Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINN1ILÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Fyrirtæki Hagkaup-Bónus samsteypan með 16,1 milljarðs ársveltu SAMANLÖGÐ velta Hagkaups, Bónuss og Ikea á síðasta ári nam alls um 16,1 milljarði og jókst um tæplega 6% frá árinu áður. Vegur þar þyngst 15% veltuaukning hjá Bónusi sem velti 3,8 milljörðum á árinu en fyrirtækið bætti við nýrri verslun seint á árinu 1992 á Seltjarnarnesi. Salan í Hagkaup á sl. ári nam alls um 11.453 milljón- um samanborið við 11.010 milljónir árið 1992 þannig að aukningin milli ára er um 4%. Hjá Ikea varð aftur á móti 7,9% samdráttur og var veltan um 850 milljónir samanborið við 923 milljónir árið 1992. Samdráttur kom einkum fram í húsgögnum og eldhúsinnréttingum en hlutur smávöru jókst úr 45% í 55%. Hlutabréf Mikil lækk- un á Flug- leiðabréfum GENGI hlutabréfa í Flugleið- um lækkaði um 12% síðastlið- inn þriðjudag, en þá áttu sér stað viðskipti að fjárhæð 102 þúsund krónur að markaðs- virði á genginu 1,03. Þetta voru einu skráðu viðskiptin með Flugleiðabréf vikuna 5.-11. janúar en á gamlárs- dag voru skráð viðskipti með hlutabréf í félaginu á geng- inu 1,17. Alls námu skráð hlutabréfavið- skipti vikunnar 7,1 milljón króna. Þar af voru viðskipti með bréf í íslenska hlutabréfa- sjóðnum fyrir 5,876 milljónir. Hlutabréf í Eimskip hækkuðu í verði í viðskiptum vikunnar, fóru úr 3,85 í 3,90. Annars staðar lækkaði gengi bréfa, en aðeins áttu sér stað viðskipti Tneð hlutabréf í sex hlutafélög- um í vikunni. Bréf í Hlutabréfa- sjóðnum lækkuðu úr 1,09 í 0,95 eða um 13% í viðskiptum vik- Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins varð aukning í sölu á matvöru hjá Hagkaup á sl. ári meðan sala á sérvara stóð í stað. Hefur sala á dýrari vörum t.d. fatn- aði minnkað en sala hefur aukist á ódýrari vörum. Er nú unnið að því innan fyrirtækisins að ná betri árangri með sérvöruna. Afkomutölur Hagkaups og tengdra fyrirtækja hafa aldrei verið gefnar upp en samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins varð þokka- legur hagnaður á síðasta ári, skv. bráðabirgðatölum, eins og á árinu áður. Eiginfjárstaðan batnaði því bæði árin. Eins og fram hefur komið stofn- uðu eigendur Hagkaups móðurfé- lagið Hof sf árið 1991 sem á hluta- bréfin í Hagkaup og tengdum fyrir- tækjum. Dótturfélögin eru nú orðin níu talsins en það níunda bættist í hópinn nú um áramótin þegar kjöt- vinnsla Hagkaups var gerð að sjálf- stæðu dótturfélagi undir heitinu Ferskar kjötvörur hf. Hof sf. á auk þess innkaupafyrirtækið Baug, fjár- festingarfyrirtækið Þyrpingu, Ikea- verslunina, Kosta Boda, Fjárfest- ingarfélagið Þór og Þarfaþing. Þyrping annast alla fasteignaum- sýslu fyrir samsteypuna, en þar er m.a. um að ræða 17.500 fermetra rými í Kringlunni. Fjárfestingarfé- lagið Þór hefur fjárfest í 12 fyrir- tækjum þ.á.m. Bónus, Þórsbrunni og Futura sem rekur Dominos Pizza veitingastaðina. Þarfaþing var stofnað um viðhaldsdeild Hagkaups og býður fram þjónustu við viðhald og skipulagningu verslana en flest verkefni fyrirtækisins eru innan samsteypunnar. Bónus-verslanirnar eru níu tals- ins en tvær bættust við í Færeyjum skömmu fyrir áramót. Sú tíunda verður opnuð í Holtagörðum í haust eins og komið hefur fram. Morgunblaðið/Þorkell SKYIMJARI — Rögnvaldur Guðmundsson (t.h.) framkvæmda- stjóri RKS-Skynjaratækni útskýrir hið nýja kerfi. Með honum á mynd- inni er Jón E. Friðriksson frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sjávarútvegur íslensk skynjarakerfi fyrir frysti- hús og sláturhús komin á markað Geta komið í veg fyrir milljónatjón í frystitogurum að sögn Þorsteins I. Sigfússonar prófessors RKS-SKYNJARATÆKNI, þ.e. Rafmagnsverkstæði Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki, hefur sett á markað ný skynjarakerfi