Morgunblaðið - 27.11.1993, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
Tómas Guðmunds-
son frá Vestmanna-
eyjum — Minning
Fæddur 14. desember 1930
Dáinn 15. nóvember 1993
Dauðinn gerir ekki alltaf boð á
undan sér og getur knúið dyra
snöggt og án nokkurs fyrirvara.
Þannig bar hann að garði er Tómas
Guðmundsson kvaddi þennan heim
15. nóvember síðastliðinn. Tommi
var við vinnu sína um borð í Hugin
VE 55 er kallið kom. Þeir lágu við
bryggjuna á Eskifirði og hann
ásamt nokkrum skipsfélögum sínum
var kominn á dekk til að færa bát-
inn þegar hann varð bráðkvaddur
og frá dekkinu á Hugin, þar sem
hann hafði staðið við störf sín bróð-
urpart starfsævinnar, hélt hann í
sína hinstu för yfír móðuna miklu.
Tommi var óneitanlega einn af
kvistunum sem skreyta lífstréð.
Hann var á margan hátt sérstakur
persónuleiki og undir yfírborðinu,
sem stundum gat virst hrjúft, sló
hlýtt og gott hjarta. Hann var hrein-
skiptinn í öllum samskiptum og lét
skoðanir sínar oftast flakka án þess
að slípa þær mikið til enda ekki
vanur því til sjós að þurfa að tala
einhveija tæpitungu.
Sjórinn var starfsvettvangur hans
alla tíð og þar kunni hann vel til
verka enda vel metinn af skipsfélög-
um sínum gegnum tíðina. Hann var
góður leiðbeinandi nýliðanna og gat
miðlað af mikilli reynslu enda hafði
hann stundað sjóinn í hart nær fímm
áratugi.
Bróðurpart starfsævinnar var
Tommi stýrimaður á Hugin VE, hjá
Guðmundi Inga bróður sínum. í rúm
þijátíu ár starfaði hann á Hugin og
var því ekki að undra að hann væri
kenndur við bátinn og best þekktur
undir nafninu Tommi á Hugin.
í mínum huga hefur Tommi alltaf
verið hálfgerð þjóðsagnapersóna um
borð í Hugin, svo margar skemmti-
legar frásagnir hafa verið sagðar
af honum og störfum hans þar um
borð. Eg fékk að kynnast persónu
Tomma af eigin raun er ég starfaði
á Hugin, hjá Guðmundi Inga
tengdaföður mínum, um hríð. Ég
hafði ekki gert mér í hugarlund
hversu stórt hlutverk hann spilaði
um borð enda þótt ég fyndi alltaf
fyrir ákveðinni virðingu í garð hans
hjá Bryndísi, konu minni, sem kall-
aði hann aldrei annað en Tomma
frænda.
Tommi var akkerið í áhöfninni á
Hugin. Maðurinn með reynsluna og
kunnáttuna og persónuleikann sem
gerði manninn ógleymanlegan. Til-
svör hans voru oft á tíðum skemmti-
leg og gátu líka verið hvöss ef sá
gállinn var á honum en yfírleitt
voru þau krydduð þeim húmor sem
Tommi bjó yfír.
Það var gaman að sjá til hans
við vinnu sína á dekkinu. Þar var
ekki gefíð eftir og þegar mikið lá
við var eins gott að verða ekki fyrir
á dekkinu. Hann böðlaðist áfram
af krafti og dugnaði og þó elstur
væri og líka þyngstur var hann létt-
ari á sér en flestir aðrir og var fljót-
ur að hendast til um dekkið og vippa
sér upp á lunninguna ef eitthvað
ókláraðist í blökkinni þegar verið
var að draga nótina.
Tommi sagði skoðanir sínar hisp-
urslaust og fannst kannski sumum
að hann gæti á köflum verið ótæpi-
lega hreinskilinn en það var bara
hans stfll. Hann sagði hug sinn og
menn urðu að taka því. Hann var
traustur og góður skipsfélagi og
mikils metinn af öllum sem með
honum störfuðu. Það gat verið gam-
an að koma í brúna til Tomma þeg-
ar hann var á vaktinni og oft fuku
skemmtilegar setningar og athuga-
semdir þegar hann var í góðu stuði.
