Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 Fj árhagsstaða lífeyrissj óðanna eftir Hrafn Magnússon Fyrir fáeinum dögum var lögð fram skýrsla Verzlunarráðs íslands um lífeyrissjóðina. í skýrslunni kemur ekkert nýtt fram, sem ekki var áður vitað. Tvennt er þó já- kvætt við skýrsluna. Tekið er undir sjónarmið aðila vinnumarkaðarins að eðlilegt sé að viðhalda almennri iðgjaldaskyldu að lífeyrissjóðum og nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir margsköttun lífeyrissparnaðar. Ýmislegt annað í skýrslunni orkar hins vegar tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hér verður þó aðeins staldrað við þá fullyrðingu skýrsluhöfunda að meirihluti sjóðanna búi við ískyggi- leg íjárhagsvandræði og að einung- is sé tímabundið, hvenær margir þeirra komist í þrot. Þrír lífeyris- sjóðir, þ.e. Lífeyrissjóður lækna, rafiðnaðarmanna og matreiðslu- manna, fá þann dóm að réttast væri að loka þeim meðan þeir geta staðið við skuldbindingar sínar. Þessi fullyrðing er bæði röng og villandi. Það rétta er að þessir sjóð- ir standa mjög vel, eiga fyrir öllum sínum skuldbindingum og munu því í framtíðinni reynast traustir fyrir þá sjóðfélaga sem til þeirra greiða. í skýrslunni er grautað saman stöðu lífeyrissjóða á almennum markaði og stöðu lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Stað- reynd málsins er að lífeyrissjóðir á samningssviði ASÍ hafa bætt stöðu sína ár frá ári. Er nú svo komið að flestir sjóðanna hafa ýmist náð eða eiga stutt í land með að ná jöfnuði á milli skuldbindinga og „Það er hins vegar umhugsunarefni, hvers vegna lífeyrisnefnd Verzlunarráðsins finn- ur hjá sér þá sérstöku hvöt að vera með hræðsluáróður í garð lífeyrissjóðanna og grafa þannig undan starfsemi þeirra á jafn ábyrgðarlausan hátt og fram kemur í þessari dæmalausu skýrslu.“ eigna, þegar tekið er tillit til þess að nýverið hafa verið gerðar breyt- ingar á reglugerðum sjóðanna, auk þess sem þeir hafa tryggt sér mjög háa raunávöxtun langt fram í tím- ann. Er þessi háa raunávöxtun langt umfram það, sem gert er ráð fyrir við mat á lífeyrisskuldbinding- um þeirra. Eftir síðustu breytingar á reglugerðum almennu lífeyris- sjóðanna má ætla að þeir geti stað- ið við skuldbindingar sínar, ef raun- vextir haldast á bilinu 3,5% til 4% og er þá gert ráð fyrir að ævilíkur aukist enn nokkuð frá því sem nú er. Upplýsingar um ráðstafanir líf- eyrissjóðanna til að standa við fjár- hagsskuldbindingar sínar komu greinilega fram í skýrslu bankaeft- irlits Seðlabankans, sem unnin var úr ársreikningum lífeyrissjóðanna fyrir árið 1992. Einhverra hluta vegna er þeim upplýsingum sleppt í skýrslu Verslunarráðsins. Af stærri sjóðunum á þó Lífeyrissjóður sjómanna við vanda að stríða, m.a. vegna þess að réttindaávinnsla er þar hagstæðari en almennt gildir um aðra sjóði. Þau réttindi eru hins vegar ákveðin með lögum frá Al- þingi. Fyrir rúmum áratug breytti Alþingi lögum um Lífeyrissjóð sjó- manna þannig að sjómenn fá rétt til töku ellilífeyris frá 60 ára aldri, ef þeir hafa stundað sjómennsku í 25 ár. Engar ráðstafanir voru hins vegar gerðar af hálfu löggjafans til að treysta stöðu sjóðsins. Þá er hið almenna aldursmark í Lífeyris- sjóði sjómanna 65 ár í stað 70 ár hjá almennu sjóðunum. Það ákvæði er ótvírætt íþyngjandi fyrir sjóðinn. Hagsmunasamtök sjómanna hafa ítrekað gert kröfu um að alþingis- menn bæti úr vanda sjóðsins vegna 60 ára aldursmarksins, enda telja þau að ríkisvaldið hafi gefið loforð um að greiða þann kostnaðarauka. Á það hefur ekki verið hlustað af stjórnvöldum. Nú er hins vegar ver- ið að vinna að heildarendurskoðun á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna 00 eftir Valdimar Orn Flygenring Herra ritstjóri. Nú hef ég um árabil átt þess kost að lesa gagnrýni í þessu ágæta blaði um leiksýningar