Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
r
Svíþjóð
Wallenberg-veldið
á tímamótum
UMRÓTIÐ í efnahag’s- og stjórnmálum á Ítalíu hefur leikið gömlu
ættarveldin þar í landi mjög grátt. Agnelli- og Ferruzzi-fjölskyld-
an eru nú aðeins svipur hjá sjón en það á ekki við um Wallen-
berg-veldið í Svíþjóð. Það er líklega öflugra en nokkru sinni fyrr
en það er að koma að mikilvægum tímamótum í sögu þess. Þær
forsendur, sem tryggðu vöxt þess og viðgang, eru að breytast og
ef Wallenbergamir vilja halda sinum hlut verða þeir innan tíðar
að taka erfiðar en afdrifaríkar ákvarðanir um framtíðina.
ÆTTARHÖFÐINGIIM “ Peter Wallenberg hefur stýrt fjöl-
skyldufleyinu í 12 ár og hann hefur lofað því að halda ekki um taum-
ana fram í rauðan dauðann eins og sumir forvera hans.
Þegar Peter Wallenberg tók við
stjómvelinum í einni mestu iðn-
aðarsamsteypu í heimi að föður
sínum látnum efuðust margir um,
að honum tækist að halda henni
saman. Þetta var árið 1982 en nú
hefur Peter, sem er 67 ára gam-
all, fyrir löngu þaggað niður í efa-
semdamönnunum. Honum hefur
ekki aðeins tekist að hrinda öllum
árásum á ættarveldið, heldur hefur
hann stöðugt verið að treysta tök-
in á fyrirtækjum fjölskyldunnar.
Wallberg-veldið hefur í sínum
höndum um 40% hlutafjármarkað-
arins í Svíþjóð og er slík samþjöpp-
un efnahagslegs valds einsdæmi í
Evrópu. Auk hlutabréfa í eigu
eignarhaldsfélagsins Investors
hafa Wallenbergamir riðið þétt net
bandalaga við aðra sænska fjár-
festa en meðal stórfyrirtækja, sem
þeir ráða, má nefna ASEA, sem
á helming í ASEA Brown Boveri,
sænsk-svissneska rafeindarisan-
um; SKF, heimsins stærsta kúlu-
leguframleiðanda, og Stora, mesta
pappírsframleiðanda í Evrópu.
Vöxtur þessara fyrirtækja ber
þolinmæði Wallenberganna ágætt
vitni. Með því að gefa stjómendum
þeirra mikið sjálfstæði hefur þeim
tekist að laða að sér og halda í
hæfileikamenn eins og Perey
Bamevik, aðalframkvæmdastjóra
ASEA Brown Boveri, og fjölskyld-
an hefur alltaf verið alþjóðleg í
hugsunarhætti. Eigendur Volvo
ákváðu að snúa baki við samstarfi
við frönsku bflasmiðjurnar Renault
en í Wallenberg-fyrirtækjunum er
hugsað á Evrópuvísu. Rúmlega
80% af sölu þeirra, 450 milljarða
skr., eru utan Svíþjóðar og aðal-
lega í Evrópu.
Erfiðir tímar
Þetta mun vafalaust skila sér
þegar fram í sækir en efnahags-
samdrátturinn í Evrópu hefur ekki
bitnað síður á Wallenberg-fyrir-
tækjunum en öðrum. Hagnaður
Investors fyrir skatt á fyrstu níu
mánuðum síðasta árs var 216
milljónir skr. á móti 1,6 milljörðum
á sama tíma árið áður en auk
þess verða Wallenbergamir nú að
glíma við tvö mjög erfíð vandamál.
í október sl. varð fjölskyldan
að taka þátt í að bjarga Skandin-
aviska Enskilda Banken, stærsta
banka Svíþjóðar, sem hafði tapað
gífurlegu fé. Það vom Wallenberg-
amir, sem stofnuðu hann árið
1856 og Peter Wallenberg er fyrsti
aðstoðarstjórnarformaður hans.
Þessi vandi er þó lítill og ekki jafn
niðurlægjandi og erfiðleikar Saab-
Scania, sem tapaði 302 milljónum
skr. á fyrstu níu mánuðum síðasta
árs vegna minni eftirspurnar eftir
stórum vöraflutningabílum og
flugvélum. Litlar líkur era á, að
hún aukist fyrr en á næsta ári í
fyrsta lagi og það kemur sér sér-
staklega illa vegna þess, að 1991
tók Wallenberg-fjölskyldan mikil
lán og keypti út minnihlutaeigend-
ur fyrir 13 milljarða skr.
