Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DBSEMBER 1993
B 11
Torill Thorstad Hauger
saga hennar sem gerist í nútíman-
um og segir frá dreng sem er lagð-
ur í einelti.
Þessa dagana kemur út sagan
um Hákon og Kristínu sem eru
börn Hákonar Hákonarsonar Nor-
egskonungs. Efniviðurinn er að
miklu leyti sóttur í íslenskar heim-
ildir og sögusviðið er bæði á ís-
landi og í Noregi.
Tröllin á íslandi
Torill hefur ákaflega mikinn
áhuga á íslandi og finnur sig sterkt
tengda íslenskri náttúru. „Maður
finnur öflin, bæði góðu kraftana
og vaxtaröflin sem fólk var áður
svo upptekið af en hugsar miklu
minna um í dag.
Hið tröllslega í landslaginu gerir
að náttúruöflin búa yfir einhveiju
dulrænu, sem fólk hefur í sér og
það situr í mér. Ég held að öll tröll-
in hafi flutt þangað og til allrar
hamingju hafa þau fundið sér
fijálsan stað á íslandi!"
Með víkingum
„Eftir að ég lauk prófi vann ég
við sögulegt minjasafn í fimm ár
og talaði næstum eingöngu við
víkinga. Þegar gestirnir voru farn-
ir heim á kvöldin hafði ég meira
næði og það var ólýsanleg tilfinn-
ing að halda á þessum gripum í
höndunum þar sem ég var þama
alein. Þeir voru mótaðir af smiðum
fyrir þúsund árum og það var frá-
bær smíði. Það er ekki sama og
að ganga um safnið og horfa á
allt bak við glervegg. Ég hef alltaf
haft áhuga á víkingatímabilinu og
ég skil ekki hvers vegna það er
allt í einu orðið svona vinsælt. Það
hefur kannske eitthvað með ólymp-
íuleikana að gera og sölumennsku.
Þetta er tími sem fólk setur mikið
í samband við Noreg.
Það er æ rnikilvægara að marín-
eskjan fyllist sköpunarkrafti, ef við
bara gætum fengið fleiri til að til-
einka sér það sem er skapandi,
horfa á það sem býr í hverri mann-
eskju í stað þess að einblína á
tæknina sem hið mikla afl. Það eru
svo margir sem gleyma að mann-
eskjan hefur sterkar tilfinningar,
en það verðum við að muna, ann-
ars verðum við köld og vélræn,“
sagði Torill Thorstad Hauger.
Rithöfundar og gagnrýnendur
„Dagblöi gera
mörgum bókum
skil í nóvember
og desember og
reyndarallt
órid."
Hlutur bókmennta-
gagnrýninnar vex
Eftir lóhann
Hjálmarsson
ÞRÁTT fyrir virðisaukaskatt
hættu bækur ekki að koma út.
Islensk bókatíðindi 1993 sýna
að ótrúlegur fjöldi bóka er gef-
inn út hér á landi og fleiri bæk-
ur koma út en þar eru á skrá.
Skáld og rithöfundar mót-
mæltu bókaskatti með ýmsu
móti, en enginn á eftirminni-
legan hátt. Ljóðasafn Rit-
höfundasambandsins, Vörður,
gerði lítið annað en sanna að menn
þurfa að yrkja betur, en hér var á
ferð góð viðleitni og góður mál-
staður.
Af alvöru og með árangri
Ljóst er að ýmsar bækur þótt
ekki séu þær margar frekar en
venjulega bera því vitni að skáld-
skapur og fræði eru iðkuð af al-
vöru og með árangri þegar best
lætur. Ljóðabækur, skáldsögur,
smásögur, ritgerðasöfn eru í þess-
um flokki. Metnaður eykst í þýð-
ingum og útgáfu eflendra skáld-
verka. Ævisögur virðast vera að
syngja sitt síðasta og þjóðlegur
fróðleikur er af skornum skammti.
Dulrænan er að hverfa, en ráðlegg-
ingar og lífsviska, hvers kyns af-
skiptasemi frá útlöndum, oft í
hörmulegum þýðingum, sækir á.
Ræður bókmenntagagnrýnin
úrslitum?
