Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
B 5
í skólanum á reglulega fundi þar
sem afurðimar eru lagðar fram og
ræddar. „Þetta er afar skemmti-
legt og spillir ekki fyrir að árlega
kemur út bókin Ljóðdrekar með
völdum verkum. Ahuginn hefur
reynst ótrúlega mikill og auðvitað
lærist miklu meira af því að sýna
ljóðin sín heldur en geyma þau
undir rúmi í skókassa.
Sjálfum reyndist mér óskaplega
vel nám í ritlist hjá Nirði P. Njarð-
vík í Háskólanum. Það er nefniiega
alveg hægt að kenna mönnum að
skrifa. Þá er varað við pyttum og
gallar skomir fljótt og örugglega
af. Þótt reynslan kenni margt get-
ur hún verið bæði löng og sárs-
aukafuil."
Hvemig hefurðu þá spyrt þenn-
an lærdóm við andagift?
„Ég nota yfirleitt aldrei flókið
myndmál í ljóðunum mínum, en
dreg upp beinar mjmdir sem ég
reyni að gera ljóðrænar. Þó hef
ég ekkert á móti snúnu og þungu
myndmáli, en sjálfum fellur mér
betur að flækja hlutina sem
minnst. Nýju fötin keisarans em
allt of algeng. Þó getur það sem
ég skrifa vísað í ýmsar áttir og
meira að segja stundum í önnur
verk. Ég hef vísað í Njálu og í
þessari bók má til að mynda finna
vísun í þjóðsögu í prósaljóðinu
Baulaðu nú.“
Þú ert svona þjóðlegur?
„Kannski af því að kenna ís-
Iensku í öll þessi ár og bókmennt-
ir, alveg stórkostlegar bókmenntir.
Það er rétt sem þú segir að við
hefjum fornsögumar látlaust til
skýjanna og réttlætum næstum
tilverana með þeim án þess að
gefa nokkum gaum öðram fjár-
sjóðum. Hver þekkir til dæmis ind-
verska sagnahefð? Auðvitað er
best að eiga tvö föðurlönd. Sín eig-
in heimkynni fyrst, einhvern blett
til að trúa á, sem er ísland í okkar
tilviki. Síðan hnöttinn, bæði með
því sem menn eiga sameiginlegt
og með frískandi áhrifum þess sem
skilur þá að.“
Þ.Þ.
Einyrkill sem veitir
fremur rothögg
en vindhögg
„ÉG er orðinn leiður á þessum pésaútgáf-
um á ljóðum, þær eru ekki fullgildar
bækur. Ég vil bijóta á þessu, enda eru
pésarnir ekki betur unnir en fullvaxnar
bækur. Þeir bera vott um að mönnum
liggi lítið á hjarta og einkennast frekar
af tómhyggju. Þess vegna sendi ég frá
mér ljóðabók sem er rúmar 200 blaðsíð-
in*. Ég er á móti vindhöggum, vil heldur
rothögg. Grafskrift pésaútgáfunnar ætti
að vera: Hér hvílir auðmýkt hrokans,
enda er það sú tegund auðmýktar sem
er blekking,“ segir Ingimar Erlendur
Sigurðsson. Ljóðabók hans, Hvítamyrk-
ur, er tólfta ljóðabók hans. Atta ár éru
liðin frá því að hann sendi síðast frá sér
ljóðabók.
/
IHvítamyrkri er trúarlegur tónn eins og í
mörgum öðram ljóðabókum skáldsins. „Ég
fer mínar eigin leiðir í ljóðagerð, bæði hvað
innihald og form snertir," segir höfundur-
inn. „Það form sem ég hef valið mér hæfir
mínu innihaldi. Raunar tel ég að ég hafi um-
bylt gerp trúarljóða. Ég yrki þessi ljóð á sama
hátt og ástarljóð, á sama hátt og aðrir yrkja
til dæmis um náttúrana eða konur, enda sé ég
ekki hvers vegna ekki má yrkja um guðdóminn
eins og hvað annað. Yrkingar eru í eðli sínu
trúarleg athöfn, eins konar bæn um að ljóðið
verði til. Ljóðið sjálft er samt ekki guðdóm-
legt, heldur samgönguleið milli manns og
Guðs.“
Ingimar Erlendur býr fyrir utan borgina, í
ró. og kyrrð. Hann kveðst vakna mjög snemma
á hveijum morgni og yfir hann komi ætíð sú
tilfinning að hann sé nýfæddur. „Ég er aleinn,
áður en heimurinn vaknar. Það er þó ekki ein-
vera borgarinnar, sem er tómleiki, því það er
fylling í einveranni hér. Guðdómurinn er hrein-
leiki og hann vaknar á hverjum morgni og tek-
ur mig. Það er nefnilega ekki þannig að maður-
inn taki trú, heldur tekur trúin hann, á sama
hátt og menn yrkja ekki ljóð. Ljóðin yrkja
mennina. Og þó ég hafi ekki gefið út bók í
átta ár, þá segir það ekkert til um hvað ég hef
verið að gera á þeim tíma. Ég er eins og píanó-
leikari, sem æfir sig í átta tíma á dag. Þannig
er ég sennilega einhver ríkasti maðurinn á land-
inu af handritum og gæti gefið út aðra eins
Morgunblaðið/Júlíus
Ingimur Erlendur Sigurðsson
bók á morgun og enn eina hinn daginn. Það
er þó ekki aðaðatriðið, heldur hitt, að halda
áfram að skapa.“
Ádeila í ljóðum
Ingimar Erlendur segir að í bókinni sé mikil
ádeila á samfélagið í heild - og einnig kirkj-
una. „Mér finnst að kirkjan, sem ég elska, sinni
ekki innri þörf mannsins. Kirkjan er orðin ein-
hvers konar félagsmálastofnun við hlið hinna
félagsmálastofnananna. Það vantar alla helgun
og dulúð. Hvergi er þó meiri dulúð að finna en
í kristindómi, krossinn er t.d. leyndardómur,
en það er dul sem stefnir á fyllingu - Kristsfyll-
ingu. Austurlensk dulúð stefnir hins vegar á
tómið.“
Skáldið segir að hann telji það gáfnaskort á
trúa ekki á Guð, heimsku og yfirborðsmennsku
að trúa ekki á heilagan anda. Slíkir menn hljóti
að vera ólæsir á líf sitt. „Það er engin tilviljun
að helstu gáfumenn þessarar þjóðar hafa verið
trúmenn, eins og Einar Benediktsson, Matthías
Jochumsson, Grímur Thomsen og Sigurbjörn
Einarsson, svo einhveijir séu nefndir."
