Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 49

Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 49 Hver er hræsnari? Frá Önnu Bencovic: Hinn 14. nóvember síðastliðinn skrifar Sigurbjörn Einarsson stutta, en magnaða grein í Morgunblaðið þar sem hann ver það sjónarmið kristinnar trúar að veita beri hjálp- arhönd griðlausum manni. Pétur Pétur Pétursson þulur sér síðan ástæðu til að andmæla biskupi með einhveijum Gervasónirökum. Ég verð að viðurkenna að það mál þekki ég ekki nóg til að tjá mig um það öðruvísi en svo að það er ekki sami hlutur að senda mann, Gervasóni, til sinnar þjóðar í her- skyldu eða þegnskyldu og að senda mann, Gordan, í opinn dauðann. Sigurbjörn svarar Pétri glæsilega stuttu síðar og eyðir þessum mis- skilningi og hefði ég haldið það duga hveijum heilvita manni. Svo virðist vera. Magnús Hinsvegar birtist sú ruglingsleg- asta grein sem ég hef lesið hinn 22. desember í téðu blaði eftir Magnús nokkurn Skarphéðinsson. Hann notar þar Gervasónirökin, afbökuð og klykkir út með að saka Sigurbjöm um hræsni. Greinin er ekki svaraverð sem slík, hinsvegar vil ég leiðrétta það í máii Magnúsar að flóttamaðurinn er alls ekki Bosn- íumaður, heldur af króatískum og ungverskum ættum frá Vojvodínu, en það hérað hefur talist til Serbíu síðan eftir fyrri heimsstyijöld. Að senda hann til Vojvodínu núna er að senda hann í dauðann, hvað sem stjómvöld í Serbíu segja. Þau em nefniiega mikið fyrir þessa sjálf- hverfu kynþáttarembu, eins og Magnús og því miður fleiri. Ég er sannfærð um að dr. Helgi Pjeturss ætlaðist manna síst til að kenningar hans um ágæti norrænnar menn- ingar væm notaðar á svo lágkúru- legan hátt og hafí Sigurbjöm bent á það er ekki um neina hræsni að ræða. Gunnlaugur Hinn 4. desember skrifar Gunn- iaugur Þórðarson fv. formaður Rauða krossins stutta grein í Morg- unblaðið. Mig langar að varpa hér fram nokkrum spurningum vegna þeirrar greinar. Af hveiju er fullyrt að margum- ræddur flóttamaður sé „undir fölsku yfirskyni"? Hvers vegna skyldi okkur síst bera að skjóta skjólshúsi yfir mann- eskju sem hefur dvalið í Svíþjóð og lært sænsku? Hvað er varhugavert við slíkan flóttamann umfram aðra? Gordon Gordon er að flýja dauðann, ekki einungis sinn eigin heldur einnig það að drepa. Síðan stríðið braust út í fyrrverandi löndum Júgóslavíu hafa bæði ríkisstjórnir Ungveija- lands og Króatíu mótmælt því á alþjóðlegum vettvangi að minni- hlutahópar í Vojvodínu (Serbar eru um 54% íbúa þar og því í meiri- Frá Berglindi Ólafsdóttur: Ég hef reglulega pantað pizzu hjá Dominos og hef verið nokkuð ánægð með bæði pizzurnar og þjón- ustuna fyrir utan 2-3 skipti þar sem ég þurfti að endurtaka pöntun- ina a.m.k. tvisvar. En það er ekki aðalmálið í þessu bréfi. Fyrir nokkrum vikum pantaði ég þar pizzu, sem er ekki í frásögur færandi, nema að ég fékk á hana álegg sem ég bað alis ekki um. Ég var nokkuð svekkt en ákvað að gera ekkert í málinu í það skiptið. Eg tíndi bara þetta óumbeðna álegg af. Svo var það fyrir nokkrum dög- um að ég hringdi aftur í Dominos og pantaði pizzu. Og aftur fékk ég þetta sama álegg óumbeðið. Ég varð vægast sagt fyrir vonbrigðum og hringdi aftur í Dominos og til- kynnti þetta. Maðurinn sem ég tal- aði við sagði að ég fengi aðra pizzu ókeypis en bað mig svo að bíða í dálitla stund. Þegar hann kom aftur í símann sagði hann einungis að ég fengi aðra pizzu en hann vildi fá hina pizzuna aftur. hluta) skuli sæta þeim afarkostum að vera sendir fyrstir og fremstir á víglínuna. Það hljóta flestir að skilja að Króati vilji ekki ana fremst með Serbum í árásar- og landvinninga- stríði gegn Króötum. Sem betur fer tókst honum að flýja, fyrst til Sví- þjóðar þar sem honum var vísað frá á vafasömum forsendum og þá til íslands. Ég segi „á vafasömum for- sendum“ um brottreksturinn frá Svíþjóð vegna þess að það er sorg- leg staðreynd um hið alþjóðlega samfélag að það hefur hvorki sinnt örvæntingaráköllum Kosovohéraðs í Serbíu né Vojvodínu svo heitið geti. Ég vil taka það fram í lokin að sé þessi flóttamaður annað en hann segist vera þá siglir hann undir fölsku flaggi. Það er ótrúlegt að svo sé, en sjálfsagt er að athuga þetta mál til hlítar áður en misvitrum fullyrðingum er slengt fram. ANNA BENKOVIC, Skálholtsstíg 2, Reykjavík. Nú, ég beið í annan hálftíma og gamirnar voru farnar að gaula. Það fyrsta sem sendillinn sagði var: „Þú átt örugglega ekkert að borga á milli er það?“ Ég varð nú svolítið hissa og sagði að eiginlega ætti það að vera öfugt. En sendillinn vissi ekkert um neinn afslátt eða neitt til að bæta mér þetta upp. Sem sagt: Það kom nákvæmlega ekkert út úr því þótt ég hringdi og kvartaði, ekki einu sinni afsökunar- beiðni. Ég hefði kannski frekar átt að tína þetta blessaða álegg af sem ég bað aldrei um og gefa kettinum það í stað þess að bíða í klukkutíma eftir pöntun sem var ósköp einföld en virtist vera of flókin fyrir starfs- fólk Dominos. En eitt er víst: Ég panta ekki aftur pizzu hjá Dominos. BERGLIND ÓLAFSDÓTTIR, Úthlíð 9, Reykjavík. Pennavinir GHANASTÚLKA 25 ára með áhuga á kvikmyndum, bréfaskrift- um, rómantískum bókmenntum: Stephanie Quayson, P.O. Box 908, Royal Lane, Oguaaman, C.C. Ghana. ÁTTA ára tékknesk stúlka með áhuga á bama- og unglingabók- menntum: Miroslava Noskova, DNV 4, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. NÍTJÁN ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Kati Moilanen, Tammikatu 4, 37120 Nokia, Finland. ÞJÓÐVERJI sem var háseti á segl- skútunni Frithjof Nansen, sem hafði viðkomu á íslandi sl. sumar, langar mikið að eignast íslenska penna- vini. Er 22 ára og hefur áhuga á dansi, tónlist, handbolta, ferðalög- um, kvikmyndum og siglingum: Frank Noack, Grosse Hirschseiters 1, 66589 Merchweiler, Germany. LEIÐRÉTTIN Undirskrift fór á flakk 1 minningargrein, sem systkinin Gyða Þórdís, Sveinn Rúnar og Kristinn G. Þórarinsbörn skrifuðu um ömmu sína, Guðrúnu Pálínu Jónsdóttur, og birtist á bls. 52 í Morgunblaðinu í gær, gerðist það, að nafn Kristins var skilið frá nöfn- um hinna systkinanna vegna mis- taka í vinnslu blaðsins og hann gerður að meðhöfundi Jónu Einars- dóttur, sem einnig ritaði minningar- grein um Guðrúnu. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Veski tapaðist SVART samanbrotið peninga- veski með töluverðri peninga- upphæð tapaðist á gamlársdag. Eigandinn notaði veskið síðast í sölutuminum í Ofanleiti 14, en þar kannast enginn við það. Þeir, sem kynnu að hafa fundið veskið, eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 688133. Perlufesti tapaðist PERLUFESTI, jólagjöf frá ást- vini, tapaðist að öllum líkindum á gangstéttinni við Skólavörðu- stíg 3 á jóladag. Perlufestarinn- ar er sárt saknað og er skilvís fínnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 673767. Fundar- laun. Skór töpuðust SVARTIR kvenskór í brúnum poka töpuðust á annan í jólum á Ránargötunni, vestan Bræðraborgarstígs. Finnandi vinsamlega hringi í síma 34613. Fundarlaun. Barrokk SÁ SEM tók