Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 47 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ GEIMVERURNAR Geimverurnar eru lentar í Laugarásbíói (ath. ekki á Snæfellsnesi). Grínmynd fyrir alla, konur og kalla og líka geimverur. Dan Akroyd og Jane Curtin í speisuðu gríni frá upphafi til enda! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FULLKOMIN AÆTLUN „The Program" fjollar um óslir, kynlif, kröfur, heiður, svik, sigra, ósigra, eiturlyf. Svona er lífið ■ héskólanum. ATH.: i myndinni er hraðbrautiiratríðið umtal- oða, sent bannað vor í Btmdaríkjunum. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.05 HÆTTULEGT SKOTMARK Hörkuspenna með Van Damme. ★ ★’A G.E. DV. ★★'/= S.V. MBL. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Strangl. b. i. 16. R N M SÍMI: 19000 „Nýliðinn Stahl sýnir undraverða hæfileika. Ung persóna hans er dýpri og flóknari en flest það sem fullorðnir leika í dag og er það með ólíkindum hvað stráksi sýnir mikla breidd í leiknum. f ári uppfullu af góðum leik frá ungum leikurum ber hann höfuð og herðar yfir alla. Gibson sjálfur hefur sjaldan verið betri.“ G.E. DV. ★ ★ ★A.I.MBL. „Ein besta mynd ársins 1993. Mel Gibson er stórkostlegur leikari og hæfileikaríkur ieikstjóri." New York Post. Aöalhlutverk: Mel Gibson og Nick Stahle. Leikstjóri: Mel Gibson. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10 „Gunnlaugsson vag in i barndomslandet ar rakare án de flestas." Elisabet Sörensen, Svenska Dagbladet. „Pojkdrömmar ár en oerhört chármerande och kánslig film som jag tycker ár váldigt bra.“ Nils Peter Sundgren, Gomorgon TV ★ ★ ★ ★ íslenskt - já takkl Sýnd í B-sal kl. 5,7, 9 og 11. „Ég hvet alla sem vilja sjá eitthvað nýtt að drifa sig í bfó og sjá Hin helgu vé. Þetta er yndisleg Iftil saga sem ég hefði alls ekki viljað missa af!“ Bíógestur. „Hrifandi, spennandi, eró- tfsk.“ Alþýðublaðið. „...hans besta mynd til þessa ef ekki besta fs- lenska kvikmynd sem gerð hefur verið seinni árin.“ Morgunbiaðið. ★ ★★1/2„MÖST“ Pressan MAÐUR ÁN ANDLITS Cyrano De Bergerac Vegna fjölda áskorana endursýnum vlö stórmyndina Cyrano de Bergerac f nokkra daga. Aðalhlutv.: Qérard Depardieu. Sýnd kl. 5 og 9. PÍANÓ Sigurvegari Can- nes-hátíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjörn- ur af fjórum mögu- legum.“ ★ ★★★★ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Hoily Hunter, Sam Neill og Harvey Keitei. Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10. Fjölskyldumynd fyrir alla TIL VESTURS Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Ellen Barkin. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. „Fullkomin bíómyndl Stórkostlegt »v- intýri fyrir alla aldurshópa til að skemmta sér konunglega." Parenting Magazine. Robin Williams í Aladdín Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Aladdín. Sýnd í Bíóhöllinni og Bíóborginni. Leiksfjórar: Ron Clemens og John Musker. Raddir: Robin Williams, Scott Weinger, Linda Larkin, Jonat- han Freeman, Frank Welker, Gilbert Gottfried. Varla hefur farið framhjá nein- um að tvær útgáfur eru sýndar i Sambíóunum af Disheyteikni- myndinni Aladdín, önnur með ís- lensku tali þar sem Þórhallur Laddi Sigurðsson og fleiri góðir leikarar tala inná myndina og hin á frum- málinu þar sem Robin Williams fer á kostum sem andinn blái í lampan- um. Það er vel til fundið að sýna myndina einnig á frummálinu því þá geta þeir sem það vilja séð upprunalegu útgáfuna þótt í raun- inni lítill munur sé á þeim svo ágæt er íslenska talsetningin. Það skemmtilegasta við frummálið er leikur Williams, einhvers annálað- asta og besta grínleikara Banda- ríkjanna, í hlutverki hins brjálæðis- lega anda en hann gefur honum slíka innspýtingu af fjöri og leik- araskap að fáu er til að jafna úr veröld teiknimyndanna. Ólíkt því sem margir gætu hald- ið tala leikarar fyrst inná