Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 23 fltripjnMáfrifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Einokunarklúbbur Olafur Klemensson, formað- ur Landsmálafélagsins Varðar, en það félag hefur ára- tugum saman verið einn helzti umræðuvettvangur Sjálfstæðis- manna, flutti athyglisverða ræðu um kvótamálið á kjör- dæmaþingi reykvískra Sjálf- stæðismanna sl. laugardag. I ræðu sinni sagði formaður Varðar m.a.: „Einn meginþáttur kvótakerfísins er að beztu út- gerðimar haldi áfram, en hinir hætti. Kvótinn safnast til bezt- reknu útgerðanna eða þannig á það að vera. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt, öðru vísi næst ekki sú hagkvæmni, sem að er stefnt. Þetta megininntak kerfisins hlýtur að leiða til verulegs hagn- aðar hjá útgerðaraðilum. En forsenda fyrir þessum hagnaði er auðvitað sú að stjórnvöld eru búin að skammta aðganginn að fiskimiðunum með kvótakerf- inu. Auðvitað er það mikið fagn- aðarefni, ef eðlileg arðsemi verður í þessum höfuðatvinnu- vegi okkar. Ekki má skilja orð mín þannig að útgerðin megi ekki græða. En málið er bara það að þetta er lokaður klúbbur útgerðarmanna, enginn fær að- gang nema að greiða stórfé til þeirra sem fyrir eru. Þetta er sem sagt einokunarklúbbur sem fengið hefur mikilvægustu auð- lind þjóðarinnar frá stjórnvöld- um til fénýtingar. Lætur ekkert í staðinn og vill ekkert láta til allra hinna sem eru þó réttmæt- ir eigendur að auðlindinni og þar með hagnaðaruppsprett- unni.“ Og síðar í ræðu sinni sagði Ólafur Klemensson: „Sú skoðun að þetta ástand sé með öllu ótækt er miklu útbreiddari og almennari en að hægt sé að vísa henni frá sem sérvizku, sósíalisma eða öfundsýki í garð útgerðarmanna, en fulltrúar útgerðarvaldsins hafa einmitt haldið því fram að einhveijar slíkar annarlegar hvatir liggi á bak við gagnrýni á núverandi kvótakerfí. Ekkert er fjær sanni - a.m.k. hvað mig og mína bandamenn áhrærir - og reynd- ar alveg furðulegt að útgerðar- menn skuli halda þessari máls- vörn erin uppi.“ Og loks sagði formaður Landsmálafélagsins Varðar: „Það er að mínu mati mikilvæg- asta pólitíska verkefni Sjálf- stæðisflokksins þessa stundina að leiða þetta mál til lykta, þannig að allir landsmenn geti við unað. Fiskistofnarnir við ísland eru sameign íslenzku þjóðarinnar. Nýtingu þeirra ber að haga með þeim hætti sem bezt tryggir almenn lífskjör í Iandinu. Núverandi fyrirkomu- lag, endurgjaidslaus.emkaréttur örlítils minnihluta, er óviðun- andi. Það getur ekki orðið sátt um þetta mál nema útgerðin greiði eðlilegt og sanngjarnt afgjald, einkaleyfisgjald, fyrir nýtingarréttinn á fiskimiðunum við ísland.“ Þessi ræða heyrir til tíðinda á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins. Á landsfundi flokksins í haust varð ljóst að andstæðing- ar kvótakerfisins höfðu eflzt mjög innan Sjálfstæðisflokks- ins. Sú staðreynd að formaður öflugasta félags Sjálfstæðis- manna á landinu gerir þetta mál að umtalsefni á kjördæmis- þingi í höfuðborginni er til marks um að andstæðingar kvótakerfísins innan Sjálfstæð- isflokksins láta að sér kveða í stórauknum mæli. Það er Morg- unblaðinu fagnaðarefni að finna skoðanabræður í þessu máli inn- an Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa alltaf verið í hópi almennra stuðningsmanna flokksins en augljóst bæði á landsfundinum í haust og nú að áhrifamenn á vettvangi flokksins eru tilbúnir til að láta til sín heyra. Það er réttnefni, þegar Ólafur Klemensson talar um að til sé að verða „einokunarklúbbur“ sem hafí fengið mikilvægustu auðlind þjóðarinnar í sínar hendur. Það hefur aldrei sam- ræmzt grundvallarþáttum Sjálf- stæðisstefnunnar að Sjálfstæð- isflokkurinn stuðli að einokun í atvinnulífi eða á öðrum vett- vangi. Með kvótakerfínu er að verða til hrikalegasta einokun- arkerfi íslandssögunnar. Sjálf- stæðismenn ekki sízt þurfa að taka höndum saman um að beij- ast gegn því kerfi. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur áður háð harða baráttu gegn einokun í atvinnu- lífinu og haft sigur. Vonandi er ræða formanns Landsmálafé- lagsins Varðar nú vísbending um að innan Sjálfstæðisflokks- ins verði hafin sókn gegn hinu nýja einokunarkerfí. Sjálfstæð- ismenn munu eiga stuðning Morgunblaðsins vísan í þeirri baráttu. Andstaða við kvótakerfíð hef- ur magnast í landinu. Sjómenn höfðu samúð fólks í baráttu sinni gegn kvótabraskinu svo- nefnda. Dæmin sem nefnd hafa verið um meðferð á sjómönnum í sambandi við kvótakaup og hótanir um atvinnumissi eru með þeim hætti að stríðir gegn réttlætisvitund almennings. Kvótaeignin færist á sífellt færri hendur. Þetta mál er kom- ið á það stig að það hlýtur að verða meginefni kosningabar- áttunnar fyrir næstu Alþingis- kosningar. Það er tímabært fyr- ir stjórnmálaflokkana að taka af skarið. ppl 1 1 i 'jiíl f l = : • í igg: M ' ■£. 1 i í |. p II » l.Í 1 i f Wb %■% í ■ í I \ w< Sjávarútvegsráðherra á Alþingi um bráðabirgðalög á sjómannaverkfall Neyðarkostur vegna brýnna þjóðar- hagsmuna en ekki lausn á deilunni Slj órnarandstaðan gagnrýndi lögin harðlega og efasemdir komu fram hjá sljórnarsinnum Sjávarútvegsráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir staðfestingarfrum- varpi um bráðabirgðalög sem stöðvuðu verkfall sjómanna fyrr í þessum mánuði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að setja bráðabirgðalögin og lét í ljós efasemdir um að meirihluti væri fyr- ir lögunum á Alþingi. Efasemdir komu fram hjá nokkrum stjórnarþing- mönnum um réttmæti þess að stöðva verkfall sjómanna með bráðabirgða- lögum. Guðmundur Mallvarðsson sagði meðai annars, að inngrip ríkis- stjórnar inn í deiluna með þessum hætti væru ekki eðlileg og ekki ásætt- anleg. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra rakti aðdraganda þess að bráða- birgðalögin voru sett og sagði að þrátt fyrir ítrekaðar sáttaumleitanir hefði orðið ljóst að ekki væri unnt með ftjálsum samningum að ráða deilunni til lykta. Ljóst hefði verið að deilan hefði mjög víðtæk og almenn þjóðfé- Morgunblaðið/Kristinn Atvinnuástandið versnar Á ÞRIÐJA tug verkalýðsfélaga hafa boðað til útifundar gegn atvinnuleyáisbölunu á Austurvelli á morg- un. Talsmenn félaganna, Guðmundur J. Guðmundssonar formaður Dagsbrúnar og Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar, sögðu á fréttamannafundi í gær að atvinnuástandið versnaði dag frá degi. Verkalýðsfélög boða til útifundar gegn sívaxandi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 40 fjölskyldur verða fyrir atvinnuleysi á hveijum degi FRÁ áramótum hafa um 630 manns bæst í hóp atvinnulausra á höfuðborg- arsvæðinu og er þar aðallega um ófaglært fólk að ræða. Þetta eru um 210 manns á viku eða yfir 40 manns á hverjum degi. Samkvæmt þessu missa fimm fjölskyldur fyrirvinnu sína á hverri klukkustund eða eina á tólf mínútna fresti. Nú eru um 6.000 manns atvinnulaus á höfuðborgar- svæðinu. Allt að 20% atvinnuleysi er í einstökum verkalýðsfélögum á fyrstu vikum ársins. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem talsmenn verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu héldu í gær vegna útifundar sem boðað er til gegn atvinnuleysi á Austurvelli á morgun kl. 16. Talsmenn verkalýðsfélaganna lögðu þunga áherslu á að atvinnu- ástandið færi versnandi dag frá degi og það svipti fólk ekki eingöngu lífs- viðurværinu, heldur mætti ekki líta framhjá þeim hörmuleg sálrænu áhrifum sem langvarandi atvinnuleysi hefði á fólk, því fylgdi einangrun og fólk glataði sjálfsvirðingu sinni og lífsþrótti. Bent var á að nú mætti fínna hér hópa ungs fólks, sem væri komið yfir tvítugt og hefði gengið atvinnulaust að meira eða minna leyti frá því að grunnskóla lauk. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði megintil- ganginn með útifundinum á morgun vera að knýja á um að ríkisvaldið og Alþingi gerðu ráðstafanir til að taka á atvinnuleysisvandanum. Guðmund- ur sagði að beita yrði öllum ráðum til að útrýma atvinnuleysinu og sagði að það yrði að spýta fé inn í atvinnu- fyrirtækin til að koma hjólum at- vinnulífsins í gang. Allt að 25% atvinnuleysi í einstökum félögum Fram komu upplýsingar á fund- inum í gær um aukið atvinnuleysi í einstökum félögum á höfuðborgar- svæðinu. Hjá Dagsbrún eru nú ná- lægt 700 félagsmenn atvinnulausir. Nálægt 20% atvinnuleysi er meðal félagsmanna í Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Áætlað er að rúmlega 1.000 trésmiðir verði orðnir atvinnu- lausir í mars. Gunnar Páll Pálsson, starfsmaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að stöðugt virtist fjölga á atvinnuleysisskrá og 113 hefðu bæst við hóp atvinnulausra hjá félaginu þegar síðast voru greiddar út bætur. Benti hann á að gjaldþrota- mál hefðu hlaðist upp að undanförnu en oft gæti liðið langur tími þar til fyrirtæki sem legðu upp laupana væru úrskurðuð gjaldþrota og því væru margir sem misstu atvinnuna vegna þess tekjulausir í allt að sex mánuði. Á þriðja hundrað konur voru seinast skráðar atvinnulausar í Verkakvennafélaginu Framsókn og að gögn Rögnu Bergmann, formanns félagsins, bætast 10-30 konur við í hverri viku. Nálægt 100 sjómenn í sjómannafélagi Reykjavíkur eru at- vinnulausir í dag og atvinnuleysi í Hlíf í Hafnarfirði er 16-18%. „Ríkiskaup útiloka íslenskar byggingarvörur“ Fram kom í máli Grétars Þorsteins- sonar, Trésmiðafélagi Reykjavíkur, og Helga Steinars Karlssonar hjá Múrarafélagi Reykjavíkur að atvinnu- leysi í byggingariðnaði hefði færst í aukana í haust og er tæplega 25% atvinnuleysi meðal félagsmanna í Múrarafélaginu. Grétar sagði að bú- ast mætti við að rúmlega 1.000 tré- smiðir á höfuðborgarsvæðinu gengju atvinnulausir eftir einn til tvo mán- uði. Helgi Steinar gagnrýndi harðlega hið opinbera og einstök fyrirtæki fyr- ir að flytja inn byggingarefni til hús- bygginga í stað þess að nota íslenska framleiðslu og nefndi að dæmi væru um innflutning milliveggjaplatna í stórum stíl. Sagði hann ekki forsvar- anlegt að láta fyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur sem framleiða slíkar plötur vera verkefnalaus. „Það er for- kastanlegt að þetta sé látið viðgang- ast. Ríkiskaup sem er ríkisfyrirtæki er búið að útiloka íslenskar bygging- arvörur," sagði Helgi. Benti hann á framleiðsla Sementsverksmiðjunnar væri komin niður í um 80 þúsund tonn á ári en forstjóri verksmiðjunnar hafði sagt að loka þyrfti verksmiðj- unni ef framleiðslan færi niður í 70 þús. tonn. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, minnti á átakið Veljum íslenskt á seinasta ári og sagði að það hefði í fyrstu skilað árangri og dregið úr atvinnuleysi. Það væri hins vegar uggvænlegt að í byijun þessa árs hefði atvinnulausum félagsmönnum í Iðju aftur tekið að fjölga eða um 24 á fyrstu tveimur vikum ársins. Missa húsnæði til banka og sjóða í sameiginlegri fréttatilkynningu verkalýðsfélaganna segir að fullar atvinnuleysisbætur séu nú um 46 þús. kr. á mánuði en meðaltalið þó ekki nema um 33 þúsund. Vitnað er í niðurstöður könnunar sem birt var í Morgunblaðinu sl. sunnudag J>ar sem fram kom að það kostaði meðalfjöl- skyldu um 40 þús. kr. á mánuði að borða en þá væri eftir að greiða fýrir hita, rafmagn, bíl, síma, skóla, fatnað og húsnæði. „Verkalýðsfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hafa þungar áhyggjur af stöðu mála, ekki síst í ljósi þess að atvinnuleysi fer nú stöð- ugt vaxandi og fátt sem bendir til að úr muni rætast á næstunni. Verka- lýðsfélögin telja að ríkisvaldið hafi ekki staðið sig sem skyldi frammi fyrir þessum vanda. Það eru erfiðleik- ar og hallarekstur víðar en í rekstri ríkissjóðs. Þúsundir heimila eru nú rekin með halla, þúsundir fjölskyldna missa húsnæði sitt upp í hendur bankastofnana og sjóða með tilheyr- andi upplausn og örvæntingu," segir í fréttatilkynningunni. Skora verka- lýðsfélögin á allt launafólk að taka sér frí frá vinnu og skóla á morgun og taka þátt í útifundinum á Austur- velli. lagsleg og efnahagsleg áhrif og því hefði ríkisstjórninni þótt bera brýna nauðsyn til að binda enda á deiluna með bráðabirgðalögum. Þorsteinn sagði það vitaskuld neyð- arkost að grípa til íhlutunar í kjara- samninga með þessum hætti og ljóst að ekki væri gripið til slíkrar lagasetn- ingar nema mjög mikilvægir hags- munir væru í húfi. Hins vegar fæli Íagasetningin ekki í sér efnislega nið- urstöðu í deilunni heldur hefði sérstök 1 nefnd þriggja ráðuneytisstjóra fengið það verkefniað finna frambúðarlausn á vandanum. Sú nefnd hefði þegar skilað tillögum sem sendar hefðu ver- ið til umsagnar hagsmunaaðilum og sjávarútvegsnefnd Alþingis. Ríkis- stjómin myndi taka endanlega afstöðu þegar formleg svör hefðu borist frá þessum aðilum. Mikill skipulagsvandi Þorsteinn sagði að rót kjaradeilunn- ar hefði verið að sjómannasamtökin hefðu ekki sætt sig við að að við- skipti með aflaheimildir hefðu áhrif á fiskverð sem væri grundvöllur skip- takjara sjómanna og útvegsmanna. Þorsteinn sagðist telja að viðskipti með aflaheimildir hefðu átt sér stað með þátttöku sjómanna og það bryti Deilt um eignarrétt yfir Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði Ekki taiin skilyrði til höfð- unar eignardómsmáls Hreppamir fá ekki 50 millj. vegna vefengingar á fullkomnum eignarrétti HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um frávísun eignardómsmáls fimm hreppa í Skagafirði og Austur-Húna- vatnssýslu gegn óþekktum rétthöfum yfir Eyvindarstaða- og Auðkúlu- heiði. Hrepparnir vísuðu til afsala og kaupsamninga vegna heiðanna og kröfuðust fulls og óskoraðs eignarréttar yfir þeim, meðal annars í þeim tilgangi að fá í sinn hlut 50 milljóna kr. bætur fyrir vatnsréttindi vegna virkjunar Blöndu en gerðardómur hafði frestað afgreiðslu þeirra