Ingimar Erlendur segir að sig dreymi um
frjálsbomari ljóðagerð en nú tíðkist. „Ég vil
að skáldin yrki eftir sínum anda, upp úr orða-
bók síns eigin innihalds, en mér sýnist hins
vegar að allir yrki á sömu nótum. Skáldin era
því eins og kór,
þegar þau ættu
að vera ein-
söngvarar. Sjálf-
ur þykist ég vera
slíkur einsöngv-
ari - einyrkill.
Ljóðagerðin er í
blindgötu, hana
skortir einstakl-
ingseinkenni og
víðsýni, hún er
ekki ríkuleg og
hefur fallið í far-
veg flatneskju og
innihaldsleysis.
Tungan á að
skila merkingu
milli manna, en
ekki aðeins tóm-
um myndum.
Það hlýtur að
vera eitthvað at-
hugavert þegar
tíu ára böm geta skilað fullgildu nútímaljóði.
Það er hins vegar ekki hægt að segja um ljóð
eftir Jónas Hallgrímsson, að það gæti verið ort
af bami.
Mér finnst einkennilegt hvað fólk hefur verið
gert ólæst á ljóð. En ef lesandinn er haldinn
tómi, þá vill hann auðvitað lesa ljóð sem era
tóm. íslensk ljóðagerð er í svipuðu fangelsi og
myndlistin var á tímum geometríunnar. Nú
mála menn hins vegar eins og þeim sýnist og
það þarf að gerast með bókmenntirnar líka,
að menn skapi eins og þeim sýnist. Ljóðagerð-
in þarf að hrista af sér þessa hugsanalögreglu,
sem gerir listina ófrjálsboma. Það skiptir ekki
máli hvemig menn yrkja, ef þeir gera það af
listfengi."
•) RSv
Þaó er nef ni-
lega ekld
þannig aó
maóurinn
taki trú#
heldur tekur
trúin hann, á
sama hátt og
menn yrkja
ekki Ijóó.
Ljóóin yrkja
mennina.
MOZART VIÐ
KERTALJÓS
„VIÐ ætlum að kveikja á kertum og spila tæra og djúpa tónlist eft-
ir Mozart. Okkur langar að skapa stemmningu, bjarta og fallega, í
skammdeginu og ösinni." Kammerhópurinn Camerarctica heldur
ferna Mozart-tónleika við kertaljós á næstu dögum, í kirkjum og á
kaffihúsi. Kvintett fyrir klarinettu og strengi, ein af perlum kammer-
tónlistarinnar, er meðal þess sem er á efnisskránni. Tónleikarnir
verða í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, Dómkirkjunni á þriðjudag,
Kópavogsskirkju á miðvikudag og Sóloni íslandus á Þorláksmessu.
Hópurinn er skipaður þeim
Ármanni Helgasyni klari-
nettuleikara, Hallfríði Ól-
afsdóttur flautuleikara,
Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleik-
ara, Grétu Guðnadóttur fiðluleikara,
Guðmundi Kristmundssyni víólu-
leikara og Sigurði Halldórssyni
sellóleikara. Þau hafa spilað mikið
saman, bæði áður en haldið var utan
til náms og svo frá því komið var
heim í fyrra. Camerarctica hlaut lof
fyrir tónleika í október og kemur
nú aftur fram. Hallfríður segir þau
langa til að gera jólatónleika hóps-
ins að árvissum viðburði.
Á efnisskrá næstu daga eru
kvartett eftir Wolfgang Amadeus
Mozart fyrir flautu og strengi, dú-
ett fyrir fiðlu og víólu og kvintettinn
sem getið er um áður fyrir klar-
inettu og strengi. Tónleikamir verða
í Hafnarfjarilarkirkju á morgun,
sunnudaginn 19. desember, Kópa-
vogskirkju þriðjudaginn 21. desem-
ber, Dómkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 22. desember og á Café
Sólon Islandus á Þorláksmessu. All-
ir hefjast þeir klukkan 20.30 nema
á Sólon íslandus; þeir verða styttri
og hefjast kl. 21.
Kamitierhópurinn Camerarcticn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þ.Þ.