Dæmið um Saab-Scania hefur
sýnt fram á nokkra veikleika í
Wallenberg-veldinu. Yfirleitt á
fjölskyldan ekki meirihluta hluta-
fjár í fyrirtækjum, heldur treystir
hún annars vegar á sænska hluta-
bréfakerfíð, sem gefur sumum
WALLENBERG- VELDIÐ Svið Sept.1993 % % at- hluta- kvaaöa fjár
ASEA Rafiðnaður 33 25
Astra Lyf 12 10
AtlasCopco Verkfæri/tæki 22 15
Ericsson Fjarskipti 22 2
Electrolux Heimilistæki 93 6
Incentive Eignarhald 34 26
Saab-Scania Flugvélar/bílar 100 100
SKF Legur 38 14
Stora Trjávara 20 16
hlutabréfum allt að 1.000-falt at-
kvæðavægi á við önnur, og hins
vegar á sænsku bandamennina.
Þrátt fyrir það tókst sænska fast-
eignakónginum Sven Olof Johans-
son að koma Wallenbergunum á
óvart 1990 með því að ná undir
sig 22% hlut í Saab-Scania. Hann
var keyptur út fyrir mikið fé en
til að koma í veg fyrir tilraunir
af þessum toga var fyrirtækið tek-
ið af almennum markaði 1991.
Peter Wallenberg segir, að Sa-
ab-Scania hafi virst kjarakaup á
þessum tíma og þá var ætlunin
að nota peningalega eign fyrirtæk-
isins, um 10 milljarða skr., til að
auka hlut fjölskyldunnar í öðram
fyrirtækjum. Nú þarf hins vegar
Saab-Scania á þessu fé að halda.
Fyrirtækið er að leita að sam-
starfsaðila í smíði farþegaflugvéla
og á í viðræðum við British Ae-
rospace um samstarf í smíði her-
flugvéla. Sérfræðingar eru sam-
mála um, að rætist ekki fljótlega
úr neyðist Wallenbergamir til að
selja nokkuð af 50% hlut Saab-
Scania í samstarfsfyrirtækinu með
General Motors.
Síðasta ár var Wallenbergunum
erfítt en á þessu ári munu þeir
eins og aðrir sænskir útflytjendur
njóta gengislækkunar sænsku
krónunnar. Fjölskyldunnar bíða
þó ýmsar erfiðar ákvarðanir, til
dæmis að stokka upp Investor,
skipa fyrirtækjunum saman í
stærri einingar og búa í haginn
fyrir arftakana.
Svo dæmi sé tekið af Investor
þá hefur gengið illa að sannfæra
fjárfesta um, að betra sé að festa
fé í eignarhaldsfélaginu en í ein-
stökum dótturfélögum. Er ástæð-
an sú, að flókin uppbygging þess
er fyrst og fremst miðuð við að
tryggja yfírráð fjölskyldunnar.
Erlendir fjárfestar era því á varð-
bergi enda eiga þeir aðeins 6% í
Investor en 39% í lyíjafyrirtækinu
Astra, sem hefur verið í miklum
vexti.
Sænsku hluthafarnir að vakna
Áður fyrr gátu Wallenbergarnir
treyst á aðgerðaleysi sænskra
hluthafa en eins og Renault-Volvo-
málið sýnir, era þeir nú farnir að
láta í sér heyra. Þeir era líklegir
til að fara að krefjast meiri arðs
af hlutafé sínu. Við því mætti
bregðast með því að brjóta upp
Investor en það gæti aftur stefnt
í voða öllu Wallenberg-veldinu.
Einnig mætti skrá Investor á al-
mennum markaði en það myndi
hins vegar takmarka getu þess til
að útvega nýtt íjármagn. Claes
Dahlback, forseti Investors, segir,
að lendingin verði sú að setja fyrir-
tækjunum ákveðið hagnaðar-
markmið og hugsanlega einnig að
steypa þeim saman í færri eining-
ar.
Þetta síðastnefnda tengist svo
því, að óhjákvæmilegt er fyrir
Wallenbergana að endurmeta
fyrirtækjaeign sína. Investor hefur
verið að lækka skuldir með því að
selja eignir, atkvæðavægi hluta-
bréfa í SKF fór úr 38% í 34% í
haust, og fjölskyldan reiðir sig á,
að sænska hlutabréfakerfíð muni
tryggja ítök hennar áfram. Á
móti því vegur hins vegar, að
hömlur á eignarhluta útlendinga í
sænskum fyrirtækjum vora afn-
umdar í bytjun síðasta árs. Ef
Wallenberg-fjölskyldan einbeitti
sér hins vegar að fáum fyrirtækj-
um, sem hún leggur mikla áherslu
á að ráða, gæti hún komist hjá
kostnaðarsömum átökum síðar.
