Morgunblaðið - 13.01.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
C 7.*
VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF
DAGBÓK
*
Aætlana-
gerð og
fjármála-
stjómun í
Excel
ÁÆTLANAGERÐ og fjár-
málastjórnun í Excel er heiti
á námskeiði sem Sam-
vinnuháskólinn heldur föstu-
daginn 28. janúar kl. 14-18
og laugardaginn 29. janúar
kl. 10-15. Námskeiðið er ætl-
að þeim sem þurfa að gera
rekstrar- og greiðsluáætlanir
í fyrirtækjum og annars stað-
ar. Jafnframt er námskeiðið
hagkvæmt fyrir fjármála-
stjóra, skrifstofustjóra og aðra
sem sjá um skipulagningu
bókhalds, skýrslugerð o.fl.
Kennd verða grunnatriði
áætlanagerðar og farið í gerð
rekstrar- og greiðsluáætlana.
Einnig verður farið í önnur
hagnýt atriði í Excel sem
varða stjórnun fjármála o'g
framleiðslu. Leiðbeinendur á
námskeiðinu verða Sigurður
Smári Gylfason og Einar S.
Valdemarsson viðskipta-
fræðingar. Skráning fer fram
i Samvinnuháskólanum í s.
93-50000 eða með símbréfi
93-50020 og er verð kr. 9.200.
Skráningarfrestur er til 24.
janúar. Þetta er fyrsta nám-
skeiðið af mörgum sem Sam-
vinnuháskólinn býður í vetur
fyrir fólk í atvinnulífinu. ,
Námskeið
hjá Tölvu-
skólanum
TÖLyUSKÓLI Stjórnunarfé-
lags íslands og Nýheija tekur
nú í fimmta sinn við innritun-
um í námskeiðið Tölvunotkun
í fyrirtækjarekstri. Um er
að ræða hagnýtt alhliða nám
sem veitir heildaryfirsýn yfir
möguleika einmenningstölva í
rekstri fyrirtækja og alhliða
þjálfun í notkun þess búnaðar
sem algengastur er í dag og
um næstu framtíð. Unnt er
að stunda námið með vinnu.
Næsti hópur byijar 24. janúar
og tekur námið 19 vikur,
mánudaga-fimmtudaga kl.
16.10-19.10. Veittar eru nán-
ari upplýsingar og tekið við
innritun í s. 697769 og s.
621066. Einnig er hægt
hringja í þessi númer til að fá
nýja námsskrá Tölvuskóla
Stjórnunarfélagsins og Ný-
heija póstsenda.
Ráðstefna um erlend
verðbréfaviðskipti og gjaldeyrismál
Strengur hf. og fjármálafyrirtækið
Dow Jones/Telerate standa fyrir
ráðstefnu um alþjóðleg verðbréfavið-
skipti og gjaldeyrismál á Hótel Sögu
þann 3. febrúar næstkomandi. Meðal
fyrirlesara verða fulltrúar fjármáiafyrir-
tækjanna Merrill Lynch International
og Thomson Financial Services
í Lundúnum og markaðsstjóri
Dow Jones/Telerate á Norðurlöndum.
Dow Jones er eitt stærsta miðlunar-
fyrirtæki heims á sviði fjármála.
Merrill Lynch er í hópi öflugustu
þj ónustufyrirtækj a fj ármálaheimsins
með á sjötta hundrað skrifstofur í meira
en 30 þjóðlöndum. Merrill Lynch
þjónar meira en 7 milljónum fjárfesta
um allan heim.
Thomson Financial Services þjónar
fjárfestum um allan heim og birtir m.a.
fjölþætt gögn um viðskipti á gjaldeyris-
og verðbréfamörkuðum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér
frekar efni ráðstefnunnar, eða skrá sig
til þátttöku, geta snúið sér til Strengs hf.
ísíma 91-685130. ^
Dow Jonesyteferate
STRENGUR ,
- /' stööugri sókn J
co
STÓRHÖFÐA 15. REYKJAVÍK |
SÍMI 91 - 68 51 30 *
Pípugerðin
40% hlutafjár selt
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu sljórnar Pípugerðarinnar
hf. um að allt að 40% hlutafjár fyrirtækisins verði selt á fijálsum
markaði.
Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi
Framsóknarflokks í borgarráði,
sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Lagði hún fram tillögu um að
borgarráð samþykkti að Pípugerð-
in hf. yrði aftur gerð að borgarfyr-
irtæki, það er verði alfarið í eigu
borgarsjóðs. Tillögunni var vísað
frá með þremur atkvæðum gegn
tveimur.
*
■z-
'íf- ór
1 . >
íslenskt
&
'í
Lé t t-skjá fax
á tölvuna
- /á, f cfirir/
Kynningarverð á hugbúnaði
og mótuldi fyrir 1 notanda
kr. 29.900,- og fyrir allt að
5 notendur kr. 59.500,-.
Verð er staðgreiðsluverð
og með Vsik.
Nú geta allir notað tölvurnar sínar
sem faxtæki, bæði til sendinga og
móttöku yfir símalínu.
Við kynnum nýjan islenskan hugbúnað
fyrir Windows: Létt-skjáfax fyrir ein-
menningstölvur (mótald innifalið).
Þú getur sparað þér kaup á sérstöku
faxtæki og sent beint af tölvunni.
Þú getur unnið á tölvuna þó Létt-
skjáfaxið sé að taka á móti sendingu.
Þú getur látið tölvuna um að senda
faxbréf á stóra sem smáa hópa.
Kynntu þér möguleikana nánar!
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
■»
<
SNJALLRÆDI
•r kförið tœkifæri
til að koma
góðri hugmynd
á framfæri
Markmið samkeppninnar er
að hvetja einstaklinga til að koma
hugmyndum sínum á markað.
Þannig vilja aðstandendur samkeppn-
innar efla nýsköpun í íslensku atvinnulífí.
Við mat á hugmyndum er áhersla lögð á
markaðsmöguleika þeirra.
Snjallræði fór fyrst af stað seinni hluta ársins 1992
en þá bárust um 250 umsóknir.
Upplýsingar og þátttökueyðublöð fást hjá
Björgvini Njáli Ingólfssyni,
Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Sími 91-687000.
Umsóknarfrestur er til 1 8. febrúar 1 994
Sláðu til, þú gætir verið sá snjalli!
löntæknistofnun
4S
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ (y) IÐNLÁNASJÓÐUR || IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR