Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1994 Tímamót í Hafnarfirði eftir Sigurð Einarsson Það verða tímamót í Hafnarfirði frá og með bæjarstjómarkosningum í vor. Kjósendum hlýtur að vera ljós sú óstjórn sem á sér stað á fjármun- um þeirra. Víða eru fyrirtæki og opinberir aðil- ar að taka veruleg gæðastökk, til bættrar þjónustu og samkeppnis- hæfni, ekki síst með væntanlegt Evrópusamstarf í huga. Hjá Hafn- arfjarðarbæ hefur slíkt verið ófram- kvæmanlegt sökum stefnu Alþýðu- -flokksins í mannaráðningum, sem öllum er kunn. Þessu þarf að breyta. Nútímavæðing á rekstri Hafnar- fjarðarbæjar er löngu tímabær. Verði Hafnarfjörður tilraunasveit- arfélag er hægt að ganga mjög langt í átaki gæðastjómunar. Auka þarf ábyrgð forstöðumanna stofnana bæjarins á rekstri og krefjast sam- svarandi endurskipulagningar og fyrirtæki landsins verða að kasta sér út í, eigi þau að hafa möguleika á því að lifa og dafna. Markmiðið hlýt- ur að vera að þjóna bæjarbúum vel fyrir sem lægsta skatta. Skipulagsstefna Stefna Hafnarfjarðarbæjar í skipulagsmálum hefur verið í anda hentistefnu síðustu misserin. í tíð stjórnar Sjálfstæðisflokksins í bæn- um var lagður grunnur að miðbæj- arskipulagi sem byggði á ímynd Hafnarijarðar þ.e. miðbærinn átti að undirstrika eðii og fegurð byggð- arinnar sem fyrir er. Meirihluti Al- þýðuflokks hafði ekki hæfileika og vilja til að stýra því skipulagi til útfærslu. Skipulaginu var breytt eft- ir hugmyndum flokksfélaga, vina og kunningja meirihlutans. Ekki voru þær breytingar byggðar á frumleg- um fyrirmyndum. Hermt var eftir miðbæjum nýbyggðra hverfa og bæja á höfuðborgarsvæðinu, þegar miðbær hins rótgróna Hafnarfjarðar var mótaður. Þær fyrirmyndir sem „Markmið húsnæðis- sýninga er fyrst og fremst að stuðla að framþróun á sviði hús- næðismála.“ ég vitna í eru Borgarkringlan og miðbæir Garðabæjar og Mosfells- bæjar. Ekki þarf að fara út fyrir bæjar- mörkin til að leita að einhverjum háleitum skipulagshugmyndum. Við þurfum ekki annað en að líta á bæinn okkar með gestsauga og þá blasa við gull og gersemar, sem er gamli bærinn. Slík fyrirmynd og þarfir húsnæðismarkaðarins eins og hann er núna, fara mjög vel saman. Lítil hús með garði án allskyns krafna um bílskúr, aukahæð eða dýrt byggingarlag er það sem fólk vill. Við Hafnfirðingar höfum yfir frá- eftir Magnús Kjartansson Nú fer sú helgi í hönd þegar sjálf- stæðismenn ganga að kjörborði og áhvarða skipan lista síns fyrir bæj- arstjórnarkosningar í vor. Þetta er mikilvæg og þörf aðgerð, en vandasöm engu að síður. Þarna raðast upp listi hæfra frambjóðenda sem sumir eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum með gengi sitt á meðan aðrir fagna sigri. Sár myndast sem vandasamt verður að græða, bæði í fremstu og öftustu röð, og mikið og vandasamt starf er framundan við að koma flokknum í vinnustuð eftir harða og átakasama baráttu ein- staklinga um völd og frama í flokkn- um. bæru byggingalandi að ráða og stór hluti af stækkun höfuðborgarsvæð- isins næstu áratugina, verður innan okkar bæjarmarka. Húsnæðissýning Það hefur lengi verið skoðun mín að „verktakabærinn" eigi að ganga á undan þróun og gerð húsnæðis og byggja upp hverfi sérstaklega fyrir húsnæðissýningu. Markmið hús- næðissýninga er fyrst og fremst að stuðla að framþróun á sviði hús- næðismála. Með sýningum er hægt að ná út til mjög stórs hóps aðila sem áhuga og hagsmuni hafa af slík- um nýjungum og framförum. Sýningin þarf ekki að vera stór og ýmis þemu koma til greina. Sem dæmi mætti nefna íbúðir við höfn, íbúðir í hrauni eða hús byggð við norðlægar aðstæður með áherslu á aðgengi allra. Hér á ég að sjálfsögðu ekki við að Hafnarfjarðarbær