vegna þess að Landsvirkjun vefengdi full eignarréttindi hreppanna. Auk Landsvirkjunar tóku fjármálaráðherra, ið.naðarráðherra og landbúnað- arráðherra og Skotveiðifélag Islands til varna í málinu. Varnaraðilar töldu að hrepparnir ættu aðeins óbeinan eignarrétt á svæðinu, aðallega beitarrétt. Héraðsdómur og Hæstiréttur töldu ekki skilyrði til eignar- dómsmáls vegna þess að hrepparnir vísuðu til skilríkja fyrir eignarrétt- indum sínum en ágreiningurinn væri um inntak þeirra. Eignardómsmálin voru tvö, annars vegar Bólstaðarhlíðarhreppur, Seylu- hreppur og Lýtingsstaðahreppur vegna Eyvindarstaðaheiðar og hins vegar Svínavatnshreppur og Torfa- lækjarhreppur vegna Auðkúluheiðar. Hrepparnir gerðu þær dómkröfur fyr- ir Héraðsdómi Norðurlands vestra að viðurkenndur verði með dómi fullur og óskoraður eignarréttur þeirra að afréttarlandinu á heiðunum. Varðandi Eyvindarstaðaheiði var m.a. vísað til kaupsamnings frá árinu 1897 sem hrepparnir gerðu við bóndann á Skíða- stöðum í Lýtingsstaðahreppi en tekið fram að afsal hafi ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit. Varðandi Auðkúlu- heiði vísuðu hrepparnir til afsals fyrir heiðinni sem ráðherra Islands gaf út árið 1918 þar sem afréttarlandinu var afsalað til þeirra með öllum þess gögn- um og gæðum, að undanskildum nám- um í jörðu og fossum sem þar kunni að vera. Þá hafa hrepparnir aukið við afréttinn með hlutum úr nokkrum jörðum. Fá ekki bætur fyrir vatnsréttindi Ástæðu eignardómsmálsins sögðu fulltrúar hreppanna að væri vefenging Rafmagnsveitna ríkisins og síðar Landsvirkjunar á fullkomnum eignar- rétti þeirra á afréttarlandinu. Það leiddi til þess að gerðardómur, sem aðilar komu sér saman um til að leysa úr ágreiningsmálum, hafi talið sig bresta valdsvið til að skera úr ágrein- ingi sem Landsvirkjun gerði um eign- arhald á afréttinum. Þá hafi verið frestað greiðslu bóta til þeirra fyrir vatnsréttindi vegna virkjunar Blöndu, þar til dómstólar hafi dæmt um eign- arréttinn. Heildarbæturnar eru 92 milljónir kr. og hlutur heiðanna rúmur helmingur eða liðlega 50 milljónir króna. Einstakir jarðareigendur hafa fengið sinn hlut sem er samtals um 41 milljón króna. Ráðherrarnir og Landsvirkjun kröfðust frávísunar á eignardómsmál- inu. Byggðu þeir frávísunarkröfuna meðal annars á því að ekki hafi verið skilyrði fyrir útgáfu eignardómsstefnu í málinu. í slíkurn málum verði stefn- endur að gera sennilegt að þeir hafi öðlast réttindi yfir fasteign með samn- ingi eða hefð, en þá vanti heimildar- bréf fyrir eign sinni. Eignardómurinn eigi síðan að gera þá eins setta og þeir hefðu heimildarbréf í höndum og þannig_ geti dómhafi ráðstafað eign sinni. í þessu máli byggi stefnendur kröfur sínar á kaupsamningi og af- sali sem þeir hafi í höndum. Við málflutning um frávísunarkr- öfuna benti fulltrúi hreppanna á að vegna vefengingar Landsvirkjunar á eignarrétti þeirra telji þeir sig eins setta og þeir væru ef þeir hefðu eng- in skilríki í höndum fyrir grunneignar- réttindum. Deilt um inntak eignarréttindanna Héraðsdómur féllst á frávísunarkr- öfuna á þeim forsendum að stefndi hefði í höndum skilríki fyrir eignar- réttindum yfir heiðarlandinu en ágreiningur væri um inntak þeirra réttinda. Jafnframt var bent á að stefnendum væru færar aðrar mál- sóknarleiðir til að fá leyst úr álitaefn- inu. Málskostnaður var felldur niður. Hæstiréttur hefur nú staðfest- þessa niðurstöðu