Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Guðbjartur Magna- son — Minning Fæddur 21. júlí 1968 Dáinn 17. nóvember 1993 Það voru hræðileg tíðindi sem bár- ust að kvöldi miðvikudagsins 17. nóv- ember síðastliðinn. Hann Bjartur hafði lent í slysi og beðið bana. í fyrstu neitaði ég að trúa þessú. Það mátti bara ekki vera satt að Bjartur hefði verið tekinn frá okkur einungis 25 ára að aldri. Það hellist yfír mann von- leysi og maður veltir fyrir sér tilgangi lífsins. Hvers vegna er ungur maður sem allir elska og virða hrifínn á brott? Það er gersamleg óskiljanlegt. Það var ekkert nema bjart fram- undan hjá Þóreyju og Bjarti. Lífíð blasti við þessu unga og ástfangna pari. Maður hugsaði alltaf um þau tvö í sama andartaki. Þau höfðu ein- hvern veginn alltaf verið saman, enda eru tíu ár langur tími þegar maður er bara 25 ára. Það kemur 'upp í huga mér er ég var spurð að því síðastliðið sumar hvort þessi tvö væru nýbyijuð saman. Margar minningar skjóta upp koll- inum er ég reyni að hripa þessa fá- tæklegu kveðju á blað. Margt hefur verið brallað og var Bjartur alltaf hrókur alls fagnaðar. Þar sem Bjart- ur var, þar var skemmtilegt. Bjartur var alveg sérstaklega bamgóður. Böm hændust að honum og hann brást þeim ekki frekar en öðmm. Þegar ég var ófrísk fannst mér alveg yndislegt að hitta Bjart því að hann talaði alltaf við mig í fleirtölu. Það var alltaf: „Hvað segið þið?“ eða „Viljið þið kaffi?“ Þetta einhvem veginn gerði allt svo raun- verulegt og yljaði manni um hjarta- rætumar. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn, skarð sem aldrei nokk- um tímann verður hægt að fylla. Sagt er að tíminn lækni öll sár. Eg vona að eitthvað sé satt í þeim orðum því að sú sorg sem ég ber í bijósti í dag gerir lífið óbærilegt. Kannski lærir maður einhvem tímann að sætta sig við að Bjartur sé ekki leng- ur á meðal okkar, en í dag virðist það óraflarlægt. Ég þakka Bjarti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Eg veit að honum líður vel þar sem hann er nú. Maður sem lét ekkert nema gott af sér leiða í jarðlífinu hlýtur að vera í hávegum hafður fyrir handan. Ég kveð góðan vin og félaga, ekki endanlega því að ég veit að Bjartur bíður eftir okkur hin- um megin og tekur á móti okkur, þegar okkar tími kemur, með höfð- ingsskap sem honum einum er lagið. Við sjáumst, kæri vinur. Elsku Þórey, þú átt alla mína sam- úð. Það er sárt að sjá á eftir þeim manni sem maður ætlaði sér að eyða ævinni með. Ég vona að guð gefí þér styrk í þinni miklu raun. Magni og Sidda, Matta og Halli og aðrir vandamenn og vinir. Missir ykkar er mikill, ég votta ykkur sam- úð mína. Anna Sigríður. Nú fyrst skilur maður hve stutt er á milli lífs og dauða, er ungur maður í blóma lífsins fellur frá. Bjart- ur var aðeins 25 ára gamall og átti framtíðina fyrir sér, ásamt unnustu sinni Þóreyju, þegar hann lenti í hræðilegu slysi. Það er erfítt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta Bjart hressan og kátan í bráð. En við vonum að þegar okkar tími kem- ur þá verði Bjartur handan móðunn- ar miklu til að taka á móti okkur með sinn skemmtilega glettna svip. Bjartur var þeim eiginleikum gædd- ur að geta komið öllum í gott skap, alls staðar þar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar. Líka í vinn- unni. Það var alltaf gaman að koma í vinnu þegar Bjartur var á vakt. Sama hversu fúll maður var, ætíð tókst hon- um að rífa mann upp með sinni hressi- legu framkomu. Við munum minnast Bjarts með bros á vör. