Morgunblaðið - 27.11.1993, Page 11

Morgunblaðið - 27.11.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 11 Engin áætlun til um lagnir ljósleið- ara í íbúðarhús EKKI hefur verið gerð nein endanleg úttekt af hálfu Pósts og síma á möguleika þess að leggja ljósleiðara í íbúðarhús. Að sögn Harald- ar Sigurðssonar, framkvæmdasíjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma, hafa þessi mál verið mikið rædd innan stofnunarinnar en engin áætlun um framkvæmdir verið gerð. Að sögn Haraldar er búið að leggja ljósleiðara í kringum landið og hann tengdur inn á svo til allar símstöðvar á leiðinni. Hann er uppi- staðan í hefðbundnum fjarskiptum út um landið. Varðandi ljósleiðara- lagnir í þéttbýli sagði Haraldur að nú væri hugsað til nýrra hverfa, að undirbúa þau undir að hugsanlega verði tekin ákvörðun um slíka lögn en hann ítrekaði að sú ákvörðun hefði ekki verið tekin. Framþróun gífurlega hröð „Þróunin í þessum efnum er gíf- urlega hröð og við viljum ekki fjár- festa í dýrum búnaði sem viðskipta- vinir vilja siðan kannski ekki nota. Við fylgjumst grannt með þróun í Vestur-Evrópu og tökum nokkurt mið af þörfum notenda eins og þær koma fram þar. Sáralítil vinna hefur verið lögð í áætlanir um að glerstrengur verði lagður í hvert íbúðarhús, enda er alls ekki útséð um að það sé endi- lega rétta lausnin. Mjög mikið af þeirri þjónustu sem slíkur strengur myndi veita getum við veitt með því neti sem við höfum í dag þótt það anni að vísu ekki flutningi tuga sjón- varpsrása inn í hveija íbúð. Við vit- um ekki endilega hveijar þarfir við- skiptavinanna eru umfram það sem við getum veitt þeim i dag og því síður hver rekstrargrundvöllurinn yrði fyrir þéttriðið ljósleiðaranet. Hitt vitum við að það að grafa upp og inn í hvert hús, þar sem ekki eru rör til að draga í, kostar milljarða," sagði Haraldur. Tölvu- og röntgentækni VERÐLAUNAAUGLÝSINGIN náði yfir tvær opnur og birtist í októberhefti tímaritsins Face. Myndirnar voru teknar með rönt- genmyndavél á spítala í London og síðan unnar í tölvu. Þær myndir, sem hér birtast, eru ekki frummyndir heldur unnar upp úr tímaritinu. Verðlaimaauglýsing- in unnin með rönt- gen- og tölvutækni AUGLÝSING sú sem vann fyrstu verðlaun í auglýsingasam- keppni breska hönnunartímaritsins XYZ og sagt var frá í Morg- unblaðinu fyrir nokkru var að sögn annars höfundar hennar, Barkar Arnarsonar ljósmyndara, unnin með röntgen- og tölvu- tækni. „Myndirnar voru teknar á spít- ala í London. Annars vegar voru teknar röntgenmyndir af fætin- um á mér og hins vegar af skón- um sem sagaður var í tvennt. Tölvuvinnslan fólst síðan í því að setja myndirnar saman og skýra vörumerkin. Það gerðum við í „Paintbox“-kerfi,“ sagði Börkur. „Þetta var ofsalega gaman fyr- ir okkur af því fyrirtækið sem ég vinn hjá, „Blue Source“, er það lítið. í keppninni tók þátt fjöldinn allur af stórum auglýsingastofum með auglýsingar fyrir heims- þekkt vörumerki. Fyrirtækið okk- ar er nýlegt og auglýsandinn sem við vorum þama að auglýsa fyrir er okkar stærsti viðskiptavinur þannig að þetta var mikil og góð uppörvun," sagði Börkur. Morgunblaðið/Silli Rek en auðjörð „ÞAÐ mun sjaldgæft og ég man ekki eftir því að myndast svo mikið rek að háar rastir hafa mynd- sjá svona mikið rek í Laxá og að ekki sjáist