Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 JÓHANN ARILÁRNSSON SYNGUR EINSÖNG MED SINFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI hérna mig Morgunblaðið/Ámi Sæberg „ÉG byrjadi fyrst að syngja í forskóia Nýja tónlistarskól- ans þegar ég var átta ára og hef sungið mikið síðan. Það er þó stór munur á öllu því sem ég hef hingað til sungið og þessum tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Núna er ég ekki lengur á heimavelli, en ég kann samt vel við mig,“ segir Jóhann Ari Lárusson, 13 ára sópran. Hann syngur einsöng á jólatónleikum Sinfóníunnar í Háskólabíói í dag. Jóhann Ari kveðst hafa byijað tónlistamám í forskóla Nýja tónlistarskólans og lært á blokkflautu. „Ég flutti mig síðar yfír á píanó og er nú á fjórða ári. Söngurinn hefur hins vegar alltaf átt mikil ítök í mér og því er ekki síst að þakka Ronald W. Tumer, stjórnanda Drengjakórs Laugameskirkju. Ég hef verið í kómum frá upp- hafi og Ronald hefur hjálpað mér mikið og gerir enn. Hann ýtti undir þennan áhuga minn og ég lít svo á að það sé honum að þakka hvað ég hef fengið mörg tækifæri." Víða komið við Jóhann Ari hefur fengist við ýmis verkefni í söngnum hingað til og segist hafa haft nóg að gera. „Ég söng í Amal og nætur- gestunum hjá Óperusmiðjunni og lék Emil í Kattholti, söng eitt lag í myndinni um Ronju ræn- ingjadóttur, söng á barnaplöt- unni Hvað á að gera og í teikni- myndinni um Prinsessuna og durtana. Þá hef ég talað inn á tvær bíómyndir, um Línu lang- sokk og Krummana. Núna þarf ég að taka miklu meira á heldur en í hljóðveri. Það var í raun upphitun, en núna þarf ég að leggja mig 150% fram og ætla að gera það. Ég er ekki orðinn óstyrkur fyrir tónleikana, en kannski hellist yfír mig sviðssk- rekkur rétt áður en ég stíg á svið. Það hefur þó ekki verið Jóhann Ar! Lórusson Ekki á heimavelli en kann vel við mikið vandamál hingað til, ég var aðallega óstyrkur fyrstu skiptin sem ég kom fram opin- berlega, en þetta hefur vanist.“ Á tónleikunum í dag syngur Jóhann í tveimur verkum. Hið fyrra nefnist Snjókarlinn og er eftir breska tónskáldið Howard Blake. Verkið fjallar um dreng, sem býr til snjókarl. Snjókarlinn lifnar við og saman lenda þeir í ævintýrum, eins og þegar snjó- karlinn tekur dregninn með í flugferð til Snjókarlalands. Verk þetta hefur náð miklum vinsæld- um í Bretlandi og er flutt á hveij- um jólum í Barbican listamið- stöðinni í London. Þar fer sá drengur, sem hlotið hefur titilinn Kórdrengur ársins í árlegri keppni, með það hlutverk sem Jóhann Ari syngur. Hitt verkið er Panis Angelicus eftir César Franck. Jóhann Ari segir að bæði verkin séu skemmtileg, en sjálfur sé hann hrifnari af Snjó- karlinum. Jóhann Ari segir að jafnaldrar hans hafi fátt um söng hans að segja, tónlistin höfði ekki mikið til þeirra. Þá nefni strákarnir þetta síður en stelpurnar, sem hiki ekki við að hrósa honum ef þeim líki vel söngurinn. En Jó- hann Ari er nú kominn á þann aldpr að búast má við að röddin fari að breytast. Hefur hann engar áhyggjur af því? „Nei, nei, ég velti því ekkert fyrir mér,“ segir hann brösandi. „Ég á þó von á að ég leyfi rödd- inni að jafna sig og byiji svo bara að syngja aftur, bara á lægri nótum.“ RSv GUNNSTEINN ÚLAFSSON STJfiRNAR SINFfiNIUHLJÚMSVEIT fSLANDS Á JÚLATÓHLEIKUM Þakklátur fyrir þetta tækifæri „ÞAÐ er stór dagur í lífi mínu að fá að stjórna Sinfóníu- hljómsveit Islands hér í Háskólabíói og ég er mjög þakk- látur fyrir þetta tældfæri. Ég hef unnið með hljómsveit- inni þegar ég hljóp í skarðið á skólatónleikum og tónleik- um á Austfjörðum í júní og samvinnan hefur alltaf verið mjög heillarík," segir Gunnsteinn Ólafsson, hljómsveitar- sljóri. Hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands í fyrsta sinn á opinberum tónleikum í Reykjavík á jólatónleikum sveitarinnar í dag. Gunnsteinn stundaði tón- listamám hér á landi og síðar í Ungveijalandi og Þýskalandi. Hann stjómaði kór Mennta- skólans í Kópavogi í nokkur ár, auk þess sem hann stjórnaði áhugamannahljómsveit við há- skólann í Freiburg. Hann lauk námi í hljómsveitarstjórn á síð- asta ári og kom þá heim til að freista gæfunnar. Hann segir að þau tækifæri, sem hann hafi fengið hingað til, eigi hann Páli P. Pálssyni að þakka. „Páll leit- aði til mín þegar hann forfallað- ist og fékk mig til að taka við Sinfóníuhljómsveitinni á skóla- tónleikum og í tónleikaferðinni um Austurland. Hann átti því sinn þátt í að ég fékk að kynn- ast hljómsveitinni, en þetta eru fyrstu tónleikamir sem ég er sérstaklega ráðinn til að stjórna. Það eru auðvitað forréttindi fyrir ungan hljómsveitarstjóra að fá aðgang að hljómsveit sem þess- ari og mér fínnst ánægjulegást að sjá hvað við eigum marga unga hljóðfæraleikara. Áður var hljómsveitin gagnrýnd vegna þess að allt of margir útlending- ar væm í henni. Þetta er ekki raunin nú, því Sinfóníuhljóm- sveitin er fyrst og fremst skipuð íslendingum. Þeir útlendingar, sem eru í sveitinni, eru flestir íslenskir ríkisborgarar, sem hafa sest hér að og auðgað með því tónlistarlífíð." Gunnsteinn segist áður hafa kynnst hljómsveit af svipaðri stærð. „Ég stjómaði í 3 ár há- skólahljómsveitinni í Freiburg og kom með hana hingað til lands sl. haust. Þá taldi hún 45 manns, en Sinfóníuhljómsveit Islands taldi 55 manns í ferðinni um Austfírði, svo það er ekki mikill munur þar á. Þá stjómaði ég einnig hljómsveit Tónlistarhá- skólans í Freiburg." Erfitt að komast að Gunnsteinn er inntur eftir því hvort hann telji að hann geti haft nóg að gera í hljómsveitar- stjórn hér á landi. „Það er kannski fyrirfram dauðadæmt að reyna það, enda er alls staðar mjög erfítt að komast að við hljómsveitarstjóm, ekki aðeins hér á landi,“ svarar hann. „Ég geri mér þó vonir um að fá fleiri verkefni hér og vonandi líka er- lendis. Ég er aðeins rúmlega þrítugur, svo ég hef tímann fyrir mér.“ Gunnsteinn segir að hann muni stjórna skólatónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í febrúar, en ekki hafí komið til tals að hann fengi að stjóma á áskriftar- tónleikum. „Fyrirkomulagið hjá Gunnsteinn Ólafsson. hljómsveitinni hefur verið þann- ig, að ráðinn var aðalstjómandi og fengnir gestastjómendur, auk þess sem Páll P. Pálsson starfaði að ýmsum verkefnum, eins og skólatónleikunum. Nú hefur Páll látið af störfum, en enginn verið ráðinn í hans stað. Sú staða væri hins vegar tilvalin fyrir ungan hljómsveitarstjóra." Gunnsteinn vann nýverið und- ankeppni til þátttöku í norrænni samkeppni ungra hljómsveitar- stjóra, sem haldin verður í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem Islend- ingur tekur