Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 3
i-
s
Venjan hefur verið að hafa sögu-
svið ballettsins franskt, en Worsaae
tekur mið af Rússlandi í útfærslu
sinni. Bytjun sögunnar er á tímum
Péturs mikla, sem var uppi 1672-
1725, en svo sefur Þyrnirós í eina
öld og vaknar inn í aðra tíma. Tísk-
an er önnur, bæði í klæðnaði og
húsagerð, svo áhorfandinn gerir sér
glögga grein fyrir umskiptunum.
Alls þarf 250 búninga í sýninguna
og þeir líta ekki aðeins vel út utan
úr sal, heldur í sérhverju smáatriði.
Þegar blaðamönnum voru sýndir
nokkrir búningar sagði Frank And-
ersen kímileitur að það kostaði fimm
krónur að snerta þá og þeir líta sann-
arlega út eins og safngripir. Efnin
hafa verið ofin, lituð og mynstrin
prentuð eftir námkvæmri fyrirsögn
hönnuðarins, sem hefur vakað yfir
sérhveijum búningi, að ógleymdum
gullbryddingum, perluútsaumi og
allra handa krúsidúllum. Skómir eru
saumaðir í Bandaríkjunum af skó-
ara, sem hefur litað og sniðið þá
eftir nákvæmum leiðbeiningum
hönnuðarins.
Það létti saumastaiíið hér að San
Fransisco ballettinn lánaði búninga
til Kaupmannahafnar svo hægt væri
að hafa hliðsjón af gerð þeirra. Bún-
ingamir nú eru þó ekki bein eftir-
gerð, því hér hafa fengist betri efni,
auk þess sem þeim hefur verið lítil-
lega breytt. Þeir Helgi og Worsaae
hafa unnið saman í fleiri ballettum.
Næsta verkefni er ný útgáfa af
Rómeó og Júlíu, sem verður fraum-
sýnd í San Fransisco í vor. Um dag-
inn þurfti Helgi að gera hlé á vinnu
sinni hér og ganga frá búningum í
þann ballett, sem hann hefur skapað
sjálfur frá gmnni.
Upprunalega samdi dansarinn og
danshöfundurinn Marius Petipa
Þymirós við tónlist Tsjaíkovskíjs, en
þeir unnu saman að fleiri ballettum.
I uppsetningu sinni byggir Helgi á
verki Petipaj en hefur bæði bætt við
og fellt úr. I flestum uppsetningum
eru það kvendansararamir, sem gefa
sýningunni svip, en Helgi hefur far-
ið aðra leið og heldur hlut karldans-
aranna vel fram. Marlene segir það
falla vel að danska flokknum, þar
sem karldansamir hafí löngum verið
veigamiklir. í túlkun er mikið byggt
á látbragðsleik, sem flokkurinn er
einnig þekktur fyrir.
Listræn sköpun verður ekki
unnin í dagvinnu einni saman
Þó að Helgi setji nú upp sama
ballettinn og í San Fransisco, þá
verður danska uppsetningin ekki
afrit þeirrar bandarísku. Til þess eru
hóparnri of ólíkir, bæði hvað þjálfun
varðar og áherslur. Yfírbragðið verð-
ur því annað. Vinnulagið í Konung-
lega leikhúsinu er líka öðm vísi en
Helgi á að venjast í sínum flokki í
San Fransisco. „Hér er hætt að vinna
klukkan 15.30 og því er ég ekki
vanur, því við hættum klukkan 18
fyrir vestan. Eg hef sex vikur til að
vinna með hópnum fram að sýningu
og miðað við þann tíma hefði ég
nota með brot úr texta sögunnar.
Þetta era svo heillandi bókmenntir
og myndrænar. Fyrir tveim áram
lagði ég drög að myndgerð Grettis-
sögu og sneri mér til blaðsins um
birtinguna. Menn hikuðu vegna
þess að Grettissaga er viðamikil
og hefði helst þurft opnu í hvert
sinn, en úr varð í staðinn að hafa
eina síðu á viku með myndasögu
eftir Laxdælu, sem er styttri en
ekki síður myndræn og vel til fallin.
