Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 52
MORGVNBLAfílÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍM 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Banaslys í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í Hafnarfirði Karlmaður lést ~og stúlka er lífs- hættulega slösuð Stúlkan sem slasaðist lífshættu- lega var flutt á gjörgæsludeild Borgarspítalans og var enn talin í ollalækkanir á sjávarafurðum Leiðir til vinnslu hérlendis BANASLYS varð í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Reykjanesbrautar og Öldugötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Karlmaður sem var farþegi í aftursæti annars bílsins lést og stúlka sem var ökumaður sömu bifreiðar slasaðist lífshættulega, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar. lífshættu í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum læknis á Borgarspítal- anum. Farþegi sem var í framsæti sömu bifreiðar og ökumaður, sem var einn í hinum bílnum, voru báð- ir fluttir á slysadeild Borgarspítal- ans, Læknisskoðun leiddi í ljós að þeir höfðu hlotið óveruleg meiðsl og fengu að fara heim í gærkvöldi. Tilkynnt var um slysið um klukk- an 19 í gærkvöldi. Rákust bílarnir saman er þeir mættust á Reykjanes- brautinni við gatnamót Reykjanes- brautar, Öldugötu og Kaldársels- vegar. Er ekki vitað um tildrög þess að bílarnir rákust saman en þeir eru báðir gerónýtir. Maðurinn sem lést var fæddur árið 1967. Er taiið að hann hafi FORSTJORI Sölusambands ís- látíst samstundis við áreksturinn. lenskra fiskframleiðenda telur að tollalækkun á ferskum fiskflökum á markaði Evrópubandalagsins muni leiða til frekari vinnslu á sjávarafurðum hérlendis. Yið gildistöku Evrópska efnahags- svæðisins um áramótin voru 8% toll- ur á þorskflökum og 16% toilur á ufsaflökum lagðir af. Þá lækkar toll- ur á karfaflökum í áföngum á næstu fímm árum úr 18% í 5,4%. Gunnar Öm Kristjánsson, forstjóri SÍF, seg- ist hafa þá tilfinningu að útflutning- ur héðan muni við þetta færast úr flöttum físki yfír í flök. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, á ekki von á byltingarkenndri breytingu á útflutningsmagninu á þessari vöru og Benedikt __ Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Islenskra sjávaraf- urða, segir að EES-samningurinn breyti ekki miklu fyrir frystinguna sem hefur notið svonefndrar bókunar sex í samningi við EB. Sjá B2: „Lækkun...“ Morgunblaðið/Júlíus Bergvík VE 505 Reynt á stór- straumsflóði REYNT verður að ná Bergyík VE 505, sem strandaði í Vaðlavík 18. desember sl., af strandstað á stórstraumsflóði í næstu viku með vinnuvélum, björgunarskipinu Goðanum og varðskipinu Tý. Tilraunir þær sem gerðar hafa verið hingað til hafa ekki borið árangur en litlu munaði á miðvikudag í síðustu viku þegar Týr kippti í Bergvíkina. Þá þurfti á síðustu stundu að skera á vírana vegna þess að Týr var kominn í hættu. Banaslys FARÞEGI lést og ökumaður slasaðist lífshættulega í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Hátt verð á fiski vegna lítils framboðs og góðra aðstæðna ytra Uppgrip hjá trillu- körlum sem róa stíft Hornfirðingar hættu við að selja gámafisk utan ÞAÐ RÍKIR hálfgerð vertíðarstemmning meðal trillusjómanna á Suður- nesjum. Vegna lítils framboðs á fiski á mörkuðum hér innanlands í kjölfar sjómannaverkfallsins sem hófst á nýársdag og vegna hag- stæðra skilyrða á mörkuðum erlendis fæst hátt verð fyrir aflann, sér- staklega óslægða ýsu og hafa trillusjómenn nýtt sér ástandið. Sama gildir víðar um land og á Höfn í Hornafirði var hætt við að senda gám til Englands með um 37 tonn af slægðri, ísaðri ýsu og þorski. Trillusjómenn á Suðurnesjum nýta sér ástandið og segja þeir trillusjó- menn sem rætt var við þar að vel hafi veiðst auk þess sem veður hafi verið gott. Megnið af aflanum er þorskur, en þó vilja þeir frekar ýsuna því fyrir hana fæst hærra verð. Þeg- ar verið var að landa síðdegis í gær í Sandgerði voru sumar trillurnar að koma í land eftir þriðja túrinn á rúm- um sólarhring. Ný reglugerð um ökutækjatryggingar gengin í gildi Tjón vegna óþekkts eða óskráðs ökutækis bætt NÝ reglugerð um ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns, sem gildi tók um áramót, tryggir að bætt verður líkamstjón og tjón vegna missis framfæranda sem hlýst af völdum óþekkts eða óvátryggðs skráningarskylds ökutækis. Sam- tökin Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Islandi sf. munu bæta tjón þessi, en að þeim standa öll vátryggingarfélög sem annast ökutækja- tryggingar. Þá varð einnig sú breyting með gildistöku reglugerðar- innar að ábyrgðartrygging ökutækis, sem keypt er hér á landi, gild- ir framvegis í öllum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í frétt frá dóms- g^.