ausi peningum „Leggjum öll hendur á árar við að róa bæjarfé- lagi okkar útúr skulda- feni kratanna." Það að þrír hæfir menn skuli gefa kost á sér í fyrsta sæti listans endur- speglar átök og baráttu í flokknum, en er í senn lýsandi dæmi um kosti lýðræðisins. Á undanförnum vikum höfum við fengið yfir okkur áróður frá fram- bjóðendum. Þar kennir ýmsra grasa, allt frá fullyrðingum um að flokkur- inn eigi sér ekki viðreisnar von nema í höndum eins, og til þess að breyt- inga sé þörf breytinganna einna vegna. Einnig hefur borið á því að A elleftu stundu Veljum Magnús Gunn- arsson í fyrsta sætið eftir Eggert Isaksson Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði heldur prófkjör til útnefningar á frambjóðendum á lista flokksins við næstu bæjarstjórnarkosningar. Að þessu sinni stendur valið milli 26 frambjóðenda. Val á frambjóðendum er vanda- samt verk og hafa verður í huga samsetningu listans við röðun á próf- kjörsseðli ogþá ekki síst hver kemur til með að leiða listann. Sjálfstæðis- flokkurinn í Hafnarfirði þarf nýja forystu, mann sem leitt getur flokk- inn til sigurs í komandi kosningum. Ég tel að Magnús Gunnarsson hafi þau manngildi sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum þarf til að bera. Hann hefur víðtæka reynslu í félags- málum og þekkir þarfir atvinnulífs- ins í gegnum reynslu sína af rekstri eigin fyrirtækja og annarra. Enn- fremur er Magnús fjölskyldumaður sem veit af eigin raun hverjar eru þarfir fjölskyldunnar og mikilvægi heimilisins. Fylgi Sjálfstæðisfiokksins í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum var, illu heilli, ekki nægjanlegt til að flokkurinn og það sem hann stendur fyrir kæmist til áhrifa við stjórn á bæjarfélaginu. Alþýðuflokknum, sem tók við stjórn bæjarfélagsins 1986, hefur ekki lánast að stjórna fjármálum bæjarsjóðs og er nú svo komið að skuldir hans nálgast hættumörk. Við þessu verður að bregðast og eins og ævinlega þegar saman þarf að fara aðhald í fjármál- um og markvissar aðgerðir verða Hafnfirðingar að treysta á leiðsögn Sjálfstæðisflokksins. Magnús hefur verið fyrsti vara- bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á yfirstandandi kjörtímabili. Hann Eggert ísaksson „Ég- tel að Magnús Gunnarsson hafi þau manngildi sem forystu- maður í Sjálfstæðis- flokknum þarf til að bera.“ hefur setið, sem fulltrúi flokksins, í húsnæðisnefnd og hafnarstjórn og valinn til forystu í æðstu trúnaðar- stéður Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði á undanförnum árum, fyrst sem formaður fjárhagsnefndar og nú síðastliðin ár sem formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. Reynsla Magnúsar af félagsmálum er víðtæk. Nægir þar Magnús Gunnarsson að nefna stjórnarstörf hans fyrir fjölda félagasamtaka í Hafnarfirði svo sem Lionsklúbbinn Ásbjörn, Öldrunarsamtökin Höfn en þar situr Magnús sem fulltrúi Lionsklúbbins, Körfuknattleiksdeild Hauka, Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar, en skóg- rækt og umhverfismál eru sérstök hjartans mál Magnúsar og svo sem mætti áfram telja. Vil ég því hvetja alla stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins til að taka þátt í komandi prófkjöri og kjósa Magnús Gunnarsson í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjórnarkosningum í vor. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Sigurður Einarsson í aðra sýningu á borð við Vor ’93. Húsnæðisstofnun hefur sýnt hug- myndinni áhuga t.d. með því að fá forsvarsmenn norsku íbúðarsýning- anna til að halda fyrirlestur hér á iandi um málefnið. En undirbúi bæj- arfélagið jarðveginn fyrir verktaka landsins, eru möguleikarnir miklir og þannig tæki bæjarfélagið á hend- ur sér forystuhlutverk um bætt hús- næðismál. Sem hugmynd gæti íbúð- arsýning á íslandi t.d. í tengslum við HM ’95 haft eftirfarandi mark- mið: 1. Íbúðarpólitík, mismunandi íbúðarform fyrir mismunandi íbúa með mismunandi sérþarfir. 