Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 HOGNI HREKKVISI ,,&G V/it-P/ ÓStCA AP ItAMN PABBI þ/NN/ FÆR.I AMMAD A4ED ^VOrriMN SlMM » •• BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Maðurinn og mjólkin Frá Jens Guðmundssyni: í gegnum allar aldir íslands- byggðar hefur smjörið verið einn dýrasti gjaldmiðill sem þjóðin hefur átt yfir að ráða. Saga þess er stór- kostleg í íslandssögunni, í efnum og afkomu allri óg gullgengi í útflutn- ingi þjóðarinnar á sinni tíð. í ár- hundrtið var fjórðungur af smjöri, 10 pund, vikukaup kaupamanns í heyskaparvinnu á sumrin, og/eða veturgömul kind með 40 punda skrokk, sem var vættarkind kölluð, já, eða tveir fjórðungar af hnoðuðum mör. Hvað skildi smjörfjórðungurinn þurfa að kosta núna til að jafngilda vikukaupi? Nú er þessu öllu orðið öfugt far- ið. Smjörið er orðin bannvara til neyslu, en undanrennan hin heii- næmasta. Nú er ný öld upprunnin, einskonar próteinöld og farið að senda bíla uppá líf og dauða alla leið frá ísafirði suður í Búðardal með fulla tanka af undanrennu til vinnslu þar, af því nú er próteinið í undanrennunni orðin eina lífsbjörg þjóðarinnar. Von er til að hún megi líkna einhverjum af þeim ístrubelgj- um sem rétt svo geta staðið upp af stólnum, en nenna ekki að hreyfa sig eitt einasta spor til að halda blóð- æðum sínum svo opnum, að einhver blóðdropi geti eftir þeim runnið. Það eru 60 ára síðan farið var Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. að mæla fitu í mjólk og rækta upp þann kúastofn, sem fituríkastur er, og verðleggja mjólkina eftir fituinni- haldi. Ár og lækir voru í kringum hvert mjókurbú hvítir af undanrennu sem hellt var niður tímum saman, þar sem enginn vildi hana þá nota. Já, en nú er öldin önnur. Þegar mannskepnu vitleysingarnir, reglu- gerðarpostularnir og vísindamenn- irnir, sem þykjast vera renna fram með allar sínar pappírshrúgur til að taka fram fyrir hendur guðs og nátt- úrunnar, í öllu sínu vitleysingaveldi, fer flest í því hörmulega handaskoli að hörmung er til að vita þeir gera sér ekki grein fyrir því, að frá náttúr- unnar hendi er mjólkin sá einn dý- rasti lífgjafi sem til er í heimi hér. Án hennar lifði enginn maður, að ég nú ekki tali um barn. Engin skepna væri til í þessum heimi, ef ekki nyti afkvæmið við þeirrar dýrð- legu náðargjafar að komast á spena móður sinnar til þess að teiga þaðan mjólkurdropann. Þessi guðaveig er gædd öllum þeim efnum sem duga til heilsufarslegs þroska. Allir vita sem til þekkja, að lamb- ið deyr drottni sínum nokkra klukku- tíma frá fæðingu, ef ekki kemst á spena, en lifir, dafnar og verður hið sprækasta á helköldum skaflinum, þó úti fæðist í sortabyl, ef það bara kemst á spena móður sinnar, og fær þann mikla lífsins kraft sem mjólkin ber. Allt í einu koma kenjóttir vit- leysingar frammá sjónarsviðið í makt sinni og miklu veldi og setja um það reglugerðir hvaða tegundir mjólkin skuli innihalda, og ætla að fara að blanda þar í efnum, sem engin þeirra veit, né hefur á nokkra hugmynd, hvaða gildi hafa. Er nú enda svo komið að það eru orðin 5 og 6 verðtilbrigðiseiningar í einum og sama mjólkurpottinum, reiknaðar út í 5-6 stafa tölu í þúsundasta brotahluta úr eyri. Pappírarnir og mælingarmiðamir berast til hvers einasta bónda í hundraðatali yfir árið . Já, svona er nú sagan af þeim drottinsvöldum sem frammá sjónar- sviðið steðja með þessa vizku í dag, en hina á morgun. Aðrir skulu svo eftir dansa í öllum þeim hráskinna- leik sem enginn veit hvar enda tek- ur. Nú er bændum boðið að auka við mjókurkvóta sinn einni og hálfri milljón lítra til sérstakrar prótein- framleiðsluaukningar -fyrir einar skitnar 20 kr. á lítrann, og fá það svo ekki borgað fyrr en að loknu kvótaárinu í október nk. Að láta sér detta aðra eins andsk. fávisku f hug er svo vanvirðilega niðrandi og lítils- ilgt á öllum lífsstigum, að furðu gegnir hvað mönnum getur dottið í huga að niðurlægja þessa þjóðarinn- ar mikilsverðustu framleiðendur, til þess að nokkur lifandi maður eða skepna megi þeirrar sælu njóta að lifa hér heilbrigðu hamingjulíf. Það sýnir best mátt og megin mjólkurinnar ti! dæmis, að hér í móðuharðindunum miklu, þar sem allt gras mengaðist, og skepnur féllu úr margeitruðum ávöxtum jarðar- gróðans, að fólk féll úr beri beri og allra handa efnaskorti, sem enga mjólk hafði. í þeim