Fátt bendir til þess nú, að þessi
kostur verði valinn enda hefur fjöl-
skyldan barist hart fyrir að halda
fyrirtækjunum saman. Það er því
eins líklegt, að það komi í hlut
erfíngjanna, Jacobs, sonar Peters
Wallenbergs, og frænda hans,
Marcus, að taka ákvörðun um
hvaða fyrirtæki verði seld. Þeir
munu þá kannski minnast orða
afa síns, sem sagði einu sinni, að
eina rétta stefnan væri „taka upp
nýtt fyrir gamalt“.
SAS áformar 25 milljarða niðurskurð
Flugmenn vilja launalaust leyfi í stað uppsagna
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs-
dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
STJÓRN SAS hefur ákveðið að
félagið þurfi að spara sem sam-
svarar 25 milljörðum íslenskra
króna á þessu ári, ef takast eigi
að rétta afkomu félagsins. Niður-
skurðurinn er sérlega brýnn, þar
sem ekki tókst að koma á sam-
runa félagsins og annarra flugfé-
laga. Áætlað er að spara um fjóra
milljarða á flugáhöfnum einum
saman.
Stjórnarnmenn í starfsmannafé-
lögum áhafnarmeðlima hafa lýst
yfir miklum áhyggjum yfir fyrirætl-
uðum sparnaði, sem hljóti þýða að
um 1.200 manns úr þeirra hópi verði
sagt upp. Þeir benda á að þegar
hafi verið hagrætt svo mikið í starfí
áhfafna að nýtingin hafí batnað um
fjórðung og meira sé ekki hægt að
gera, nema það komi niður á þjón-
ustunni.
Félag flugmanna í SAS hefur
sýnt skilning á að stytta vinnutíma
þeirra, svo að komist verði hjá upp-
sögnum. Talað er um að flugmenn
taki sér ólaunað vikufrí árlega og
einnig era þeir til viðræðu um að
fækka flugmönnum í áhöfnum, en
slíkt hefa þeir ekki tekið í mál áður.
Flugmenn segjast ekki eiga annarra
kosta völ, því að ekki sé í önnur hús
að leita eftir vinnu.
Stjórn SAS mun halda fund síðar
í mánuðinum til að kynna í smáatrið-
um hvernig tekið verði á sparnaði
og niðurskurði félagsins.
Flug
Aer Lingus fær
skilyrta aðstoð
Má ekki fjölga flugvélum eða auka
sætaframboð til Bretlands
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins hefur fallist á
rúmlega 18 milljarða ísl. kr. aðstoð írsku stjórnarinnar við ríkis-
flugfélagið Aer Lingus. Hefur það átt í miklum erfiðleikum en
vonast er til, að með endurskipulaguingu megi koma því á réttan
kjöl.
Ströng skilyrði fylgja samþykki
framkvæmdastjórnarinnar og eru
þessi helst: Aer Lingus má ekki
fjölga flugvélum næstu tvö árin
eða í þann tíma, sem endurskipu-
lagningin tekur; Evrópuflug Áer
Lingus, Atlantshafsflugið og
áætlun um lág fargjöld milli
Dyflinnar og Lundúna, Aer Ling-
us Express, verði sérstakar ein-
ingar, lagalega sem rekstrarlega;
Komi Aer Lingus Express til
framkvæmda verði aðeins notaðar
þær vélar, sem félagið á nú; Sæta-
framboð milli Irlands og Bret-
lands verði ekki aukið. Þá er tek-
ið fram, að ekki verði um frekari
aðstoð að ræða við Aer Lingus.
Sir Michael Bishop, stjórnar-
formaður British Midland, helsta
keppinauts Aer Lingus á leiðinni
Dyflinni-Heathrow, hefur fagnað
þessum „ströngu og skynsam-
legu“ skilyrðum framkvæmda-
stjórnarinnar og segir, að með
þeim hafi verið brotið í blað í
langri sögu gegndarlauss fjára-
usturs í illa rekin ríkisflugfélög.
Hann tók hins vegar fram, að
yrði aðstoðin við Aer Lingus notuð
í annað en endurskipulagningu,
yrði athugað með málshöfðun.
Aer Lingus hefur tapað um 125
milljónum ísl. kr. á viku og skuld-
ir þess nema nú um 57 milljörðum
kr.