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Bjart og þökkum honum samverustundimar sem eru okkur ómetanlegar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Þórey, Magni, Sidda, Bryn- dís, Kiddi og aðrir sem eiga um sárt að binda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Veri guð með ykkur og styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Bjarts. Anna, Sesselja, Sigrún, Krístín og Lilja, samstarfsfólk í Tröllanausti. Bjartur frændi er dáinn. Nei, það getur ekki verið svo ungur og í blóma lífsins. Bjartur með fallega brosið sitt, brúnu augun og svarta hárið. Ég er stödd í Frankfurt og var að koma úr bænum þar sem jólaljós- in glitra og miðborgarlífið tekur mið af jólastemmningunni, þegar ég fæ þessar sláandi fréttir að heiman. Allt verður dimmt og innanyímt. Ó, elsku fjölskyldan mín heima á Fróni, við höfum ávallt staðið saman í gleði og sorg. En nú er sorgin mikil og ég veit að þið haldið þétt saman þegar þessi einstaki frændi er tekinn frá okkur og ungri unnustu. Pabbi, Guðjón Marteinsson og amma Bjarts, Sigurbjörg Marteins- dóttir frá Sjónarhóli í Norðfirði voru systkini og áttu þau stóran systkina- hóp, sem oft er kallaður systkinin frá Sjónarhóli. Þegar ég missti elsku- legan fóður minn, stóð fjölskyldan þétt saman, og Magni frændi, þá var yndislegt að eiga þig að og sólargeisl- ann þinn sem við erum nú að kveðja. Minningamar sækja að og margt er hægt að segja um frænda minn Guðbjart Magnason sem við kölluð- um Bjart. Hann var dökkur yfirlitum og sálin svo björt. Nafnið hans heill- aði mig alltaf. Ég man er þú, Bjart- ur, komst upp í búð þar sem ég af- greiddi. Þú komst með Boggu ömmu þinni og varst að hjálpa henni að versla og keyra hana um Reykjavík. Þú varst svo góður og hjálpsamur við hana. Við gerðum að gamni okk- ar og hlógum öll saman. Ég hugsaði með mér eftir að þið fóruð: Bara að fleiri ömmur ættu svona bamabarn, þá væri heimurinn betri. Elsku Bogga frænka, Magni frændi, elsku Sidda, Þórey, Bryndís, Kristján og aðrir ættingjar. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Minningin um góðan dreng mun alltaf lifa og fallega brosið hans mun ávallt fylgja okkur. Elsku íjölskylda, við Jón Már sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur heim til ykkar allra. Guðný Steinunn Guðjónsdóttir. Vegir guðs em órannsakanlegir og skilin milli lífs og dauða em ekki sér- lega skörp stendur einhversstaðar og em það orð að sönnu. Þessi miðviku- dagur, 17. nóvember 1993, þegar frændi minn lést í í blóma lífsins gleymist seint. Ekki get ég skilið hvers vegna Guð tók þennan unga mann sem hafði svo mikið að lifa fyrir, en honum hefur verið ætlað æðra hlutverk annars staðar. Þegar svona gerist þá riflast upp fyrir manni minningar af gömlum kynnum. Ég man fyrst eftir Bjarti fyrir all- mörgum ámm þegar fjölskyldur okk- ar eyddu saman sumarfríi á Alands- eyjum. Við þvældumst saman ég, Bjartur og Biyndís systir hans og lentum í ýmsum ævintýmm, þar á meðal slag við bijálaðan vatnasnák og baráttu við mannillt naut. Hann var alltaf svo hress og það geislaði af honum lífsgleðin. Það var sama hvenær ég kom austur til Neskaupstaðar, hann var alltaf jafn glaður og ánægður að sjá mig. Hann var íþróttamaður mikill og stundaði fótbolta af kappi. Það er óhætt að segja að margur maður- inn hefur öfundað hann af því sem hann átti. Jafnaðargeðið og fjörið í kringum hann. Alltaf þegar ég hitti hann þá var eitthvað að gerast, eitt- hvað sem hann var að brasa í. Hann var húmoristi mikill og ósjaldan sló hann á létta strengi. Það verður undarlegt að fara aust- ur og hitta ekki Bjart. Hans verður sárt saknað. Það er