Morgunblaðið - 13.01.1994, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
4
Ferðamál
Breyttar áherslur í
rekstri Urvals- Útsýnar
Aukin áhersla á mótttöku erlendra ferðamanna. Hlutur áætlunarflugs eykst á kostnað
leiguflugsins í kjölfar lækkandi fargjalda
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
hefur tekið í gagnið nýtt bókun-
arkerfi sem gerir mönnum kleift
að einfalda til muna úrvinnslu
ferðagagna innan fyrirtækisins.
í kjölfarið hefur sviðum fyrir-
tækisins verið fækkað úr fjórum
í tvö, skrifstofu- og fjármála-
stjórn annars vegar og sölu- og
markaðssvið hins vegar. „Hér
er um að ræða grundvallar-
breytingu í rekstri ferðaskrif-
stofunnar og það sem við erum
fyrst og fremst að sækjast eftir
er að mæta breyttum ferðavenj-
um Islendinga og almennu ytra
rekstrarumhverfi sem er að
breytast í heiminum í dag,“ seg-
ir Hörður Gunnarsson, forstjóri
Úrvals-Útsýnar. Þá hefur ferða-
skrifstofan aukið umsvif innan-
landsdeildarinnar til muna þar
sem móttaka á erlendum ferða-
mönnum hefur aukist um rúm
50% á síðustu tveimur árum.
Á síðasta ári fiutti Úrval-Útsýn
um 24,5 þúsund farþega til út-
landa, þar af um 11 þúsund í leigu-
flugi. Hörður segir hagkvæmni
leigufiugs minni en áður þar sem
alls staðar í heiminum sé_ þróun í
átt til lækkandi fargjalda. í kjölfar-
ið séu möguleikar áætlunarflugs
að aukast verulega. „Það er því
gjörbreytt rekstrarumhverfi sem
blasir við okkur og meðal annars
þess vegna erum við að fjárfesta
í nýjum tæknibúnaði sem tekur
mið af breyttum aðstæðum."
Goði Sveinsson e_r sölu- og mark-
aðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Hann
tekur undir með Herði að sam-
dráttur í leiguflugi sé fyrirsjáan-
legur og að sama skapi aukning í
áætlunarflugi. Það sé í takt við
almenna þróun í flugheiminum.
„Leiguflug hefur lengi verið stór
þáttur í starfseminni hér. Nú er
hins vegar almennt flugfargjald
að lækka mjög mikið og færast
nær þeim fargjöldum sem hafa
verið í gildi í leiguflugi. í náinni
framtíð mun því aukið framboð á
skipulegum hópferðum verða í
gegnum áætlunarflugið frekar en
leiguflugið,“ sagði Goði.
Hörður segir aðra meginástæðu
vera fyrir auknum vinsældum
áætlunarflugsins. Þar sem stór
hluti íslensku þjóðarinnar sé að
verða verulega ferðavanur fjölgi
þeim sem óski eftir aukinni fjöl-
breytni á ferðalögum sínum. Því
verði ekki svarað nema í gegnum
áætlunarflug.
Tíu þúsund erlendir
ferðamenn í fyrra
Aukin áhersla á áætlunarflug
leggur meiri vinnu á starfsfólk
ferðaskrifstofunnar, meðal annars
varðandi frágang ferða og úr-
vinnslu farseðla. „Nú erum við
komin með eigin bókunarkerfi hér
innandyra sem sér um allan ferilinn
frá því að við fáum viðskiptavin
inn um dyrnar hvort sem um er
að ræða leiguflug eða áætlunar-
flug. Kerfið heldur utan allt alveg
frá því að fyrirspurn er gerð og
þar til viðkomandi viðskiptavinur
gengur frá ferð sinni og fær af-
henta farseðla," segir Hörður.
