Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Rúnar Þór Vetrarstemmning við Naustir GOTT veður hefur verið á Akureyri undanfarna daga og oft hafa myndast fallegar vetrarstemmn- ingar þegar sólin hefur náð að brjótast fram úr skýjunum, eins og sést á þessari mynd sem tekin var við bæinn Nausti. Tvíburatrollveiðideilan hjá Samheija Viðræður hafnar „ÞAÐ er bjartara yfir þessu, betra hljóð í mönnum,“ sagði Kon- ráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar eftir fund með forsvarsmönnum Samherja hf. i gær þar sem rætt var um ágreining sem uppi er milli aðila um uppgjör til sjómanna sem stunda svokallaðar tvíburatrollveiðar. Konráð sagði að deiluaðilar væru nær því en áður að ná samkomu- lagi og er annar samningafundur fyrirhugaður fyrir hádegi í dag, miðvikudag. „Þetta var ágætur fundur, menn eru samstarfsfúsir. Vissulega hafa báðir aðilar þurft að slá aðeins af fyrri kröfum sínum til að nálgast hver annan, rétt eins og í samningaumræðum yfirleitt," sagði Konráð. Opið hús í Miðstöð fólks í atvinnuleit Atvinnumál og íþróttír MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag, frá kl. 15 til 18. Gestir á þessari samverustund verða Einar Sveinn Ólafsson verk- smiðjustjóri og Helgi Pálsson fram- kvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs. Einar Sveinn mun ræða um stöðu atvinnumála í bænum eins og þau horfa við honum, en hann er einn af stjórnendum Fóðurverksmiðj- unnar Laxár, en jafnframt er hann stjórnarmaður i Þór og ætlar ásamt. Helga framkvæmdastjóra þess að kynna boð félagins til atvinnulausra um afnot af , heilsugæslustöðunni sem Þór starfrækir í félagsheimili sínu, Hamri. Allir eru velkomnir á þessa sam- verustund og kaffi og brauð verður - á borðum að vanda þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýs- ingar um starf miðstöðvarinnar eru gefnar í síma milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstudögum. (Fréttatílkynning.) Yfirlæknir bamadeildar FSA Magnús Stefánsson ráðinn Frá upphafi æfinga á Óperudraugnum. Söngleikur í lok leikárs Leikfélags Akureyrar Æfingar hafnar á Operudraugnum SKAMMT er stórra högga á milli hjá Leikfélagi Akureyrar, æfing- ar á söngleiknum Óperudraugnum hófust á mánudag, en um helgina var leikritið BarPar frumsýnt í nýju lcikliúsi og þá hefur jólaleikritið Góðverkin kalla verið sýnt fyrir fullu húsi að undan- förnu. MAGNÚS Stefánsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bamadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Hann tekur við stöðunni af Baldri Jónssyni sem sem verið hefur yfirlæknir á barnadeild um árabil. Magnús Stefánsson er fæddur árið 1936. Hann lauk prófi frá Læknadeild Háskóla íslands árið 1964 og hefur hann almennt lækn- ingaleyfi á íslandi og Svíþjóð. Þá HITAVEITA Akureyrar hefur tekið í notkun 1.770 hestafla dís- ilrafstöð með 1.500 K.W.A. rafal. í hófi sem haldið var í aðaldælu- stöðvarhúsi Hitaveitunnar á Ytra- Laugalandi kom fram hjá Franz Amasyni veitustjóra að vélin hefði kostað 11 milljónir króna og reikn- aði hann með að kostnaður við upp- setningu búnaðarins yrði 3,5 millj- ónir króna. hefur hann haft sérfræðingaleyfi í almennum barna- lækningum frá ár- inu 1975, en hann hefur frá því ári starfað sem sér- fræðingur á barnadeild FSA. Magnús Stefáns- Auk Magnúsar son sóttu Geir Frið- geirsson og Hákon Hákonarson um stöðuna. Þetta verður varaaflstöð og hefur næga framleiðslugetu til að fram- leiða rafmagn