Tommi var mikill sælkeri og naut
þess að gæða sér á kræsingum og
honum fannst mikilvægt að góður
kokkur væri um borð enda var yfír-
leitt mikill vinskapur milli hans og
kokksins.
Tommi var þekktur fyrir
skemmtileg tilsvör sín. Honum varð
sjaldan svarafátt og gat yfirleitt
svarað um hæl og án umhugsunar
ef einhveiju var að honum skotið.
t
Elskuleg móðir og amma,
HJÖRDÍS S. KVARAN,
áðurtil heimilis
á Sólvallagötu 3,
lóst á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. nóvember.
Ásdis Kvaran Þorvaldsdóttir,
Hjördis Einarsdóttir.
t
Ástkær systir okkar, föðursystir og frænka,
ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Löndum,
Stöðvarfirði,
andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 24. nóvember sl.
Minningarathöfn um hana fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn
29. nóvember kl. 10.30.
Útför fer fram frá Kolfreyjustaðarkirkju, Fáskrúðsfirði, og verður
auglýst síðar.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja,
Magnús Sigurðsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SAMÚEL JÓNSSON
frá Snjallsteinshöfða,
dvalarheimilinu Lundi,
Hellu,
lést 25. nóvember.
Hlíf Samúelsdóttir, Þórir Guðmundsson,
Gunnur Samúelsdóttir, Pétur Kristjánsson,
Guðjón Samúelsson, Guðrún Friðriksdóttir,
Auður Samúelsdóttir, EggertWaage,
Katrín Samúelsdóttir, Ólafur Helgason
og barnabörn.
Tilsvörum hans fylgdi síðan langt
og sérstakt „Haaaa“, svona til að
leggja frekari áherslu á orðin. Þekkt
er sagan af honum þegar Huginn lá
í brælu inni á Siglufírði ásamt mörg-
um öðrum loðnubátum. Tommi fór
ásamt strákunum í sjoppu uppi í bæ
til að ná sér í blöð og fá sér eitt-
hvert góðgæti. í sjoppunni voru fyr-
ir nokkrir Eyjastrákar af öðrum
loðnubát og þegar Tommi kom frá
afgreiðsluborðinu með blöðin og
með pylsu, sem hann var að gæða
sér á, sagði einn strákana við hann:
Þú mátt nú ekki við þessu Tommi,
þú ert nú nógu feitur. Tommi lét
ekki slá sig út af laginu frekar en
fyrri daginn og svaraði um hæl:
„Haaa, er mamma þín eitthvað
betri?" Betur var varla hægt að
svara fyrir sig enda sprakk allt í
sjoppunni úr hlátri. Þannig duttu
svörin af vörum Tomma um leið og
án umhugsunar og hittu yfirleitt
beint í mark.
Það verður sjónarsviptir að
Tomma úr sjómannastéttinni í Eyj-
um. Dugnaðarforkur er genginn og
víst er að hann skilur eftir sig stórt
skarð í mannlífsflóru Eyjanna.
Víst er að atorkumanns eins og
Tomma bíða önnur og meiri verk-
efni á nýjum slóðum. Þar mun hann
eflaust sigla himinfleyjum á ný mið
og örugglega verður ekki slegið
slöku við á dekkinu þar þegar
Tommi verður tekinn við stjóminni
og vonandi verða kokkamir á þeim
fleyjum honum að skapi.
Við Bryndís og íjölskylda okkar
sendum Emu, bömunum og öðram
ástvinum innilegustu samúðarkveðj-
ur okkar og vonum að Guð veiti
þeim styrk á þessum erfiðu tímum.
Megi minningin um góðan mann
verða þeim huggun í sorg þeirra.
Guð blessi minningu Tómasar
Guðmundssonar.
Grímur Gíslason.
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
bróðir minn, Tómas Guðmundsson,
sem lést hinn 15. nóvember síðast-
liðinn. Tómas fæddist í Reykjavík
14. desember 1930. Við systkinin
voram fjögur. Elst var Ragnheiður,
síðan komu Tómas og Sæmundur,
sem vora tvíburar, og yngstur var
ég. Foreldrar okkar voru Steinunn
Anna Sæmundsdóttir og Guðmund-
ur Þórarinn Tómasson sjómaður.