Dagblöð gera mörgum bókum
skil í nóvember og desember og
reyndar allt árið. Hér í blaðinu fá
afar mörg rit einhveija umfjöllun,
gagnrýni eða kynningu. Útgefend-
ur og höfundar leggja mikið upp
úr þessu. Víða um heim vex hlutur
bókmenntagagnrýninnar. Á bóka-
stefnum er algengt að talið sé að
hún ráði úrslitum um framgang
bóka og höfunda.
Kröfur eru gerðar til bók-
menntagagnrýni eins og annarrar
gagnrýni. Ég er sammála franska
ritstjóranum og gagntýnandanum
Bernard Pivot að gagnrýnendur
séu fyrst og fremst rithöfundar
sem hafi fómað tíma sínum í að
skýra bækur annarra rithöfunda.
Ekki ber að vanmeta þátt bók-
menntafræðinga í gagnrýninni,
þekking er mikilvæg, en líf greina
þeirra er oft undir því komið hvort
þeir eru góðir rithöfundar eða ekki.
Sjóður Kundera
Einu sinni enn er ástæða til að
sækja í sjóð Milans Kundera, en í
grein í Le Monde í september sl.
víkur hann að mikilvægum efnum
(sjá Þrír punktar, TMm 4. h. 1993).
I hugleiðingu um sérfræðinga og
rithöfunda lætur hann eftirfarandi
orð falla:
„Það er engin tilviljun að Gide
skrifaði manna best um
Dostojevskíj, George Bernard
Shaw um Ibsen, að enginn hefur
skilið Joyce betur en Brosch, að
Malraux, Sartre og Claude-Edm-
onde Magny gerðu sér fyrst grein
fyrir mikilvægi amerísku skáld-
sagnahöfundanna á fjórða ára-
tugnum, að Grikki, Pronguidis,
skrifaði bestu bókina sem til er um
Gombrowicz án þess að kunna orð
í pólsku, að það var ekki spænsku-
fræðingur, heldur franskur maður,
Scarpetta að nafni, sem skrifaði
af hvað mestu viti um Fuentes,
að það var ekki Frakki sem varp-
aði hvað bestu ljósi á fagurfræði
Rabelais, heldur Rússinn Bakhtin."
í þessari blöndu þar sem rithöf-
undar eru í meirihluta er Kundera
líka að benda á það sem hann
kallar „landfræðilega fjarlægð“
sem gerir athugandann óháðan
„sínu litla samhengi" og fær hann
til að átta sig betur á fagurfræði-
legu gildi verka.
Veikleiki gagnvart
gagnrýnendum
í fyrrgreindu tímaritshefti ræðst
Guðbergur Bergsson með nokkru
offorsi að ungum gagnrýnanda
sem leyfði sér að efast um bókina
Guðbergur Bergsson: metsölubók
(1992). Guðbergur opinberar í
greininni veikleika margra rithöf-
unda gagnvart gagnrýnendum,
ekki síst þeim sem hafa lagt á sig
háskólanám í bókmenntum. Þótt
taka megi undir sumar aðfinnslur
Guðbergs hefur hann að mínu viti
of miklar áhyggjur af því sem
hann kallar „B.A.-ritgerðaplágu,
menningarágengni sem er af
bandarískum ættum og felst í því,
að háskólanemar finna sig knúna
til að fá birtar ritgerðir sem þeir
skrifa fyrir kennara og kalla síðan
bókmenntafræði".
Á það hefur verið lögð áhersla
að við eigum góða rithöfunda og
nauðsyn þess að við eigum þá
áfram. Að því mætti hyggja að
bókmenntaumræðunnar vegna og
einnig vegna þróunar í bókmennt-
um er nauðsynlegt að eiga góða
gagnrýnendur og að þeir fái skil-
yrði til að þroskast. Góður gagn-
rýnandi er ekki minna virði en
góður rithöfundur. En til þess að
hann sé góður þarf hann að vera
höfundur sem freistar lesenda og
þeir telja ástæðu til að taka mark á.
Jóhann Hjálmarsson
Þúsund
Békmenntir
Jón Özur Snorrason
Ánna Margrét Birgisdóttir
Söguþræðir
Handbók, 263 bls.
Lindin, 1993.
