Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 15

Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 15 Honda CMc (ra aðeins ki. 1.190.000,- CH) HONDA Vatnagörðum - Sími 689900 -kjarabob! ,:'Meðalmánaðargreiðsla án vaxta til 3ja ára íyrir Honda Civic 3ja dyra DX árg. 1994 Við litinn... DU PONT bílalakk notað fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 Tímabær umræða um flóttafólk eftirBjarna Arthúrsson Ein skelfilegasta afleiðing vax- andi ófriðar er sívaxandi þjóðflutn- ingar. Enginn veit með vissu hversu margir flóttamenn eru í heiminum, en samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra tvöfaldast undanfarinn áratug og er sennilega um 44 millj- ónir, þar af helmingur á vergangi í eigin landi. Talið er að á árinu 1990 hafí 10 þúsund manns bæst í hóp þessa ógæfusama fólks á dag. Ekkert bendir til að hægja muni á þessari þróun. Þvert á móti eru blikur á lofti sem benda til að vandinn vaxi enn örar næsta áratuginn. Á meðan þetta á sér stað er fjöldi ríkja í heiminum að loka landa- mærum sínum fyrir flóttafólki, sem þar með er svipt þeim mannréttind- um sem alþjóðlegir sáttmálar eiga að tryggja. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, hefur ný- lega kveðið sér hljóðs um þessi mál og bent á að hlutur okkar ís- lendinga í að rétta flóttafólki hjálp- arhönd hafi verið rýr á meðan nágrannaþjóðir okkar hafi axlað þungar byrðar. Jafnframt hefur Ólafur G. Einarsson, menntamála- ráðherra, sett á laggimar starfs- hóp til að móta stefnu í málefnum flóttafólks og nýbúa sem hér setj- ast að. Ástæða er tii að fagna þessu því eins og utanríkisráðherra skrifaði í nýlegri blaðagrein: ...er sú þjóð ekki öfundsverð, sem skorast undan alþjóðlegri ábyrgð og sýnir ekki þeim sem eiga um sárt að binda mannúð í verki.“ Það er neyðarúrræði að flytja fólk heimsálfa á milli og búa því framtíð í nýju framandi landi. Það er þó óhjákvæmilegt í mörgum til- vikum. En með myndarlegum stuðningi við alþjóðlegar hjálpar- stofnanir sem fást við þennan vanda má oft koma í veg fyrir þjóð- flutninga. Neyðarástand er sjaldn- ast ævarandi og stundum þarf aðeins að fleyta fólki yfir erfiðasta hjallann með öflugri neyðaraðstoð. En dugi hún ekki til verða þær þjóðir sem taka á móti flóttafólki samkvæmt alþjóðlegum skuldbind- ingum sem þær hafa undirgengist að taka því opnum örmum og gera því lífið bærilegt — hjálpa því til sjálfshjálpar í framandi umhverfi. 250 manns á 37 árum Rauði kross íslands hefur um árabil veitt flóttafólki erlendis verulega aðstoð bæði með fjár- framlögum, sem meðal annars hafa verið notuð til matvælakaupa, og með því að senda fólk til starfa í flóttamannabúðum og á neyðar- svæði þar sem fólk er á vergangi. „Brýnast er að móta stefnu sem tekur mið af stærð okkar þjóðfé- lags.“ Einnig hefur Rauði kross íslands annast val flóttamanna sem hingað hafa komið í samvinnu við Flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna að beiðni ríkisstjómar íslands allt frá árinu 1956. Það ár tókum við á móti 52 landflótta Ungveijum og höfum síðan tekið á móti hópum frá Júgóslavíu (1960), Póllandi og þremur hópum Víetnama. í allt era þetta rúmlega 200 manns á 37 áram. Við þann hóp hafa bæst milli 40 og 50 ættingjar og vensla- menn Víetnamanna. Það hefur komið í okkar hlut hjá Rauða krossi íslands að annast flóttafólkið fyrsta árið meðan það er að aðlagast nýjum heimkynnum. Þessi Jiáttur í starfsemi Rauða kross Islands hefur verið einstak- lega ánægjulegur, ekki síst vegna þess að þegar á heildina er litið hefur starfið skilað góðum árangri. Til marks um það má nefna að mikill meirihluti Víetnamanna hef- ur flenst hér á landi og spjarað sig vel. Þeir hafa líka flutt með sér menningarstrauma sem auðga ís- lenskt samfélag. Versnandi ytri aðstæður En við megum ekki gleyma því að hingað til hafa ytri aðstæður í íslensku samfélagi fyrir það fáa flóttafólk sem hér hefur sest að verið hagstæðar. Við höfum verið laus við atvinnuleysisvofuna, sem er helsti óvinur flóttafólks í ná- grannalöndum okkar þar sem það verður fyrir aðkasti, meðal annars fyrir að „taka vinnu af innfædd- um“, Núna er þetta breytt. í fyrsta skipti á þeim rúma áratug sem víetnamskt flóttafólk hefur dvalið á íslandi þarf hluti þess að ganga atvinnulaus þrátt fyrir það góða orð sem fer af flóttafólki frá Víet- nam á íslenskum vinnumarkaði, en það hefur nær undantekningar- laust reynst vinnuveitendum sínum vel. Þess vegna er það mín tilfínn- ing að orðsporið vegi á móti hugs- anlegum kynþáttafordómum og því standi víetnamskt flóttafólk ekki eins illa að vígi og ætla mætti. Þó verðum við að vera á varð- bergi, sérstaklega ef við föram að taka á þessum málum af myndar- skap, því ef marka má reynslu Bjarni Arthúrsson nágrannaþjóðanna, mun andstaða við flóttafólkið vaxa í réttu hlut- falli við fjölda þess, ekki síst á tím- um vaxandi atvinnuleysis. Við verðum bara að takast á við það líkt og nágrannaþjóðir okkar gera þrátt fyrir langvarandi atvinnu- leysi, sem er miklu meira en það sem við höfum orðið að þola. Brýnast er að móta stefnu sem tekur mið af stærð okkar þjóðfé- lags og getu okkar til að veita þeim sem hér fá hæli nauðsynlega þjónustu svo þeir falli inn í samfé- lagið. Umfram allt þarf að gefa þeim kost á að læra tungumálið með öllum tiltækum ráðum strax við komuna til íslands. Annars er hætt við að afkomendur flóttafólks af annarri og jafnvel þriðju kynslóð standi aldrei jafnfætis öðram ís- lendingum á vinnumarkaði, sér- staklega þegar fólk er langt að komið. Tungumálið er líka lykillinn að því að fólk læri um rétt sinn og skyldur í samfélaginu. Það er ein af skyldum Rauða krossins að vekja athygli á því hvernig hernaður nútímans sem sífellt verður villimannlegri bitnar á óbreyttum borguram. Flótta- mannastraumurinn í heiminum er bein afleiðing þeirra grimmdarlegu hildarleikja sem nú era háðir í flestum álfum heims og era dekksti bletturinn á samtíð okkar. Rauði kross íslands fagnar því tímabær- um áhuga ráðamanna á málefnum flóttafólks. Höfundur er formaður flótta- mannanefndar Rauða kross íslands. B) og 24801 kr. mánaðargreiðslur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.