„Úrvinnsluþátturinn sem var áður
í hverri deild, þ.e. sá hluti pöntun-
ar sem fer í gegnum reikningagerð
og annan frágang ferðagagna, er
ekki lengur undir beinum sölu-
deildum fyrirtækisins heldur er
allur úrvinnsluþáttur ferðagagna
kominn undir fjármálasvið. Þetta
er nýtt í ferðaskrifstofurekstri á
íslandi og kemur til vegna þeirrar
vélrænu tengingar sem við fáum
með nýja kerfinu.
Þá gerir nýtt bókhaldskerfið
okkur kleift að samnýta bókanir
fyrir sölu utanlandsferða og mótt-
töku eriendra ferðamanna sem er
sívaxandi þáttur í starfseminni. Á
síðasta ári fóru tíu þúsund erlend-
ir ferðamenn í gegnum ferðaskrif-
stofuna. Þar er um að ræða skipu-
legar ferðir, ráðstefnur, hvataferð-
ir, sérferðir einstaklinga o.fl. Þetta
er veruleg aukning og það er okk-
ur til hægindaauka að geta sett
úrvinnsluþáttinn undir sama hatt
og úrvinnslu utanlandsferða,“ seg-
ir Hörður.
Að sögn Harðar hefur ferða-
skrifstofan þurft að mæta lækk-
andi tekjum vegna lægri fargjalda
með ákveðinni naflaskoðun og
niðurstaðan hafi orðið bylting á
skipulaginu. „Við þurftum að búa
okkur undir að lækkunin gæti orð-
ið enn meiri. Það eru tvær lausnir
á vandanum, að íjölga viðskipta-
KYNNIIMGARSTARFSEMI — Mikil vinna hefur verið lögð í að kynna ísland fyrir erlend-
um ferðamönnum og Úrval-Útsýn hefur ekki látið sitt eftir liggja. Hér má sjá nokkra af þeim bæklingum
sem fyrirtækið hefur látið hanna og sent til söluaðila víða um heim.
Hugmyndasamkeppni
Snjallar hugmyndir
verðlaunaðar
Hugmyndasamkeppninni Snjallræði hleypt af stokkunum í annað sinn
HUGMYNDIR ■— Unnið að smíði frumgerðar að raufarfræs-
ara. F.v. Bjarni Harðarson, eigandi hugmyndarinnar, Einar Bjarna-
son, verkfr. og Guðni Ingimarsson, verkfr.
IÐNTÆKNISTOFNUN hefur
ákveðið að efna í annað sinn til
hugmyndasamkeppninnar
Snjallræðis í samstarfi við iðnað-
arráðuneytið og sjóði atvinnulífs-
ins, I samkeppninni eru verð-
launaðar snjallar hugmyndir ein-
staklinga sem geta leitt til fram-
leiðslu nýrra vara sem líklegar
eru til að spjara sig á markaði.
Verðlaununum verður varið til
að vinna hugmyndinni brautar-
gengi. Heildarverðlaun fyrir ein-
staka hugmynd geta numið allt
að liðlega tveimur milljónum
króna. Hugmyndasmiðurinn
verður að leggja fram mótfram-
lag sem getur numið allt að sautj-
án hundruð þúsundum, að mestu
í formi vinnuframlags viðkom-
andi hugmyndaeiganda. Á móti
kemur að allur hagnaður af hug-
myndinni rennur til eiganda hug-
myndarinnar. Síðast þegar
keppnin var haldin bárust um
250 hugmyndir.
Nokkrar af verðlaunahugmynd-
unum úr fyrra snjallræðisverkefn-
inu eru nú á lokastigi. Meðal þeirra
má nefna búnað sem notaður er í
heitum pottum, fræsari til að gera
raufar í límtré og mælitæki fyrir
díselvélar skipa. Allar þessar hug-
myndir eru algerar nýjungar á við-
komandi sviði og eru taldar eiga
góða markaðsmöguleika.