band þegar gerðar eru teiknimyndir og skapa persónuleika sem teiknarar ---- — --------------------—— síðan fullmóta á teikniborðinu. Williams er frægur fyrir spuna í upptökum og fer þá út og suður í gríni og glensi svo sagt er að eng- in upptaka með h'onum sé eins og hann talar svo hratt að hlustandinn þarf á allri sinni einbeitingu að halda. Teiknimyndin fer í annan gír þegar andinn birtist og allir kostir Williams sem grínara koma fram í honum, ekki síst eftirhermuhæfi- leikar hans og ótrúlegur hraði. Andinn, sem Eric Goldberg teiknar snöfurmannlega, bregður sér bók- staflega í allra kvikinda líki, í franskan sjóara, þjón, sauð, bí- flugu, Arnold Schwarzenegger og Groucho Marx svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Andinn hefur einstakan áhuga á nútíma poppmenningu og sérstaklega er gaman að því þegar hann tekur fyrir Robert De Niro (líklega úr „Taxi Driver") og Jack Nicholson (kvennaflagarinn). Allt gerist þetta á svo ofsalegum hraða að áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að missa ekki af neinu. Frásöguháttur myndarinnar er ekkert síður hraður og skemmti- legur, bæði spennandi og róman- tískur með magnaðri flugeldasýn- ingu í lokin þegar hinn illi Jafar ætlar allt að gleypa. Aladdín er hin besta skemmtun fyrir alla ald- urshópa en þeir sem eldri eru og allir kvikmyndaáhugamenn ættu að gefa frummálinu gaum. Varði doktorsritgerð í hjartalækningum AXEL F. Sigurðsson læknir varði 15. október sl. doktorsrit- gerð sína í lyflækningum og hjartalækningum. Ritgerðin ber heitið „Neurohormonal activation in patients with ac- ute myocardial infarction or chronic congestive heart fail- ure - with special reference to treatment with angiotensin converting enzyme inhibitors". Doktorsvörnin fór fram við háskólann í Gautaborg þar sem Axel hefur stundað doktorsnám frá árinu 1988. Andmælandi við doktorsvörnina var John Kjeks- hus, sem er prófessor i hjarta- lækningum við Rikshospitalet í Ósló. Algengasta orsök hjartabilunar á Vesturlöndum er kransæðastífla sem valdið hefur hjartadrepi. Horfur sjúklinga með bráða krans- æðastíflu hafa batnað verulega á síðustu árum, samtímis sem al- gengi langvinnrar hjartabilunar hefur farið vaxandi. Doktorsrit- gerð Axels lýsir niðurstöðum mælinga á ákveðnum hvötum, boðefnum og hormónum í blóði sjúklinga sem fengið hafa krans- æðastíflu annars vegar og hins vegar í blóði sjúklinga sem þjást Dr. Axel F. Sigurðsson. af langvinnri hjartabilun. Megint- ilgátan er á þá leið að í mörgum tilvikum geti offramleiðsla líkam- ans á þessum efnasamböndum verið skaðleg fyrir hjartað og leitt til þess að hjartabilunareinkenna verður vart eða til þess að hjarta- bilun versnar, Niðurstöður rann- sóknanna samræmast þessari til- gátu. Axel F. Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1959 og fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1963. Foreldr- ar hans eru Linda Axelsdóttir, sem búsett er í Reykjavík, og Sigurður Finnsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri, sem lést 1962. AxeL lauk stúdentsprófi frá Mennta-’ skólanum við Hamrahlíð 1978 og hóf sarna ár nám við læknadeild Háskóla íslands. Hann lauk emb- ættisprófi í læknisfræði árið 1984, öðlaðist almennt laskningaleyfi hér á landi í október 1985 og sérfræði- leyfi í lyflækningum og hjarta- lækningum í maí 1992. Hann lauk sérfræðingsprófi sænska hjarta- læknafélagsins árið 1990. Frá árs- bytjun 1988 hefur hann starfað við lyflækningadeild og hjartadeild Östra-sjúkrahússins í Gautaborg^ þar sem hann nú gegnir stöðu sérfræðings í hjartalækningum. Eiginkona Axels er Elínborg Sig- urðardóttir hjúkrunarfræðingur sem starfar við gjörgæsludeild Sahlgrenska-sjúkrahússins í Gautaborg. Börn þeirra eru Tómas Andri, sem fæddur er 1988, og Arnar Kári, sem fæddur er 1990:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.