Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Skrifa um fólkið sem Karólína mólar „ÆTLI þetta sé ekki svipað því að eignast tví- bura,“ segir Jónína Michaelsdóttir, en nú fyrir jól- in koma út tvær bækur eftir hana. I annarri segir af ævi og viðhorfum listakonunnar Karólínu Lárus- dóttur, en i hinni er saga fólksins sem Karólína málar, venjulegs fólks við venjulegar aðstæður. Þar er um að ræða tólf einstaklinga sem starfað hafa um árabil hjá Eimskipafélaginu. Jónína Michaelsdóttir Bjöm Bjarnason alþingismaður, sem er vinur okkar beggja, átti fmmkvæði að þvi að þessi bók var skrifuð,“ segir Jón- ína. „Hann var með Karólínu í menntaskóla' og færði þetta í tal við mig fyrir um það bil þremur áram og leiddi okkur saman.“ Jónína, sem hefur allnokkra reynslu af því að skrifa ævisögur, segist hafa verið tvístígandi í fyrstu; ef þetta ætti að vera listaverkabók væra aðrir betur til starfans fallnir og vart væri tíma- bært að skrifa ævisögu um konu á besta aldri, tæplega fimmtuga. „Við höfum verið að tala saman í þessi þijú ár,“ segir Jónína. „Smám saman fannst mér ég finna hvernig ég gæti gert þetta. Karólína er óvenju- leg kona. Hún er mikill húmoristi en hún er líka glögg á mannlegt eðli eins og allir geta séð sem skoða myndimar hennar vel. Ég byggi bókina þannig upp að allir kaflar heflast á umfjöllun um hin ýmsu til- brigði tilverannar eins og þau blasa við henni. Hún segir síðan frá bemskuáram sínum í skjóli virðingar og velmegunar, hvemig auður fjöl- skyldunnar varð að engu meðan hún var unglingur, óöryggi sínu og kvíða, baráttunni fyrir að fá að vera í lista- skóla, fyrra hjónabandi sínu og lífi sem húsmóðir í bresku úthverfí, skilnaði, listaferli, hamingjunni í seinna hjónabandi sínu og gleðinni yfir börnum sínum. Hún íjallar um vonbrigði, áföll og sigra í lífi sínu og um völundarhús Iistalífsins hér heima og í Bretlandi. En hún segir líka ítarlega frá því hvemig hún vinnur, aðstæðum á vinnustofu sinni og aðferðum við að mála. Þetta er því hvorki hefðbundin ævisaga né listaverkabók en er þó á vissan hátt hvort tveggja. Karólína hefur verið að festa sig í sessi sem listmálari í Bretlandi og hlotið margvíslegar viðurkenningar á undanförnum misserum. Fólk frá virtum galleríum er farið að koma til hennar og fá hjá henni myndir og bjóða henni sýningar, í stað þess að hún þurfi að banka upp á hjá því eins og áður. Þetta ár hefur á marg- an hátt markað þáttaskil í listaferli Karólínu og því vel við hæfí að bók um hana komi nú út,“ segir Jónína. Ber í sér sigurvilja „Það fyrsta sem ég veitti athygli í fari Karólínu var virðing hennar fyrir fólki sem á vegi hennar verð- ur. Ég kom upp í herbergi til hennar á Hótel Loftíeiðum fyrir þremur árum, hún kom á móti mér ljúf í viðmóti, við kynntum okkur og eftir stutta viðdvöl fórum við niður í veit- ingasalinn til að fá okkur kaffi. Þeg- ar við gengum eftir hótelganginum var ræstingarkona stödd með vagn- inn sinn við dyrnar á einu herberg- inu. Karólína staldraði við og ræddi við hana stundarkorn og síðan héld- um við áfram. Ég spurði hvort hún þekkti þessa konu, en svo var ekki. Síðar tók ég eftir að hún gengur aldrei framhjá dyraverði, þjóni eða afgreiðslufólki í verslun eins og það sé ekki þar. Hún er ekkert að leggja sig sérstaklega fram við að vera al- úðleg, heldur er þetta eðli hennar. Þetta er svo sjálfsagt að hún veit ekki af því. Karólína -er óvenjulega örlát manneskja í öllum samskiptum og öfundarlaus í garð annarra. Hún gleðst einlæglega þegar öðrum gengur vel, hvort sem um er að ræða Iistamenn eða annað samferða- fólk. Þetta, ásamt skopskyni hennar og mannviti, hefur gert kynnin við hana og samstarfið að sérstakri og dýrmætri reynslu fyrir mig. Hún er auðvitað með kvikusárt næmi eins og margir listamenn og það hefur stundum gert líf hennar erfitt, en hún veit hvað hún vill og ber í sér mikinn kraft og sigurvilja. Þessi vilji hefur rétt hana af þegar lífíð hefur borið hana af Ieið.“ Jónína segir að Karólína sé gíf- urlega vinnusöm, eiginlega vinnu- þjarkur. Hún sé mjög metnaðarfullur listamaður og sé stöðugt að bæta sig. Fólk hafi alltaf viljað eiga mynd- irnar hennar og hún hefði sem best getað látið staðar numið fyrir tíu áram og unað glöð við sitt ef það eitt hefði vakað fyrir henni að geta málað myndir til að selja. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað Karólína hafi verið einangrað gegn- um árin. Hún hafi ekki haldið sam- bandi við skólafélaga sína úr Ruskin- listaskólanum, ekki verið í tengslum við neinn í íslenskum listaheimi og lengst af búið utan við London þar sem mest er um að vera í breskum listaheimi. Hún hafi því ekki alltaf áttað sig á hvað viðgengist eða hvernig aðrir bæru sig að. Það olli henni miklum vonbrigðum, þegar Gleði, sorgir og hættustundir selskópanna „Sagan fjallar um þijá selskópa ,tvær urtur og einn brimil, sem fædd- ust á sama degi í sama látrinu í Breiðafirðinum. Þeim er fylgt í gegn um alla erfiðleika þeirra, sorg, gleði og basl, uns þeir eru orðnir full- tíða, urturnar tvær búnar að eiga alls sex kópa og brimillinn orðinn alls ráðandi í sama látrinu og kóparnir fæddust í. Sú sem söguna segir er hins vegar gömul og lífsreynd urta, Brana að nafni, sem er kópunum til leiðbeiningar og fróðleiks, enda hefur hún frá mörgu að segja. Einnig koma við sögu tveir fullorðnir útselir sem lent hafa í óvæntum hörmungum, annar blindast og hinn lent í ástarsorg, og taka upp á því að leiðbeina ungviðinu eftir að leiðir þeirra Iiggja saman," segir Karvel Ögmundsson, nýlega orðinn níræður, höfundur bókarinnar Þrír vinir - saga litlu selkópanna“. Karvel er fyrrum út- gerðarmaður og hefur búið í Njarðvíkunum allar götur síðan 1933, en þar áður ól hann aldur sinn í Beruvík og á Hellissandi á Snæfells- nesi. Karvel var oddviti í Njarðvíkum í 20 ár og var sæmdur nafnbót- inni heiðursborgari Njarðvíkur 75 ára. Sjósókn og veiðiskapur hefur mótað og meitlað líf hans frá fyrstu tíð og hann segir að bókin um selina, rétt eins og bókin um refina sem hann ritaði fyrir fjórum árum og Námsgagnastofnun verðlaunaði og gaf út, byggist á reynslu og þekkingu sinni og annarra lífsreyndra manna. Auk þessa ritaði Kar- vel þijú bindi æviminninga fyrir tuttugu árum. / g þekki selinn og veit að hann er mikil vitsmunavera. Þegar ég var drengur í Beruvík tók- um við eftir því að ef bömin voru ein í fjöranni komu sel- imir fast upp að landi og virtu okkur fyrir sér. Én ef það kom fullorðinn héldu þeir sig nákvæmlega nógu Iangt frá til að þeir væru ekki í skot- færi. Og það fór ekki á milli mála að þannig höguðu þeir sér helst og einkum ef hinir fullorðnu bára í hendi sér staf eða prik sem gat svipað til skotvopna. Dýrin eru yfirleitt mun meiri vitsmunaverar heldur en marg- ur ætlar. Meira að segja þorskurinn er vitsmunavera. Það er talað um að vera þorskheimskur, eða alger þorskur, en það er öfugmæli. Margt í fari þess dýrs og annarra bendir ekki til heimsku," segir Karvel. Og hann bætir því við að vegna þessarar uppsöfnunar á fróðleik um dýrin og nánasta umhverfi þeirra, grunnsævið og ljöramar, gæti bókin orðið fleiram en börnum og unglingum nytsamleg. „Þá er ég sannfærður um að bók af þessu tagi sé mikils virði sem kennslutæki í skólum. Einn grann- skóli í Reykjavík hefur þegar keypt tuttugu bækur,“ bætir Karvel við. Karvel hefur stundað veiðiskap allar götur frá 11 ára aldri og hann segir það ekki undarlegt, þótt marg- ur skilji það ekki, að veiðimenn séu meðal einlægustu dýraviná. „Veiði- menn kynnast dýranum í þeirra umhverfi. Þeir finna til með þeim í harðri lífsbaráttu, þeim þykir vænt um dýrin og virða þau að verðleikum. Veiðimenn leggja hart að sér og kynnast þess vegna mörgu sem fer fram hjá ákaflega mörgum. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt, en er sannleikur engu að síður,“ segir Karvel. En hvers vegna tekur hann upp á því svo seint á lífsleiðinni að rita bækur? „Ég hef alltaf haft afskaplega mikinn áhuga á sögum, einkum og sér í lagi fomaldarsögum, goða- fræði, ritum Biblíunnar og þess hátt- ar. Þar er ótæmandi fróðleik að fínna og á mínum yngri árum sótti ég mjög í lestur slíkra sagna. Má segja Karvel Ögmundsson að ég hafí nýtt hveija frístund til þess sem drengur. Þá langaði mig alltaf til að skrifa. Hins vegar hóf ég eigin útgerð við annan dreng, Sigurð Sv. Siguijónsson, strax um fermingu. Okkur gekk vel að fiska og áttum okkar bát skuldlausan eft- ir fyrstu vertíðina. Síðar sama sumar kom til liðs við okkur Axel Clausen. Þar með var tónninn gefínn. Síðan má segja að ég hafí verið störfum hlaðinn allt þar til fyrir fáum áram, að ég settist í helgan stein. Ég hafði því aldrei tíma til skrifta. Nú fyrst hef ég tíma til að sinna þessu,“ svar- ar Karvel. En hvað tekur við? Þriðja bókin? „Já, ég reikna með því. Ég er ekki hættur og það er eitt og annað sem ég vil gjarnan gera næst. Það eina sem ég vil segja um það í bili, er að ég vil gjaman skrifa um laxinn fyrr eða síðar. Það er sannarlega saga að segja frá honum. Ég hef veitt lax og kynnst háttum hans sam- hliða um áratuga skeið og hann er heillandi skepna. Annars veltur þetta allt á því hvernig heilsan verður,“ segir Karvel og það verða lokaorðin í þessu spjalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.