna í ýmsum starfsgreinum verða 75 ára á næsta ári, voru stofnuð 1919 í þeim tilgangi að bæta stöðu kvenna. í þeim eru 36 þúsund konur í 1100 klúbbum í 65 löndum um allan heim. Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðaforseti Zontakvenna SONJA M. Renfer, alþjóðaforseti Zonta, og Sigrún Karlsdóttir félags- ráðgjafi, sem er fulltrúi klúbbanna á þessu svæði. Á íslandi eru fimm Zontaklúbbar. Sonja M. Renfer hitti konur í Zonta- klúbbi Reykjavíkur, sem er 52ja ára gamall, Emblu í Reykjavík og Zonta- klúbbi Selfoss og flaug svo til Akur- eyrar til að hitta konur í Zonta- klúbbi Akureyrar og Þórunni hyrnu. Er það í fyrsta skipti sem alþjóðafor- seti Zonta heimsækir Akureyrar- klúbbana. í stuttu samtali sagði hún blaðamanni Mbl. frá því sem efst er á baugi hjá samtökunum. Sonja M. Renfer var að koma frá aðalstöðvunum, sem eru í Chicago, og fór héðan heim til Zurich í Sviss. Hún hefur langa reynslu í alþjóð- legri þjónustu og félagsstarfsemi, þar sem hæfileikar hennar í stjórnun og almennum samskiptum hafa notið sín. Hún hefur verið félagi í Zonta frá 1964 og gengt fjölda trúnaðar- starfa fyrir samtökin og í þágu kvenna heims. Var kjörin forseti Zonta í Hong Kong 1992. 19. októ- ber síðastliðinn veitti hún viðtöku fyrir hönd Alþjóðasamtaka Zonta verðlaununum Áward of Exellence frá UNIFEM, þróunarsjóði Samein- uðu þjóðanna í þágu kvenna, sem með þessu vildi þakka þeim samtök- um sem mest hefðu lagt þeim til. Finnsku klúbbarnir riðu á vaðið og síðan þeir bandarísku og hafa til þess ríkisstyrk. Voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í móttökusal í utanríkisráðuneytinu í Washington að viðstöddum 50 fulltrúum Zonta og 150 fulltrúum frá Hinum óháðu samtökum Sameinuðu þjóðanna. Síðan 1986 hefur Zonta staðið fyrir þróunarhjálp í 18 mismunandi löndum, síðast Ghana, Bangladesh, Indlandi, Sri Lanka og nú er átakið mest í Chile, þar sem Mapuchi-indj- ánakonur voru alveg bjargarlausar og tekjulausar. Beitir Zonta sér fyrir átaki til að kenna þeim að búa til og framleiða söluvarning. En með UNIFEM einbeita alþjóðasamtök Zonta sér að því að hjálpa konum í 13 löndum til sjálfshjálpar. Samband við A-Evrópukonur Zontaklúbbar starfa um allan heim. Sagði Sonja M. Renfer að fyr- ir þremur vikum hefði hún verið í Lettlandi til að stofna með konum nýjasta klúbbinn. Það kom raunar í hennar hlut að setja af stað flesta Zontaklúbbana í Austur-Evrópu eftir fall Berlínasrmúrsins, í Prag, Warsjá og Moskvu. Forseti alþjóðasamtak- anna var þá búsettur í Ástralíu og Flóastríðið í gangi, en hún var nær- tæk í Sviss. „Þetta hefur verið ein- staklega áhugavert,11 segir hún. „Konurnar í þessum löndum þrá svo og eru svo ákafar í að ná sambandi til Vesturlanda og Zonta er mögu- leiki til þess. Fyrir þær er það himna- sending. Sumir segja að þær séu að bara að leita eftir fjárhagslegum stuðningi, en það er alls ekki rétt. Þær vilja skiptast á skoðunum og samskipti við þá sem þær geta treyst. Hafa aldrei fyrr getað treyst neinum, ekki einu sinni innan sinnar fjöl- skyldu. Þegar ég fór til Weimar, sem var fyrsti staðurinn sem stofnaði klúbb fyrir austan, þá var ég þar eina helgi í júlílok. Ég hefí aldrei upplifað annað eins, frá því ég kom og þar til ég fór var hver einasta félagskona með mér og ekki aðeins þær heldur komu mennimir þeirra líka og börnin. Og allir vildu tala og tjá sig. Þau sögðust vera svo þakklát fyrir að ég skyldi leggja á mig að koma og að ég talaði við þær og það sem meira væri vildi hlusta á þær,“ sagði hún. Alþjóðasamtök Zonta eru og hafa verið í fleiri hjálparstörfum, ein eða í samvinnu við alþjóðastofnanir, og leggja klúbbamir þar til. En að auki er hver klúbbur með eitthvert þarft verkefni heima. Af sameiginlegum verkefnum má nefna Amelíu Earhart sjóðinni, sem veitir styrki til kvenna í verkfræði- og geimvísindanámi, Michael J. Freemans sjóðinn sem veitir írskum komum kennslustyrki og sjóð sem styrkir ungar konur til menntunartil opinberra starfa. Sonja M. Renfer sagði að á forsetaárum sínum fyrir alþjóðasamtökin yrði mikil áhersla lögð á umhverfismál og væri það að fara af stað í ýmum bandaríkjaklúbbanna, sem eru að