Morgunblaðið - 27.11.1993, Side 48

Morgunblaðið - 27.11.1993, Side 48
MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN I 10il REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Krónu lækkun á bensíni OLÍUFÉLÖGIN lækka í dag verð á bensíni um 1 krónu til 1,10 kr. hvern lítra. 92 oktana blýlaust bensín verður áfram ódýrast hjá OLIS, alls staðar verður sama verð á 95 oktana blýlausu og Esso verður áfram með lægsta verðið á 98 oktana blýbensíni. Olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni mánaðarlega að undan- förnu, síðast 6. þessa mánaðar. Að sögn Reynis Guðlaugssonar hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. er ástæða verðlækkunarinnar lækk- un heimsmarkaðsverðs á olíu, einkum í fyrradag þegar verðið lækkaði snöggt og mikið. Verð á olíu verður óbreytt að sinni Reynir sagði að svo virtist sem heimsmarkaðsverðið héldi áfram að lækka og yrði útsöluverðið hér vac skoðað aftur síðar með tilliti til þess. Olíufélögin breyta ekki verði á gasolíu og svartolíu að þessu sinni, en að sögn Bjarna Bjarna- sonar, markaðsstjóra Olíufélags- ins hf., verður það mál skoðað um mánaðamótin. Morgunblaðið/Kristinn Komið í veg fyrir fok BJÖRGUNARMENN reyna að hemja girðingu sem var að fjúka í Borgartúni síðdegis í gær. Fá óhöpp í ofsaveðrinu OFSAVEÐUR gekk yfir Suð- vesturland í gær. Engin teljandi slys urðu á fólki og var eignatjón víðast óverulegt. Þær upplýsingar fengust hjá slysadeild Borgarspítalans að nokkrir hefðu komið þangað lemstraðir eftir fok. Auk þess hæl- brotnaði einn björgunarsveitar- maður. Stúlka hljóp fyrir bíl á Reykjavegi í Mosfellsbæ í gær- kvöldi. Hún var flutt á slysadeild slösuð á höfði. Þak fauk af útihúsi við bæinn Dalsmynni á Kjalarnesi og nokkurt tjón varð á tveimur húsum í Njarð- vík. Allt innanlandsflug lá niðri eftir hádegi í gær og millilandaflug raskaðist talsvert. Sjá fréttir á miðopnu. Bensínið lækkar é Verðið Verðið Lækkun Shell ígær í dag kr./l 92 oktan 65,60 64,50 1,10 95 67,90 66,90 1,00 98 71,50 70,50 1,00 ESSO 92 oktan 65,60 64,50 1,10 95 68,00 66,90 1,10 98 71,40 70,40 1,00 OLÍS Mí ■ 92 oktan 65,50 64,40 1,10 95 68,00 66,90 1,10 98 71,50 70,50 1,00 Sjómaniiafélag‘ Reykíavíkur boðar verkfall hjá Eimskip 6. desember V SÍ skýtur verkfalls- boðun til félagsdóms SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur boðað verkfall hjá Eimskipa- félaginu 6. desember. Vinnuveitendasamband íslands ætlar að kæra verkfallsboðunina til félagsdóms á mánudag á þeirri forsendu að verkfallið sem boðað er sé ólöglegt. Komi verkfallið til framkvæmda stöðvast siglingar Eimskipafélagsins. Byggðastofnun vill 300 milljónir til Vestfjarða Matthías Bjarnason segir sljórnvöld lengi hafa reynt að eyðileggja sjávarútveg á Vestfjörðum BYGGÐASTOFNUN hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra er- indi, þar sem farið er fram á 300 milljóna króna fjárveitingu til stofnun- arinnar, til þess að aðstoða sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum. For- sætisráðherra kynnti erindi Byggðastofnunar í ríkisstjórn í gærmorg- un, en ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum að hugsa málið yfir helg- ina og afgreiða erindið síðan á ríkissljórnarfundi á þriðjudag, sam- kvæmt upplýsingum Davíðs Oddssonar. Matthías Bjarnason formaður stjórnar Byggðastofnunar segir að sljórnvöld hafi árum saman mark- visst unnið að því að eyðileggja sjávarútveg á Vestfjörðum. „Það kemur fram í bréfi Byggða- stofnunar, að hún telur að sjávarút- vegsfyrirtækjum á Vestfjörðum hafi verið mismunað