Við ólumst upp í Reykjavík og
fljótt tók lífsbaráttan við. Faðir okk-
ar lést er við vorum á unglingsaldri
og urðum við því að hjálpast að við
að sjá heimilinu farborða. Það var
því fljótt farið að vinna og leið
Tomma lá á sjóinn. Hann hóf sjó-
mennsku á Heimakletti RE 26, á
síldveiðum í Hvalfírði, og stundaði
sjóinn síðan nær óslitið til dauða-
dags, að þeim áram undanskildum
er hann fór í Stýrimannaskólann til
að afla sér skipstjómarmenntunar.
Árið 1955 útskrifaðist Tommi frá
Stýrimannaskólanum i Reykjavík
með hið meira fískimannapróf. Að
náminu loknu stundaði hann sjóinn
á ýmsum toguram frá Reykjavík til
ársins 1962 er hann fluttist til Vest-
mannaeyja.
Þegar Tommi kom til Eyja gerð-
ist hann stýrimaður hjá mér á Hug-
in VE 65, sem ég var eigandi að
og skipstjóri á og upp frá því vann
hann nánast óslitið hjá útgerð Hug-
ins, ýmist sem stýrimaður eða skip-
stjóri. Á þessum árum má segja að
við höfum saman siglt í gegnum
miklar breytingar í sjávarútvegin-
um. Skipin hafa stækkað og breyst
og veiðamar eru ekki með sama
sniði og á áram áður. Huginn VE
65 sem við byijuðum saman á var
60 tonna trébátur og á honum vor-
um við til ársins 1964 er Huginn
II VE 55, 216 tonna stálbátur sem
smíðaður var Noregi, kom til lands-
ins. Nýr Huginn VE 55, 350 tonna
stálbátur, var svo smíðaður í Noregi
1975, og á honum var Tommi síðan
til dauðadags en hann var við störf
sín um borð í Hugin er hann lést.
Tommi var góður samstarfsmað-
ur og tryggur og góður félagi.' Hann
var harðduglegur til vinnu og það
var óhætt að treysta því að hann
skilaði sínu verki af samviskusemi
og dugnaði. Vinnusemi var honum
í blóð borin og það var yfirleitt ekk-
ert verið að slugsa við hlutina og
gengið í þá af krafti. Þó að við
væram ekki alltaf sammála um hlut-
ina, bræðurnir, þá áttum við gott
samstarf enda segir 30 ára sam-
starf til sjós allt sem segja þarf í
þeim efnum.
Fyrir utan að vera góður starfs-
maður var Tommi líka góður félagi
og á góðum stundum var hann hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var sérstak-
lega orðheppinn og skemmtileg tils-
vör hans hittu oft beint í mark.
Hann var hreinskiptinn og sagði
hlutina oftast umbúðalaust og dró
ekkert undan, sama hver í hlut átti.
Skömmu eftir að Tommi fluttist
+
Móðir okkar,
AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu, Sunnuhlíð, Kópavogi, fimmtudaginn
25. nóvember.
Jarðað verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið
í Sunnuhlíð.
Jónína Jóhannsdóttir,
Stefanía María Jóhannsdóttir,
Jóhann Heiðar Jóhannsson.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR V. EINARSDÓTTIR,
andaðist aðfaranótt 26. nóvember sl. í Sjúkrahúsi Akraness.
Jaröarförin verður tilkynnt síðar.
EinarTjörvi,
Gunnar H. Eliasson,
Hreinn Elíasson,
Ólafur T. Eifasson,
Edda Elíasdóttir,
Iðunn Eliasdóttir,
Guðrún Elíasdóttir,
Sigriður Elíasdóttir,
Inger J. Eliasson,
Guöjónína Sigurðardóttir,
Rut Sigurmonsdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir,
Willy Blumenstein,
Jón Leósson,
Guðmundur Magnússon,
Eiríkur Valdimarsson.
til Eyja kynntist hann eftirlifandi
konu sinni, Ernu Þorsteinsdóttur,
og fljótlega gengu þau í hjónaband.
Þau eignuðust saman þijú börn,
Guðmund Þórarin, fæddan 13. júní
1964, Lilju Þorsteinu, fædda 28.
