Morgunblaðið - 27.11.1993, Page 46

Morgunblaðið - 27.11.1993, Page 46
-46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. N’OVEMBER 1993 SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Wachter vel af stað CQ9 ANITA Wachter frá Austurríki fer heldur betur vel af stað í heimsbikarkeppninni í alpa- greinum kvenna. Hún vann opnunarmótið í Sölden í Aust- urríki fyrir mánuði siðan og endurtók leikinn í Santa Catarina á Ítalíu í gær, en þar var keppt í stórsvigi. Wachter, handhafi heimsbik- arsins, var 0,78 sekúndum á undan Vreni Schneider frá Sviss sem hélt upp á 29 ára afmælið í gær. Schneider náði sér ekki vel á strik í fyrri umferð og kenndi lasleika um. Franska stúlkan Ca- role Merle, sem hafði besta tímann eftir fyrri umferð, náði aðeins fjórða sæti því Ulrike Maier frá Austurríki varð þriðja. „Ég er auðvitað í sjöunda himni yfir þessari frábæru byijun á tíma- bilinu," sagði Wachter sem hefur nú tekið við forystu hlutverkinu af landa sínum Petru Kronberger, sem lagði skíðin á hilluna um síð- ustu jól. „Ég vissi að ég yrði að keyra vel í síðari umferðinni til ÚRSLIT Skíði Heimsbikarinn Santa Catarina, Ítalín: Stórsvig kvenna: 1. AnitaWachter(Austurr.).......2:17.31 (fyrri umferð 1:07.26, seinni 1:10.05) 2. VreniSchneider(Sviss)........2:18.09 (1:07.91, 1:10.18) 3. Ulrike Maier (Austurr.)......2:18.44 (1:07.78, 1:10.66) 4. CaroleMerle (Frakkl.)........2:18.65 ■> (1:07.25, 1:11.40) 5. Deborah Compagnoni (Ítalíu)..2:19.15 (1:08.36, 1:10.79) 6. Pemilla Wiberg (Svíþjóð).....2:19.32 (1:08.52, 1:10.80) 7. Spela Pretnar (Slóveníu).....2:19.37 (1:08.58, 1:10.79) 8. Eva Twardokens (Bandar.).....2:19.62 (1:08.44, 1:1L18) 9. MartinaErtl (Þýskal.)........2:20.04 (1:08.32, 1:11.72) 10. Corinne Rey-Bfellet (Sviss)..2:20.21 (1:08.79, 1:11.42) Staðan eftir tvö mót: stig 1. Wachter....................... 200 2. Schneider.......................130 3. Merle...........................110 4. Lefranc...........:.............100 5. Maier.......................... 92 6. Panzanini........................60 7. Twardokens.......................54 8. Pretnar..........................51 ' 9. Eder.............................50 10. Ertl.......:.....................49 Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða A-RIÐILL Barcelona, Spáni: Barcelona - Leverkusen (Þýskal.)....64:90 Fred Roberts 16, Andres Jimenez 15 - Thomas Garrick 27, A. Shamsid-Deen 26. Staðan Olympiakos (Grikkl.).............3 3 0 6 Mechelen (Belgíu)................3 3 0 6 Limoges (Frakkl.)................3 2 15 Real Madrid (Spáni).............3 12 4 Benetton Treviso (Ítalíu).......3 1 2 4 Barceiona (Spánn)...............3 12 4 Bayer Leverkusen (Þýskal.).......3 1 2 4 Guildford Kings (Englandi).......3 0 3 3 B-RIÐILL Aþena, Grikklandi: Panathinaikos — E. Pilsen (Tyrkl.).. 67:82 Stojan Vrancovic 18, Fragiskos Alvertis 15 - Ufuk Sarica 34, Volkan Aydin 17. Badalona, Spáni: Joventut — Cibona Zagreb..........75:60 Dani Perez 16, Mike Smith 15, Comy Thompson 14 - Veljko Mrsic 15, Ivica Zuric 13. Cantu, Ítalíu: Clear Cantu — Benfica.............74:65 Viselli 6, Bargna 11, Tonut 13, Rossini 12, Hammink 8, Montecchi 11 - Santos 14, Canceicao 8, Neves 17, Plowden 14, Guim- araes 10, Silvestre 2. Bologna, Ítalíu: Buckler — Pau Orthez (Frakkl.)