í bönkum, miðað við fyrirgreiðslu banka við sjávarútvegs- fyrirtæki í öðrum Iandsfjórðungum,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð sagði að hugmyndir Byggðastofnunar um nýtingu 300 milljónanna gengju m.a. út á að skuldbreyta lánum fyrirtækja. Matthías Bjarnason sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Vest- firðingar sætu ekki við sama borð og aðrir landsmenn að því er varðaði lánafyrirgreiðslu banka til sjávarút- vegsfyrirtækja. „Landsbankinn er hluthafi í sjávarútvegsfyrirtækjum, eða rekstraraðili annars staðar á landinu, en ekki á Vestfjörðum," sagði Matthías, „og við Vestfirðingar höfum fulla ástæðu til þess að vera argir út í bankakerfið og stjórnvöld. Stjórnvöld hafa markvisst unnið að því árum saman að eyðileggja sjávar- útveginn á Vestfjörðum." „Það er alveg ljóst að vandi sjávar- útvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, sem byggja afkomu sína að mestöllu leyti á þorskafla, er orðinn gífurlegur. Vandinn er svo stór, að 300 milljón- ir eru aðeins lítil upphæð, í saman- burði við hann, þótt talan sé há,“ sagði Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar. Jónas Garðarsson, framkvæmda- stjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að vinnustöðvun hefði verið boðuð þar sem Eimskipafélagsmenn hefðu ekki viljað ræða kröfur félags- ins en samningar hefðu verið lausir í marga mánuði. Hann sagði aðal- kröfuna þá, að kaupskip í reglu- bundnum rekstri væru mönnuð ís- lendingum. Eimskip hefði um langt árabil haft tvö skip í reglubundnum siglingum til Ameríku og annað skip- ið gjarnan verið mannað útlending- um sem væru ódýrari vinnukraftur en Islendingar. „Við viljum meðal annars breytingar á því en það vilja þeir ekki ræða og hafa raunar lýst því yfir að þeir vilji ekki breyta þessu,“ sagði Jónas. Beinist að röngum aðila Vinnuveitendasamband íslands fer með samningsumboð Eimskips. Þórarinn V. Þórarinsson, fram: kvæmdastjóri VSÍ, sagði að VSÍ hefði haft spurnir af því að Sjó- mannafélagið hefði haft uppi hótan- ir gagnvart Eimskipafélaginu. Það myndi boða verkfall ef Eimskipafé- lagið hlutaðist ekki til þess að við- skiptaaðili þess, þýskt skipafélag sem rekur annað þeirra tveggja skipa sem eru í för milli Islands og Ameríku, setti sína áhöfn frá borði og tæki meðlimi í Sjómannafélaginu í staðinn. „Þetta er krafa sem Vinnuveit- endasambandið og Eimskipafélagið eiga enga möguleika á að verða við því þetta er utan samningssviðsins. Þetta er verktaka á flutningasviðinu og það er annar vinnuveitandi sem hefur með þetta að gera. Krafan beinist því að röngum aðila. Ef krafan er hins vegar túlkuð á þann veg, að Eimskipafélagið skuli hafa eigin skip í förum, þá er það einfald- lega utan samningssviðs kjarasamn- ings og að okkar mati fullkomlega ólöglegt að fylgja slíku eftir með verkfalli," sagði Þórarinn. Jónas Garðarsson sagði að þessi rök stæðust ekki. „Eimskipafélags- skipið er splunkunýtt og var mannað í fyrsta skipti fyrir tveimur vikum. Þeim var í lófa lagið að manna það eins og þeir helst vildu,“ sagði Jónas. Málsókn Þórarinn sagði að Vinnuveitenda- sambandið myndi um helgina und- irbúa málsókn á hendur Sjómanna- félaginu fyrir félagsdómi til viður- kenningar á því að þetta væri ólög- legt verkfall. Jónas sagði að fyrir- liggjandi væru kröfur frá því í maí og verkfallið væri boðað á grund- velli þeirra krafna og því gæti það varla verið ólöglegt. En ef einhveij- ir formgallar kæmu í ljós yrði verk- fallið boðað aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.