Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 13 hann segir „þetta fólk áleit sig...“. Bragi Asgeirsson, ef við ætlum okkur að vitna í aðrar persónur, þá skulum við vanda okur og gæta þess að meining orða þeirra komist óbrotin til skila. Því öll notkun á heimildum og heimildar- mönnum á þennan hátt jaðrar við algert siðleysi. Hvað er þá eftir Bragi Ásgeirs- son, af gagnrýni þinni á sýningu Tinu Auferio. Er nokkuð annað eftir en að þú biðjir listakonuna og Nýlistasafnið afsökunar á rætninni. Ég sé mér ekki fært að svara því sem eftir er af grein Braga Ásgeirssonar þó svo að hann hafi ætlað mér það sem svar við mínum athugasemdum, því ég get einfald- lega ekki séð hvemig endurvakn- ing á Gelískri tungu, tilgerð í nú- listum, sifjar hans við Dani, Brim- arhólmsvist íslendinga, kemur henni efnislega við, hvað þá hirð- líf Kristjáns IV, en hjá mér og þeim ágæta kóngi, finnur Bragi það sameiginlegt að vera eirfangr- unarsinnar. Því ef ég skil Braga rétt þá átti kóngur þessi það til að skella hurðum og loka sig af ef hlutirnir fóru ekki nákvæmlega eftir hans höfði og hefur þá engu tauti verið við hann komandi, ef ég þekki frændur mína rétt. Ég get svo sem ekki hrakið þessa samlíkingu Braga Ásgeirssonar á mér og kónginum, enda hef ég einsett mér að halda aftur af slíku launmonti og þarflausum afneit- unum á eigin göllum. En hitt verð ég að segja að ýmislegt finnst mér líkt með Kristjáni IV konungi og listiýninum Braga Ásgeirssyni en þó aðallega sú lyndiseinkun kóngs- ins að vera bókstafstrúar, sú sam- líking hringir nokkrum bjöllum. Að lokum þetta. í upphafí grein- ar sinnar „Gagnrýni á listrýni“ fer Bragi stórum orðum um fólsku- brögð og klæki ýmiskonar sem hafðir eru í frammi af óvönduðu fólki við erlendar listastofnanir, nefnir hann listamiðstöðina í Svea- borg því til áréttingar. Brellur þeirra, virðast að hans mati, þjóna þeim einum tilgangi að gera veg núlista meiri á kostn- að fijálsrar hugsunar og „einstakl- ingsframtaks"!!! Allt er þetta sjón- arspil í þágu miðstýringarafla og sósíalisma. Má úr fullyrðingum hans lesa að listin sé orðin nokk- urs konar Tijóuhestur þessara fúl- menna, inní vel upphitaðar skóla- stofur og söfn hér á Norðurlönd- um. Vil ég nú skora á Braga Ás- geirsson að hann kortleggi þetta samsæri, í eitt skiftið fyrir öll, af þeirri nákvæmni að greina megi andlitsdrætti þess og listrænan smekk. Því hugtakið „núlistir" er á engan hátt tæmandi, og er ein- ungis til að villa um fyrir lesend- um. Að öðrum kosti Bragi, dæm- ast orð þín ómerk. Höfundur er myndlistarmaður og varaformaður í stjórn Nýlistasafnsins. 0 ÁLFABORGf KNARRARVOGI 4 • 8 686755 80 grömm J 0 R D A N B lí II 1 1« Fæst hjá íþpóttafélögum um allt lanð Stónt plaggat fylgir E II K 0 M 1 N Kostan aóeins 1.880.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.