Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 13 Hvað verður um Landa- kotsspítala? eftir Viðar Hjartarson Nýlega hafa tveir mætir læknar á Borgarspítala leitast við að sann- færa lesendur Mbl. um nauðsyn og ágæti þess að Landakotsspítali og Bsp. sameinist. Minna hefur heyrst frá þeim sem hafa uppi efasemdir um ráðahaginn, en mál- ið nýtur t.d. takmarkaðs stuðnings hjá starfsfólki Landakots og veru- legur ágreiningur er um það í yfir- stjórn spítalans. Ýmsir, sem voru hlynntir hugmyndinni, hafa snúið við henni baki við nánari skoðun og telja aðra kosti fýsilegri og síst útgjaldameiri. Megin markmiðið með samein- ingunni er að styrkja Borgarspít- ala í „baráttunni" við Landspítala með því m.a. að flytja öldrunar- lækningadeildir úr B-álmu Bsp. til að rýma þar fyrir annarri starf- semi, s.s. bamadeild, sem ætlunin er að flytjist þangað frá Landa- koti. Náist þetta ekki fram er það mat sameiningarmanna að Landa- kot sameinist Landspítala (gild- andi samningur ríkisins og Landa- kots gerir ráð fyrir því 1. jan. 1997) og þá verði þess skammt að bíða að Bsp. hljóti sömu örlög og stofnað verði eitt stórsjúkrahús á Reykjavíkursvæðinu. Ekki skal lagt á það mat hér hvort „svart- sýni“ af þessu tagi sé ástæðulaus eða ekki, en varla kemur á óvart þótt starfsfólk Landakots sé hik- andi við gjörbreytingu á 90 ára gömlu hlutverki spítalans til þess eins að styrkja fyrrnefnda hug- sjónabaráttu. Öldrunardeildirnar í B-álmunni eru í ágætu húsnæði og rekstur þeirra til fyrirmyndar, sjúklingar fá á staðnum alla þá bráðaþjón- ustu sem þeir þurfa vegna þess að deildin er undir sama þaki og bráðasjúkrahúsið. Til að „hagræð- ingin“ gangi eftir, þarf að breyta legudeildum á Landakoti og lætur nærri að kostnaðurinn á hverjum gangi sé um 30 milljónir króna. Eins og margir muna var B- álma Bsp. að verulegu leyti byggð fyrir fé úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra í þeim tilgangi að þar yrðu öldrunarlækningadeildir. Væru framlög sjóðsins framreiknuð til dagsins í dag er mér sagt að þau næmu um 400 milljónum króna. Aukið vægi öldrunarsjúklinga á Landakoti mun eðlilega draga úr annarri starfsemi spítalans og leiða m.a. til þess að ágætar skurð- stofur nýtast illa eða verða lagðar niður meðan ennþá er skortur á skurðstofum á Bsp. og Landspít- ala. Ekkert er eðlilegra en Landa- kot stofni til formlegs samstarfs við Lsp. og Bsp. um að læknar þeirra fái aðstöðu á spítalanum til að framkvæma minni og meðal- stórar aðgerðir og fullnýta þannig skurðstofuaðstöðuna (og 5 mán- aða gamla gjörgæsludeild) jafn- framt því sem biðlistar sjúkrahús- anna styttast. í skýrslu landlæknis um afköst, kostnað og biðlista í heilbrigðis- þjónustunni, sem lögð var fyrir Fjárlaganefnd Alþingis 15. nóv- ember sl. segir m.a.: „Augljóst er að nokkuð hratt hefur verið farið í „hagræðingarátt". Vegna hinna löngu biðlista í Reykjavík verða menn að hægja á ferðinni. Á þessu stigi getur það haft slæmar afleið- Viðar Hjartarson „Ríkjandi óvissa um verkaskiptingu sjúkra- húsanna í Reykjavík er orðin afar óþægileg og nauðsynleg-t að heil- brigðisráðherra taki ákvörðun í málinu nú þegar, þar sem ljóst virðist að stjórnendur spítalanna geti ekki komist að sameig'in- legri niðurstöðu.“ ingar að loka t.d. vel búnum skurð- stofum á Landakotsspítala. Nauð- synlegt er að reka Landakotsspít- ala áfram sem „elektivan" spítala og fyrir dagsjúklinga. Ráðherra hefur verið tjáð þessi niðurstaða. Vegna skurðstofufæðar getur t.d. St. Jósefsspítali ekki komið í stað Landakotsspítala og aðrir spítalar eru ekki enn tilbúnir að taka við biðlistum. Þetta mál þolir enga bið því að vinnuálag er mikið á sjúkra- húsum í Reykjavík." Heilbrigðisyfírvöld gera ráð fyr- ir því að bamadeildin á Landakoti flytjist þaðan, en óvíst er hvenær af því verður. Bæði Bsp. og Lsp. gera tilkall til deildarinnar og hafa á stundum flutt mál sitt meira af kappi en forsjá. Talsmenn Bsp. benda á að 18-20 þús. börn séu meðhöndluð þar á ári hveiju og segja óviðunandi að ekki sé þar barnadeild. Lsp.-menn telja hins vegar að byggingu sérstaks barna- spítala sé teflt í tvísýnu fari deild- in á Bsp. Ég tel að fallast eigi á rök Borg- arspítala í þessu máli, en undrast jafnframt hversu hljóðlega krafa þeirra um barnadeild hefur farið þar til nú. Vafalaust er húsnæðis- skorti kennt um, en spítali sem tekur að sér að sinna tæplega 20 þús. bömum á ári verður að „hag- ræða“ í eigin húsakynnum til að mæta brýnni þörf. Ríkjandi óvissa um verkaskipt- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík er orðin afar óþægileg og nauðsyn- legt að heilbrigðisráðherra taki ákvörðun í málinu nú þegar, þar sem ljóst virðist að stjórnendur spítalanna geti ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. Höfundur er læknir. P E R L A N Dugana 12. og 13. ntars mun Perlan standa fyrir sýningu á öllu því er viðhemur fermingum, þ.e.a.s.: TILGANGUR pjAFIR VEISLA flYNDATÖKUR |FÖT 0.FL FERMINGAR 1994 Þeir sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlegast hafi samband sem fyrst við Stefán Sigurðsson eða StefánÁ. Magnússon í síma 620200, fax 620207. $---------------- “ KOSTABOÐ LLI : Á ÖRFÁUM EÐALVÖGNUM. Honda Accord EX, sjálhkiptm á aieins: Einu sinni Acooíd, alltaf Accorri Vatnagörðum - Sími 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.