Útgáfa barna- og unglingabóka
hér á landi fer vaxandi frá ári til
árs. Áhfif þeirra aukast í réttu hlut-
falli við fjölda útgefinna titla og þær
gegna sífellt stærra hlutverki í sam-
félagsuppeldinu. Samkvæmt íslensk-
um bókatíðindum árið 1993 eru
gefnar út samtals áttatíu og sjö
bækur sem faila undir þá skilgrein-
ingu að vera barna- eða unglinga-
bókmenntir og skiptast þær nokkurn
veginn til helminga í þýddar bækur
og frumsamdar.
Söguþræðir er „handbók fyrir
alla bóka- og barnavini“, eins og
þræðir
segir svo skemmtilega og óformlega
á bókarkápu. Að baki útgáfunni býr
sú hugsun að bókina megi nota sem
hjálpartæki fyrir heimili, skóla og
bókasöfn. Vert er að taka það fram
að svo virðist sem hér sé um einstakl-
ingsframtak að ræða, að flestu eða
öllu leyti. Hugmyndin er snjöll og
framkvæmdin til fyrirmyndar. Út-
gáfa bókarinnar er styrkt af Barna-
vinafélaginu Sumargjöf, Rann-
sóknarsjóði Háskóla íslands og
Soroptimistasambandi íslands.
Gildi þessarar bókar er ótvírætt,
bæði hagnýtt og fagurfræðilegt.
Fyrst og fremst er hún uppflettirit
þar sem finna má á einum stað og
í samþjöppuðu máli, söguþræði um
það bil eitt þúsund barna- og ungl-
ingabóka. Hún gefur hugmyndir um
vandað lestrarefni. Hún nýtist til
rannsókna á íslenskum barna- og
unglingabókum. Hún auðveldar
samanburð á einstökum sögum og
viðfangsefnum höfundanna. Hún er
leitartæki og opnar aðgang að sögu-
þráðum í stóru safni íslenskra barna-
og unglingabóka, nokkurs konar
spjaldskrá sem flett er upp í eins
og væri maður staddur á bókasafni.
Sem sjálfstætt verk getur þessi bók
fyllilega staðið undir nafni, hún nýt-
ist sem ígripabók, hún kveikir áhuga
sem leitt getur til frekari lesturs og
dýpri skilnings.
Við val á sögum í ritið var tekið
mið af því hversu aðgengilegar þær
væru á bókasöfnum. Þess vegna eru
flestar útgáfur sagnanna, sem vísað
er til, frá síðustu þijátíu árum enda
eru eldri útgáfur margar hveijar
upplesnar og hvergi fáanlegar. Sem
dæmi, tekið af handahófi, er vísað
í 7. útg. á sögunni Kára litla og
Lappa eftir Stefán Júlíusson, frá
árinu 1984, en ekki í þá fyrstu frá
árinu 1938.
Uppistaða þessa verks felst í
samningu sjálfra söguþráðanna, að
draga út aðalatriði hverrar sögu og
búa til nýja og knappa en aðgengi-
lega frásögn svo meginefni sögunnar
komist til skila. Það er ótrúlegt til
Anna Margrét Birgisdóttir
þess að hugsa að allir þessir þræðir
eru verk einnar manneskju. Það hlýt-
ur að þurfa töluverðan skammt af
þolinmæði, nákvæmni, skipulagn-
ingu og eljusemi tii þess að slíkt
takist. Hveijum söguþræði fylgja
síðan efnisorð, eitt eða fleiri sem eru
lýsandi fyrir viðfangsefni hverrar
sögu fyrir sig. Sem dæmi, tekið af
handahófi, má nefna söguna um
Línu langsokk en þar eru efnisorðin
tvö, prakkarastrik og vinátta. Efn-
isorðaskrá fylgir í lok bókarinnar
sem auðveldar leit, ef verið er að
sækjast eftir bók um ákveðið efni.
Einnig er þar að finna höfundaskrá
og skrá yfir íslenskar barna- og
unglingabækur sem hlotið hafa við-
urkenningar og verðlaun á síðustu
tuttugu árum.
Gott samræmi ríkir á milli sögu-
þráðanna. Þeir eru allir skrifaðir í
sama stíl einfaldleika og hlutlægnis.
Umbrot bókarinnar og útlit er vand-
að og smekklegt og forsíðan er sér-
lega vel heppnuð. Þar birtast þekkt-
ar myndir úr gömlum og nýjum
barna-unglingabókum sem draga
verðskuldaða athygli að þessari
vönduðu bók.