héraðsdóms og gert hrepp- unum að greiða hvorum varnaraðila 60 þúsund kr. í kærumálskostnað. Lögmaður hreppanna var Jónatan Sveinnsson hrl. Lögmenn varnaraðila voru Hreinn Loftsson hdl. fyrir Lands- virkjun og Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður og Guðrún Margrét Árna- dóttir hrl., fulltrúi við embætti ríkis- lögmanns, fyrir ríkið. Halldór Hall- dórsson héraðsdómari og meðdóms- mennirnir Allan V. Magnússon hér- aðsdómari og Þorgeir Örlygsson pró- fessor kváðu upp úrskurðinn í héraði. Hæstaréttardómararnir Hrafn Braga- son, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein og Ingibjörg Benediktsdóttir settur hæstaréttardómari kváðu upp dóm Hæstaréttar. bága við gerða kjarasamninga og um leið við lög í landinu. En á bak við væri mikill skipulagsvandi í sjávar- útvegi og þörf fyrirtækja til aðlögunar að nýjum aðstæðum. Fiskverð væri ekki lengur ákveðið með miðstýrðum hætti og það hefði kallað á aðlögun. Skuldug sjávarútvegsfyrirtæki hefðu selt frá sér fiskiskip en haldið eftir aflaheimildum til að tryggja áfram- haldandi vinnslu í byggðarlaginu. Það jyrfti ekki að þýða, að verið væri að hafa hlut af sjómönnum með óeðlileg- um hætti. Á hinn bóginn yrðu menn að skilja, að sjómenn væru í erfiðri aðstöðu og ekki væri vandalaust fyrir þá að horfa uppá, að fískverð væri jafn mismunandi og það væri í land- inu, m.a. eftir því hver aðstaða fyrir- tækjanna væri. „Menn verða því að gera sér grein fyrir því flókna og erf- iða baksviði sem liggur hér til grund- vallar þessari deilu og einföld slagorð leysa engan vanda,“ sagði Þorsteinn. Eindregin andstaða^ Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu yfir eindreginni andstöðu við bráða- birgðalögin, bæði efni þeirra og því að þau hefðu verið sett. Gagnrýndu ýmsir ræðumenn að ríkisvaldið væri með bráðabirgðalagasetningu að grípa inn í rétt manna til að veija kjör sín með fijálsum samningum og vinnuveitendur hefðu lengi getað treyst á að þurfa ekki að fara samn- ingaleiðina því ríkisstjórnin setti jafn- an bráðabirgðalög til að stöðva vinnu- deilur. Þingmenn Kvennalistans end- urfluttu í gær af þessu tilefni frum- varp um að afnema stjórnarskrár- bundna heimild til útgáfu bráða- birgðalaga. Sviðsetning Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins fullyrti að samn- ingsumleitanir ríkisstjómarinnar í deilu sjómanna og útvegsmanna hefði verið hrein sviðsetning á leiðinni til lagasetningar. Davíð Oddsson hefði lýst því yfir í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar, að ríkisstjórnin hefði tryggt vinnufrið á árinu 1994 og þau orð hefðu verið skilaboð til útgerðar- manna að sett yrðu bráðabirgðalög á deiluna. Krafist hann og fleiri þing- menn upplýsinga um það hvort haft hefði verið samband við almenna þing- menn stjórnarflokkanna áður en lögin voru sett. Fram kom hjá Þorsteini Pálssyni að forsætisráðherra hefði haft sam- band við formann sjávarútvegsnefnd- ar Alþingis og formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Gunnlaugur Stefánsson þingmaður Alþýðuflokks- ins upplýsti að ráðherrar Alþýðu- flokksins hefðu rætt við alla þingmenn flokksins. Voru langar umræður í kjöl- farið um það hvort eðlilega hefði ver- ið staðið að málum og hvort forseta íslands hefði verið skýrt rétt frá, að ríkisstjómin teldi ástæðu til að ætla að meirihluti yæri fyrir bráðabirgða- lagasetningunni. Stjórninni að kenna Stefán Guðmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði að stjórn- arandstaðan hefði verið tilbúin til að mæta til þings viku fyrr en áætlað var eftir jólaleyfí þingmanna og sagð- ist trúa því að Alþingi hefði sýnt þá ábyrgð að afgreiða málið á eðlilegan og lýðræðislegan hátt á ekki of löng- um tíma. Jóhann Ársælsson þingmaður Al- þýðubandalagsins sagði að verkfall sjómanna hefði stafað af því að ríkis- stjórnin hefði látið dragast að taka á vandamálum sem stefndu samskiptum sjómanna og útgerðarmanna í óefni. Sjómenn hefðu með verkfallinu verið að slást við afleiðingar gildandi kerfis við stjórn fiskveiða sem afhenti út- gerðarmönnum ígildi eignarréttar á auðlindinni. Því gætu ríkisstjórnin og sjávarútvegsráðherra ekki komist hjá því að ræða um ábyrgð ríkisstjórnar- innar á þessu máli. Jóhann sagðist vera sannfærður um að hægt hefði verið að semja við sjó- menn um að fresta verkfallinu hef fyrir hefði legið að menn ætluðu í alvöru að fást við þessi mál á Alþingi. Þorsteinn Pálsson svaraði Jóhanni, og sagði að hann væri að taka undir þau sjónarmið sem atvinnurekendur hefðu haldið fram í desember og grundvallað málssókn sína á fyrir fé- lagsdómi. Félagsdómur hefði hins vegar dæmt um þessa fullyrðingu og talið verkfall sjómanna boðað á eðli- legum forsendum. Þessu mótmælti Jóhann og kallaði ummæli Þorsteins orðhengilshátt. Ekki eðlileg lagasetning Nokkrir stjórnarþingmenn lýstu yfir efasemdum um réttmæti þess að setja bráðabirgðalög á verkfall sjó- manna. Guðmundur Hallvarðsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði að inngrip ríkisstjórnar inn í deiluna með þessum hætti væru ekki eðlileg og ekki ásættanleg og lagasetningin væri aðeins frestun á vandanum. Ein- ar Þ. Guðfinnsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks sagðist hefðu talið það eðlilegra að kalla Alþingi eða sjávarút- vegsnefnd Alþingis saman til að fjalla um málið, en sagði jafnframt að um- rædd deila hefði verið þannig, að bor- in von hefði verið að ná samningum án íhlutunar ríkisvaldsins. Petrína Baldursdóttir þingmaður Aiþýðu- flokks sagðist vera á móti því að af- greiða kjaradeilur með bráðabirgða- lögum. Hins vegar hefði það verið réttlætanlegt neyðarúrræði hjá stjórn- völdum að setja lög á þessa kjaradeilu enda hefðu þjóðarhagsmunir verið hafðir þar í öndvegi. Árni R. Árnason þingmaður Sjálf- stæðisflokks lýsti svipuðum sjónar- miðum um bráðabirgðalögin. Hann sagði að til að leysa deiluna þyrfti fleira að koma til en stofnun kvóta- kaupaþings sem nefnd þriggja ráðu- neytisstjóra hefur lagt til. Til dæmis lög gegn þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum, lög um að þeir sem selt hafí afla innan 12 mánaða megi ekki kaupa kvóta í sömu tegund, og lög um að fella niður eða minnka verulega heim- ildir til að flytja kvóta til næsta árs. Þá verði mótuð í lögum ákvæði um viðmiðun verðs í beinum aflaviðskipt- um við vegið meðalverð á uppboðs- mörkuðum, t.d. yfir tiltekið tímabil eða á tilteknu atvinnusóknarsvæði. Árni sagði að leigusala kvóta ár eftir ár til að fjármagna aðra starf- semi gengi gersamlega í berhögg við endurgjaldslausa afhendingu kvótans á grundvelli veiðireynslu. Veiðiheim- ildir væru ekki verðbréfasjóður heldur atvinnuréttindi og geti menn ekki hagnýtt sér slík réttindi sjálfir eigi þeir að hafa þann kost að_ selja þau en glata þeim ella. Sagði Árni, að ef viðhaldið yrði réttinum til endanlegs