2. Hluti íbúða notaður til að hýsa gesti HM. . 3. Markaðsfærsla Hafnarfjarðar og Islands. 4. Byggt við íslenskar/ Hafn- firskar aðstæður. Samfara húsnæðissýningunni mætti halda húsbyggjendasýningu í íþróttahúsinu, standa fyrir ráðstefnu í miðbænum t.d undir yfirskriftinni „Byggt við íslenskar aðstæður", tengja myndlist og tónlist við bygg- ingarlistina með sérsýningum og tónleikum þessu samfarandi. Höfundur erarkitekt og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Magnús Kjartansson bæjarbúum sé órótt vegna svokall- aðs ofríkis Mathiesena. Margir eru ekki sáttir við að hafa þijá menn í í samkeppni um fyrsta sætið og öðr- um finns úrvalið ekki nógu gott. Látum þetta samt ekki verða til þess að draga úr okkur að mæta í kosninguna og láta skoðun okkar í Ijós. Það er réttur sem við höfum og okkur ber að virða. Hafnfirðingar eiga allir sem einn að taka afstöðu til jafn mikilvægs atburðar í bæjar- lífinu sem þessa. Sú fullyrðing hefur verið sett fram að Hafnfirðingar hafi ekki jafn mik- inn áhuga á bæjarmálapólitík og aðrir íbúar landsins og sé það vegna nálægðar bæjarins við höfuðborgina. Þetta er skömm ef satt er. íbúum Kanada hefur verið kennt um það sama og nálægð þeirra við Bandarík- in líkt við músina sem sefur við hlið- ina á fílnum og hvílist ekki af hræðslu við að fíllinn velti sér. Hafn- firðingar, látum nálægð okkar við Reykjavík og áhyggjur af stöðu mála þar ekki trufla okkur við að taka afstöðu til okkar mála, þau eru það brýn. Leggjum öll hendur á árar við að róa bæjarfélagi okkar útúr skulda- feni kratanna. Tökum afstöðu. Allt er betra en að sitja heima. Mætum og sýnum að við getum sjálf tekið ákvörðun um hvernig við viljum að listi sjálf- stæðismanna líti út og látum engan segja okkur fyrir verkum í því sam- bandi. Það er ekki lýðræði, og engum sæmandi að framkvæma vilja ann- arra í þeim efnum. Ég tel mig hafa stundað heiðarlega baráttu og treysti því staðfastlega að ég verði ekki látinn gjalda þess að hafa ekki tekið þátt í flokkadráttum eða blok- keringum neins konar. í Hafnarfjörð hafa undanfarin ár flutt íbúar alls staðar af landinu. Við þetta fólk vil ég segja að lokum: Bjóðið ykkur sjálf velkomin til Hafnarfjarðar og látið að ykkur kveða. Þið hafið sama rétt og allir aðrir bæjarbúar, hversu lengi sem þið hafið búið í bænum. Látið skoð- un ykkar í ljós óg styðjið mig í 4. sæti. Stígum fyrsta skrefið til að flýta fyrir því að Hafnafjörður og Hafnfirðingar geti allir tekið á móti nýrri öld skuldlausir og með bros á vör og gleði í hjarta. Ég bið um stuðning í 4. sæti. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. SÆKIST EFTIR S JÖUNDA SÆTI eftir Þ. Hinrik Fjeldsted Ég, Þ. Hinrik Fjeldsted, vil koma því á framfæri að í komandi próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík sækist ég eftir því að verða kosinn i sjöunda sæti listans. Það er ekki ætlun mín að blanda mér í þá baráttu sem fram fer í sex efstu sæti listans. Ég tel það óþarft, þar sem ég fæ ekki séð að það verði mér neitt frekar til fram- dráttar í viðleitni minni til að ná kosningu í sjöunda sætið. Einnig vil ég benda á að ég tel mig málsvara þeirra félaga í Sjálf- stæðisflokknum sem ekki teljast til eignamanna eða fyrirtækjaeig- enda, þar sem ég er sjálfur laun- þegi á hinum almenna húsaleigu- markaði. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þ. Hinrik Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.