Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 39 Geimverurannsóknastofnun l í Evrópubandalag’sins Frá Einari Þorsteini. Kæri séra Habets, eins og það er nú annars ánægjulegt að stytta þér og mér og um leið lesendum Morgunblaðsins stundir í dimmasta skammdeginu með bréfaskriftum um geimverur og trúarbrögð al- heimsins, þá kemur nú sá tími að ég fer að stytta þessi skrif mín og vona ég að þú virðir mér það til betri vegar þó ég fari yfir í sím- skeytastílinn: Öll mín þekking (op- inberun) er úr fjölda bóka um þessi mál og þær getur hver maður feng- ið, sem nennir að bera sig eftir þeim. Það er ekki mitt mál að er- lendir geimveruvinir eru með aðrar skoðanir en ég. Og ég geri ekki þeirra skoðanir að mínum. Af þessu er vonandi ljóst að ég er ekki í sam- bandi við geimverur (nema þær hér á jörðinni, þar á meðal þig, séra Habets!). Það er nú einu sinni svo, að jafnvel allir þeir sem áhuga hafa á alheimsmálum eru ekki endilega sammála! En hins vegar er það ljóst að á síðustu 50 árum eða svo hafa allmargir verið í sambandi við vits- munaverur, sem ekki eru af þessum Frá Hannesi Þ. Hafstein: í Bréfi til blaðsins 18. og 22. janúar sl. fjalla þeir Gunnar bóka- vörður Markússon í Þorlákshöfn og Ólafur Elímundarson, Stóragerði 7, Reykjavík, um „fjöldabjörgun" úr sjávarháska hér við land. Gunnar leitar alla leið aftur til ársins 1718 og Ólafur til 1916 frá- sögnum sínum til stuðnings. En hverfum nú okkur nær í tíma. Óveðursnótt eina í október 1944 var 198 sjóliðum bjargað af kana- díska tundurspillinum Skeena, sem strandað hafði við Viðey. Þessum björgunarleiðangri stjórnaði Einar formaður Sigurðsson á mótorbátn- um Aðalbjörgu RE 5. „Mr. Aðal- Frá Auðuni Braga Sveinssyni: AÐEINS fáein orð um vaxtalækk- anir þær, sem undanfarið hafa ver- ið mjög á dagskrá og komið til framkvæmda. Öllum fínnst jákvætt að vérðbólga skuli vera mjög á nið- urleið. Þar af hljóta vextir að lækka að vissu marki. Bankar eiga skipti við tvo hópa fólks: þá sem leggja til fé, eða inn- leggjendur, og þá sem taka fé að láni, eða lántakendur. Svo virðist sem þeir fyrrnefndu hafi gleymst. Allt kapp er lagt á að hlaupa undir bagga hjá þeim, sem stofnað hafa til skulda. Það er í sjálfu sér fallega hugsað. Eitt er þó víst. Legði fólk ekki inn fé í banka- og lánastofnan- jarðheimi. Mitt álit á því er það, að þetta sé liður í því að breyta þessari einangrunarstefnu smám saman, sem vefst hér greinilega mikið fyrir þér. Hvers vegna þessi breyting á sér stað nú er svo langt mál, en í bókinni, Hnykkurinn, sem út kom núna um jólin eru e.t.v. nokkur svör við því. Það er mikil gleði fyrir mig að geta tekið upp hanskann fyrir Gior- ano Bruno, eins og ég er viss um, að það er mikil ógleði, sem hver einasti nútíma kaþólikki finnur fyr- ir, er þarf að veija sína kirkju og sveija af henni ódæðið. Ekki öfunda ég þig af því, en ansi eru það nú litlir karlar, sem þurfa að ljúga upp á Bruno alls konar viðbótar„glæp- um“ eftirá, til þess að gera minna úr ódæði kirkjufeðranna, sem með gjörðum sínum voru eingöngu í pólitískri aðgerð: Að hræða alla aðra hugsanlega andstæðinga til hlýðni, og þú vitnar í. En mig undrar. þá röksemda- færslu þína að gera lítið úr Jesú Kristi, vegna þess að hann mót- mælti ekki þrældómi. Ég ber það björg“ eins og Einar var jafnan kallaður af Bretum var í þjónustu þeirra með bát sinn í ferðum á milli Hvalfjarðar og Reykjavíkur og þekktur af karlmennsku og dugn- aði. Fyrir þetta björgunarafrek var Einari afhent skrautritað heiðurs- skjal í nafni Georgs 6. Bretakon- ungs, og einnig sæmdur heiðurs- orðu og nafnbótinni MBE — „Member of the British Empire". Gunnari bókaverði og Ólafi Elí- mundarsyni ber að þakka ábending- arnar sem minna á ýmsa atburði frá þessum vettvangi og e.t.v. verð- ur getið síðar. HANNES Þ. HA'USTEIN, fyrrverandi forstjóri SVFI. ir yrði ekkert fé til að lána. Nú getur svo farið senn, eftir að frelsi í viðskiptum hefur aukist, að fólk leggi fé sitt í erlenda banka fremur en hér, fáist þar betri kjör. Sé innleggjendum gleymt, hlýtur illa að fara. Þeir grípa þá til sinna ráða. Þeim fínnst, að þeir hljóti að fá einhveija umbun fyrir sparnað sinn og fyrirhyggju. Sé fyrst og fremst hugsað um þá, sem skulda, skapar það vandræðaástand fyrr en varir. Gleymum ekki þeim sem leggja til féð! Svo einfalt er það. Með þökk fyrir birtinguna. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. mikla virðingu fyrir frelsara okkar að slíkt fellur mér ekki við. Hvern- ig getur þú vitað að hann gerði það ekki? Biblían er svo marg ritskoðuð af veraldlegu valdi, hvort sem það sat í Róm og Vatíkaninu eða ann- ars staðar, að slík mótmæli hefðu aldrei fengið að standa þar, vegna hagsmuna. En hitt er svo vitað mál meðal allra sagnfræðinga, að það var einmitt kærleiksboðun Krists, sem endanlega gerði vélar að hag- kvæmum tækjum og afnam þræla- söluna og þrældóminn um leið. Við erum sammála um hvers vegna Jesús Kristur kom og fyrir hveija. Það sem við erum ekki sam- mála um er, að það þurfi umboðs- mann hans á jörðinni, með guðlegt einkaleyfi, til þess að eiga Jesúm Krist í hjarta sínu. Það er nokk sama hvernig þið kennimennirnir reynið að sanna það að þið séuð umboðsaðilar og „varist eftirlíking- ar“ ... þá er það nú samt að gerast jafnvel daglega, að Jesús Kristur birtist fólki án nokkurrar milli- göngu. Telur þú það vita á gott, séra Habets? Nú að síðustu vil ég benda þér á ágæta grein Magnúsar Ólafssonar í Pressunni 3. janúar ’94 bls. 12, um tillögu sem fór fyrir Evrópu- þingið 21. jan. ’94. Þar er farið fram á fjármagn til stofnunar Geim- verutalningarstöðvar á Ítalíu. Þetta byggist á háalvarlegri skýrslu um geimverur, sem gerð hefur verið fyrir Evrópubandalagið og er studd vönduðum sönnunargögnum. Telur Magnús að henni verði vel tekið. Ég held nú, séra Habets, að þú ættir að hætta að draga okkur á asnaeyrunum og viðurkenna að hérna sé á ferðinni málaleitan frá Vatikaninu, sem þér er fullkunnugt um! „Opinberun geimveranna". Þetta er bara nokkuð fyndið!!! Með alúðarkveðjum, EINAR ÞORSTEINN, geimvera, þriðju plánetu frá sólu. Pennavinir NÍTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á frímerkjum, handavinnu, blómarækt, tónlist o.fl.: Mirkka Niemi, Ostuakink. 5 AS 29, 20750 Turku, Finland. EINHLEYP 26 ára Ghanastúlka rn'eð áhuga á matargerð, tónlist og póstkortum: Rebecca May Ampomah, c/o Kate P.O. Box 1222, Cape District, Gold Coast, Ghana. ÍTALSKUR 23 ára piltur með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 17-22 ára pilta og stúlkur: Paolo Pizzimenti, Via Giotto 16, 41043 Formigine (MO), Italy. SAUTJÁN ára norsk stúlka með áhuga á tónlist auk mikils íslandsá- huga: Line Ruud, Barnálveien 4, N-3960 Stathelle, Norge. ENSK kona, komin á eftirlaun en með áhuga á bóling, dansi, bóka-, lestri, gönguferðum og blómarækt: Irene Wiliars, 18 Windermere Road, Wigston, Leicester LE18 3RT, England. LEIÐRÉTTING Nafn féll niður NAFN Þengils Oddssonar læknis, féll niður í frétt blaðsins af fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Þengill skipar þar 13. sæti næst á undan Magnúsi Sigsteinssyni forstöðumanni, sem er í 14. sæti. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Húfa týndist GRÁ skinnhúfa fauk af höfði eigandans við Æsu- og Aspar- fell í hádeginu sl. föstudag. Hafi einhver fundið húfuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 681703. GÆLUDÝR Tönju vantar heimili ÉG ER þriggja ára mjög falleg síamslæða. Vegna ofnæmis í fjölskyldunni vantar mig gott heimili. Ég er ekki vön ungum börnum. Upplýsingar í síma 672165. Kettlinga vantar heimili TVEIR níu vikna kassavanir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 642301. Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur fannst í Faxafeni sl. sunnudag kl. 16.30. Upplýsingar í síma 686597. Báðir leita þeir langt yfir skammt Fáein orð um vaxtalækkanir Menntun og mannnækt grundvöllur heilbrigðs samfélags Kjósum ÞORBERG AÐALSTEINSSON Vestmannaeyingar Munið Heimaeyjar-þorrablótið sem verður haldið í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ laugardaginn 29. janúar. Miðasala verður íversluninni TOKYO, Laugavegi 116, fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 16-18. Upplýsingar gefur skemmtinefnd. Helga s. 656075, Pálína s. 41628 og Sigdís s. 75561. Mætum sem flest. Skemmtinefnd. NÁMSKEIÐ VOR 1994- Fagnefndir stál- og vélsmiða bjóða upp á eftirfarandi námskeið á næstunni: Málmsuða, grunnnámsk........26. jan. til 1. febr. Vökvakerfi 1..............11. til 14. febr. Vökvakerfi II...............4. til 7. mars. Vökvakerfi III (nýtt námsk.)..23. til 27. mars. Loftkerfi I, grunnnámskeið.22. febr. til 3. mars. Smíðamálmar................10.til 21. mars. FRÆÐSLURAÐ MÁLMIÐNAÐARINS HALLVEIGARSTÍG 1 - SÍMi (91)624716 - FAX (91)621774. Stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa og varaformanns borgarráðs hafa kostningaskrifstofu í Skeifunni 11.3. hæð (í sama hús og Fönn) Opið alla daga kl. 13-21 Símar: 682125 og 682512 Verið velkomin I Vilhjálmur er sterkur og ábyrgur málssvari í I umhverfis- og atvinnumálum. Hann leggur I áherslu á að vera í góðu sambandi við [ borgarbúa og gerir sér grein fyrir mikilvægi 1 öflugs atvinnulífs og öruggrar afkomu I fjölskyldnanna í borginni. I - Kjósum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í eitt efsta sæti prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.