afsals kvóta, en kvótaleiga yrði bönn- uð, þá væri komið verulega til móts við sjómenn. Brunabótamat húss lækkað án tilkynningar HÚSEIGANDI í Reykjavík uppgötvaði nýverið að búið var að lækka brunabótamat eignar hans milli ára um rúmlega 1,6 milljón kr., eða um 18,5% frá 1993 til 1994, þegar hann fékk sendan heim fasteigna- gjaldseðil Gjaldheimtunnar. Húseigenda var ekki á neinn hátt tilkynnt um að þessi lækkun væri fyrirhuguð, en fékk staðfest í samtali við starfsmenn hjá Húsatryggingum Reykjavíkurborgar, þar sem eignin er brunatryggð, að ekki væri um ranga færslu að ræða. Um klukku- stund eftir að húseigandi hafði fengið skriflega staðfestingu í hendur hringdi matsmaður frá Húsatryggingum Iieykjavíkurborgar og til- kynnti komu sína skömmu síðar til þess að endurmeta húseignina. Næsta dag hækkaði brunabótamatið um rúma hálfa milljón kr. en er enn rúmlega milljón krónum lægra en 1993, sem er um 12% lækkun. Eyþór Fannberg, forstöðumaður Húsatrygginga Reykjavíkurborgar, segir að almennt sé húseigendum til- kynnt um breytingar á brunabótamati eigna þeirra, en hugsanlegt sé að vegna áramótauppgjörs innan stofn- unarinnar hafí húseiganda borist upp- lýsingarnar á þann hátt sem getið er um hér að ofan. „Tilkynningaskylda vegna breytinga á mati er almenn allt árið, nema hugsanlega í kringum áramót, þegar verið er að leggja á fyrir nýtt ár. Desembermánuður er notaður til þess að fara yfir það sem stingur í augun í okkar skrám og er óeðlilegt á annan hvorn veginn. Það geta verið alls konar villur á ferðinni, við skrifum út 51.000 seðla árlega og ekkert við því að segja þótt eitthvað slæðist með sem er vitlaust. Við end- urmat eru skekkjur leiðréttar og það geta verið margar forsendur fyrir þeim, mannleg mistök eða annáð, en það sér maður ekki fyrr en hvert ein- stakt tilvik er skoðað. En eflaust hef- ur þetta gerst þá,“ segir Eyþór. Matið hefur farið úrskeiðis Aðspurður um hvort leiða megi getum að því að seinna matið hafi verið gert til þess að leiðrétta rnistök af hálfu Húsatrygginga, þar sem hús- næðislánastofnanir ríkisins miða við að lán þeirra séu að hámarki 65% af brunabótamati húseigna, og fyrra matið sem sent var húseigenda upp- fyllti ekki nauðsynleg skilyrði fyrir ávílandi lánum, segir Eyþór að Húsa- tryggingar taki ekkert tillit til viðrn- iðuna húsnæðislánastofnana. „Vafa- laust hefur matið einhvern tímann farið úrskeiðis á þessari húseign og verið allt of hátt, það geta alls konar villur slæðst með, m.a. villur varðandi stærðareiningar sem nánari athugun leiðir í ljós að hver fermetri eða rúm- metri í húsinu er langt yfir það sem eðlilegt getur talist. Fyrsta lækkun er greinilega byggð á reiknislegu mati án skoðunar miðað við það sem er að gerast í næsta nágrenni, en seinna matið byggist á skoðun eignar- innar og þeim breytingum sem eig- andi hefur gert, s.s. lagningu marm- ara á gólf og þess háttar," segir Ey- þór. „Matsmaður er dómkvaddur og ef húseigandi telur matið rangt getuf~ hann kært það og krafíst yfirmats á því. Vátryggðum ber einnig að láta endurmeta hús ef hann telur vátiygg- ingarfjárhæð ekki í samræmi við sannvirði húss miðað við byggingar- kostnað, gerð, aldur og ásigkomulag." Að sögn Eyþórs fellur kostnaður við endurmatið á húseiganda hafí hann óskað eftir mati, og nemur þrjú' hundruð krónum á hveija metna millj- ón af andvirði eignar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.