snjór ast meðfram ánni eins og sjá má á myndinni. Áin á jörðu og ekki einu sinni í nálægum fjöllum, allt hefur flætt inn á túnið við Hólmavað og allt að marautt,“ sagði Kristján bóndi Benediktsson að húsagarði bónda skammt frá einum velþekktum Hólmavaði í Aðaldal. En í Laxá í Aðaldal hefur veiðistað í ánni. Nýjar íslenskar plötur 10 fleiri í ár en í fyrra Sjálfstæðir útgefendur með meirihlutann TALIÐ er að 78 nýjar íslenskar plötur verði gefnar út á þessu ári. Er það tíu plötum fleira en á síðasta ári. Þar af gefa fyrir- tæki innan Sambands hljómplötuframleiðenda út 32 plötur, sem er sami fjöldi og í fyrra, þannig að aðilar utan samtakanna gefa í ár út 46 titla á móti 36 árið á undan. I fréttatilkynningu frá Sambandi hljómplötuframleiðenda kemur fram það álit að hljóm- plötuútgáfa á íslandi sé ekki gróðafyrirtæki og allt tal um að flytjendir auki gróða sinn með því að gefa út sjálfir sé byggt á óskhyggju. í fréttatilkynningunni kemur það fram að nokkrar áherslubreyt- ingar hafi orðið í störfum hljóm- plötuútgefenda, þeir starfi með færri flytjendum en oft áður. Þá hafi þeir snúið sér í auknum mæli að endurútgáfum eldra efnis og safnplötum. Slíkar útgáfur ein- kenni mjög útgáfu hljómplötu- framleðenda í ár og væntanlega einnig næstu ár. Fram kemur að leitað hafi verið til félaga Sam- bands hljómplötuframleiðenda með útgáfu á mörgum þeim plötum sem sjálfstæðir útgefendur standi nú að. Ekki gróðafyrirtæki „Hljómplötuútgáfa á íslandi hef- ur aldrei og mun aldrei verða gróðafyrirtæki vegna smæðar markaðarins og þeirrar staðreynd- ar að kostnaður við gerð hljóm- plötu hér á íslandi er sá sami og TRÉSMIDJA TIL SÖLU lónlánasjóður óskar eftir tilboðum í fyrrum Trésmiðju Þor- valdar Olafssonar hf. á Iðavöllum 6 í Keflavík. Um er að ræða eftirfarandi vélasamstæður/framleiðslulínur: Spónaparket og hurðasamstæða. Spónapressusamstæóa. Lakklína. Ymsar sjálfstæðar vélar. Brennsluofn og spónsugukerfi. Ymis verkfæri. Trésmiðjan er í 1.694 fm húsnæði á Iðavöllum 6, Keflavík. Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir þannig: a. Vélar og fasteign í einu lagi. b. I fasteign eingöngu. c. I vélar eingöngu. d. I einstaka vélasamstæður. Nánari upplýsingar, s.s. lista yfir vélar, veitir Iðnlánasjóð- ur, Ármúla 13A, Reykjavík, sími 680 400. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skilað til lónlánasjóðs, Ármúla 13A, 108 Reykjavík, eða á myndsendi sjóðsins, 91-680 950, i síð- asta lagi mánudaginn 6. desember nk. annars staðar í heiminum," segir í tilkynningunni. Fullyrt er að selja þurfi 1000-2000 eintök af plötum sem bera lítinn upptöku- og aug- lýsingakostnað, en 3000-6000 af metnaðarfyllri útgáfum. Fram kemur að meðaltalssala á síðasta ári hafi hins vegar ekki verið nema 1765 eintök. Þá er bent á að að- eins ein plata hafi selst í yfir 10.000 eintökum í fyrra og sex til viðbótar í yfir 5000 eintökum. Tvö fyrirtæki, Skifan og Spor, gefa út 23 af þeim 32 nýjum ís- lenskum plötum sem gefnar eru út í ár af fyrirtækjum innan Sam- bands hljómplötuframleiðenda. Komnar aftur Kuldahúfur í miklu úrvali Verð kr. 1.090 Verð kr. 780 Opið laugardag kl. 10-14. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. UTILIFf GLÆSIBÆ. S/MI 812922

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.