dökkbrúnan gervi- pels (Donny Brook-merki í hálsmáli) í misgripum á Bar- rokk á gamlárskvöld, er vin- samlega beðinn að skila honum því hans er sárt saknað. Upp- lýsingar í síma 72948. Jakki tapaðist LJÓSBRÚNN rúskinnsjakki var tekinn í misgripum á Hótel íslandi á gamlárskvöld. í jakk- anum vom húslyklar og blóm- óttur klútur. Sá sem var í jakk- anum hafði fengið hann að láni, og er honum því mjög í mun að fá hann aftur. Viti einhver hvað af jakkanum hefur orðið er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 625500. Hattur tapaðist SVARTUR hattur frá Vera Moda tapaðist í Heiðarási á gamlárskvöld. Einhver hafði fundið hann og sett hann á girðingarstaur og eiganda hans gert viðvart um það, en hattur- inn hafði þá fokið eitthvað út í buskann. Kannist einhver við hattinn er hann vinsamlega beðihn að hringja í síma 10213. Húfa tapaðist SVÖRT loðhúfa tapaðist fyrir utan Iðnaðarmannahúsið á Hallveigarstíg 27. desember sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 10716. GÆLUDÝR Hvolpar í heimilisleit TVEIR gullfallegir 8 vikna hvolpar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 92-37940. Til Dominos Pizza MÁTTUR FYRIR ALLA! Valda rangir lífshættir þér umhugsun? Streita, reykingar, hreyfingarleysi eöa rangt mataræöi. Þaö er hœgt oð gera eitthvaö í málinu MÁTTUR er forvarna- og endurhæfingarstöö, þar sem fólk á öllum aldri á þess kost að rækta líkama og sál. Kynntu þér alla kostina sem þér bjó&ast í MÆTTI á svi&i líkamsræktar og uppbyggilegra námskei&a. KJÖRÞYNGDARNÁMSKEIÐ Þetta námskeið er ætlað þeim sem þurfa að grennast gg er haldið fyrir 10-12 manna hópa. Áhersla er lögð á að veita þátttakendum stuðning, bæði með einstaklingsráðgjöf og samskiptum innan hópsins. Fjallað verður um ýmsa þætti varðandi. mataræði og atferli sem hefur áhrif á neysluvenjur. Fylgst verður nákvæmlega með árangri og þátt- takendur vigtaðir einu sinni í viku,- í upphafi og við lok námskeiðsins veröa gerðar mælingar á húðfitu, blóðþrýstingi og þoli. Ásamt næringarfræðingi munu sál- og íþróttafræð- ingur halda fyrirlestra. KjÖRÞYNGDARNÁMSKEtÐ UNGLINGA Markmið námskeiðsins er að aðstoða unglinga (of feita sem of granna) að læra um mataræði og temja : sér þjálfunarprógram sem hjálpar þeim að ná kjörþyngd og háída henni. ; Námskeiðið er í 12 vikur, undir stjórn næringar- og íþróttafræðings. LÍKAMSÞJÁLFUN Dæmi um þennan þátt er; skokk, sund, göngur, styrktar- og þolþjálfun í tækjum, liðleikaþjálfun, leik- og þolfimi. Líkamsþjálfun fyrir konur með börn á brjósti eða barnshafandi. Fólk í megrun, eldra fólk og ýmsa sérhópa. Einkaþjálfun. HEILSULYKILL Fyrir þá sem vilja breyta lífsvenjum sínum. Mat á þjálfunarástandi, mælingar, ráðgjöf og þjálfun. STUÐNINGSTÍMAR Stuðningstímamir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim sem þurfa á sérstakri þjálfun að halda, t.d. fólk sem er að ná sér eftir siys, sjúkdóma eða hefur nýlokið endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara og treystir sér ekki í þjálfun án sérstakrar aðstoðar. BÆTT HEILSA - BETRA LÍF! ;jí l| Tveggja mánaða þjálfun með umsjónarkennara, fyrir þá sem eru að byrja eftir langa hvíld. Mælt er þol og blóðþrýstingur og haldinn er fyrirlestur um næringu. Nemendur fá kennslubók um áhrif mataræðis og líkamsþjálfunar á þyngdar og fitutap. Líkamsþjálfun f tækjum og leikfimi eftir getu hvers og eins. Allar nánarí upplýsingar ísíma 689915 FAXAFENI 14, REYKJAVÍK, SÍMI 689915

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.