sagt að tíminn lækni öll sár og vil ég trúa því, þvl að það er stórt skarðið sem hefur verið rofíð í fjölskyldu okkar og sárs- aukinn mikill. Á svona stundu er erfitt að sjá að lífið í þessum heimi sé réttlátt. Ég veit það að minning hans mun lifa í huga okkar um ókomna tíð. Minningin um þennan glaða, káta, bjartsýna og yndislega frænda minn sem var dáður og dýrkaður af svo ofboðslega mörgum. Ég bið guð að gefa ykkur, Magni, Sidda, Bryndís, Kiddi og Þórey styrk í ykkar miklu sorg sem og okkur öllum. Þinn frændi, Hlynur Veigarsson. í dag kveð ég hinsta sinni elskuleg- an frænda minn og vin, Guðbjart Magnason eða Bjart eins og hann var alltaf kallaður. Ég get ekki með nokkru móti lýst í orðum þeim hugs- unum og þeim tilfinningum sem yfir mig hafa gengið nú síðustu daga eða frá þeirri stundu að mér var borin sú harmafregn að Bjartur væri dáinn. Mér fínnst það svo sárt og jafnframt svo ósanngjamt að svo góður dreng- ur, með svo bjarta framtíð, skuli frá okkur tekinn. Engu að síður verðum við sem eftir stöndum að sætta okkur við orðinn hlut og hafa í huga að okkar missir er annarra hamingja því að það er alveg ljóst að Bjartur mun færa þeim sem yfir móðuna em komnir sömu hamingju og sömu gleði og hann færði okkur í þessum heimi. Ég veit að einn af þeim sem fagnar komu hans í annan og betri heim er ástkær afí hans, og ástkær pabbi minn, sem lést fyrir nokkmm ámm. Það léttir sorgina að vita að þeir tveir hafa náð saman á ný og njóta nú samvista hvor annars. Bjartur var mikill íþróttamaður og ávallt var hann í fremstu röð í þeim greinum sem hann lagði stund £ Sú íþróttagrein sem hann hélt mest upp á hin síðari ár var knattspyma og síð- ustu keppnistímabil lék hann með Þrótti frá Neskaupstað, liðinu sem ól hann upp á knattspymuvellinum. Hann tók einnig að sér þjálfun hjá yngri flokkum félagsins og mér er það minnisstætt hversu mjög hann var elskaður og dáður af þeim sem hann þjálfaði. Hann var nefnilega ekki bara kennari heldur líka sannur félagi, fé- lagi sem gat talað við þetta unga fólk eins og enginn þjálfari hafði talað við það áður. Hann náði að koma á ein- hvers konar sambandi sem ekki er hægt að útskýra, eitthvað sem orð ná ekki yfír. Það er því ljóst að erfítt verður að fylla stöðu Bjarts sem leik- manns og þjálfara hjá Þrótti í kom- andi framtíð, eins hæfíleikaríkur og hann var, en þó verður það bamale- ikur hjá því að fylla skarð þess félaga sem við öll höfum nú misst. Sökum skyldleika þá ólumst við Bjartur mikið upp saman en hin síð- ari ár náðum við einnig að verða meira en bara frændur, við urðum einnig góðir vinir. Þeir sem áttu þeirri gæfu að fagna að eiga Bjart sem vin, og þeir vom margir, vita að betri vin var ekki hægt að finna. Það var alveg sama hvers maður þarfnað- ist, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa á allan hátt. Því er ekki að undra að nokkmm stundum eftir þetta hörmulega slys sem Bjartur varð fyrir þá hafi mamma mín, og amma Bjarts sagt: „Hann var of góður til þess að fá að lifa!“ Það er líka annað sem lifir sterkt í huga mér sem mamma sagði á þessum tíma: „Af því að Bjartur var svo góður þá skulum við nú öll reyna að vera góð hvert við annað." Sökum sannleika orðanna og trega stundar- innar var mér stirt um mál en ég hugsaði: „Já mamma mín, ég skal reyna eins mikið og ég get til þess að vera góður, en það er alveg sama hversu vel mér kemur til með að takast upp, ég get aldrei orðið eins góður og Bjartur.