Undirbúningurinn tók heilt ár,
ég marglas söguna til að upplifa
stemmninguna, punktaði niður og
rissaði upp persónur og áætlaði
hvemig frásögnin skiptist niður.
Þetta vora nú mínar einkaathugan-
ir og engin hópvinna. Reyndar
íhugaði ég að fá annan mann til
að .vinna textann, en hann og þeir
aðrir sem ég ræddi verkefnið við
virtust hálfhræddir við það. Mikl-
uðu það fyrir sér og héldu að ekki
myndi ganga að taka textann
svona hráan upp. En það hefur
gengið ágætlega. Ég hef stuðst
við útgáfu Svarts á hvítu og haft
If>r ír.'ífTMTSR'iTrT or TTTTO A TTfT A TTT T A T rTTTTA TPVTTIOÍTOT/
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
B 3
viljað fá lengri vinnudag. Ég á því
að venjast að geta unnið allan dag-
inn, þegar ég þarf á því að halda.
Hér get ég aðeins unnið á þann
hátt með aðaldönsurunum, ekki með
flokknum í heild, því annars fer allt
liðið á eftirvinnutaxta og það
sprengir fjárhagsáætlunina. Mér
finnst að stéttarfélög hafi of mikið
að segja hér. Við erum að tala um
listgrein og skapandi starf, ekki
venjulega launþegavinnu.“ Sjálfur
hefur hann unnið frá morgni og
langt fram eftir kvöldi, því það er í
mörg hom að líta. Þess má geta að
þegar ráðinn var nýr ballettmeistari
að Konunglega leikhúsinu 1984 af-
þakkaði Helgi stöðuna. Hann hefur
aldrei séð eftir því og hefur látið svo
um mælt að hann efist um að hann
hefði getað náð sama árangri innan
Konunglega leikhússins og honum
hefur tekist í San Fransisco. í hlut-
verki ballettstjóra geislar af honum
sama einbeitnin og aginn og sérhver
úrvalsdansari, eins og hann var,
þarf að hafa til brunns að bera.
Hann krefst þess sama af samstarfs-
fólki sínu.
Niðurtalningin að sýningunni hef-
ur staðið í um 400 daga. Undanfam-
ar vikur hefur hvert atriðið af öðra
smollið í sitt far. Dansaramir hafa
æft með aðstoðarfólki síðan í sum-
ar. Helgi kom hingað til vinnu í
byijun nóvember. Frá því um mán-
aðamót hafa dansaramir æft á svið-
inu. Undanfamar tvær vikur hafa
þeir æft í búningum og í vikunni
bættist svo hljómsveitin við. Á þær
æfingar fengu litlir hópar gesta og
leikhúsfólks að koma. Ballett á
sterka hefð í Danmörku og fremst
í flokki ballettáhugamanna er Mar-
grét Þórhildur drottning, sem hefur
brennandi áhuga á ballett, hefur
sjálf dansað um árabil í góðum hópi
vinkvenna og sækir oft ballettsýn-
ingar hússins, svo ekki sé minnst á
frumsýningamar, sem hún lætur
tæpast fram hjá sér fara. Ekki er
að efa að á þeim bæ hefur verið
fylgst vel með aðdraganda sýningar-
innar.
Helgi verður viðstaddur fyrstu
þrjár sýningamar á Þymirós, þegar
mismunandi dansarar fá að spreyta
sig, svo eiginlega er um að ræða
þijár framsýningar. Svo liggur leiðin
vestur um haf aftur. í desember er
Hnotubijótur Tsjaíkovskíjs á dag-
skrá flokks hans, eins og venjulega
um jólaleytið, en svo byijar starfsár-
ið undir vorið með Rómeó og Júlíu
og síðan ballett eftir danskan dans-
höfund, Anne Lærkesen. Markmið
Helga er að flokkur hans verði einn
af þremur bestu ballettflokkum
Bandaríkjanna. Eins og skriðurinn
hefur verið á honum undanfarin ár,
þegar talað hefur verið um Helga
sem kraftaverkamann, er það mark-
mið vísast innan seilingar. En á
næstunni og fram á næstu öld á
Þymirós að vakna í Konunglega leik-
húsinu, eftir að hafa notið dyggrar
handleiðslu Helga Tómassonar.
Texti: Sigrún Davíðsdóttir.
JÓNJS SEN PfANÓLEIKARI í GEISLADISKI
Sandkastalar
HEFURÐU öfundað einhvern af eilífðinni? Og losnað með því að festa
þar eigið andartak. Síðan áttu það ekki einn, ert kominn i hendurnar á
ókunnugu fólki og getur ekki horfið frá því ef sú Iöngun kemur yfir.
„Þetta er náttúrulega skrítið,“ segir pianóleikarinn Jónas Sen. „Að vera
kominn á einhvern hlut. Gefinn út á geisladiski. En mér finnst gaman
að spila fyrir míkrófón. Þá er hægt að hlusta eftir sjálfum sér. Svo er
kannski partur af mannlegu eðli að njóta þess að segja hér er ég. Þetta
get ég gefið af mér. Auk þess gekk ég lengi með þennan geisladisk.
Hann var óklárað verkefni og mér er illa við þau.“
Jónas Sen kafar um
rómantíkina og leik-
ur verk eftir
Brahms, Liszt og
Scriabin á geisladiskin-
um sem framleiddur er
af Japis. Sagan bak við
diskinn er dálítið löng
og þegar þetta er skrif-
að segist Jónas kominn
aftar í tímann. Farinn
að halla sér að klassík
þegar hann situr sjálfur
við hljóðfærið. Því nú
æfí hann sig reglulega,
eftír margra mánaða
hlé. Ekki lengur afhuga
píanóinu.
Þó kveðst hann ekki
hafa breyst. Ekki snú-
ist, hugsa ég, heldur
þróast eða borist áfram.
Hann myndi túlka
Brahms af sama ofsa
og á diskinum og leggja
áfram þann ákafa í
píanóleikinn sem þar er.
„Þetta er andinn í róm-
antíkinni,“ segir hann,
„miklar ástríður og
heitur dökkur ákafí. Jónas Sen
Yfír klassíska tímanum
er heiðríkja og meiri
festa. Regla. Getur verið að þetta
sé þá orðið sterkara í mér? Mað-
urinn dregst að því sem hann er.“
Þú minntist áðan á eðli
manna, hefur það ekki rætur
dýpra en ný regla hlutanna?
„Nú get ég verið ógurlega
skáldlegur og vitnað í eitt sem
Rachmaninoff sagði; að tónlistin
og ljóðlistin væra systur og sorg-
in þeirra móðir. Þetta er um ein-
hveija alheimsdepurð bak við
sköpunarverkin. Hvort þau
frelsa síðan frá henni það veit
ég hreinlega ekki. Þetta er held-
ur ekki mín kenning.
Hins vegar á ég eina um vera-
leika tónlistarmanns. Hann er
dálítið eins og að byggja kastala
í ijöranni, sem skolast með einni
annaðist hana.“
Jónas hóf píanónám
níu ára gamall og vakti
innan skamms athygli
fyrir óvenju mikla hæfí-
leika. Hann var aðeins
ijórtán ára þegar hann
lék einleik með Sinfó-
níuhljómsveitinni og
fímmtán þegar hann fór
til Bandaríkjanna og
Bretlands að spila með
hljómsveitum þar.
Tveim árum seinna lauk
hann einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík, yngstur
nemenda, og eftir stúd-
entspróf naut hann leið-
sagnar frægra píanó-
leikara í París. Síðan
tók við frekara nám við
City University í Lond-
on. Þar gafst tækifæri
til rannsókna á músík í
tíbetskum búddisma og
atvinnusjúkdómum tón-
listarmanna. Það síðar-
nefnda var ritgerðar-
efnið og Jónas lauk
meistaraprófí 1991.
Honum þykir ekki laust
við kaldhæðni í því að
vorið eftir, þegar hann
átti að spila með Sinfó-
níunni hér heima,
meiddist hann í hand-
legg af æfingum og
varð að hætta við tón-
leikana.
