Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 21

Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 21 Ráðgjöf VIB byggðist á að samningsaðili full- nægði skilyrðum seljauda MORGUNBLAÐINU barst I gær greinargerð Verðbréfamarkaðar íslandsbanka vegna sölu á hlutabréfum í SR-mjöli. „I byijun nóvembermánaðar sl. tók VIB, Verðbréfamarkaður ís- landsbanka hf., að sér umsjón með sölu á öllum hlutabréfum í SR-mjöli hf. að undangengnu útboði þess verkefnis á meðal löggiltra verð- bréfafyrirtækja í október sl. Sjávar- útvegsráðuneytið skipaði söluhóp til að annast málið fyrir sitt leyti en verkefnið var jafnframt unnið í sam- ráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Dagana 17. til 19. nóvember 1993 var auglýst opinberlega að ákveðið hefði verið að selja öll hlutabréf í félaginu og var sú auglýsing svo- hljóðandi: „Sala á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli hf. Sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, hefur ákveðið að öll hluta- bréf ríkisins í SR-mjöli hf. verði boðin til sölu. Umsjón með söiu hlutabréfanna hefur: Verðbréfamarkaður íslands- banka hf.“ Auglýsingin var undirrituð af VÍB og birtist hún þrisvar sinnum í Morg- unblaðinu, einu sinni í DV og einu sinni í Fiskifréttum. Viðbrögð við þessari auglýsingu voru að í síðari hluta nóvembermán- aðar og fyrstu dagana í desember sl. sneru alls 14 lysthafendur sér annaðhvort til VIB eða til fulltrúa seljanda. í ljósi þess hve hópur vænt- anlegra þátttakenda var talinn vera stór var í samráði við fulltrúa selj- anda mótuð eftirfarandi aðferð við sölu hlutabréfa þessara. 1. Þann 7. desember 1993 var þeim 14 aðilum sem sýnt höfðu málinu áhuga sent eftirfarandi bréf. Reykjavík 7. desember 1993. • Til: væntanlegra þátttakenda við útboð hlutabréfa í SR-mjöli hf. Frá: VÍB, Verðbréfamarkaði íslands- banka hf. Efni: Þátttaka í útboði blutabréfa í SR-mjöli hf. Föstudaginn 17. desember 1993 verða afhent tilboðsgögn vegna sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf. Eins og fram hefur komið í opinberum aug- lýsingum dagana 17.-19. nóvember sl. eru til sölu öll hlutabréf í fyrirtæk- inu en ekki hluti þeirra. Þeir sem áhuga hafa á því að leggja fram tilboð í hlutabréf í SR- mjöli hf. eru beðnir að gera skriflega grein fyrir eftirfarandi upplýsingum í bréfi til VÍB hf. fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. desember nk. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. 1. Nafn og kennitala tilboðsgjafa (nöfn og kennitölur ef um fleiri en einn er að ræða). 2. Helsta starfsemi tiiboðsgjafa ef um félag er að ræða og aðstandend- ur þess. Greina þarf frá helstu starf- semi félags á síðustu árum og helstu aðstandendum eða eigendum félags- ins. 3. Fjárhagur tilboðsgjafa. Gerð sé grein fyrir hvernig kaup á hlutabréf- um í SR-mjöli hf. verði ijármögnuð, þ.e. hvort ætlunin er að fjármagna þau af eigin fé tilboðsgjafa eða með lánsfé. Fram þarf að koma að til- boðsgjafi hafi íjárhagslegan styrk til að kaupa fyrirtækið allt og tryggja rekstur þess áfram. 4. Eignaraðiid. Gerð sé grein fyrir því að fyrirhuguð kaup á hlutabréf- um í SR-mjöli hf. sé í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 34/1991 um fjár- festingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri. 5. Ef kaupin verða ijármögnuð með lántöku að einhveiju leyti þarf að gera grein fyrir lánveitanda og þeim tryggingum sem tilboðsgjafi hyggst setja fyrir lántöku sinni. Haft verður samband við þá þátt- takendur sem teljast fullnægja skil- yrðum seljanda fyrir kl. 12.00 föstu- daginn 17. desember nk. í framhaldi af því verður óskað eftir tilboðum í hlutabréf í SR-mjöli hf. og verður tilboðsfrestur til kl. 16.00 þriðjudag- inn 28. desember 1993. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboð- um. Virðingarfyllst, f.h. VÍB, Verð- bréfamarkaðs íslandsbanka hf. Sig- urður B. Stefánsson framkvæmda- stjóri. II. Þann 13. desember sl. kl. Gluggaútstilling kærð til lögreglu „GRÉTAR Norðfjörð aðalvarð- stjóri lögreglunnar hringdi í okk- ur að kvöldi 30. desember og sagði að við hefðum verið kærðir af einum nefndarmanni í áfengis- varnaráði og bað hann okkur að fjarlægja tómar léttvínsflöskur sem voru hafðar til útstillingar með bókinni Vínin í ríkinu,“ segir Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Máls og menningar, í sam- tali við Morgunblaðið. Mál og menning hefur kynnt bók- ina undanfarnar þtjár vikur með gluggaútstillingu þar sem raðað er upp tómum léttvínsflöskum ásamt nokkrum eintökum bókarinnar í verslun sinni á Laugavegi. Var sú útstilling kærð til lögreglu fyrir helgina en Árni sagðist vita um samskonar útstillingu í tveimur öðr- um bókaverslunum. Sagði hann að eftir að málið hefði verið rætt innanhúss hefði verið ákveðið að fjarlægja ekki útstilling- una og yrði lögreglan að gera það sjálf efjiún teldi hana vera lögbrot. Sagði Árni að þegar hann hefði til- kynnt lögreglu þá ákvörðun hefði annar varðstjóri verið kominn á vakt og sá ekki talið ástæðu til að gera mikið úr málinu. Lögreglan Morgunblaðið/Kristinn Útstillingin MÁL og menning var kærð til lögreglu um áramótin fyrir að setja tómar léttvínsflöskur með bókaútstillingu í glugga bóka- verslunarinnar á Laugaveginum. hafí því aldrei verið send á staðinn og flöskurnar væru því enn í glugga verslunarinnar. 16.00 höfðu þijú svör borist við bréfi þessu. Þau voru frá Halldóri Jóns- syni bæjarstóra f.h. Akureyrarbæj- ar, frá Haraldi Haraidssyni, Eykta- rási 26, Reykjavík, f.h. fleiri ijár- festa og frá Jónasi A. Aðalsteinssyni hrl. f.h. tuttugu og eins útgerðarfé- lags, Qögurra fjármálafyrirt'ækja, þ.e. Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans hf., Draupnissjóðsins hf., Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Þróunarfélagsins hf. Gagnvart þess- um hópi höfðu jafnframt olíufélögin þijú lýst yfir stuðningsvilja sínum, svo og starfsmannafélög verðsmiðja SR-mjöls hf. og sveitarfélögin fimm þar sem verksmiðjur félagsins eru staðsettar. III. Eftir að fulltrúar seijanda höfðu lagt mat á þær upplýsingar sem borist höfðu frá tilbjóðendunum þremur mánudaginn 13. desember sl. var VÍB falið að leita eftir frek- ari skýringum og nánari upplýsing- um þar sem þess gerðist þörf. Föstu- daginn 17. desember 1993 var ákveðið af hálfu seljanda að allir þessir þrír væntanlegu tilbjóðendur fengju afhent útboðsgögn eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi. Reykjavík 17. desember 1993. Efni: Afhending útboðsgagna vegna sölu á SR-mjöli hf. I ljósi þess að aðeins þrír aðilar skiluðu inn upplýsingum og stað- festu þar með áhuga sinn á að gera tilboð í félagið hefur sjávarútvegs- ráðuneytið ákveðið að þeim verði öllum afhent útboðsgögn. Ákvörðun þessi er tekin án þess að sérstakt mat hafi á þessu stigi verið lagt á þau atriði sem óskað var upplýsinga um í bréfi VÍB frá 7. desember sl. Útboðsgögn eru: 1. Stofnefnahagsreikningur SR- mjöls hf. 2. Árshlutauppgjör félagsins 1. ág- úst til 31. október 1993. 3. SR-mjöl hf. - samantekt á for- sendum verðmats. Útboðsgögn afhendast eftirfar- andi: Akureyrarbæ, hr. Halldóri Jónssyni bæjarstjóra. Hr. Haraldi Haraldssyni, Eyktarási 26, 110 Reykjavík. Hr. Jónasi A. Aðalsteins- syni hrl., f.h. hóps fjárfesta. F.h. Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri. IV. Þriðjudaginn 28. desember 1993 kl. 16.00 höfðu tvö tilboð bor- ist sem opnuð voru af hálfu fulltrúa seljanda en jafnframt bréf frá Akur- eyrarbæ þar sem óskað var eftir lengri tilboðsfresti. Fulltrúar selj- anda ásamt starfsmanni verðbréfa- fyrirtækisins áttu viðræður þá um eftirmiðdaginn til að óska nánari útskýringa á því sem í tilboðum fólst, við Sigurð G. Guðjónsson hrl. og Harald Haraldsson f.h. annars til- boðsgjafans, en Benedikt Sveinsson hrl. og Jónas A. Aðalsteinsson hrl. f.h. hins tilboðsgjafans. V. Fulltrúar seljanda tóku sér lið- lega sólarhring til að taka afstöðu til fenginna tilboða og nánari útskýr- inga á þeim. Að þeim tíma liðnum var gengið til samninga við annan tilboðsgjafann á grundvelli ráðgjafar VÍB. Var þá þegar að kvöldi mið- vikudagsins 29. desember sl. hinum tilboðsgjafanum greint frá niður- stöðunni símleiðis og bréflega og fréttatilkynning send til fjölmiðla af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins. Ráðgjöf VIB byggðist á að samn- ingsaðili fullnægði skilyrðum selj- anda sem sett voru fram í ofan- greindu bréfi frá 7. desember sl. m.a. um fjárhagslegan styrk til að h'yggja kaupin og áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Þá var jafn- framt litið til dreifingar eignaraðild- ar og þátttöku heimamanna og starfsmanna sem út frá var gengið þegar Alþingi samþykkti ákvæði varðandi sölu hlutabréfanna á síð- asta vori.“ TÖLVUNÁM FYRIR UNGLINGA11-16 ÁRA Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst. námskeið þar sem megin áhersla er lögð á að nýta tölvuna sér til gagns. Kennt er á PC tölvur. Farið er í fingrasetningu, vélritunaræfingar, Windows, stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni og ieiki. Kennsla fer fram á laugardögum kl. 12-16. Innritun er hafin í síma 616699. Tolvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91 -616699 Metsölublad cí hwrjum degi! EGLA bréfabindi SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 KJOLFESTA ÍGÓÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.