landshlutum, sem ein skeið af súr var til að skammta útí grautarskinn, lifðu allir heilbrigð- ir. Forsmánin og fyrirlitningin er því hvergi nokkursstaðar blómstrandi á jafnháum stalli fáviskunnar og hjá þeim sem ætla að telja fullgreindu fólki trú um það, að þessi dýrindis lífsgeisli allra lifandi vera á jörðinni sem er mjólkin, og allur hinn marg- breytilegi matur úr henni búin, sé hættulegur. Þeir halda sig tekið hafa auðveld- asta þráðinn til að spinna úr níð og róg um íslenska smjörið og nýmjólk- ina, sem enginn getur án verið sem lifir og heilsu vilja óbrenglaðir njóta. Sjálfur drakk ég ósíaða sauðamjólk- ina af tréfötubarminum á kvíar- veggnum, um leið og ég fór í hjáset- una á mínum yngri árum, og hefur engum skaða mér ollið ennþá. JENS í KALDALÓNI. Yíkveiji skrifar Fyrsti góði dagurinn til skíðaiðk- unar á þessu ári, sem bar upp á helgi, var nú á sunnudag, enda voru íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki seinir að taka við sér og fjöl- menntu í skíðalöndin, bæði í Blá- fjöll og Skálafell. Víkveiji var í hópi þeirra, sem fór ásamt fjöl- skyldu í Bláfjöll og raunar undrað- ist hann að ekki skyldu enn fleiri hafa ákveðið að notfæra sér hið góða veður (að vísu gekk hann á með éljum um tíma) og frábært færi. En það var líka happ þeirra sem voru á svæðinu, því varla var hægt að tala um að nokkrar biðrað- ir mynduðust við lyfturnar, sem er jú svo algengt þegar vel viðrar og færi er gott. Eitthvað virðast þeir Bláfjallalyftustjórar eiga eftir að smyija hjá sér gangverkin, því mik- ið var um að lyftur stöðvuðust um hríð, einkum Borgarlyftan, sem gekk afar rykkjótt allan daginn. xxx að kólnaði stöðugt í Bláfjöllum, eftir því sem leið á sunnudag- inn og um miðjan dag var komið hörkufrost þar efra. Þegar svo hátt- ar til, sækja menn meira inn í Bla- fjallaskála til þess að ná úr sér hrollinum með heitum kaffisopa eða kakóbolla. Slíkar heimsóknir urðu Víkveija tilefni til þess að hugleiða örlítið verðlag það sem skíðaiðkend- um er boðið upp á til fjalla. Því verðlagi verður örugglega ekki lýst með hinu ágæta nýyrði Morgun- blaðsins, „verðstöður", sem felur í sér að verðlag ér óbreytt, það er hvorki verðhjöðnun né verðbólga. Forsjálir skíðaiðkendur koma ugg- laust flestir með smurt brauð með sér í nesti, kaffi á brúsa eða kakó og láta sér nægja yfir daginn. Þeir sem ekki eru jafn forsjálir, eða þurfa að kaupa sér viðbót af heitum drykk, vegna mikils kulda verða að sætta sig við eftirfarandi: Kaffíboll- inn (lítill plastbolli) kostar 100 krón- ur. Kaffið er að vísu mjög gott, og hægt að fá ábót. Kakómálið kostar 120 krónur, og engin ábót innifalin. Eitt rúnnstykki með einhveiju áleggi kostar hvorki meira né minna en 180 krónur, kleinan kostar 80 krónur og gosdósin 100 krónur. Einn skammtur af frönskum kart- öflum, á litlum pappadisk kostar 150 krónur, Snickers, Mars og þ.h. 70 krónur. xxx Kostnaðurinn hjá hjónum með tvö börn við að bregða sér eina dagstund á skíði getur því orð- ið umtalsverður áður en dagurinn er allur. Dagskort fyrir fullorðna kostar 900 krónur og fyrir börn 450 krónur, þannig að lyftugjöldin yfir daginn fyrir slíka fjölskyldu kost- uðu 2.700 krónur. Ef fjölskyldan er útbúin með nesti, en verslar þar að auki lítillega í Bláfjallaskála, foreldrarnir fá einu sinni kaffí, börnin kakó, öll fjögur fá þau rúnn- stykki og eitt súkkulaðistykki, þá bætast þar við 1.440 krónur fyrir fjölskylduna, þannig að burtséð frá ferðum til og frá Bláfjöllum, hvort sem er með rútu eða einkabíl, þá er kostnaðurinn orðinn á fimmta þúsund krónur. xxx Vera má að hagkvæmara sé fyrir þá sem stunda skíða- íþróttina af sæmilegum krafti að fjárfesta í árskorti, en það kostar 10 þúsund krónur fyrir fullorðna. Það er að vísu höppum og glöppum háð, hvort slík fjárfesting borgar sig og þar inn í spilar veður og færð ekki hvað síst. Þó er ljóst að þeir sem á annað borð kaupa árs- kort, þurfa að fara a.m.k. 11 sinn- um á skíði, til þess að fjárfestingin verði hagkvæmari en að kaupa dagskort í hvert sinn sem rennt er til fjalla. Að vísu kann árskortið að virka sem hvati á skíðamenn, á þann veg að þeir verði nú að nýta kortið eins vel og unnt er, fyrst þeir séu búnir að greiða fyrir það og út frá því sjónarmiði telur Vík- veiji að árskortin geti verið þarfa- þing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.