Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 II Þorvariur Hjólmarsson. Morgunbiaði«/svemr Himinninn hefur enga fætur HIMINNINN hefur enga fætur heitir fyrsta skáldsaga Þorvarð- ar Hjálmarssonar sem Höfundaútgáfan getur út. Þorvarður hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur. Himinninn hefur enga fætur er „essay-roman“ að sögn höfundar og þar segir af ferða- lagi tveggja ólíkra manna á framandi slóðir. „Þetta er ferða- saga en söguþráðurinn er þó ekki aðalatriðið heldur er atburða- rásin í tilfinningalífinu, hugsuninni og hugmyndunum sem fram koma í sögunni. Fléttan er í skynjun aðalsöguhetjunnar og hvern- ig hún breytist en söguþráðurinn er ekki mjög atburðaríkur á ytra borði,“ sagði Þorvarður í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa lagt upp með skynjun skáldsins á heiminum sem yrkisefni en jafnframt hefði togað í hann að skrifa um þær breytingar sem væru að verða í heiminum með hruni hinna stóru og öflugu hug- mynda- og kenningakerfa. „Eg hafði áhuga á að skrifa um gjald- þrot stóru hugmyndakerfanna og hvemig fólk er rígfast í hugmynd- um sem eiga sér í raun og veru enga stoð í raunveruleikanum og eru langt frá lífínu sjálfu; þennan tilbúna heim sem við höfum vafið utan um okkur en við lifum ekki í, því lífið er allt öðru vísi.“ „Önnur aðalpersóna sögunnar er maður sem fer á framandi slóð- ir með fyrirfram mótaðar hug- myndir, þrátt fyrir að hann fái tækifæri til að kynnast lífí fólks í kringum sig taka hugmyndir hans og skoðanir engum breytingum vegna þess að hann lifír i þessu yfirborði; veit ýmislegt um menn- ingu landanna og hefur goðsagn- irnar á hreinu en snýr samt heim úr ferðinni algjörlega ósnortinn af því sem hann sér og upplifír. Aðalsöguhetjan er skáld sem verður fyrir margs konar reynslu sem breytir skynjun hans frá upp- hafí til ferðarloka svo hann sér umheiminn í öðru ljósi en hann gerði áður. Þannig kemur kunnug- legur upphafsstaður ferðarinnar honum með allt öðrum hætti fyrir sjónir þegar hann snýr aftur en þegar hann lagði af stað.“ Aðspurður hvort rithöfundur sem gerði hrun hugmyndakerfa að umfjöllunarefni hefði einhvern ákveðinn boðskap fram að færa sagði Þorvarður svo ekki vera í sjálfu sér. Vissulega lægi sér ýmis- legt á hjarta en hann kvaðst þó fremur vilja láta lesendur sjálfa um að ráða hvaða tákn þeir fyndu í sögunni. pg NÝ LJÓflABÓK ÞORÐAR HELGASOHAR HEITIR tFTIIMO VOKI Bjartsýnn tregi ORÐ um orð, af því það er svo skemmtilegt, og um ást vegna þess að hún nærir sálina. Ast á dýrum og náttúru, konu og barni og ofboðlítið líka á dauð- anum. Ljóðabók Þórðar Helga- sonar, Aftur að vori, er hvorki þykk né hlaðin flóknu mynd- máli. En hún geymir skýrar mínútumyndir, sögubrot úr mannlífinu, leiftur af hugmynd- um. Um það til að mynda hvað fær okkur til að lifa. Það er gæfan, sem er alltaf á næsta leiti. órður er íslenskukennari við Verslunarskólann. Hann hefur áður sent frá sér þrjár barnabækur og tvær ljóðabækur fara á undan þessari, sem Goðorð gefur út. I Þar var ég, sem út kom fyrir fjórum árum, safnaði hann saman minningum úr sveit en Ljós árfrá 1991 nálg- ast hugleiðingar nýju bókarinnar. Prósaljóð er nokkuð sem Þórði finnst spennandi að prófa sig áfram í en hann segir það samt aldeilis voðalega erfitt. Engu ein- asta orði megi vera ofaukið og ekkert skorta, þá falli textinn. Það er í senn auðskilið og tor- skilið þegar Þórður, maður á miðj- um aldri, segir í einu ljóði „áfram veginn horfi ég um öxl“. Er hann tregafullur eins og títt er um skáld? „Sjálfsagt má fínna nostalgíu í mörgum ljóðanna, trega þegar litið er til baka. En það er ekki endi- lega þess vegna sem ég yrki svona heldur af því að ég er eins og margir félagar mínir orðinn nokk- uð þreyttur á framförum. Mér finnst við hafa verið rekin áfram, hratt, eins og rollur um haust.