álaráðuneytinu. Þar segir, að þýð- ingarmesta breytingin, sem felst í reglugerðinni, varði tjón af völdum óþekktra og óvátryggðra ökutækja. Nú verður bætt líkamstjón og tjón vegna missis framfæranda ef tjónið er af völdum óþekkts eða óvátryggðs skráningarskylds ökutækis. Sá sem fyrir tjóni verður getur snúið sér , beint til Alþjóðlegra bifreiðatrygg- inga á íslandi sf., en samtökin eiga svo endurkröfurétt á hendur þeim sem ábyrgð bar á tjóninu, sem getur eftir atvikum verið eigandi eða not- andi ökutækis eða vátryggjandi þess. Þó verða bætur ekki greiddar ef sýnt er fram á að tjónþolinn hafí verið af fúsum og frjálsum vilja í ökutæk- inu, vitandi að vátryggingin var ekki í gildi. Á sama hátt bætist ekki tjón á munum sem fluttir eru með óvá- tryggðu ökutæki ef eigandi eða sendandi munanna vissi að ökutækið var ekki tryggt. Ofangreindar reglur breyta því ekki að skylt er að kaupa vátrygg- ingu vegna ökutækis. Falli vátrygg- ing úr gildi vegna vanskila eða af öðrum ástæðum getur vátrygginga- félag eftir sem áður leitað til lög- reglu sem stöðvar notkun ökutækis með því að klippa númerin af. Tryggingin gildir innan EES Önnur breyting, sem felst í nýju reglunum, er að vátrygging keypt hér á landi gildir í öllum aðildarríkj- um EES. Tryggingin veitir þá vernd, sem kveðið er á um í hlutaðeigandi ríki, eða þá vernd sem íslensk lög- gjöf kveður á um þegar sú vernd er ríkari. Eftir sem áður er talið æskilegt að þeir sem fara utan með íslenskt ökutæki hafi meðferðis al- þjóðiegt vátryggingarkort, útgefíð af hlutaðeigandi tryggingafélagi. Trillusjómennirnir líta á þetta ástand sem uppgrip og segir Bergþór Ingibergssson, trillusjómaður, að vökurnar skipti litlu máli þegar nóg sé að gera, vel veiðist og gott verð fáist, Hann gerir út Hafdísi, sem er 9,9 tonn, ásamt Halldóri bróður sín- um og hafa þeir bræður fengið tæp 6 t í þremur róðrum á rúmum sólar- hring. Aflinn var seldur á uppboði á Fisk- markaði Suðumesja og fékkst gott verð fyrir aflann. Fór kilóið af ýsu hæst á 207 kr. en þorskkílóið á 142 kr. Meðalverð ýsunnar var einnig hátt eða 198 kr. fyrir kílóið. Logi Þormóðsson, stjórnarformað- ur Fiskmarkaðs Suðurnesja og eig- andi Tross sf. í Sandgerði, verkar ferskan fisk fyrir Bandaríkjamarkað. Hann segir að mikil kvótaskerðing bæði í Bandaríkjunum og Kanada auk ótíðar við austurströnd Banda- ríkjanna geri það að verkum að nán- ast enginn fískur sé í boði nema það sem komi héðan. Því sé verðið hátt og segir hann að það fáist um 730 kr. fyrir ýsuna, flakaða, en með bein- um og roði. Selt beint úr gámnum Kári Sölmundarson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Hafnar á Hornafirði, segir að þegar menn þar eystra hafi áttað sig á að líklega fengist hærra verð á markaði hér en ytra hafi verið hætt við að senda gám til Hull í Englandi með 22 t af ýsu og 15 t af þorski sem átti að fara á uppboð ytra. Gott verð fékkst fyrir fískinn, sem var 4-8 daga gamall og veiddur á línu og botnvörpu, eða 190 kr. hæst fyrir kílóið af ýsu og 110 kr. fyrir þorskkílóið. Sigurhjörn kjörinn íþrótta- maður ársins SIGURBJÖRN Bárðarson, hestaíþróttamaður úr Fáki, var í gærkvöldi útnefndur Iþrótta- maður ársins 1993 af Samtök- um íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hestamað- ur hlýtur þetta sæmdarheiti í þau 38 skipti sem Samtökin hafa staðið að kjörinu. Sigurbjörn hefur oftar orðið Islandsmeistari, Evrópumeist- ari og heimsmeistari á íslensk- um hestum en nokkur annar. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna á síðasta ári; m.a. þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Hol- landi. Auk þess var hann út- nefndur Skeiðreiðarmaður árs- ins af Alþjóða skeiðmeistara- sambandinu. Sigurbjörn sagði að þessi heiður væri mikill sig- ur fyrir hestaíþróttina. Sjá bls. 51: „Lang- sóttur draumur“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.