hér í borg undir nafni Súsönnu nokkurrar Svavarsdóttur. Einhvern tíma fannst mér hún kjaftfor, sem er nú að mér sýnist, miðað við skrif henn- ar undanfarið, hennar eini eftirlif- andi kostur, ef kost skyldi kalla. Við þessir óbreyttu getum stundum misst stjórn á okkur í daglega líf- inu, sagt ýmislegt sem við svo sjáum eftir og verið með allskonar svívirð- ingar við jafnvel alsaklaust fólk. En Súsanna virðist þeim sjaldgæfa en jafnframt ákaflega ógeðfellda og leiða galla haldin að missa stjórn á sér í ritmáli. Svívirða listamenn sem eru að vinna af alúð að list sinni á mjög persónulegan og í alla staði ófaglegan máta, og þér, herra rit- stjóri, kórónið svo djöflaverkið með því að birta það í víðlesnasta dag- blaði landsins. Auðvitað skil ég eða að minnsta kosti tel mig skilja ástæðumar fyrir þessu stjómleysi konunnar, þar sem segja má að við séum að beijast við sama djöful, þann sem helst er hald- ið í skefjum með ástundun reynslu- spora, og skilji þeir sem skilja vilja. En þar sem mér sýnist á hennar skrifum að þau fari því miður versn- andi, vona ég að einhverjir ábyrgir aðiljar á ritstjórn Morgunblaðsins sjái sóma sinn í því að fá faglegri gagnrýnanda fyrir leiklistina, leyfa konunni að jafna sig á stjórnleys- inu, jafnvel að fást við eitthvað ann- að á meðan, og koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir þessa hneisu. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er margþætt, éjg ann leik- húsinu og leiklistinni. I sinni tær- ustu mynd leyfi ég mér að halda því fram að ekkert listform í sam- tímanum sé öflugra. En hún fær bara ekki þrifist hér, meðan misvitr- ir gagnrýnendur fá að vaða uppi með forsendulausan dónaskap og hrein ósannindi undir merkjunum „en þetta finnst mér bara“. Það hlýt- ur að vera ósamboðið lesendum þessa ágæta blaðs, nema þá kannski sem nafnlaust lesendabréf, þætti þá vonandi langt fyrir neðan ykkar virðingu. Hver maður þekkir sinn vitjunartíma. Hrafn Magnússon til að bæta Ijárhagsstöðu hans. Fram kemui' í skýrslunni að vandamál opinberra sjóða séu ugg- vænlegust og hallinn nemi 85 millj- örðum króna sem sé 55% heildar- vandans. I blaðagrein fyrir áramót fullyrðir hins vegar hagfræðingur Verzlunarráðsins að halli opinberu sjóðanna sé 111 milljarðar króna eða 84% heildarvandans og að það sé einungis tímaspursmál hvenær skriða gjaldþrota fari af stað hjá lífeyrissjóðunum. Hvað sem menn segja um þetta misræmi er þó ljóst að hallinn er aðallega hjá opinber- Valdimar Örn Flygenring „Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er margþætt, ég ann leik- húsinu og leiklistinni. í sinni tærustu mynd leyf i ég mér að halda því fram að ekkert list- form í samtímanum sé öflugra. En hún fær bara ekki þrifist hér, meðan misvitrir gagn- rýnendur fá að vaða uppi með forsendulaus- an dónaskap og hrein ósannindi undir merkj- unum „en þetta finnst mér bara“.“ Ég veit að margir hafa mótmælt skrifum Súsönnu á undanförnum árum, með litlum árangri því miður. Einhver kvaðst hafa fengið þau svör að þessi skrif hennar seldu blaðið! Hvað er þetta eiginlega, selst blaðið ekki nógu vel? Erum við virkilega á svo lágu plani hér á þessu fallega landi, að ekkert seljist nema það höfði til hinna allra lægstu hvata, ætlið þið á þessu þykka blaði að um sjóðum, en ekki hjá lífeyrissjóð- um á samningssviði ASÍ. Aðalatriði málsins er þó það, gagnvart lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, að sjóðirnir eru reknir með fullri ábyrgð ríkisins og við- komandi bæjarfélaga. Hitt er svo annað mál, að lífeyriskerfi opin- berra starfsmanna er dýrt, þó það jafnist að nokkru út við samspil bóta lífeyrissjóðanna og almanna- tryggingakerfisins. Hins vegar er fráleitt að halda því fram að lífeyris- sjóðir opinberra starfmanna geti ekki staðið við lífeyrisskuldbinding- ar sínar, sem eru með fullri ábyrgð viðkomandi launagreiðenda. Því til staðfestingar er rétt að taka fram að bankaeftirlit Seðlabankans gerir ekki athugasemdir vegna fjárhags- stöðu lífeyrissjóða, sem reknir eru með ábyrgð launagreiðenda, svo sem ríkis, banka eða bæjarfélaga. Sú fullyrðing í skýrslu Verzlunar- ráðs íslands um ískyggilega fjár- hagsstöðu lífeyrissjóðanna er því bæði röng og villandi. Sjóðirnir stefna ekki í greiðsluþrot og skriða gjaldþrota er ekki á leiðinni, eins og fullyrt er í skýrslunni. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvers vegna lífeyrisnefnd Verzlunarráðs- ins finnur hjá sér þá sérstöku hvöt að vera með hræðsluáróður í garð lífeyrissjóðanna og grafa þannig undan starfsemi þeirra á jafn ábyrgðarlausan hátt og fram kemur í þessari dæmalausu skýrslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. taka þátt í þeim ljóta leik? Ekki ætla ég að gerast ósmekk- legur og endurtaka eitthvað af því sem þessi sennilega að öðru leyti ágæta kona hefur skrifað í gegnum tíðina um list okkar, þar sem hver þversögnin fellur þver um aðra í- endalausri opinberun hennar á eigin skilningsleysi á vinnu okkar sem þessa listgrein stundum. Ég get þó ekki látið hjá líða að taka stein úr fjalli, skoða örlítið nánar og minn- ast á síðasta meistaraverkið þar sem hún reynir að fjalla um ágæta leik- sýningu Þjóðleikhússins á Seið skugganna eftir Lars Norén. Þar dregur hún einn leikarann út úr annars einhverskonar lofræðu um verkið og leikinn, og finnur honum allt til foráttu, ég hirði ekki um að endurtaka það skítkast. Það er ekki þess virði. Ég átti þess kost að sjá þessa sömu sýningu daginn eftir frumsýningu, þetta er mikil ágætis sýning og vel leikin í alla staði, en hvernig má það vera að hann Pálmi, sem stendur sig mjög vel í þessari sýningu, sé svona lélegur að hennar dómi? Það eru bara flórir leikendur sem bera uppi þetta magnaða verk í þijá og hálfan tíma og Pálmi leik- ur auðvitað eina af lykilpersónun- um. Hefur Súsanna aldrei heyrt um mótleik og mikilvægi hans eða „fannst henni kannski bara“ Eugene (hlutverk Pálma) svona leiðinleg persóna og þess vegna fór Pálmi j taugarnar á henni eða fer hann í taugarnar á henni út af einhveiju allt öðru þessu óviðkomandi? Veit hún ekki að af þeim sem við þolum verst, lærum við mest, því þeir eru svo líkir okkur. Ég veit sosum að það er varla viðeigandi að ég sem starfandi leik- ari sé að agnúast þetta út í ykkur út af þessum tittlingaskít. En þar sem ég hirði lítt um örlög mín á listasíðum Morgunblaðsins og unni þeim mun meira leiklistinni læt ég þó slag standa og brýni mitt deiga sverð í þeirri von og trú að þér, herra ritstjóri, og þú, Súsanna Svav- arsdóttir, skiljið velviljann í þessum skrifum mínum og komið í veg fyr- ir það að við í þessari aumu stétt, kenndri við þjófa og flakkara, köfn- um einhvern morguninn ofan í Morgunblaðið með vínarbrauð fast í okkar mikilvæga koki. Virðingarfýllst. Höfundur er leikari. Áttu kött? Þú þarft ekki endilega að losa þig við köttinnl! Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í rannsóknum á kattar- og rykmauraofnæmi. Vinsamlegast hringið í síma 2 24 00 milli kl. 9.00 og 16.00. Lungna-og berklavarnadeild, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. BARÁTTUGLEÐI Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur halda baráttugleði að Vesturgötu 2 (Álafosshúsinu) írá kl. 17.00 á morgun, fimmtudaginn 27. janúar. Léttar veitingar. Meðal gesta verða: Raddbandið, leikararnir Helga Bachmann og Helgi Skúlason og Egill B. Hreinsson, píanóleikari, ásamt söngkonunni Eddu Borg. Sýnum hug okkar í verki. Fjölmennum og stillum saman strengi á lokasprettinum. StuOningsmenn ■ Fjárötiunarnefndin. Mitt deiga sverð ( e c. 1 i L « « e 1 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.