Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 1 WÚM VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Dansleikur í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin TÚNIS leikur fyrir dansi Fríttinntil kl. 24.00 Mióo- og boróapontanir í símum 685090 og 670051. * ffíliófn&oeít GEIRMUNDAR Valtýssonar Konungur sveíflunnar ásamt fríðu föruneyti í kvöld frá kl. 22 til 03 MIÐAVERÐ 850 KR. fólk í fréttum ÚTGÁFA Söguleg kort með spámannslegu ívafí Morgunblaðið/Kristinn Ólafur G. Guðlaugsson myndlistarmaður og Guðrún G. Bergmann höfundur kortanna. Morgunblaðið/Kristinn Rafn Jónsson með sonum sínum Agli (t.v.) og Ragnari. túnleikS Kjuðar miffi kynslóða Ut eru komin ný íslensk spákort, Víkingakort- in, viska norðursins ætluð hinum „andlega víkingi, landkönnuði hins nýja tíma“ eins og segir í kynningu aftan á spilunum og bókinni sem fylgir með. Guðrún G. Bergmann er höfundur kortanna. Segir hún að þau séu ætluð öllum sem vilji vinna í sjálfsrækt, hafi al- mennan áhuga á spilum eða vilji kynna sér atriði úr sög- unni. „Með kortunum 32 er hægt að gera sér grein fyr- ir því hver væntanleg fram- tíð getur orðið ef við vinnum vel úr henni. Einnig eru þau tæki til að hjálpa manni til að vera meðvitaður um hver maður er.“ Níðstöng þýðir umtal í kortunum Kortin eru lögð þannig upp að í hvert skipti eru skoðaðar bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Ef tekið er til dæmis 6. kort sem er Níðstöng og þýðir umtal, þá er fyrst sagt frá því hvað níðstöng er. Um jákvæða birtingu stendur m.a.: „Níð- stöðin er táknræn fyrir um- tal í lífi þínu, bæði umtal um sjálfan þig og umtal þitt um aðra. Ef níðstöngin hef- ur verið reist í kortum þín- um í dag, þá er henni ætlað að minna þig á að allt um- tal krefst gætni og varúð- ar.“ Um neikvæða birtingu stendur m.a.: „Níðstöngin er þér áminning um að þú eyðir of mikilli orku í umtal um aðra og oftar en ekki er það umtal miður gott. Hættu að velta þér upp úr lífi annarra og reyndu að koma reglu á eigið líf.“ Framangreind dæmi eru aðeins brot af því sem stend- ur með hverju korti. Guðrún hófst handa við kortin í febrúar sl. Á einum degi skissaði hún upp kort- in, því textann í bókinni ætlaði hún að vinna út frá þeim. Daginn eftir hóf hún vinnu við textann og reynd- ist það auðvelt. Hver mynd á spilunum er sérmáluð af Ólafi G. Guðlaugssyni myndlistarmanni og auglýs- ingateiknara, en hann sá einnig um útlitshönnun. „Honum tókst sérlega vel upp. Litasamsetningin er góð og margar myndanna eru hreint listaverk," sagði Guðrún. Andlegar hefðir á Islandi Ástæða þess að hún fór að velta kortunum fyrir sér var m.a. sú að hana langaði að gera eitthvað sem- ætti rætur að rekja í íslenskar hefðir. „Við leitum alltaf til útlanda í sambandi við and- legar leiðir. Við eigum margar andlegar hefðir hér á landi sem lítið hefur verið ijallað um. Ég nota t.d. landvættina í spilunum," segir Guðrún og vekur at- hygli á að ennþá séu notað- ir heiðnir verndarvættir í skjaldarmerkinu, þrátt fyrir að Islendingar haldi senn upp á að þúsund ára kristni- töku. „Þetta sýnir að ýmislegt úr andlegri hefð hefur fylgt okkur frá heiðnum sið. í fornsögum er einnig sagt frá andlegum hefðum en við höfum oftast litið eingöngu á menningarlegu hliðina þegar fjallað er um þær út á við.“ Til þess að hafa góðan bakgrunn segist Guðrún hafa þurft að lesa sér mikið til. „Þetta var goð upprifjun og skemmtileg lesning. Mér fannst koma fleiri upplýs- ingar í ljós en ég hafði búist við. Ég reyndi líka að lesa á milli línanna og studdist þar við bakgrunnsþekkingu mína á seiðmenningu sem ég lærði m.a. hjá indíánum. Með hana í huga skoðaði ég atburði eins og t.d. þegar Þorgeir ljósvetningagoði lagðist undir feld við kristnitökuna. Það er alveg dæmigerð athöfn seið- manns sem leitar andlegrar leiðsagnar. Síðar var seiður kallaður galdur því menn gátu ekki útskýrt þetta at- hæfi, en hjá nútímafólki kallast þetta hugleiðsla.“ Guðrún vinnur að því um þessar mundir að þýða bók- ina sem fylgir spilunum yfir á ensku með það í huga að selja hana hérlendis og er- lendis og kynna þannig menningararfleifð okkar. að var tilfinningaþrungið andrúmsloft í Borgar- leikhúsinu í vikunni, þegar Rafn Jónsson lagði frá sér kjuðana og fór frá trommu- settinu, en synir hans tveir, Egill og Ragnar, spiluðu áfram. Þannig lauk opinber- um trommuleik Rabba og fólkið í salnum stóð á fætur ogjiyllti hann. Á tónleikunum voru flutt lög af nýrri geislaplötu Rabba, Ef ég hefði vængi, og fyrri plötunni, Andartaki. Fjöldi söngvara og hljóðfæra- leikara kom fram og viðtökur tónleikagesta voru hinar beztu. Ágóði af tónleikunum og plötusölunni rennur til Rannsóknasjóðs MND félags íslands. En þótt Rafn sé hætt- ur að spila á trommur opin- berlega, er tromman hreint ekki þögnuð. „Ég sagði ykkur að þeir væru hörkurokkarar,“ sagði Rafn stoltur, þegar þeir feðgar stóðu á sviðinu í lok tónleikanna. Og í viðtali í síð- asta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins sagði Rafn m.a. „Fyrir mig skiptir mestu að hafa nóg að gera“. Þannig verður það áfram. DANSSVEIHN ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur Opið frá kl. 22-03. Borðapantanir í síma 68 62 20 \ • -=iÁz-. HARMONIKUUNNENDUR Hilmar, Guðmundur og fleiri sjá um fjörið Ódýrustu steikur á íslandi MAMMA RÓSA llamrabor)' 11, sími 42166

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.