“ Þórey, Magni, Sidda, Bryndís og Kiddi. Ykkar er sorgin þung sem og okkar allra. Megi Guð styrkja ykkur og hjálpa. Frændi og vinur frá Sjónarhóli, Kristján. Nú þegar við kveðjum hann Bjart eru minningamar sem um hugann fara svo fjölmargar eftir meira en tíu ár, sem hann hefur verið sem einn af okkar fjölskyldu og oftar en ekki voru þau nefnd í sama orðinu, Bjartur og Þórey. Minningamar eru allar ljúfar og glaðlegar enda ávallt glatt á hjalla þar sem Bjartur var. Honum var einkar lagið að drega fram það já- kvæða og skemmtilega og setti sig aldrei úr færi með að koma fólki til að hlægja. Yngri bömin í fjölskyldunni dáðu hann enda gaf hann þeim alltaf tíma, talaði við þau sem jafningja, lék sér við þau og átti svo auðvelt með að setja sig inn í þeirra hugarheim til að laða fram skemmtileg svör og sögur. Okkur þeim eldri gaf hann einnig svo mikið að öllum fannst okkur við eiga eitthvað í honum. Elsku Þórey, foreldrum hennar og systkinum, Siddu, Magna, systkinum hans, ömmum og öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. Nú guð ég von’ að gefi af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefí af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bakvið ský þá vonir geta vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum. Og götu okkar greiða með góðum hugsunum. (LT.) Sigrún Jörgensen, María og Róbert, Petrún og Friðjón, Jenný og Jóhann og íjölskyldur þeirra. Drottinn gefur og Drottinn tekur. Frábær félagi okkar og vinur, Bjartur eins og hann var alltaf kall- aður, er dáinn. Minningar, myndir, hugsanir og orð fylltu huga okkar er fréttin barst en samt vorum við orðlausir. Nú skiljum við þegar sagt er: Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Bjartur var einstakur og eng- um líkur. Hann var alltaf hress og kátur, hrókur alls fagnaðar, alltaf tilbúinn til þess að leggja mikið á sig fyrir allt og alla. Allir sem til hans þekktu muna hve bamgóður hann var og vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Við þeir elstu munum vel þegar Bjartur, ásamt fleiri ungum og efni- legum knattspymudrengjum, byijaði að æfa með okkur í meistaraflokki. Árið 1983, þá aðeins 15 ára gamall, byijaði hann og komst nokkrum sinn- um í leikmannahópinn. Fast sæti f liðinu vann hann sér svo 1985. Allt frá upphafi einkenndu kraftur, snerpa og mikið keppnisskap leik hans. Mörg minnisstæð atvik eru af leikvellinum, t.d. er við unnum okkur rétt til að leika á ný í 2. deild 1992, þar átti Bjartur stóran hlut í vel- gengninni og svo aftur I haust er við héldum sæti okkar í 2. deild en þá var Bjartur markahæstur I liðinu. Eitt gamalt atvik er þó ávallt ofar- lega í minningunni og lýsir leik Bjarts vel. Það var árið 1985 í leik gegn Mývetningum en Bjartur, sem var ekki mjög hár í loftinu, lenti í skalla- einvígi við tæplega tveggja metra vamarmann þeirra norðanmanna og hafði að sjálfsögðu betur. Hann gafst aldrei upp. Það að Bjartur verði ekki með okkur í búningsklefanum, á æfingum og í leikjum á komandi keppnistímabili verður skritin tilfínn- ing og tómarúmið mikið. Það er erfítt að kveðja svona góð- an dreng, það vantar svo mikið. En minningin um Bjart mun lifa í hug- skoti okkar allra um ókomna fram- tíð. Bjartur, þín verður sárt saknað. Þórey, Magni, Sidda og íjölskyldur ykkar. Megi guð og gæfan fyigja ykkur í framtíðinni og veita ykkur þann styrk sem þarf á þessari erfiðu stundu. Félagarnir úr boltanum. Nú þegar við horfum á eftir félaga okkar úr Þrótti, Guðbjarti Magnasyni eða Bjarti eins og hann var alltaf kallaður, er margs að minnast. Því þó að Bjartur væri mikill íþróttamað- ur bæði í knattspymu og blaki þá var hann fyrst og fremst mikill félagi og vinur. Hann var einstök