fyrir allar dælur hita- veitunnar í Eyjafjarðarsveit. Mögu- leiki er að tengja þessa varaaflstöð út á dreifikerfi Rafmagnsveitna rík- isins sem gæti komið sér mjög vel fyrir aðra raforkunotendur á svæð- inu. Benjamín Sú hefð hefur skapast hjá Leikfélagi Akureyrar að frumsýna söngvaverk í lok hvers leikárs og verður ekki brugðið út af venjunni þetta árið, því hafnar eru æfingar á Óperudraugnum eftir Ken Hill með söngperlum úr ýmsum fræg- um óperum. Leikhúsupplifun Þessi leikgerð á Óperudraugn- um er byggð á hinni frægu sögu Gastons Leroux og er leikgerð Kens Hills nú á fjölunum víða um heim og þykir hin mesta leikhús- upplifun. Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri, en hún kemur nú aftur til starfa hjá LA eftir tíu ára hlé, síðast sviðsetti hún sýningu á My Fair Lady, sem sló öll aðsóknar- met, en til þeirrar sýningar má rekja upphaf söngleikjahefðarinn- ar hjá félaginu. Tónlistarstjóri er Gerrit Schuil, píanóleikari og hljómsveitarstjóri, leikmynd og búninga gerir Sigur- jón Jóhannsson, ljósahönnuður er Ingvar Bjömsson en Böðvar Guð- mundsson íslenskaði verkið. í helstu hlutverkum eru Bergþór Pálsson, Marta G. Halldórsdóttir, Ragnar Davíðsson, Már Magnús- son, Agústa Sigrún Ágústsdóttir, Michael Jón Clarke, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Dofri Iiermanns- son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- þór Albert Heimisson, Sunna Borg og fleiri, auk hljómsveitar og að- stoðarmanna. Fyrirhugað er að frumsýna Óperudrauginn í lok mars. Leikur einn í Freyvangi og á Dalvík LEIKFÉLAG Kópavogs ætlar að sýna leikdagskrána Leikur einn í tvígang í Eyjafirði um næstu helgi og nýtur þar gest- risni Freyvangsleikhússins og Leikfélags Dalvíkur. Dagskráin er samansett úr þrem- ur þekktum gamanleikjum frá ýms- um tímaskeiðum, en þeir eru Draumur á Jónsmessunótt eftir W. Shakespeare, Lýsistrata eftir Ari- stofanes og ímyndunarveikin eftir Moliére. Leikendur hafa tekið þáttí nám- skeiði í vetur undir stjórn Ásdísar Skúladóttur sem nefnist Skoppara- kringlan þar sem skoppað var á ölduföldum leiklistarsögunnar. Af- raksturinn varð tæplega klukku- tíma löng leikdagskrá sem félagið ætlar nú að sýna Eyfirðingum. Sýningarnar verða tvær, í Frey- vangi föstudagskvöldið 28. janúar kl. 21 og í Ungó, Dalvík, laugardag- inn 29. janúar kl. 17. -----» ♦ ♦---- Fargjöld SVA hækka FARGJÖLD í Strætisvagna Akureyrar hækka 1. febrúar næstkomandi. Almennt fargjald fullorðinna hækkar úr 75 krónum í 80 krónur og 20 miða kort úr 1.200 krónum í 1.280 kr., framhaldsskólanemar greiða 1.100 kónur fyrir 25 miða í stað 1.050 og aldraðir greiða 550 kr. fyrir 20 miða í stað 515 króna. Barnafargjöld hækka úr 28 krónum í 30 krónur hvert fargjald, en 20 miðar kosta eftir hækkun 400 kón- ur í stað 380 áður. Nýr vagn af gerðinni Volvo hefur verið keyptur til Strætisvagna Ak- ureyrar, en innan skamms verður leiðakerfinu breytt og tekinn upp akstur í Giljahverfi. Morgunblaðið/Benjamín Öryggið eykst NÝ varaaflstöð sem framleitt getur rafmagn fyrir allar dælur veit- unnunnar í Eyjafjarðarsveit hefur verið tekin í notkun fyrir Hita- veitu Akureyrar, frá vinstri Ari Rögnvaldsson vélsljóri, Sigurður J. Sigurðsson, formaður veitustjórnar, og Franz Árnason veitustjóri. Ný varaaflstöð Hitaveit- unnar tekin í notkun Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. I 1 I [ E I I L I I I I e i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.