Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 41 '"".... Guðfinna Ásta Skyldi Björgvin vera Frammari? Bryndís / Lítill, X aumingja- \ legur, feitur, hrokafullur maður sem er óhamingju- j V samur J Þú ert kveif ef þú ert lítill Björgvin Ekki Krummi. kannski ég j í'ramman Gunnþór Furðulegur sjúkdómur breytir konum í grjót ÞÚSUNDIR kvenna um gjörvöil Bandaríkin hafa fengið furðulegan sjúkdóm sem gerir húð grjótharða og strekkta og læknar vita lítið sem ekkert um þennan sjúkdóm. Þessi undarlegi sjúkdóm- ur er kallaður „Sclerod- erma“ sem þýðir hörð húð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að ónæmiskerfið ræðst á sjálft sig af óþekktum ástæðum og framleiðir mikið magn próteinsins Collagen sem hefur þau áhrif á húðina að hún verður gijóthörð. Talið er að Scleroderma hafí lagst á 700.000 Banda- ríkjamenn og flestir af þeim eru ungar konur. Þrátt fyrir það hve algengur sjúkdómurinn er hafa fæstir heyrt um hann talað. Von- ir standa þó til að það breytist. Tvær konur Diane Will- iams og Sharon Monsky, sem báðar- eru með sjúkdóm- inn, hafa helgað lífi sínu baráttunni gegn honum. Diane, sem nú er þriggja barna móð- ir, vissi ekki hvað var að gerast þegar hún byijaði að fá sjúkdóminn snemma á þrítugs- aldri. Húð hennar byrjaði að harðna og strekkjast og fing- umir kreptust auk t Sharon Monsky þjáist líka af þessum lítt þekkta sjúk- dómi. Sharon var líka á þrítugsaldri þegar hún uppgötv- aði að eitthvað var að. Hún þreyttist fljótt og á nokkrum árum lamaðist lungnastarfsemi hennar þannig að hún getur aðeins notað 50% af lungunum. Eins harðnaði húð hennar og strekktist svo hún getur ekki sett varirnar yfir tennurnar og lokað munninum. Diane og Sharon stofnuðu samtök Scleroderma sjúkl- inga í Bandaríkjunum og sjóð sem styrkir vísindamenn til að finna hvað það er sem veldur sjúkdómnum og hvem- ig hægt er að lækna hann. þeirra Diane Sjúkdómurinn lýsir sér þannig nð ónæmiskerfið ræðst ó sjólft sig nf óþekktum óstæöum og f ramleiðir mikið magn próteinsins Collagen sem hef ur þau óhrif ú húðina að hún verður grjóthörð. Þýtt og endursagt úr „The Sun“. Sharon Fínt að vera unglingur í dag Nafn: Arnar Bjarki Ámason. Heima: Reykjavík. Aldur: 15 ára. Skóli: Álftamýrarskóli. Helstu áhugamál: Hestar og skíði. Uppáhaldshljóm- sveit: Þær eru nokkrar. Race against the Mac- hine er ágæt, Iron Mad- en og Queen. Uppáhaldskvikmynd: Þær eru líka nokkrar. Jurassic Park og Dem- olition Man. Terminator 2 er líka góð og í raun fullt af myndum. Það sem ég kann best við í bíómyndum er virkilega mikil spenna og góður húmor. Besta bókin: Ætli það séu ekki Hobbit eftir J.R. Tolkien og The Running Man eftir Stephen King. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég veit það ekki. Einhver þekktur leikari eða eitthvað svoleiðis. Hvernig er að vera unglingur f dag? Bara fínt. Það er eiginlega mjög margt sem er gott við það. Ég held að ungiingar séu miklu fijálsari í dag en áður, að foreldrar séu ekki jafn strangir í dag. Það em til dæmis miklu yngri krakkar niðri í bæ nú en áður. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Eg held að það sé bara ekki neitt sem ég myndi vilja breyta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara á skíði og skemmta mér. Hvað er það leiðin- legasta sem þú gerir? Það er bara þetta klassíska, að taka til í herberginu og skólinn. Hvað aetlar þú að yerða þegar þú verður stór? Ég er ekkert farinn að plana það en ég stefni á að fara í Háskólann, annaðhvort í heimspeki eða líffræði. Tölvufræði kemur líka til greina. Hvað gengur þú með í vösun- um? Lykla og peninga. Hvað viltu segja að lokum? Ekki neitt. 'KVC SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst íyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer ffam að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 31. janúar og 2. febrúar n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722 fyrir kl. 17 föstud. 28. janúar. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.