Raunar hefur Jónas
þurft að taka miklu
þyngri höggum. Hann missti
konu sína fyrir fáum áram og
hefur kannski ekki fundið fullan
styrk í langan tíma. Síðan námi
lauk á Englandi hefur hann
kennt píanóleik við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og Nýja
tónlistarskólann og nú er hann
að reyna annað sjónarhom, sem
er tónlistargagnrýni.
Hann játar því að geisla-
diskurinn sé hvatning fyrir
framhald, hvert sem það verði.
„Það er óráðið hvað gerist í
píanóleiknum. Mér finnst best
að leyfa tímanum að afhjúpa
framtíðina. Þó veit ég þetta;
nú langar mig að gefa út annan
geisladisk." Þ.Þ.
Morgunblaðið/Sverrir.
haföldu aftur niður í sandinn.
Svona era tónleikar, þeim lýkur
allt í einu og ekkert verður eftir.
Ég hef oft öfundað rithöfunda
og myndlistarmenn af eilífðinni
í verkum þeirra. Einhveiju sem
stendur óhaggað eftir að lista-
maðurinn sleppir því. Þannig
langaði mig að festa mitt eigið,
taka upp, ekki til að gefa út
heldur bara fyrir sjálfan mig.
Seinna ákvað ég að koma
þessu frá mér. Ég var ánægður
með tónleika í Bústaðakirkju
fyrir nokkram áram og hef efnis-
skrá þeirra á þessum diski. Hilm-
ar Öm Hilmarsson tónlistarmað-
ur og góður vinur minn hvatti
mig til útgáfunnar og úr varð
að lokum að Ásmundur í Japis
Guórún bara
roónaói ffyrir
þúsund árunt
heilmikið gagn af formála og orð-
skýringum í útgáfu Fomritafélags-
ins á Laxdælu. Stundum hef ég
gengið lengra en gert er hjá Svörtu
og hvítu í því að færa málið til
nútímans, en sögunni er fylgt alveg
eins og hún er.
Ég upplifí hana ekki sem sagn-
fræði, heldur sögu um fóik. Á svip-
aðan hátt og menn era núna að
skrifa um íslendinga sem lentu í
ævintýram í Kaupmannahöfn fyrir
hundrað áram, með ákveðnar stað-
reyndir um líf fólksins og skálda-
leyfí til að auka við þær. Mér fínnst
fínt ef þessi myndasaga vekur
áhuga fólks sem ekki er mikið les-
ið í íslendingasögunum, en hún
getur allt eins skemmt hinum sem
era góðvinir Hrútar og Höskuldar,
Bolla og Kjartans. Þetta era svo
merkilegar bókmenntir og í engu
síðri en grísku harmleikirnir eða
þá ritverk Shakespeares. Þær eru
hins vegar ekki eins uppskrúfaðar;
látlausar og knappar í stílnum.
Guðrún Ósvífursdóttir bara roðnar,
hún er ekkert upphafín. Auðvitað
er síst dregið úr eiginleikum manna
og afrekum, en þeim er líka lýst
í afbrýðisköstum og frekju."
Búi segir að mesta kúnstin sé
að gæða persónur og frásögn lífí
í myndasögunni. Handavinnan sé
síðan miklu einfaldara mál. Hann
er teiknari að mennt, vinnur fyrri
hluta dags úti í bæ við grafíska
hönnun og síðdegis er hann heima
að teikna fomkappa og leika við
bömin sín þijú. Fyrst og fremst
kveðst hann vera að skemmta
sjálfum sér með myndasögugerð-
inni, „mig langaði til að færa að
minnsta kosti eina íslendingasögu
í þetta form. Það hentar þeim vel,
ekki síst sögum eins og Grettis-
sögu, Laxdælu og Egilssögu. Ég
hef hugsað þær líkt og á leiksviði,
frekar en á kvikmyndatjaldi þar
sem öll smáatriði umhverfisins eiga
þátt í frásögninni. Nú myndi ég
vinna söguna svolítið öðru vísi, en
heildin þarf að haldast. Ég verð á
stefnumótum við Guðrúnu og aðrar
hetjur sögunnar fram á sumar.“
Þ.Þ.