....76:61 Coldebella 6, Moretti 12, Morandotti 21, Levingston 8, Carera 7, Bmnamonti 3, Danilovic 14, Savio 5 - Carter 19, Gadou 9, Pressley 12, Fathoux5, Guinot 16. B-RIÐILL Efes Pilsen Istanbul (Tyrkl.)....3 3 0 6 JoventutBadalona(Spánn)..........3 3 0 6 Panathinaikos Athens (Grikkl.)...3 2 15 Virtus Bologna (ítalla)..........3 2 15 Pau-Orthez (Frakkl.).............3 12 4 Cantu (Ítalíu)...................3 12 4 Cibona Zagreb (Króatíu)..........3 0 3 3 Benfica (Portúgal)...............3 0 3 3 að eiga möguleika og sú varð raun- in. Ég held að rásnúmerið (nr. 1) hafi fært mér heppni að þessu sinni.“ Schneider var með fjórða besta tímann í fyrrf umferð en náði næst besta í síðari umferð á eftir Wachter. „Flensan sat í mér en ég reyndi að gleyma henni í síðari umferðini. Ég er ánægð með ann- að sætið miðað við aðstæður," sagði svissneska stúlkan, sem hef- ur unnið 43 heimsbikarmót á ferl- inum. Merle, sem er heimsmeistari í greininni, náði ekki að fylgja góðri fyrri ferð eftir í þeirri síðari og var þá 1.35 sek. hægari en Wac- hter. Merle átti erfitt með að út- skýra hvað fór úrskeiðis í síðari umferðinni. „Ég hef enga afsökun, aðstæður voru þær sömu í báðum umferðum og ég þekkti brautina vel. Ég þarf að setjast niður og reyna að fínna út hvað ég gerði rangt. Ég veit aðeins að ég byij- aði of hægt og náði aldrei að finna rétta taktinn eftir það,“ sagði Merle. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð, sem heimsótti ísland fyrir tveimur árum, er komin á fulla ferð eftir fótbrot á síðasta keppnistímabili. Hún var tíunda eftir fyrri ferð en náði sér upp í 6. sæti eftir síðari umferðina. Wiberg var sátt við árangurinn því hún hafði rásnúm- er 21 í fyrri umferð. Anita Wachter frá Austurríki er í miklu stuði í upphafi keppnistímabilsins. Hún sigraði í stórsvigi á Ítalíu í gær. SNOKER / HM AHUGAMANNA Norðurströndin: Skip siglir með eldinn til staða á norðurströndinni. Svalbaröi: J' fJ /j Flogið meö \| kyndilinn til Svalbarða Gulifaks C: Flogið með kyndilinn í þyrlu á olíuborpall í Norðursjó. Lillehammer: Hákon prins tendrar eldinn á opnunarhátíðinni 12 febrúar. Ósló: Norski eldurinn sameinaður gríska eldinum frá Olympíu 4. febrúar. Morgedal: Martha Lovísa prinsessa hleypur fyrsta spölinn með ólympíukyndilinn 27. november. KRT LYFTINGAR Jónog GuðniáHM íSvíþjóð Jón Gunnarsson og Guðni Sigur- jónsson verða fulltrúar Islands á heimsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum sem fram fer í Jönköping í Svíþjóð dagana 27. nóv. til 5. desember. Jón keppir í 90 kg flokki en Guðni í 125 kg flokki. Ólafur Sigurgeirsson verður íslensku keppendunum til aðstoðar á mót- inu, en hann mun einnig dæma á mótinu. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: Bikarkeppni HSÍ Karlar: Austurberg: Valur-b-FH...........kl. 13 Digranes: UBK-ÍBV................kl. 14 Varmá: UMFA-ÍR................kl. 16.30 Víkin: Víkingur-Valur.........kl. 16.30 Vfkin: Víkingur-b - ÍBV-b.....kl. 18.30 Konur: Höllin: KR-ÍBV...................kl. 14 Höllin: Ármann - Haukar.......kl. 15.45 Sunnudagur: Bikarkeppni HSÍ Karlar: Seltj’nes: Grótta-KR.............20.30 Konur: Kaplakriki: FH - Stjaman.........20.