“ Áttu við að þú þurfir að henda reiður á hlutunum? „Mér fínnst ég verði að átta mig á hvað hefur áunnist og hvað tapast. Það er gott að skrifa til þess. Auðvitað hefur óskaplega Þórður Helgason. Þó hef ég ekkert ó móti snúnu og þungu myndmáli, en sjálfum fellur mér betur aó f lækja hlutina sem minnst. Nýju fötin keisarans eru allt of algeng. margt fengist á undanfömum ára- tugum en hamingja mannsins kannski ekki aukist með þeim hætti sem menn ætluðu. Við erum að missa tengslin við hreina nátt- úru. Það er kolsvart vegna þess að hún gefur þann sannleika sem verður undir áhyggjynÁ og fáti daganna. Ég hef reynt að ná tengslunum að nýju og eflaust verður lesandinn þess var. Vissulega er ég áhyggjufullur um þróun umhverfismála sem svo eru kölluð en trúi því líka að við HEIM Undir kvöld var snúið við á sveittum hestum heimfúsum Síðustu kraftanna neyttu þeir runnu frýsandi í hlað og gul froða freyddi um bijóst Þannig vil ég ljúka ferðinni renna heimfús upp gamlar traðir í gamalt hlað Ganga svo út í grænt gras Á TORGI Við stóðum tvö saman á torginu um vorið og biðum eftir grænu tréð og ég. Skyndilega sá ég að tréð lagði af stað yfir götuna en fætur mínir voru fastir. Tréð hélt í átt að dimm- grænum skógi sem bar við bláan vorhimin í fjarska og leit aldrei um öxl. munum grípa nógu ákveðið í.taum- ana. Umræðan virðist annars farin að ganga út á að forða náttúrunni frá manninum. Við eigum einmitt ekki að friða náttúru í þeim skiln- ingi, heldur ljúka henni upp fyrir manninum og kenna honum ef þörf er á rétta umgengni." Lært að skrifa í Versló hefur Þórður hvatt nem- endur til að setja saman ljóð eða sögur. Félag áhugafólks um ritlist Rusalka Dvoraks í uppfærslu Metropolitan í RÚV í kvöld RÍKISÚTVARPIÐ sendir út í kvöld að loknum kvöldfréttum á Rás 1 upptöku frá frumsýningu Metropolitan-óperunnar í New York á óperunni Rusalka eftir Antonin Dvorak. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðsumars hefur Ríkisútvarpið slegist í flokk útvarps- stöðva í 25 löndum sem hafa tryggt sér rétt til útvarpssendinga frá Metropolitan-óperunni og er Rusalka fyrsta óperuútsendingin sam- kvæmt þeim samningi hér á landi en í haust var opnunarhátíð nýs starfsárs á Metropolitan send út eins og kunnugt er. Alls stendur Ríkisútvarpinu til boða samkvæmt samn- ingnum að senda út í vetur 16 óperur frá Metropolitan þar sem hlustendum gefst færi á að hlýða á söng listamanna á borð við Luciano Pavarotti, Placido Domingo, Aprile Millo og Vladimir Chemov. Af verkefnum vetrarins má annars vegar nefna þekktar óper- ur eins og La Boheme eftir Puccini, Aida eftir Verdi og Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner, nýja upp- færslu á Óþelló eftir Verdi og hins vegar frumsýningar í þessu þekkt- asta óperuhúsi vesturheims á tveim- ur Verdi-óperum — Stifelio og I Lombardi — og frumsýningu á Metropolitan á óperunni sem send verður út í kvöld; Rusalka eftir An- tonin Dvorak. í helstu hlutverkum í sýningunni sem send verður út í kvöld eru Gabri- ela Benackova, Ben Heppner, Janis Martin, Stefania Toczyska, Sergei Kopchak, Cristopher Schaldenbrand, Korliss Uecker, Kathryn Krasovec og Kitt Reuter-Foss. Sungið er á frummálinu, tékknesku. Stjórnandi kórs og hljómsveitar Metropolitan- óperunnar í Rusalka er John Fiore. Metropolitan-óperan hefur aldrei BEN Heppner er prinsinn og Gabriela Benackova Rusalka ■ upp- setningu Metropolitan-óperunnar ó samnefndri óperu Dvoraks. áður sett upp óperu eftir þekktasta tónskáld Tékka, Antonin Dvorak (1841-1904), en óperur eftir hin tvö höfuðtónskáíd Tékka, Smetana (1824-1884) og Janacek (1854- 1928), hafa verið sungnar þar. Dvor- ak samdi tíu óperur og er Rusalka, sem samin var árið 1901, talin merk- ust þeirra. Eftir því sem leið á sigursælan feril tónskáldsins, sem lengst af hafði einbeitt sér að sinfónískum verkum og kammertónlist, tóku minni og stef úr tékkneskum þjóðsögum þjóðar hans að leita á hann og álfar og kynjaverur urðu honum að yrkisefni í ævintýraóperu og sinfónískum ljóð- um. Það var svo árið 1900, þegar tónskáldið var á sextugasta aldurs- ári, að librettoið sem hann hafði beð- ið eftir rak á fjörur hans í rimuðu ljóði Jaroslavs Kvapils. Söguþráður- inn í Rusalka er yfirnáttúrulegur og segir sögu vatnagyðjunnar Rusalka sem þráir mannheima og verður ást- fangin af fallegum konungssyni sem baðar sig í vatninu hennar. Faðir Rusölku, sem ræður ríkjum í vatn- inu, varar dóttur sína við hættum mannheima en gefur eftir þegar hún lætur ekki segjast. Galdradrykkur leysir Rusölku úr viðjum vatnsins og gerir hana mennska en mállausa. Yfir henni vofir það að takist henni ekki að vinna ástir prinsins bíði henn- ar þau örlög að snúa aftur í djúpin og deljast þar sem andi dauðans. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.