Morgunblaðið - 13.01.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.01.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR '13. JANÚAR 1994 C 5 Morgunblaðið/Kristinn FERÐALOG — Móttaka erlendra ferðamanna verður sífellt stærri þáttur í starfsemi Ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar. Á með- fylgjandj myndi má sjá til vinstri Hörð Gunnarsson framkvæmdastjóra Urvals-Útsýnar og Goða Sveinsson sölu- og markaðsstjóra. Þeir segja að innan fyrirtækisins séu uppi hugmyndir um að koma því þannig fyrir að hver íslendingur sem skipti við ferðaskrifstofuna leggi að því að drög að flytja inn farþega á móti og skapa þannig atvinnutæki- færi hér innanlands. vinum og draga úr kostnaði. Við horfum á þetta nýju skipurit með þeim væntingum að það lækki kostnað. Ekki endilega launa- kostnað heldur allan innri kostnað fyrirtækisins." Fleira en sólarlandaferðir Heildarvelta Úrvals-Útsýnar var 1.550 milljónir króna á síðasta ári að sögn Harðar. Þar af var velta utanlandsdeildar 1.250 milljónir og innanlandsdeildar 300 milljónir. „Móttaka erlendra ferðamanna verður sífellt stærri þáttur í starf- seminni og við höfum lagt mikinn metnað í að ná þar árangri á undanförum árum. Á síðasta ári tókum við á móti tæplega tíu þús- und erlendum ferðamönnum. Þar er um að ræða 16% aukningu frá árinu 1992 og 50% aukningu á síðustu tveimur árum.“ í tengslum við mótttöku er- lendra ferðamanna eru Úrval- Útsýn með fastar ferðir um landið með vikulegum brottferðum jafn- hliða því að bjóða upp á skipulagn- ingu sérferða. „Þetta er orðin umtalsverð starfsemi og við erum í viðskiptum við ýmsa aðila hér, s.s. hópferðabílarekendur, hótel og veitingastaði,“ segir Goði. Um helmingur af starfsemi innan- landsdeildarinnar felst í skipulagn- ingu hvataferða og ráðstefna og við höfum látið útbúa vandaða bæklinga sem við sendum söluaðil- um víða um heim. „Hvataferðir eru mjög eftirsóknarverðar bæði vegna þess að þessir gestir eyða miklu á ferðum sínum og vegna tímasetn- ingarinnar en ferðirnar eru yfir- leitt frá september fram í maí. Þá vorum við í fyrsta skipti nú með sérstakar áramótaferðir þar sem við tókum á móti fjórum hóp- um með samtals hundrað japönsk- um ferðamönnum. Það gekk mjög vel og á heildina litið sjáum við ekki fram á neitt annað en aukn- ingu í þessum þætti starfseminnar. Við höfum þess vegna fjölgað sölu- aðilum okkar erlendis töluvert fyr- ir árið 1994,“ segir Goði. Að sögn Harðar er stefnt að því að ná nokkurs konar jöfnuði í inn- og útflutningi farþega árið 2000. „I ár fluttum við utan tæplega 25 þúsund ferðamenn og hingað um tíu þúsund. Við höfum verið að velta því fyrir okkur að koma málum þannig fyrir að hver íslend- ingur sem ferðast með okkur á næstunni leggi að því drög að flytja inn farþega á móti og skapa þann-. ig atvinnutækifæri hér innanlands. Þetta er hugmynd sem á eftir að útfæra betur, en sú markaðssetn- ing sem við höfum staðið í erlend- is er mjög kostnaðarsöm og við njótum þar engra styrkja eða fyrir- greiðslu. Hugmyndin er að fá aðila hér innanlands til að aðstoða okkur við þessa kynningarstarfsemi. Ef framhaldið verður á svipuðum nót- um og verið hefur mun það án efa skila sér margfalt,“ segir Hörður. HKF töSvunwn? Þú hefur 4 mismunandi möguleika 1 2 3 Að fara í TVÍ (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 2 ár (um 50% falla eftir 1. önn). Að fara í tölvunarfræði í HÍ (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 3-4 ár (um 40% falla í lok 1. árs). Að fara á mörg stutt tölvunámskeið hjá tölvuskólum og læra ýmislegt hagnýtt (en þú færð ekki samhengi og yfirsýn)'. Að fara í námið TÖLVUNOTKUN í FYRIRTÆKJAREKSTRI hjá okkur. Á 19 vikum muntu öðlast heildaryfirsýn og ítarlega þjálfun í notkun þess búnaðar sem algengastur er í dag og um næstu framtíð. Námið okkar er einnig ágætis undirbúningur fyrir frekara nám í tölvufræði! Þegar þú útskrifast getur þú nýtt þér tölvur til að leysa fjölbreytt og spennandi verkefni og veitt öðrum ráðgjöf og aðstoð. Þú veröur sá starfskraftur sem flest tölvuvædd fyrirtæki sækjast eftir. Unnt er að stunda námið með vinnu. & 69 77 69 mHi&HSÍiB 62 10 66 STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NÝHERJA SOKN 71 i ~a < NYRRA TÆKIFÆRA ♦ / i BL Æmw jn m ^ " 17 , Kynnið ykkur samstarfsverkefni VORUÞROUN Iðntæknistofnunar og Iðnlánasjóðs 1994 til þróunar á markaðshæfum vórum Iðnfyrirtækjum er nú boðið að taka þátt í verkefninu Vöruþróun '94. Þeim verður veitt fjárhagsleg og fagleg aðstoð við vöruþróun þannig að koma megi samkeppnishæfri vöru á markað innan 2ja ára frá upphafi verkefnisins. Þau iðnfyrirtæki, sem tekið hafa þátt í verkefnunum ffam til þessa, hafa náð umtalsverðum árangri í vöruþróun og markaðssókn. Við mat umsókna gilda reglur Iðnlánasjóðs. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofhun og atvinnuráðgjöfum á landsbyggðinni og skal skila til Iðntæknistoftiunar. Frekari upplýsingar gefa Karl Friðriksson í síma 91-687000 og iðnráðgjafar víðs vegar um landið. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 1994 IÐNLANASJOÐUR Ármúla 13 A, 155 Reykjavflk. Sími 91-680400. Telefax 91-680950. n Iðntæknistofnun Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími 91-68 7000. Telefax 91-687409.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.