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Akureyri: Þór-UBK................kl. 14 Seljaskóli: ÍR-Höttur............kl. 14 1. deild kvenna: Keflavík: ÍBK-KR.................kl. 14 Sunnudagur: 1. deild karla: Hagaskóli: Léttir-ÍS............kl. 14 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarahsk.: ÍS-UMFG............kl. 20 Blak Laugardagur: 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur - Sindri.....kl. 13.30 Sund Bikarkeppni 1. deildar SSÍ verður framhaldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. í dag verður keppt frá kl. 14 - 16 og sama tíma á morgun og þá ráðast úrslit. Liðin sem keppa um bik- armeistaratitilinn eru; ÍA, SFS, SH, KR og Ægir, sem sendir tvö lið, A og B-lið. Skylmingar Islandsmeistaramótið í ólympískum skylmingum fer fram í dag laugardag í íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnar- firði og hefst kl. 16. Keppt verður í þremur flokkum vopna, Epee (þungt lag'sverð), Foil (stungusverð) og Sabfe (höggsverð). Bardagalist f dag verður haldið mót í bardagalist og verður keppnin í hnefaleikahring. Mótið fer fram að Ármúla 30 og hefst kl. 13. Þar varða júdómenn, karate- menn og þeir sem æfa fujuka-do, kung-fu, kick box og ninjutsu. Þetta er fyrsta mót sinnar tegundar hér á landi. Kraftlyftingar Bikarmót KRAFT verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ í dag, laugar- dag, og hefst kl. 13. Keppt er í kvenna og karlaflokkum. Badminton Afmælismót TBR verður haldið í TBR- húsinu um helgina. Keppni hefst kl. 13 í dag, laugardag, en verður fram- haldið ki. 10 á morgun. Keppt er í einiiða-, tvíliða- og tvenndarleik í þremur flokkum; meistaraflokki, a- flokki og b-flokki. Morgunblaðið/RAX Jóhannes B. Jóhannesson og Kristján Helgason, til hægri, hafa æft vel undanfama mánuði, um átta klukkustundir á dag, enda ætla þeir að ná langt á HM áhugamanna í Pakistan. Kristján og Jóhannes á HM í Pakistan Tveir íslendingar verða meðal keppenda á Heimsmeistaramóti áhugamanna í billiard sem hefst í Pakistan föstudaginn 3. desember og stendur til 18. desember. Þetta eru Kristján Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson. Kristján er heimsmeistari í flokki 21s árs og yngrí en í því móti varð Jóhannes í fjórða sæti. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að enn væri ekki ákveðið hvenær þeir félag- ar færu út en ætlunin væri að vera í London í nokkra dagi og taka þátt í mótum áður en haldið yrði til Pakist- an. „ísland hefur aldrei komist upp úr riðlum í þessu móti og markmiðið hjá okkur er að komast í átta manna úrslit og ég held að það sé raun- hæft,“ sagði Kristján, en í mótinu verða um 80 billiardspilarar. Þátttaka í móti sem þessu kostar mikið. Mikið ferðalag og langur tími og sagði Kristján að Billiardsamband- ið væri í hálfgerðum sárum eftir HM 21s árs sem var haldið hér. Þeir félag- ar eru nú að safna fé vegna fararinn- ar og er styrktarsími landsliðsins 45046, þangað sem hægt er að hringja ef fólk vill styrkja þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.