ágúst 1966, og Ásdísi Steinunni,
fædda 30. desember 1971. Fyrir
átti Ema tvo drengi, Gunnar og
Gísla, og gekk Tommi þeim í föður-
stað eins og þeir væra hans eigin
synir.
Ég kveð Tomma bróður með
þakklæti fyrir áratuga gott sam-
starf og ég veit að bæði ég og aðr-
ir vinir hans og skipsfélagar eiga
eftir að sakna hans.
Við Stína sendum Emu, börnun-
um og öðram ástvinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Tómasar
Guðmundssonar.
Guðmundur Ingi Guðmundsson.
Þegar fréttin um að Tómas Guð-
mundsson, stýrimaður á Hugin VE,
væri fallinn frá setti mig hljóðan.
Þá allt í einu rann upp fyrir mér
að við höfðum verið saman til sjós
í tuttugu ár án þess að skuggi félli
á samstarf okkar. Fyrir mér var
Tommi einn af þeim mönnum sem
maður gat alltaf sett traust sitt á,
sama á hveiju gekk. Aldrei brást
hann því trausti, sem ég ungur
maður fékk á honum. Það var sama
hvort það var við störf á sjónum
þegar mikið lá við eða í daglega líf-
inu; alltaf mátti reiða sig á Tomma.
Einmitt þess vegna er missirinn
mikill. Að maður skuli ekki eiga
eftir að spjalla við hann um lífsins
gang og nauðsynjar eða heyra gam-
anyrði af vöram hans skilur eftir
mikið tóm sem aldrei verður fyllt.
Eftir situr minningin um góðan
dreng og vin sem átti létt með að
koma manni til að hlæja. Margar
sögur er til af orðheppni Tomma
og eiga þær öragglega eftir að ylja
mér og öðram sem kynntust honum
á lífsleiðinni.
Þó að söknuður okkar sem þekkt-
um Tomma í leik og starfí sé mik-
ill er hann enn meiri hjá Ernu og
krökkunum. Þau hafa misst kær-
leiksríkan eiginmann og föður, í stað
hans kemur enginn. Á sorgarstundu
verða orð alltaf fátækleg, en það
er von mín og ósk að Guð veiti fjöl-
skyldunni þann styrk sem allir þurfa
á að halda þegar ástvinamissi ber
að höndum. En þau eiga líka dýr-
mætar minningar og það er fjársjóð-
ur sem ekki fymist.
Páll Grétarsson og fjölskylda
Tómas Guðmundsson, stýrimaður
á Hugin VE 55, sem varð bráð-
kvaddur 15. nóvember síðastliðinn,
verður til moldar borinn frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag.
Okkur skipsfélaga hans langar með
línum þessum að minnast okkar
góða vinar og skipsfélaga og þakka
traust og gott samstarf gegnum
árin.
Tommi byijaði ungur til sjós og
sjómennskan varð hans ævistarf.
Hann hafði á löngum sjómannsferli
kynnst mörgu misjöfnu og ýmislegt
reynt og kom sú reynsla hans oft
til góða um borð hjá okkur. Tommi
hafði starfað hjá útgerð Hugins í
rúm 30 ár og sumir okkar, sem nú
erum á bátnum, hafa starfað með
honum mjög lengi. Sumir alla tíð
frá því þeir byijuðu sjómennsku en
aðrir skemur. Öllum okkur var
Tommi góður leiðbeinandi og traust-
ur skipsfélagi.
Tommi var góður sjómaður og
skilaði starfí sínu sem stýrimaður
og þá um leið verkstjóri um borð
af mikilli samviskusemi. Hann hafði
mikla þekkingu á flestu því sem að
sjómennskunni lýtur, bæði siglingu
og veiðarfæram, enda hafði hann á
löngum sjómannsferli veitt með
flestum þeim veiðarfæram sem not-
uð era. Hann gat þvi miðlað okkur,
yngri mönnum, af reynslu sinni og
munum við eflaust búa að því alla
tíð sem hann kenndi okkur.
Tommi var eldklár í meðferð veið-
arfæra og oft var gaman að sjá til
hans ef trollið eða nótin rifnuðu.
Þá var hann í essinu sínu og vissi
upp á hár hvemig haga átti við-
gerð. Það var ekki verið að horfa á