þátt í keppninni. „Ég bind ákveðnar vonir við þessa keppni, því góð frammistaða þar getur opnað ýmsa möguleika á starfi. Þarna verða umboðsmenn listamanna og því aldrei að vita hvað gerist." Gunnsteinn segir að Sinfóníu- hljómsveitin sé nú þétt setin og sumir hljóðfæraleikarar, sem komi heim frá námi, geti ekki gengið að stöðu þar vísri. „Ég sé fyrir mér að eftir um tíu ár verði hér starfandi 30-40 manna kammersveit með atvinnumönn- um,“ segir hann. „Við eigum marga góða hljóðfæraleikara, enda hefur lánasjóðskerfíð gert fólki kleift að sækja sér menntun erlendis. Þá lít ég svo á að sinfó- níutónleikar séu of sjaldan og heilbrigðara væri ef tvær hljóm- sveitir störfuðu í samkeppni. Ef ekki verður skapaður einhver slíkur grundvöllur þá gæti það leitt til þess að íslenskir hljóð- færaleikarar snúa ekki heim frá námi.“ En þó íslendingar eigi vel menntað tónlistarfólk, þá segir Gunnsteinn mikið verk óunnið í tónlistaruppeldi. rEitt dæmi er, að við Háskóla Islands er ekki starfandi nein hljómsveit. Við mjög marga háskóla erlendis er slík sveit áhugafólks. Það eru nefnilega til margir góðir hljóð- færaleikarar, þó þeir velji ekki allir að halda áfram og verða atvinnumenn. Hérna vill hins vegar brenna við að fólk, sem hefur lært á hljóðfæri árum sam- an, leggi það á hilluna þegar það fer t.d. í háskólann. Ég skora á þetta fólk að leggja ekki upp laupana heldur halda áfram að taka virkan þátt í tónlistarlífínu. Það háir tónlistarlífinu hér hve lítill hópur sækir tónleika að jafnaði. Mér finnst að það ætti að veita nemendum, öldruðum og ef til vill atvinnulausum mik- inn afslátt af verði aðgöngumiða. í Ungveijalandi þurfa nemar til dæmis ekki að greiða neinn að- gangseyri á tónleika. Þetta er mjög mikilvægt, því þetta fólk heldur áfram að koma á tónleika síðar. Hér á landi mættu menn sýna meiri skilning á gildi þess að ungt fólk komi á tónleika.“ Fjölskyldutónleikar Á efnisskrá jólatónleika Sinfó- níunnar í dag kennir margra grasa. Fyrir hlé verður flutt verkið Snjókarlinn eftir Bretann Howard Blake, þar sem Jóhann Ari Lárusson syngur einsöng. „Það eru ekki margir drengir sem hafa fengist til að syngja í kórum, hvað þá einsöng,“ segir Gunnsteinn. „Þá er það skemmti- legt að kynnir tónleikanna og sögumaður í Snjókarlinum er Sverrir Guðjónsson, en hann var sjálfur mikill sóprandrengur á yngri árum. Það er gaman að sjá þá Sverri og Jóhann Ara sam- an á sviði. Prógrammið verður áfram með ævintýrablæ eftir hlé. Þá verður fyrst fluttur for- leikur að Töfraflautunni eftir Mozart, sem er eitt mesta ævin- týri sem samið hefur verið í tón- um. Millispil úr ballettinum Dim- malimm eftir Atla Heimi Sveins- son er næst á dagskránni, en sagan um Dimmalimm er ein fallegasta barnasaga sem við eigum. Einleikari á flautu verður ungur Reyðfírðingur, Stefán Ragnar Höskuldsson. Panis Angelicus eftir Franck kemur næst, trúarlegt verk sem á vel við á aðventunni. Tónleikunum lýkur svo á því að 150 börn úr kórum Grandaskóla, Hamra- skóla, Melaskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla syngja fímm jólalög í útsetningum Páls P. Pálssonar og Ed Welch. Þá geta áhorfendur tekið undir og allir komist í jólaskap," segir Gunn- steinn Ólafsson, hljómsveit- arstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.