fyrir ammóníak og freon til notkunar í frystitogurum, frystihúsum og slát- urhúsum, svo dæmi séu tekin. Virka kerfin líkt og innbrots- eða eld- varnarkerfi og gera því viðvart um leið og leki á sér stað. Freon, sem er lyktarlaust, er eitt mest notaða kæliefni í frystihúsum og -togurum ásamt ammoniaki. Geta skynjararnir þannig komið í veg fyrir milljónatjón af völdum slíks leka, að sögn prófessors Þorsteins I. Sigfússonar, sem er upphafsmaður verkefnisins. Sagði hann að mýmörg dæmi væru um stórtjón af völdum slíkra leka, þó frekar í frystihúsum og -togurum en i sláturhúsum. Að verkefninu stóðu auk Þor- steins, Rögnvaldur Guðmundsson, iðnrekstrarfræðingur og fram- kvæmdastjóri RKS-Skynjaratækni, Jón E. Friðriksson, rekstrarstjóri KS, Kristján B. Garðarsson, fynv. iðnráðgjafi, og Hróbjartur Jónasson rafeindavirki. Að sögn Rögnvaldar kostar fullkomið kerfi í frystihús eða -togara um 200-300 þúsund krón- ur. Hægt er að tengja kerfið eld- varnar- eða innbrotskerfum og með litlum tilkostnaði er hægt að bæta öðrum gasskynjurum við. Skynjar- arnir geta gangsett loka og lokað fyrir gasstreymi, gangsett viðvörun- arkerfi eða t.d. hringt í vélstjóra í frystihúsi og gert viðvart um leka. Skynjararnir hafa verið til reynslu sl. sjö mánuði í frystihúsi og slátur- húsi á Sauðárkróki, en einnig í skut- togaranum Arnari HEl með góðum árangri, að sögn Þorsteins. „Við höfum lagt mikla áherslu á að þekkja það umhverfi þar sem vöru- þróunin hefur farið fram, því við teljum að þannig verði árangurinn bestur,“ sagði hann og bætti við að skynjarar fyrir freon og ammoníak væru til á markaði, en engir þeirra væru þó þeim kostum búnir að þola h-30°C. Telja forsvarsménn fyrir- tækisins því að útflutningsmarkað- urinn sé vænlegur. Þá hefur umhverfisráðuneytið nýverið gefið út reglugerð sem kveð- ur svo á um að þar sem notuð eru öflugri freonkerfi en 70 kíló beri að nota skynjarakerfi. Eru forsvars- menn fyrirtækisins af þessum sök- um einnig bjartsýnir á innanlands- sölu. Fyrirtæki Fjárfestingarlánasjóður Bílaleiga Flugleiða kaup- ir bíla fyrir 170 milljónir Iðnlánasjóður fær 46,2 milljón dollara lán Um 60 milljónum úthlutað í styrki IÐNLÁNASJÓÐUR tók á sl. ári lán hjá þremur erlendum bönkum að fjárhæð 36,2 millj. bandaríkjadala eða 2.900 millj. kr. Af þessari fjárhæð voru 7,7 millj. bandaríkjadala notaðir til þess að greiða upp tvö eldri lán eða 470 millj. kr. Hinir erlendu bankar, sem veittu lán- in eru Norræni fjárfestingarbankinn, Banque Générale du Luxembo- urg og Daiwa Bank. Lán Norræna íjárfestingarbank- BÍLALEIGA Flugleiða hefur gengið frá samningi um kaup á sam- tals 106 bílum frá Heklu og P. Samúelssyni og er gert ráð fyrir að ganga frá samningi um kaup á 25 bílum til viðbótar frá öðrum umboðum á næstu dögum. í sumar verða 232 bílar í flota leigunnar sem er 6% aukning frá því í fyrra. ans var í frönskum frönkum og sterl- ingspundum samtals að jafnvirði 8,2 millj. bandaríkjadala. Lánið er til 15 ára með 0,40% heildarálagi á Libor- vexti (allur kostnaður við lántökuna innifalinn), og þriggja ára afborgun- arfresti. Frá Banque Générale du Lux- embourg voru tekin lán í þýskum mörkum að ijárhæð jafnvirði 10 millj. bandaríkjadala. Lánstími er 7 ár með þriggja ára afborgunarfresti og 0,43% álagi á Liborvexti. Lánið frá Daiwa Bank var 28 millj. banda- ríkjadala og var einnig til 7 ára með 0,45% álagi á Liborvexti og þriggja ára afborgunarfresti. Á tvö seinni lánin bættist við óverulegur lántöku- kostnaður. Heildarfjárhæð erlendra lána Iðn- lánasjóðs er 10.343 millj. kr. og eru lánin tekin hjá 9 erlendum bönkum. Miðað við markaðsaðstæður á liðnu ári þykja þetta hagstæð lán einkum með tilliti til lengdar lánstíma. 