Einar Gunnlaugsson tækniteikn-
ari átti hugmyndina að búnaði sem
festur er í þar til gert niðurfall á
heitum pottum. Hér er um að ræða
einfalda og fjölþætta lausn. Talið
er að hönnun niðurfallsins komi í
veg fyrir slys sem hafa orðið vegna
sogsins sem myndast þegar vatninu
er hleypt úr pottinum. Dæmi eru
um að hár barna hafi lent í soginu
og barnið dregist niður að niðurfall-
inu. Á niðurfallið er fest sérstök
fjölnota súla sem notuð má til að
festa borðplötu í miðjan heita pott-
inn fyrir glös o.þ.h., auk þess sem
hægt er að festa við hana vínildúk
til að loka pottinum. Nú eru ein-
göngu fáanleg lok sem eru þyngri
en svo að einn maður geti flutt
það, en með nýju lausninni einfald-
ast málið verulega. Ennfremur hef-
ur Einar hannað lok úr harðplasti
sem yrði hugsanlega frekar nótað
yfir vetrartímann, lok sem er tví-
skipt og mjög létt en nýtist þar að
auki sem garðborð. Súluna er einn-
ig hægt að nota til fleiri hluta, t.d.
sem gosbrunn, fyrir útiljós o.fl.
Lokunarbúnaður Einars, bæði vín-
ildúkurinn og harða lokið, uppfyllir
öll ákvæði byggingarreglugerðar.
Raufarfræsari fyrir límtré
Bjarni Harðarson vélvirki á Flúð-
um átti hugmynd að þróun fræsara
til að fræsa raufar úr límtré fyrir
innlímdar stálplötur. Slíkt tæki mun
ekki vera til annars staðar, en ís-
lendingar eru brautryðjendur á sviði
innlímdra horna. Raufarfræsari
Bjarna sagar raufar upp í stóra lím-
trébita af mikilli nákvæmni og auð-
veldar mjög alla vinnu við innlímd
horn. Innlímdu hornin hafa það
m.a. í för með sér að samsetningar
tveggja límtrésbita sjást ekki þar
sem stálplatan hefur verið flutt inn
í viðinn.
Örn Marelsson tæknifræðingur
hefur fundið upp einkaleyfishæft
mælitæki m.a. fyrir díselvélar fiski-
skipa. Galdurinn við mælitækið
felst í því að það gerir mönnum
kleift að fylgjast með snúningi
ventla vélanna. Enginn slíkur bún-
aður er til svo vitað sé, en slíkt
tæki getur sparað allt að 4-500
þúsund að meðaltali í viðgerðar-
kostnað árlega á meðalstóru skipi.
Snjallræði í tveimur hlutum
Snjallræði er skipt í tvo hluta:
Fyrst eru valdar átta hugmyndir
sem geta fengið allt að 600.000 kr.
verðlaun. Peningunum er varið til
að kanna hvort hugmyndin sé arð-
vænleg til frekari vinnslu. Hug-
myndasmiðurinn leggur að auki til
200.000 kr. í flestum tilvikum í
formi vinnu.
Síðari hlutinn hefst u.þ.b. sex
mánuðum síðar. Þar eru valdar fjór-
ar af þeim átta hugmyndum sem
upphaflega voru valdar. Verðlauna-
upphæðin í seinni hlutanum nemur
allt að 1,5 millj. kr. og mótframlag
hugmyndasmiðsins er 50% eða allt
að 1,5 milljónum króna. I síðari
hlutanum er unnið að fullnaðarþró-
un, frumgerðarsmíð og undirbún-
ingi framleiðslu og markaðssetn-
ingu. .
Tilgangur keppninnar er að að-
stoða einstaklinga sem vilja koma
hugmyndum sínum á framfæri, en
hafa ekki fjárhagslegar eða tækni-
legar forsendur til þess. Auk Iðn-
tæknistofnunar styrkja iðnaðar-
ráðuneytið, Iðnlánasjóður og Iðn-
þróunarsjóður verkefnið. Umsókn-
arfrestur í Snjallræði er til 18.
febrúar næstkomandi.