fyrirmynd bamanna sem hann þjálfaði enda bamgóður og skapgóður með ein- dæmum, en væri því að skipta vant- aði hvorki metnað né keppnisskap. Okkur er minnisstætt sumarið 1991 þegar Bjartur fótbrotnaði í knattspymuleik snemma á keppnis- tímabilinu. Fáum dögum síðar var hann mættur á æfíngar hjá uppá- halds nemendum sínum í knatt- spymuskóla Þróttar með fótinn í gifsi og á tveim hækjum. Hann var óþreyt- andi í starfi sínu með þessum ungu fótboltastrákum og stelpum bæði á æfingum og í leikjum. Mörg okkar muna eftir því þegar dómari hafði stöðvað Ieik og Bjartur kom á hækjunum inn á völlinn til að hugga og þerra tár á kinn lítils drengs eða stúlku, þannig var hann og verður hans sárt saknað í öllu okkar starfi ekki síst meðal okkar yngstu félaga, sem nú síðustu daga hafa spurt foreldra sína og kennara margra erfiðra spuminga. Alls staðar þar sem eitthvað þurfti að gera var hægt að leita til Bjarts, hvort sem halda átti árshátíð, merkja völl, taka msl eða undirbúa komu annarra íþróttafélaga, alltaf var hægt að reiða sig á Bjart. Mest söknum við þó Bjarts sem vinar og félaga því að slíkur vinur er vandfundinn. Það finnum við nú þar sem söknuður okkar félaga í Þrótti, hárra sem lágra, er svo mik- ill er okkur ljóst að þung sorg hefur knúið dyra hjá hans nánustu. Elsku Þórey, Sidda, Magni og fjöl- skyldur, við vottum ykkur innilega samúð og biðjum góðan guð um að styrkja ykkur og vemda. íþróttafélagið Þróttur. Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu og þeim kulda sem um mann fer þegar maður heyrir slíka harmfregri að fullfrískum dreng eins og Bjarti, sem á að eiga allt lífíð framundan, er kippt í burtu frá okk- ur á einu augnabliki. Ég vil fyrir hönd knattspymufólks í Neskaupstað minnast vinar okkar og félaga með nokkmm orðum, þessa félaga okkar sem var okkur öllum svo_ sterk og góð fyrirmynd. Ég man þegar ég kom til Neskaup- staðar fyrir rúmum fjóram ámm til að spila knattspymu með Þrótti, þá var það fyrsta sem ég heyrði um lið- ið að það væri bara einn maður ör- uggur í liðið og það værir Bjartur, þá strax sá ég hve mikil virðing var borin fyrir honum þó að hann væri einungis tvítugur. Það þurfti ekki langan tíma til að sjá af hveiju Bjart- ur var metinn svo mikils af sínum félögum, hann var alltaf hress og alltaf með uppörvandi orð til samspil- ara sinna. Það var aldrei eins létt yfir æfingum ef Bjart vantaði. Þegar í leiki var komið var keppnisskapið á réttum stað og áfram var Bjartur með hvatningarorð til félaganna. Þegar hópurinn kom saman til að skemmta sér var Bjartur oftast fyrst- ur manna á staðinn og hrókur alls fagnaðar. Bjartur fór til Sauðárkróks árið 1990 og spilaði með Tindastól, en hann fylgdist vel með því hvað var að gerast hjá Þrótti. Kom hann síðan aftur til okkar árið eftir. Undanfama vetur stundaði Bjartur nám og vinnu í Reykjavík en alltaf hringdi hann til að athuga hvort ekki væri eitthvað að fretta af fótboltanum og í hvemig æfingum strákamir væm á hveijum tíma, alltaf byijuðu símtölin eins, hann með sína hressu rödd: „Blessaður. Bjartur héma, er ekkert að fretta?" Bjartur starfaði sem þjálfari hjá Þrótti sumarið 1991. Þjálfaði hann þá yngstu krakkana, hef ég sjaldan séð eins mikla ánægju og gleði hjá krökkunum á æfingum eins og þetta sumar. Það var ekki nóg með að Bjartur hefði skemmtilegar og góðar æfingar heldur hélt hann þeim grill- veislur og margt fleira gerði hann fyrir krakkana utan æfínga. Alltaf gaf hann sér tíma til að tala við krakkana hvenær sem hann hitti þau

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.