kynnast umhverfismálum í Evrópu, sem eru á undan. Einnig er nú byrj- að að undirbúa Kvennráðstefnu Sam- einuð þjóðanna í Peking á árinu 1995, en Zonta var með í að móta stefnuna á sínum tíma í Mexico og í Nairobi. Ár ijölskyldunnar er á næsta ári, þar sem Zonta mun beita sér. Vekur Sonja sérstaka athygli á fjölda kvenna sem eru neyddar til að ala einar önn fyrir fjölskyldum sínum. Hún segir það sameiginlegt Zontakonum að hafa forréttindi menntunar og góðrar þjóðfélags- stöðu og því hafi þær gott tækifæri til að beita áhrifum sínum til að breyta hefðbundnum viðhorfum í þjóðfélaginu gagnvart konum. Það kostar minna j en þig grunar að í hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *86 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Dublinar á dagtaxta m.vsk. Skipun hæstaréttardómara gagnrýnd á þingi Ráðherra segir mál- efnaleg rök skorta TIL SNARPRA orðaskipta kom á Alþingi í vikunni er Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, gaf í skyn í umræðum að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefði látið pólitísk sjónarmið ráða við skipun dómara í Hæstarétt. Þor- steinn Pálsson sagði gagnrýnina ómálefnalega enda virtist hún beinast að því að gengið hefði verið framhjá mágkonu Ólafs Ragnars Grímssonar við embættisveitinguna. Þorsteinn Pálsson sagði í umræð- um um frumvarp um Hæstarétt íslands á Alþingi að Ólafur Ragnar Grímsson hefði hvað eftir annað vegið að hæstaréttardómaranum Pétri Hafstein, dregið í efa hæfni hans til að sitja í réttinum og gefið í skyn að um pólitíska embættisveit- ingu hefði verið að ræða. Óskaði hann eftir að Ólafur Ragnar til- greindi hvern umsækjenda hefði átt að skipa. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að spurningin væri ekki sú hvort Pétur Hafstein hafi verið hæfur til að setjast í réttinn heldur hvort hann hafi verið hæfastur af þeim sem sóttu um. Hvað starfsreynslu við dómstörf snerti hefði hann verið neðarlega á lista. Þetta kæmi skýrt í ljós þegar dómaraferill Péturs væri borinn saman við dómaraferil tveggja umsækjenda, borgardóm- aranna Garðars Gíslasonar og Auð- ar Þórbergsdóttur, sem bæði hefðu tvímælalaust haft meiri reynslu og víðtækari embættisferil að baki. Einnig væri ljóst að Pétur Hafstein hefði nokkrum mánuðum fyrir veit- inguna blandað sér í átök þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi borgarstjóra í Reykja- vík. Hefði hann skrifað stuðnings- grein við þáverandi formann, Þor- stein Pálsson, í Morgunblaðið en óvenjulegt væri að starfandi sýslu- maður blandaði sér með slíkum hætti í flokkspólitísk átök. Gagnrýnin ekki málefnaleg Þorsteinn Pálsson sagði athyglis- vert að Ólafur Ragnar Grímsson hefði áður gagnrýnt sig fyrir að skipa Garðar Gíslason út frá póli- tískum sjónarmiðum. Eftir stæði að átt hefði að skipa mágkonu Ólafs Ragnars í embættið. Hlyti öllum þingmönnum að vera ljóst að hér væri ekki um málefnalega gagnrýni að ræða. Þorsteinn sagði að mörg önnur sjónarmið kæmu til greina við mál- efnalegt mat á hæfi til setu í Hæsta- rétti en langur dómaraferill, enda hefðu verið skipaðir menn sem aldrei hafa verið dómarar. Nauð- synlegt væri að tryggja ákveðna fjölbreytni í réttinum. Stofnfundur íslenska fótboltaklúbbsins Spark í rassinn, skammstafað I.F.K. Spark f rassinn, eða á ensku lcelandic Football Club Kick ln The Ass, verður haldinn í hornsófanum á Rauða Ijóninu laugardaginn 27. nóvember og hefst hann ki. 20. Undirbúningsnefndin Veist þú aö með tilkomu bjórsins hefur heildarneysla unglinga á aldrinum 13-15 ára á áfengum drykkjum tvöfaldast?* Veist þú að með tilkomu bjórsins hefur upphafsaldur áfengisneyslu lækkað með ógnvænlegum hraða? Veist þú að þriðja hver fjölskylda á um sárt að binda af völdum áfengisneyslu einhvers eða einhverra í fjölskyldunni? Veist þú að afleiðingar vaxandi drykkju eru aukið ofbeldi og félagsleg vandamál? Veist þú að fullorðnir eru fyrirmynd unglinga? Könnun unnln af rannsóknarstofu Geðdelldar Landspítalans "92 Opið hús í Templarahöllinni frá 20.°° Kaffi og meðlæti. Samstarfsnefndin Fulltrúar samstarfsnefndar bindindisdagsins mæta. lofan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.