80 fyrirtæki fá tæplega 60 millj. kr. styrki í desember úthlutaði stjórn Iðn- lánasjóðs styrkjum úr Vöruþróunar- og markaðsdeild að upphæð um 38 millj. kr. vegna verkefna á þessu ári og í maí mánuði má gera ráð fyrir að úthlutað verði um 20 millj. kr. til viðbótar. Styrkveitingar Vöruþró- unar- og markaðsdeildar eru í megin atriðum tvíþættar. Annars vegar er um að ræða styrki til markaðsað- gerða iðnfyrirtækja á nýjum mörk- uðum erlendis. Hins vegar er veitir sjóðurinn styrki til verkefna sem unnin eru í samvinnu við Iðntækni- stofnun og Útflutningsráð og bein- ast að markvissri þjónustu við ein- stök fyrirtæki. Umsóknarfrestir um styrki frá deildinni eru tvisvar á ári, 1. nóvem- ber og 1. maí. I nóvember sl. bárust beiðnir að upphæð um 75 millj. kr. Þar af afgreiddi stjórn sjóðsins styrki að upphæð 23 millj. kr. til 20 fyrir- tækja vegna markaðsaðgerða á fyrri hluta þessa árs en um 15 millj. kr. var varið til verkefna eins og Frum- kvæði- Framkvæmd og Vöruþróun ’94 sem eru skipulögð og unnin með Iðntæknistofnun. Einnig er um að ræða utflutningsverkefni sem unnin eru í samráði við Útflutningsráð. Ætla má að í þessum sérstöku verk- efnum taki þátt um 40 fyrirtæki þannig að þegar hefur verið ráðstaf- að styrkjum sem koma um 60 fyrir- tækjum til góða, en einnig má gera ráð fyrir styrkjum til um 20 fyrir- tækja vegna samþykkta í maí næst- komandi. Auk þeirra styrkja sem Vöruþró- unar- og markaðsdeild veitir, er áætlað að deildin ráðstafi um 60 millj. kr. í áhættulán til vöruþróunar til um 20 til 30 fyrirtækja. Nú nýver- ið samþykkti stjórn sjóðsins að vext- ir af þeim lánum geti numið allt að 3% á ári sem er lækkun um 2 pró- sentustig frá því sem verið hafði áður, en lán þessi eru jafnframt bundin lánskjaravísitölu. Sex aðilar lögðu fram tilboð og var það hæsta 25.676.534 kr. Til- boðin voru opnuð sl. þriðjudag á skrifstofu Ríkiskaupa, en opin Bílaleigan kaupir nýja bíla á þessu ári fyrir um 170 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Flugleiða.' Lögð er áhersla á að vera með nýja bíla og enga fólks- bíla eldri en 18 mánaða. Megnið af þeim bílum sem keyptir verða í vor verða seldir aftur á næsta ári þegar aftur verður ráðist í end- urnýjun. símalína var til Akureyrar, þannig að bjóðendur fyrir norðan gátu einnig fylgst með. Verið er að vinna úr tilboðunum. Afkoma Bílaleigu Flugleiða var góð á síðasta ári. Markaðssókn er- lendis var efld og skilaði það sér í auknum viðskiptum. Þá þykja horf- ur á þessu ári góðar en undanfarn- ar vikur hafa starfsmenn bílaleig- unnar unnið að gerð viðskiptasamn- inga við ferðaskrifstofur og ferða- heildsala í Evrópu og Bandaríkjun- Undirbúningur útboðsins, sem er að frumkvæði Ríkisspítalanna, er langt á veg kominn. Má búast við að Ríkiskaup auglýsi það síðari hluta janúar eða í byrjun febrúar. Prentunin sem um er að ræða er sjálfafritandi pappír, bréfsefni, nafnspjöld, bæklinga og tvö tímarit stofnananna, svo eitthvað sé nefnt. Stærsti hluti prentunarinnar fer nú fram hjá fjórum aðilum, en alls koma tólf fyrirtæki við sögu. „Meiningin er að þessum aðilum fækki að minnsta kosti niður í þijá og ná út meiri hagkvæmni,” sagði Pétur. um. Prentun Utboð á prentun fyrir ríkisstofnanir VERIÐ er að vinna að útboði fyrir Ríkisspitaiana og Trygginga- stofnun rikisins um prentun á meginhluta þess efnis sem prenta þarf fyrir fyrrgreindar stofnanir. Umfang verksins er milli 30 og 40 m.kr. og er þar af leiðandi með stærri útboðum í þessari grein, að sögn Péturs J. Jónassonar hjá innkaupadeild Ríkisspítalanna. Stjórnsýslan Pan hf. með lægsta tilboð BYGGINGAFÉLAGIÐ Pan hf. á Akureyri var með lægsta tilboð í byggingu húsnæðis sambýlis fatlaðra við Hafnarstræti 16 á Akureyri. Verkið nær til allra verkþátta við byggingu húsnæðis- ins. Hljóðaði það upp á 23.027.849 kr. Kostnaðaráætlun var rétt tæpar 27 m.kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.