Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 44
SlMI 091100, SÍMBRÉF «91181, PÓSTHÓLF^SMO^/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Ný vega- bréf í vændum -öll verða gefin út í Reykjavík HJÁ dómsmálaráðuneytinu er í undirbúningi útgáfa nýrra vegabréfa sem inni- halda fleiri öryggisatriði en eru í eldri útgáfum. Einnig verður stefnt að því að gefa vegabréfin út á einum stað, hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, í stað þess að nú eru þau gefin út hjá öll- um lögreglustjórum á land- inu. Verður komið á stofn neyðarþjónustu í þeim til- vikum þar sem fólki gefst ekki tími til að bíða nokkra daga eftir afgreiðslu. Ekki hefur staðsetning hennar verið ákveðin en líklegir staðir eru taldir á Keflavík- urflugvelli eða í Reykjavík. Þegar vegabréfsáritun var afnumin til Bandaríkjanna gengust Islendingar undir þá kvöð að tölvulesanleg vega- bréf yrðu tekin upp. Er það meginástæða þess að farið er út í útgáfu nýrra vegabréfa að sögn Hjalta Zophaníasson- ar hjá dómsmálaráðuneytinu. Skilyrði fyrir afnámi áritunar „Útgáfa slíkra vegabréfa voru eiginlega skilyrðin fyrir því að vegabréfsáritun yrði afnumin. Einnig kemur að því að við þurfum að kaupa lesara' til að lesa tölvurákir, en sú aðferð er að ryðja sér til rúms víðast hvar,“ sagði Hjalti. Hjá Ríkiskaupum fengust þær upplýsingar að verið væri að vinna að útboði slíkra vega- bréfalesara. Munu tækin verða tengd tölvuneti Útlend- ingaeftirlitsins. Gömlu bréfin óbreytt Hvorki stendur til að breyta þeim vegabréfum sem fyrir eru né að hækka það gjald sem tekið er fyrir útgáfu vegabréfa. AHALUMIS Morgunblaðið/Rax Staðgreiðsluhlutfall skatta við innheimtu verður 41,84% á árinu 1994 Langflest sveitarfélög innheimta 9% útsvar Tæplega fjórðungur innheimtir leyfilegt hámark, 9,2% STAÐGREIÐSLUHLUTFALL skatta við innheimtu á árinu 1994 verður 41,84%, hálfu prósentustigi hærra en á árinu 1993 þegar það var 41,34%. Tekjuskattshlutfallið er 33,15% og innheimta útsvars er að meðaltali 8,69%, en útsvar er nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum. Útsvarsprósenta langflestra sveitarfélaga er 9%. Tæplega fjólðungur innheimtir leyfilegt hámark, sem er 9,2%, og 16 innheimta Ieyfilegt lágmark, 8,4%, þar á meðal nokk- ur stærstu sveitarfélögin, svo sem Reykjavík, Kópavogur, Garða- bær, Vestmannaeyjar og Seltjarnarnes. Búvörufrumvarp væntanlega lagt fram í dag Togast á um tollnúmer FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um að innflutningur tiltekinna búvara sé óheimill nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra var ekki lagt fram í gær, eins og stefnt hafði verið að. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra segir að frumvarpið hafi verið afgreitt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Eftir hafi verið að ganga frá örfáum atriðum en ekki unnist tími til þess í gær. Frumvarpið yrði væntanlega lagt fram á Alþingi í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vill landbúnaðar- ráðherra hafa fleiri vörur inni í frumvarpinu en viðskiptaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði í gær, þegar hann var spurður af hveiju hann hefði ekki lagt frumvarpið fram í gær, að hann hefði ekki heimild Alþýðuflokksins til þess. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, sagðist reyndar hafa verið er- lendis í fyrradag þegar samið var um frumvarpið en hún vissi ekki annað en að rætt hafi verið við alla þá þingmenn flokksins sem voru heima og þeir fallist á það. Hún sagði að ekki stæði að minnsta kosti til að kalla þingflokkinn saman vegna þessa máls. Þó búvörufrumvarpið hafi verið afgreitt í ríkisstjórninni er eftir að ganga endanlega frá því hvort nokkr- ar vörutegundir, meðal annars vörur þar sem kjöt er lítill hluti heildar- þyngdar vörunnar, falli undir það eða ekki. Þannig var pasta með 20% kjöt- innihaldi eða meira á listanum sem þingflokkar stjórnarflokkanna fjöll- uðu um á mánudag, en ekki pasta með minna en 20% kjötinnihaldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins vill landbúnaðarráðherra að frumvarpið taki til fleiri vörutegunda en aðrir ráðherrar, ekki síst Sighvat- ur Björgvinsson viðskiptaráðherra. Ef breytingar verða gerðar frá frum- varpinu þarf að hafa samráð milli ráðuneytanna og er búist við að gengið verði frá málinu í dag. Samkvæmt lögum sem sett voru skömmu fyrir áramót getur álagning útsvars verið 8,40% til 9,20%, en áður var eingöngu kveðið á um há- mark útsvarsálagningar, ekki lág- mark. Hámarkið í fyrra var 7,5%. 1,5 prósentustig af tekjuskattsinn- heimtu á síðasta ári færast nú yfir til sveitarfélagana vegna tekjutaps þeirra af afnámi aðstöðugjalds. Til bráðabirgða voru í janúarmánuði inn- heimt í staðgreiðslu 41,79% þar sem lögin voru samþykkt á Alþingi svo síðla á árinu að sveitarfélögunum vannst ekki tími til að ákvarða álagn- ingarprósentu útsvars. Hámark í 44 sveitarfélögum Af 197 sveitarfélögum í landinu er i 44 lagt á hámark þess útsvars sem heimilt er eða 9,2%. Á síðasta ári voru það 173 sveitarfélög sem innheimtu leyfilegt hámark, 7,5%. Langflest sveitarfélögin nú inn- heimta 9% í útsvar eða 128. Þar er um beina tilfærslu að ræða á tekju- skattsprósentunni yfir til sveitarfé- laga en í þeim sveitarfélögum þar sem útsvarið hækkar um 1,7 pró- sentustig er að auki um að ræða hækkun um 0,2 prósentustig. Stað- greiðsluhlutfallið getur því hæst orð- ið 42,35% hjá þeim sveitarfélögum þar sem útsvarsálagningin er í há- marki. í þeim sveitarfélögum þar sem lagt er á lágmark útsvars verður álagningin 41,55% eða 0,8 prósentu- stigum lægri en þar sem hún er hæst. Við endanlega álagningu fá þeir greitt til baka sem búa í sveitar- félögum þar sem innheimt er lág- mark útsvars en þeir sem búa í sveit- arfélögum þar sem innheimt er leyfi- legt hámark þurfa að greiða það sem vantar upp á staðgreiðsluprósentuna. Prófkjör á Akureyri Reyndustjafn- ir í 3. sæti ÓLJÓST er hver muni skipa þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor eftir endurtalningu atkvæða og úrskurði um vafaatkvæði úr prófkjöri fiokksins. Niðurstaðan varð sú að Þórarinn B. Jónsson og Jón Kr. Sólnes bæjarfulltrúi eru hnífjafnir í þriðja sæti en eft- ir fyrri talningu var Þórarinn í þriðja sæti en Jón Kr., sem þá var talinn hafa einu atkvæði minna í það sæti, var í fimmta sæti. Haraldur Sveinbjörnsson formað- ur kjörnefndar sagði í gærkvöldi að frambjóðendumir sjálfir gætu komist að samkomulagi um þriðja sætið og einnig væri hægt að varpa hlutkesti. Sagði hann að kjörnefndin myndi í dag ræða við Jón og Þórarin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.